Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. april 1976. TÍMINN 7 Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi: Tenging Árbæjar- og Breiðholtshverfa VIÐ AFGREIÐSLU fjárhagsá- ætlunar Reykjavlkurborgar I siðasta mánuði fluttu borgar- fulltrúar Framsöknarflokksins svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavikur telur, að eitt allra brýnasta verkefnið I samgöngumálum innan borgarinnar sé að tengja saman með nýrri brú yfir Elliðaár Arbæjar- og Breið- holtshverfi. Þvi telur borgar- sljórnin, að scm allra fyrst þurfi að taka endanlega ákvörðun um staðsetningu slikrar brúar og hefja siðan undirbúning og framkvæmdir við það ntann- virki.” 1 greinargerð með þessari til- lögu bentum við borgarfulltrúar Framsóknarflokksins á hversu ógreið tengsl væru milli þessara tveggja fjölmennu hverfa, en yfir 30 þúsund manns munu búa þar innan ekki langs tima. Rökin fyrir þvi, að Breiðholts- hverfi og Árbæjarhverfi verði tengd með þessum hætti, eru margvisleg. Ekki sizt liggja þau rök að baki, að mikil hagræðing, og um leið sparnaður, myndi eiga sér stað i sambandi við margs konar þjónustu, sem gæti orðið sameiginleg fyrir bæði hverfin. Má þar nefna sam- eiginlega læknisþjónústu, sjúkraflutninga, bókaáafns- þjónustu og strætisvagnaþjón- ustu, auk þess sem dregið yrði úr þvi öryggisleysi, sem fólk I þessum hverfum býr við vegna þess einhæfa samgöngukerfis, sem nú er við lýöi. Sem kunnugt er, þarf ekki mikið að bregða út af i sambandi við veður til að hverfi eins og Breiðholt hrein- lega einangrist. Gerðist það oft- ar en einu sinni á þeim vetri, sem nú er senn liðinn. Hugmynd um brú yfir Elliða- árnar er ekki ný af nálinni. M.a. er gert ráð fyrir henni i aðalskipulagi borgarinnar. Hins vegar hefur þessi hugmvnd ekki komizt lengra en að vera aðeins hugmynd, og hefur endanleg staðsetning brúarinnar ekki Alfreð Þorsteinsson verið ákveðin, né heldur gerð it- arleg kostnaðaráætlun um hana. En samkvæmt aðalskipu- laginu er gert ráð fyrir þvi, að brúin verði fyrir neðan Árbæj- arstifluna. Gatnamálastjóri hefur gert mjög lauslega kostnaðaráætlun um þessa brúargerð og hljóðar hún upp á 150—200 milljónir króna. Hér er um háar tölur að ræða, og ekki óeðlilegt, að Reykvikingar hugsi með sér, hvo'-t ekki væri rétt að verja sliku fjármagni til annarra verkefna, t.d. á sviði heilsu- gæzlu- eða skólamála. En þvi er til að svara, að þessi fram- kvæmd myndi að öllum likind- um falla undir þjóðvegi i þétt- býli, sem þýðir að rikissjóður myndi standa straum af kostn- aði við þetta mannvirki. Með þvi að flytja tillögu um þetta efni vildu borgarfulltrúar Framsóknarflokksins koma málinu af umræðustigi á fram- kvæmdastig. Talsmaður Sjálf- stæðisflokksins i umræðum um þetta mál, Davið Oddsson, hafði næsta litinn skilning á þvi, og talaði um „yfirboð” og „brúar- æði” Framsóknarmanna, en þessi borgarfulltrúi þekkir litt til staðhátta i stærstu hverfum borgarinnar, enda sjaldséður gestur þar. Hins vegar hafði Albert Guðmundsson skilning á þessu máli og tók undir rök borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Tillaga borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins um þetta mál náði ekki fram að ganga i þetta sinn. En hún verður tekin upp aftur siðar, og er þá vonandi, að sjóndeildarhringur meirihluta borgarstjórnar hafi eitthvað vikkað, þvi að hér er á ferðinni stórkostlegt hagsmunamál, ekki aðeins þeirra, sem búa i Breiðholts- og Arbæjarhverfi, heldur fyrir Reykjavikurborg i heild. Málverkasýning í Bogasal JG-Rvik. — Miðvikudaginn 17. april opnar Jón M. Baldvinsson málverkasýningu i Bogasainum. Jón Baldvinsson hefur liatdið margar myndlistarsýningar ó undangengnum árum. Ilann er fæddur árið 1927 og stundaði fyrst söngnám, en fyrir nokkrum árum hóf hand myndiistarnám eftir að hafa haft mikinn myndlistará- huga árum saman. Jón Baldvinsson sýndi á Kjar- valsstöðum i fyrra og var sýningu hans vel tekið af almenningi. Sýningin i Bogasalnum opnar einsog áður sagði 17. april og hún verður opin daglega frá kl. 2—10 og henni lýkur 25. april. Jón Baldvinsson, listmólari meö mynd eftir sig. Barnageðdeildberast gjafir A fimm ára afmæli geðdeildar Barnaspitala Hringsins bárust nokkrar höfðinglegar gjafir til starfseminnar. Kvenfélagið Hringurinn gaf tiu námsstyrki, 150.000,- krónur hvern og á að veita tvo styrki ár- lega. Yfirlæknirdeildarinnar á aö ákveða nánar um það, hver eigi að hljóta styrk hverju sinni. Séra Arelius Nielsson færði deildinni röska hálfa milljón frá Asgeiri Jósefssyni til minningar um eiginkonu hans, Jóninu Sólveigu Pálsdóttur sem lézt hinn 27. júni 1974, en var fædd 15. janú- ar 1890. Sjóöur verður stofnaður viö deildina með þessa gjöf sem höfuðstól. Þá má einnig geta þess, að systkinin Ragnheiöur, Jónas og Jón Múli börn Ragnheiðar Jónas- dóttur frá Brennu og Arna Jóns- sonar frá Múla, gáfu barnageö- deildinni frábærlega fagra Borgundarhólmsklukku til minningar um foreldra sina. Klukkan hefur nú staöið i anddyri deildarinnar i nokkur ár, en þetta tækifæri er nú notað til að færa systkinunum þakkir. Þessar gjafir munu verða starfsfólki mikil hvatning til dáða i framtiðinni. Þetta er ekkert sérstakt tilboð, heldur eðlileg benzíneyðsla á 50 ha BOLF sem keyrður er á leyfilegum hámarkshraða á sæmilegum vegi, en ef þér akið I borgarumferð þá er eyðslan um 8 I. BOLF er ekki aðeins sparneytinn, hann er rúmgóður 5 manna bíll með stórt farangursrými og stórar lúgudyr að aftan. BSSLF er með diskahemla að framan, Radial dekk, hita i afturrúðu, rafknúna rúðusprautu, öryggisgler, Rúllu-öryggisbelti, höfuðpúða á framsæti, hlífðarpönnu undir vél, sterkari höggdeyfum, þvottekta leðurlíki á sætum, hurðaspjöldum og toppi. BOLF\>arf aðeins eina uppherzlu á ári eða við 1 5 þús. km. akstur. Nú er það BBLF, sem slær í gegn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.