Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 15. april 1976. Hafréttarráðstefnan: Landlukt ríki leggja fram "i óaðgengilegar tillögur JEPPAHJÓLBARÐAR: STÆRÐ VERÐ 750-16 FRÁKR. 11.280.- 650-16 FRÁKR. 6.170.- 600-16 FRÁ KR. 7.430.- SHODR Oó-Reykjavlk. Hans G. Ander- sen, sendiherra, flutti rSe&u i 2. nefnd Hafréttarráðstefnunnar sl. mánudag, þar sem hann and- mælti harðlega öfgakenndum til- lögum landluktra og afskiptra rikja um veiðiréttindi innan 200 milna efnahagslögsögu. Tillaga þessi kom fram sl. föstudag. Þórarinn Þórarinssön, sem sæti á i islenzku sendinefndinni i New York, sagði i gær, að það sem um væri að ræða, væri að landluktu og afskiptu rikin, það er að segja þau riki, sem hafa stutta strand- lengju og litinn eða engan aðgang að opnum sjó, héldu hópinn á ráð- stefnunni. Eru þau um 50 talsins. Fyrir hönd þeirra hefur fulltrúi Austurrikis lagt fram breytingar- tillögur við þær greinar frum- varpsins, sem fjalla um landluktu og afskiptu rikin. íslenzka sendinef ndin mótmælir harðlega Jeppa hjólbaröa 1 frumvarpinu, eins og það er nú, er þessum rikjum áskilinn nokkur réttur'. Ef strandriki getur ekki veitt allan þann afla sem til fellur i logsögu þess, mega land- luktu og afskiptu rikin fiska þar. En i hinum nýju tillögum er gert ráð fyrir að sá réttur sé miklu viðtækari og að hann nái einnig til þróaðra rikja. Aður var þetta bundið við vanþróuð riki. Lizt okkur ákaflega illa á tillögurnar eins og þær eru, sagði Þórarinn, en ég hef enga trú á þvi að þær verði teknar til greina nema þá að takmörkuðu leyti. Ef til atkvæðagreiðslu kemur, held ég að þær nái ekki fram að ganga, en hættan er sú að hér er veriðað reyna að semja og semja þar til samkomulag næst og það gæti verið tekið eitthvað til greina af þvi sem kannski yrði ekki sam- þykkt við atkvæðagreiðslu þvi það er lagt svo mikið upp úr sam- komulagi. Ekki er minnzt á réttindi vegna hefðar i þessu sambandi, sagði Þórarinn, heldur er gert ráð fyrir að vprði einhver afgangur af fiski, verði lögsagan opnuð næst- um þvi fyrir alla sem vilja nýta miðin, en áður var þetta aðeins bundið við þróunarrikin. Umræðum um efnahagslögsög- una er nú að ljúka. Það eru nokk- ur riki, sem leggja mikið upp úr samkomulagi. Hættan fyrir okkur er hvort þetta kemur til með að hafa einhver áhrif á textann sem formaður nefndarinnar gefur út. Þetta gerist þannig, að lagt er fyrir fundinn það frumvarp, sem gefið var út i fyrra. Er grennslazt eftir hvort menn vilja gera ein- hverjar breytingar á þvi. Þeir sem ekki vilja gera breytingar þegja yfirleitt, en hinir koma sin- um tillögum á framfæri. Siðan fer formaðurinn yfir þetta aftur og ætlazt er til að hann taki það til greina, sem hann heldur að veru- legt fylgi sé fyrir. Maður reiknar með að formaðurinn geri ekki verulegar breytingar á frum- varpinu, en hann á að leggja fyrir nýtt endurskoðað frumvarp i lok þessa fundar. Við erum hálfsmeykir um að einhverjar breytingar verði gerð- ar á frumvarpinu, þótt það sé kannski ástæðulaust. Frumvarp- ið, eins og það er i dag, er eins hagstætt okkur og það getur verð, og hættan er sú að allar breyting- ar geti verið okkur frekar óhag- stæðar en hitt, þvi að sótt er að af þeim, sem vilja fá fram breyting- ar, sem eru óhagstæðar okkur. Hópurinn sem er andstæður okkur i þessu máli er að mörgu leyti ósamstæður, en hefur tekizt að fylkja sér saman. 1 hópnum eru flest Kommúnistarikin i Evrópu, þvi þau eru flest landlukt eða hafa litla strandlengju, þar með eru Hvita-Rússland og Úkra- ina, en Sovétrikin eru ekki i þess- um hópi, enda eiga þau mikla strandlengju. I ræðu sinni sagði Hans G. Andersen m.a.: Grundvallarsjónarmið islenzku nefndarinnar er, að sjálft hugtak- ið efnahagslögsaga feli i sér, að strandrikið hafi fullveldisrétt yfir auðlindunum á svæðinu, svo sem fram kemur i 45. grein. Að þvi er varðar lifrænar auðlindir mundu önnur riki hafa aðgang að þvi, sem umfram kynni að vera — og i mörgum tilvikum mundi þar vera um mikið magn að ræða — sam- kvæmt tvihliða samningum, sem gerðir yrðu i þvi skyni og gegn leyfisgjöldum og öðrum ákvæð- um. Heildarkerfið er byggt á þessum sjónarmiðum. Siðar i ræðu sinni sagði hann: En nú hafa landlukt og land- fræðilega afskipt riki sett fram þær öfgakenndu kröfur, sem lagðar voru fram hér i nefndinni sl. föstudag. Þessar kröfur eru ekki takmarkaðar við þróunar- riki eða kröfur þróaðra land- luktra rikja á nálægum svæðum né eru þær heldur takmarkaðar Öll verð eru miðuð við skráð gengi U.S.S: 178.80 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ við það magn, sem umfram kann að verða. Nú taka kröfurnar einn- ig til þróaðra rikja, sem fara fram á aðgang að auðlindum strandrikisins á svæðagrundvelli, þannig að um jafnrétti sé að ræða við þegna strandrikisins eða að um sanngjörn réttindi sé að ræða. Sendinefnd tslands telur það litt skiljanlegt, hvers vegna þróunar- rikin álita það nauðsynlegt eða jafnvel æskilegt að leggja til jafns hinar mjög svo sanngjörnu kröf- ur, sem þau hafa og ósanngjarnar kröfur þróaðra rikja, sem eru allt annars eðlis. Skoðun islenzku sendinefndarinnar er sú, að þessi málsmeðferð sé einungis til þess fallin að grafa undan kröfum þró- unarrikjanna, gera aðstöðu þeirra veikari og leiða til afleið- inga, sem engan rétt eiga á sér. Til þess að gera málið ljósara get Hans G. Andersen ég tekið tsland sem dæmi. Ef byggt er á svæðagrundvelli i stað þess að ræða um aðlæg eða nálæg lönd, eins og nú hefur verið lagt til, mundu ekki aðeins landlukt riki i Evrópu — eins og t.d. Sviss — geta farið fram á aðgang tii veiða innan islenzku fiskveiði- markanna (og við skulum ekki gleyma þvi að svissnezkir auð- hringar standa nú að veiðum und- an ströndum Noregs) heldur einnig þróuð landfræðilega af- skipt riki, sem hafa áður stundað veiðar þar. Þannig mundu háþró- uð riki i Evrópu væntanlega gera slikar kröfur, þ.e. að fara fram á aðgang að islenzkum fiskimiðum, sem eru þær einu auðlindir, sem við höfum yfir að ráða. Ef svo væri staðið að málum, mundum við hafa fært út fiskveiðimörkin i samræmi við meginregluna i 45. grein, en jafnframt misst af þeim hagsmunum, sem við það eru bundnir samkvæmt 57. og 58. grein. Með öðrum orðum mætti lýsa þessu þannig að við mundum hafa 200 milna efnahagslögsögu að frádregnum 188 milum. Ef hugmyndin væri sú að þróuð landfræðilega afskipt riki, sem stundað hafa veiðar innan efna- hagslögsögu rikja á svæðinu eigi rétt á að halda þeim veiðum á- fram, til hvers er þá útfærslan og hvað hefur þá orðið af fullveldis- rétti strandrikisins yfir hinum lif- rænu auðlindum? Að þvi er tsland varðar mundi slikt ástand vera algjörlega fráleitt og þessar til- lögur eru þvi óaðgengilegar. Á ÍSLANDÍ H/E AUÐBREKKU 44 — 46 KOPAVOGI SIMI 42606 AKUREYRI SKODA VERKSTÆOIÐ A AKUREYRI H F OSEYRI 8 EGILSTAOIR VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR GARÐABÆR NYBARÐI H/F GARÐABÆ J Þórarinn Þórarinsson Til sölu súgþurrkunarblásari, gerö H 11, ásamt rafmótor og drif- búnaöi. Upplýsingar gefur Jónas Jónasson, Neöri- Hól, simi um Furu- brekku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.