Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtutlagur 15. april 1976 Hús Gu&johnsens á Húsavik A kaupfélagssvæöinu Þættinum hafa borizt nokkrar myndir frá Húsavik, háifrar aldar gamlar. eða vel það, að talið er. A löngu lágu myndinni sést fólk i verzlunarerindum framan við hin gömlu kaupfé- lagshús Þingeyinga, liklega um 1915. Háa húsið til vinstri. þar sem kona stendur við grindurn- ar. var læknisbústaður i fyrstu, en varð siðar Hótel Húsavik. Næst þvi var vörugeymsla kaupfélagsins, og fyrir miðju söludeildin. Til hægri (bak við staurana) sésthús Aðalsteins og Páls Kristjánssona, en háa hús- ið lengst til hægri, var byggt sem barnaskóli. Varðsiðar sim- stöð og siðast ibúðarhús Ásgeirs Blöndals læknis. Á myndinni þar sem sima- staurar og margar tunnur eru i forgrunni sést til vinstri handar langt verzlunarhús St. Guðjóhn- sens.áðurieigu Orum & Wulffs. Til hægri á myndinni ber hátt ibúðarhús Guðjohnsens. t læknum á milli húsanna var saltfiskur þveginn. Tunnurnar er liklega verið að þétta og munu ætlaðar undir saltkjöt il útflutnings. Myndarlega tvistrompaða húsið til hægri á þriðju mynd- inni munu margir ferðalangar kannast við. Það var ibúðarhús Bjarna Benediktssonar um hriö, en siðar Hótel Asbyrgi. Liklega eru það gestir, sem spóka sig á svölunum. Til vinstri á mynd- inni sést verzlunarhús Bjarna. Undir þrútnum himni sést á fjórðu myndinni hluti af „Pláss- inu” á Húsavik við verzlunar- hús og geymsluhús St. Guðjohn- sens. I tunnunum er sennilega saltkjöt. t bakgrunni til vinstri sér i ibúðarhúsiö Snæland. Litum loks á virðulegan kven- manninn. Raunar er þetta bara snjókelling, haglega klædd, gerð af listelskum Húsvikingum fyrir um 60 árum! Verzlunar- og ibúðarhiis Bjarna Benediktssonar á Húsavík. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 119 Húsvikingar gerðu þessa snjókellingu fyrir um 60 árum Hluti af „Plássinu" á liúsavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.