Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miövikudagur 7. april 1976. Kammersveit Reykjavíkur Kammersveit Reykjavikur hélt hljómleika 13. marz sl. i Menntaskólanum við Hamra- hlið, helgaða 20.-aldar tónlist. A efnisskránni voru 4 verk, Adieu eftir Karlheinz Stockhausen, 1 call it eftir Alta Heimi Sveins- son, Tropi eftir Niccolo Castigli- oni, og Folk songs eftir Luciano Berio. Alti Heimir stjórnaði sinu verki, en Páll P. Pálsson hinum. Rut Magnússon söng I call it og Folk songs. Loks voru umræður um tónlistina og tilveruna, sem Atli stýrði. Um tónlist á breiðum grundvelli Umræöurnar hófust með þvi að stjórnandi gerði stutta grein fyrir verkum þeim sem flutt höfðu verið og höfundum þeirra, en siðan hófust frjálsar umræð- ur. Jónas Ingimundarson pianó- leikari sagðist aöspurður hafa haft gaman að þátttöku sinni i þessum tónleikum (hann gauf- aði m.a. með pilsnerflösku inn- an i flyglinum) og taldi sitt 6-ára nám hafa komið að góðum not- um þar, en Rut Magnússon kvað 1 call it gera nýjar og örvandi kröfur til söngvara. Þá kom það fram, að nútima-tónskáld teldu litinn akk i þvi að „láta áheyrendum liða vel” á tónleik- um — þeirra helzta keppikefli væri að koma mönnúm á óvart. Tónleikagestur benti á að „undrun” væri ekki nema ein nóta á tónborði tilfinninganna (ef svo mætti að orði komast). Lauk svo þessum umræðum, þar sem i hönd fór fundur i Tónskáldafélaginu, en engum duldist að Atli Heimir tekur sig vel út i sinu nýja hlutverki sem Superstar norrænnar tónlistar. Tilraun um tónstyrk Fyrst á efnisskrá var Adieu eftir Kölnar-gúrúinn Karlheinz Stockhausen. Fimm blásarar fluttu, að einhverju eða veru- legu leyti frá eigin brjósti, þvi tónskáldið mun gefa hljóðfæra- leikurunum allfrjálsar hendur um útfærsluna. Ekki verður með sanni sagt að Adieu hafi verið tiðindamikið i þessum flutningi, aðaláherzlan virtist vera lögð á kurteislega dýna- mik. Þetta minnir á „Zeit- masse” sama höfundar, en i 187. takti þess verks spila 4 hljóðfæri einn hljóm allan taktinn, en breyta styrkleikahlutföllum i sifellu: ibóið byrjar ppp og ger- ir smá-crescendo upp i p i endann: flautan lækkar sig rólega úr p, hækkar sig siðan heldur örar i p aftur, og heldur þeim styrk út siðasta þriðjung taktsins, enska hornið sækir sig úr ppp I mp i miðjum takti og siðan niður aftur sömu leið, klarinettan heldur p um hrið, en dregur siðan niður. Hér er þvi farið meö tónstyrk á sama hátt og tónhæð i venjulegri tónlist. Fyrir óæft eyra, a.m.k. er þessi tónlist „timalaus”, án upphafs og endis annars en þeirra at- burða er hljóðfæraleikararnir koma og fara aftur. Heimspeki handa ungl- ingum Nú var flutt I call it eftir Atla Heimi Sveinsson, sem samið var fyrir söng Rutar Magnús- son. Textinn er eftir Þórð Ben. Sveinsson myndlistarmann, tekinn úr sýningarskrá Súmm- ara i Hollandi, en „kvæði” þetta er hugleiðing Þórðar Ben. um listaverk sitt á sýningunni, hvit- an gúmmisvan, sem keyptur var i leikfangaverzlun. Stjórn- andi las textann i upphafi, til þess að tónleikagestir gætu bet- ur áttað sig á hugsunum skálds- ins. Hljóðfæraskipan i verkinu er tvö slagverk, pianó, knéfiðla, hátalari og segulband. Stjórn- andi stýrði rafeindabúnaðinum, með þvi að tengja hátalarann hinum ýmsu hljóðnemum eða segulbandstækinu, en söngvari, stjórnandi, og hljóðfæraleikarar fluttu ýmist i hljóðnema, þannig að hljóðið kom ofan af vegg, eða beindu hljóðum sinum milliliða- laust út i sal til áheyrenda. Eins og önnur verk Alta er I call it sniðugt og skemmtilegt en lærðir menn segja að þetta sé meðal hans beztu tónsmiöa. Flutningurinn tókst stórvel, og Rut „brillieraði” — vafasamt er að hér syngi betri söngkona um þessar mundir. Punktar Leiðinlegasta verkið á efnis- skránni var Tropi eftir Niccolo Castiglioni — eftir þvi sem Atli sagði „punktaverk eins og allir sömdu á þessum árum” (1950- ’60). Siðast var flutt Folk songs eftir Berio, 11 sönglög frá ýms- um löndum. 9 þessara laga eru útsetningar höfundar, en tvö frumsamin. Rut geri þessu aðdáanleg skil, ekki sizt „Azer- baijisku ástarljóöi”, sem hún varð að endurtaka vegna hrifningar áheyrenda, þvi hún virtisthafa „allra kvikinda mál” (ensku, armensku, itölsku, frönsku), auk söngsins (og söng blaðlaust). Tónleikar þessir voru sem sagt hinir skemmtilegustu, enda svaraði kvenrödd i salnum þeirri spurningu Atla Heimis: „Jæja, var þetta ógurlega ljótt og leiðinlegt?” — „Dásamlegt”. 1.4. Sigurður Steinþórsson. Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, flutti hér á dögun- um erindi i hljóðvarp, sem ég freistaðist til að hlýða á. Það er nú raunar ekkert nýtt, að þessi ágæti maður láti ljós sitt skina á sviði landgræðslu eða þó öllu fremur landeyðingar, þvi viss- um mönnum virðist það mun hugstæðara að halda þvi á lofti, sem illa fer, en hinu sem vel er gert. Slikur málflutningur er á engan hátt til fyrirmyndar og telst þvi til áróðurs, enda erum viö bændur ekkert óvanir sUku — nú i seinni tið. „Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur”. Halldór bóndi i Laxnesi byrjaði snemma á aö kasta skit I vini sina og vandamenn, samanber 1 túninu heima. Þessi iðn virðist blessuðum karlinum alltaf jafn hugstæð, enda gengur þessi árátta likt og rauður þráður i gegnum flestar hans lönguvit- leysur. Siðan kom Gylfi okkar Gislason og lét ekki sitt eftir liggja. Siðast en ekki sizt má nefna fjölmiðla ýmis konar, er nota hvert tækifæri, sem býðst, bæði á erlendum og innlendum vettvangi, til að vega að bænda- stéttinni á hinn lymskulegasta hátt. Ég er ekki með þessu að halda þyi fram, aö bændur séu einhverjar æðri verur, þvi fer viös fjarri — en hvers vegna alltaf bændur? hjá þvi fólki, sem þykist vera að berjast gegn spjöllum i riki náttúrunnar? Hvað um veiðimennina? Hverju nafni sem þeir nefnast? Þar eru alltaf fundin upp ný og ný djöflatæki, sem tortima öllu lifi á hinn voðalegasta hátt — er ekkert athugavert við það? Ég ætla ekki að fara út i þá sálma frekar á þessu stigi málsins. Það yrði of langt mál, en „hver einn gái aö sinni sekt, syndin þjáir alla”. Mig langar samt til að geta þess, að bændur gefa stóran hlut af þvi, sem þeir taka úr riki náttúrunnar, aftur til baka — i margs konar áburðar- tegundum, en veiöimennirnir gefa ekkert til baka i langflest- um tilfellum. Auönir og öræfi hafa ætið ver- ið til á okkar kalda og hrjóstuga landi. Þótt eigi dragi ég i efa, að flatarmál þess lands hafi aukizt siðan á landnámsöld, hefur þar að mestu ráðið eyðing skóg- anna. Þeir hafa vitaskuld myndað gott skjól einsog Hákon gat um I erindi sinu. En sauð- kindin eyddiþeim ekki. nema að mjög litlu leyti. Það voru mennirnir, sem gerðu það, til þess að bjarga lifi sinu og sinna. Lái þeim hver sem vill — ég geri þaðékki. Það var engin „elsku mamma” að draga fram lifið hér á landi i harðærunum áíður fyrr, þegar fólkið hafði hvorki I sig né á — og sjúkrahús, vöggu- stofur og elliheimili voru á hverjum bæ. Hin svokallaða landeyðing er ekkert nýtt fyrir- bæri hjá okkur, „gáleysingjum” tuttugustu aldarinnar. Jóhann Sigurjónsson kvað fyrir aldamót „oft ég svarta sandinn leit sviða grænan engjareit”. Nú er þessi engja- reitur uppgræddur og miklu meira en þaö. Þvi óhemju stór landsvæði hafa verið grædd upp viðs vegar um land og ætið verið tekið fyrir það, sem verst var komiö, þ.e. örfoka land. Ég veit ekki hve þetta land er viðáttu- mikið alls, en þó ætla ég að mörgum alikálfi nútimans kynni að verða ómótt, ef hann ætti að kjaga um það allt á ein- um degi. En betur má ef duga skal, hins vegar er litt sæmandi að geta þess að engu, sem vel er gert. Vegna þess að mjög mikið starf hefur þarna verið innt af hendi við hin erfiðustu skilyrði — án þess að beiðast launa að kveldi. Þegar fyrstu land- nemarnir komu hingað austan um haf, er talið, að tsland hafi verið skógi vaxið „milli fjalls og fjöru”. Þetta er vitanlega hrein della — og á hvergi heima nema i skáldsögum. Það hefur aldrei vaxið skógur hér á landi, sem heitið getur — fyrir ofan þrjú til fjögur hundruð metra yfir sjó, né á heiðum uppi, nema kræklótt og rislágt kjarr. Ég vil þakka Hákoni Bjarna- syni fyrir vel unnin störf i skóg- rækt, þar hefur hann unnið mjög gott verk, að ég hygg. En ég er honum ekki sammála i þvi, að ómögulegt sé að rækta skóg nema útrýma sauðkindinni. Min reynsla er allt önnur. Aðaldæla- hraun talar þar skýru máli. Skógurinn i þvi hefur vaxið jafnt og þétt ár frá ári, siðan ég var barn — og þó gengur fé þar mjög mikið. Það má vera, að hrislurnar heföu orðið eitthvað beinni og rishærri, ef hraunið væri friðað, en þó efa ég það. Einhver lét þau orð falla nýlega, að tiöarfar hefði litil sem engin áhrif varðandi landeyðingu — og þá sennilega einnig land- græöslu. Þetta er furðulegur misskilningur. Vera má að önn- ur regla gildi á Suðurlandi, en hér fyrir norðan, ég skal ekkert fullyrða þar um. En tæplega finnst mér það senriilegt, þvi Runólfur heitinn Sveinsson og Páll bróðir hans voru búnir að rannsaka þetta atriði i langa herrans tið — og niðurstaða þeirra var sú, að munurinn væri alveg stórkostlegur, eins og þeir komust að oröi I samtölum við mig, og kom það heim og saman viö þá reynslu, sem ég hafði afl- að mér fram að þeim tima. Og siðar kom þetta enn betur i ljós — þ.é. á kalárunum svo nefndu. Hvað gerist t.d. i sambandi við skógræktina, þegar illvig hret koma á vorin, er verst gegnir? Tugþúsundir plantna eyðileggj- ast og margfalt fleiri hljóta ævi- löng örkuml. Melurinn, þessi harðgerða jurt, fær ekki einu sinni rönd við reist, þegar úr hófi keyrir með svalviðrin, hér norðaustanlands a.m.k. Niður i byggð skilar þessi útvörður allra hérlendra grastegunda ekki af sér spirunarhæfu fræi. Þegar sumrin eru mjög stutt og svöl og uppi á skjóllausum ösræfum, er ástandið vitanlega enn verra hjá veikburða gróðri, sem á örðugt uppdráttar, ekki sizt, þegar mörg köld ár dynja yfir, hvert á eftir ööru með ros- um og gauragangi, tæta jarð- veginn upp og hrista jurtirnar til, sem eru að streitast við að halda jafnvægi. Eitt er svo enn ótalið i þessu sambandi, en það er uppskera. Það er sprettan á hálendinu og vlðar, miðað við góðæri, hún er hálfu minni, þeg- ar illa árar ogsauðkindin geng- ur þá mun harðar aö beitinni, til að fá sina kviöfylli, sem sagt þá er voðinn vis. Ég nefndi áðan sauðkindina, enda er það vist hún, sem ótrú- legur fjöldi fólks hefur á milli tannanna — þetta mannelska, meinleysis grey . En mig lang- ar nú samt til að nefna hestinn aðeins á nafn, þarfasta þjóninn, sem einu sinni var, en er þaö nú ekki lengur, nema i fáum tilfell- um. Hann er raunar „stikkfri” að þvi er virðist, samt veit ég ekki betur en drottinn hafi gefið honum i vöggugjöf skaðræðis kjaft, sem hann notar óspart, vetur, sumar, vor og haust. Og þegar hann er búinn að setja alla jörð i flag hjá eiganda sin- um, fer hann bara til nágrann- ans og hjálpar þar upp á sakirn- ar. Hákon Bjarnason sagði i er- indi sinu að það væri nóg að friða landið, þá greri það upp af sjálfsdáðum. Ef svo væri, stæð- um við á grænni grein, en málið er nú þvi miður ekki svona ein- falt. Hólasandur er gott dæmi þessa. Hann liggur austan Laxárdals — þess er fyrr á tið átti að sökkva i „sæ” aö fullu, eins og til stóð i upphafi, sem og fleiri kjörgripum hérlendrar náttúru, á meðan sakfelldir um- bótamenn voru að klæða gróðri örfoka land eða þvi sem næst. En sleppum þvi. Þetta svæði var girtí þvi augnamiði, að það gréri upp, ef friöað yrði, fyrir ágangibúfjár. En reynslan varö allt önnur, þvi sandurinn tók engum breytingum við friðun- ina, samt er þar ekkert fok svo heitið getur — möl og smástein- ar valda þvi. Eftir 30 ár eða þar um bil, var girðingin svo lögð niður — og landið á þessu svæði öllu var þá nákvæmlega eins, hafði alls engum breytingum tekið i öll þessi ár. Viða hagar þó öðru visi til. Það skal fúslega viðurkennt, um það mætti ræða og rita næstum endalaust, en I svo þýðingarlitlu karpi tek ég engan þátt frekar, vegna þess að einmitt þeir, sem liklegastir teljast þar til stóryrða, eru þannig i stakk búnir að á þá bita engin rök, hækka bara róminn og tanna skjaldarrendurnar, eins og berserkirnir til foma — er þeir hugðu til atlögu. Að siðustu þetta. Þótt allir bændur á tslandi yrðu flæmdir burtu af jörðum sinum með ný- tizkulegustu aðferðum, skákað niður á malbikið til að hjálpa sjómönnunum viö það að leita uppi siðustu fiskana i hafinu — yrja hrygningarstöðvarnar á Selvogsbanka og gerast þrælar erlendra auðhringa, þá gréri megin hluti öræfanna okkar aldrei upp, vegna þeirrar ein- földu ástæðu, að þar eru engin skilyrði fyrir hendi, hafa ekki verið og munu aldrei verða. Valtýr Guömundsson, Sandi I Aðaldal Valtýr Guðmundsson, Sandi í Aðaldal: Gjafir voru okkur gefnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.