Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 34

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Kimmtudagur 15. april 1976. así i y ;e9la Var „Þorplð" sú fyrsta...? í fyrsta þætti spurningar- keppni i sjónvarpi ..Kjördæmin keppa” var talið. að ..Þorpiö” eftir Jón úr Vör frá 1946 væri fyrsta bókin með órimuðum ljóðum. Bæði mér og ýmsum fleiri kom þetta á óvart. Ég hafði talið að órimuð ljóð væru eldri. Vil ég hér nefna tvær eldri bækur með órimuðum ljóðum. Sú fyrri er Skriftamál einsctu- mannsins eftir Sigurjón Frið- jónsson. sem út kom 1929. Ég hygg að þetta séu óum- deilanlega órimuð ljóð. liin bókin er Söngur lifsins eftir Gretar Fells, sem kom út 1941. Undirtitill bókarinnar er frjáls ljóð. i upphafi formáls- orða segir höfundurinn: ..Það er hvorttveggja að litið helur verið að þvi gert, að yrkja á islenzku það, sem kallað helur verið ..óbundið 1 jóð’‘. eða l'rjáls Ijóð, eins og ég vildi heldur kalla það. og það margir tslendingar kunna illa að meta þess konar t'r spurningakeppni sjónvarpsins. skáldskap.” Ekki verður um villzt. hvernig höfundurinn leit á þetta ritverk sitt. t>á má minna á, að kaflar i ..Fornar ástir” eftir Sigurð Nordal frá 1919 eru órimuð ljóð, einnig helmingur bókarinnar ,.Á skemmtigöngu” eftir Gretar Fells frá 1947. En hvorug þessi bók er i heild byggð þannig upp, og koma þvi ekki til greina i þessu sambandi. Ég sendi þessar linur til að minna á, að vanda þarf vel spurningar i landskeppni, og þá er ekki alltaf nóg að fara aðeins þrjátiu ár aftur i timann. Eirikur Sigurðsson * -----------i Sqx sinnym dýrara með oiíu 1 Timanum. miðvikudaginn 24. marz s.l.. er frétt, sem fær Ijögurra dálka fyrirsögn ásamt mynd, sem nær yfir jafnmarga dálka. l>ar er skýrt frá þvi. að við nýleyfða 27% hækkun á g j a 1 d s k r á H i t a v e i t u Reykjavikur hafi hitunar- kostnaður 105 fermetra ibúðar ha'kkað um u.þ.b. 4.500 krónur, og kostnaður við upphilun slikrar ibúðar þvi hækkað úr 18 þúsund krónum i 22.500 krónur á ári. Erfitt er sjálfsagt undir að risa. Fleiri þurfa aö hita upp hús sín en Reykvikingar. Nú gæti verið fróðlegt að gera sér grein fyrir þvi, hvernig þessi mál standa hjá þeim. sem veröa að hita hús Sin með oliu. Pegar stjórnvöld voru að gera breytingar á sjóðafargani sjávarútvegsins nú nýlega. þá var felldur niður söluskattur af oliu til fiskiskipa. Fjármála- ráðherra þurfti að fá þann tekjumissi rikissjóðs bættan. — Leggja þurfti á nýjan skatt —. t>að var gert. en hann var einungis lagður á notendur hrá- oliu. Hún var hækkuð um kr. 1.15 pr. litra, og þannig aukinn til muna kostnaður þeirra, sem nota oliu til húsahitunar. Ofl heyrir maður talað um að ..jafna þurfi aðstöðumuninn”, þetta er vist ein aðferðin til þess. llver er þá hitunarkostnaður 100 til 110 fermetra ibúðar, þar sem olia er notuð sem hitagjafi? Til þess að fá svar við þvi, leitaði ég til þess aðila, sem sér um oliudreifingu hér til notenda. Einnig leitaði ég upp- lýsinga hjá nokkrum hús- eigendum. Eftir þvi sein komizt varð næst. rnunu til jafnaðar fara um 600 litrar af oliu á mánuði til hitunar á ibúðum af þessari stærð. Það gerir 7.200 litra á ári. Nú kostar hver litri af oliu krónur 25.35. Verður þvi upp- hitunarkostnaður á ári, með nú- verandi verði. krónur 182.520, — eitthundrað áttatiu og tvö þúsund. fimmhundruð og tuttugu kr. — þar af er sölu- skattur fiskiskipanna 8.280 krónur. Ekki má gleyma oliu- styrknum. Hann hefur verið 8 þúsund kr. á ári á ibúa. Kannski hann verði 10 þúsund kr. á þessu ári. Ef reiknað er með fjórum ibuum til jafnaðar i ibúð, þá nemur oliustyrkurinn 40 þús. kr. á ári. Kftir stendur þá 142.520 króna liitunarkostnaður. Þaðer meira en sexfaldur hitunarkostnaður miðað við sambærilega ibúð á hitaveitusvæði Reykja- vikur. Sagt var frá þvi á sinum tima, að oliufélögin hefðu larið fram á fjögurra króna hækkun á benzinlitranum, en rikisstjórnin teldi að þeim veitti ekki af sex króna hækkun, og hana hafa þau nú fengið. Vart þarf lengi að biða þess að þau kvaki til stjórnvalda um hækkun á hráoliu, og fái það sem um er beðið, og jafnvel vel það. Jósafat Sigvaldason Blönduósi .XJáJXr. •. .m.isí þér fridagar orðnir of margir? Haraldur Þórðarson verkaniaður: Það er orðið allt of mikið af þeim, og mér finnst að þeim mætli fækka. Kristján Jiiliusson, Ieiksviftsmaður: Er nokkurn tima of mikið af þeim? Fridagarnir, sem nú eru framundan, verða ágætir fyrir marga. Sjálfur vinn ée hins vegar á vöktum og vinn jafnt á helgum dögum sem virkum. (Jústaf Sigvaldason, skrifstofnstjóri: Það mætti sleppa mörgum þeirra, cins og öörum i páskadegi og sumardeginum fyrsta. Eins mætti sleppa fridögum, sem allar stéttir virðast þurfa að hafa, eins og fridegi verzlunarmanna og fridegi verkmanna fyrsta mai. Kristján Thorlacius, forrn. BSKB: Þaö er aldrei of mikiö af fridögum, og þeir eru sizt of margir eins og er, enda notar fólk sina fridaga vel. Reviiir Karlsson, æskulýðsfulltrúi: Það kemur nú sjaldan fyrir mig að geta ekki svarað á stundinni o.n nú get ég ekkerl sagt. Er ekki bezt að segja, að þeír séu aldrci of margir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.