Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 39

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 39
Fimmtudagur 15. april 1!>76. TÍMINN 39 0 Niðurgreiðslur um reynt að skapa þar algjört öngþveiti með því að halda þó ekki uppi þeirri mjólkurfram- leiðslu, sem þá var, með út- flutningsuppbótum á smjöri. Ef það hefði ekki verið gert, þá væri ástandið ekki gott núna. Smjör- skorturinn er sem sagt vegna sveiflna i framleiðslu fyrst og fremst en ég held að hann sé ekki af kapphlaupi neytenda að borða sem mest af smjöri til þess að missa nú ekki af neinum krónum sem koma til niðurgreiðslu á því úr rikissjóði, eins og mér heyrðust vera aðalrökin i ræðu hv. 9. þm. Reykv., það væri sem sagt tap fyrir neytandann hver sá mjólkurlitri sem hann neytti ekki og hvert það kjöt kg sem hann borðaði ekki, þvi að þar með væri hann að varpa frá sér niður- greiðslu úr rikissjóði. Mér finnst þetta vera aogjörlega fjarstæð rök. Það hefur komið fram að það stendur ekki á bændum að athuga með breytingar á niður- greiðslum. En ég vil taka undir það, sem hér hefur komið fram. áður hjá hv. 2 þm. Norðurl. v. og Ný bók: Ritgerðir um írskar og íslenzkar sögur og kvæði LONG ER FÖR þrir þættir um irskar og islenzkar sögur og kvæði, heitir nýútkomin bók eftir dr. Einar 01. Sveinsson prófessor, i flokknum Studia Islandica. Fyrsta ritgerðin heitir Svipdag- ur og Menglöð, og eru það „athugasemdir um Grógaldur og Fjölsvinnsmál”, næsta ritgerð heitir Herra Valvin og Karlinn grái, og hin þriðja nefnist Irskur bragarháttur á sveimi um Norðurlönd i fornöld. Tveim fyrstu ritgerðunum er skipt niður 1 nokkra kafla mislanga, og aftan við siöustu ritgerðina eru tilfærö nokkur bragfræðiorð og gerö grein fyrir bragðfræöimerkjum. Höfundurinn segir i formála, að hann hafi, eins og margir aðrir Islendingar, lesið Landnámabók i æsku og lært „að meta hina furöulega auðugu mynd sem hún gaf af þeim tima, undraöist hinn geysimikla fróðleik sem hún geymdi, i staöfræði, i ættfræði, um einstaka atburði, en ekki siður hina undarlegu heiörikju orðfærisins.” Siðan segir: „A nokkrum stöðvum er þar getið manna, sem ekki báru norræn nöfn. Sumir þeirra eru sagðir komnir frá Irlandi, og mjög oft bera nöfnin vitni um þetta efni.” Höfundur segir og I formála, að hin kynlegu nöfn og erlendi upþ- runi, hafi verið „vel til þess fall- inn að vekja forvitni um þetta fólk”, uppeldi þess og hugarheim, svo og hvað þeir fluttu „meö sér af list handa eða orðs”. Enn fremur segir i formála höfundar, aö þótt hið norræna þjóðerni væri yfirgnæfandi á íslandi i fornöld, þá „varöveittust hér einnig sögur og sagnir vestan um haf, og þær þróuðust og komu upp á yfirboröið á sinum tima, við hliö og I skjóli norrænna kvæða og sagna.” Bók dr. Einars Ólafs Sveins- sonar er 217 blaösiður, útgefandi er Menningarsjóöur. —VS GLUGGA-OG HURÐAÞETTINGAR med innfræstum . ÞÉTTILISTUM GUNNLAUGUR MAGNÚSSON (Da9 - og kvotdsimi). húsasmidam. SIMI 165 59 Grásleppuhrogn - Söltuð þorskhrogn Höfum trausta kaupendur i mörgum löndum að söltuðum grá- sleppuhrognum og söltuðum þorskhrognum i verulegu magni. Framleiðendur. Nú er markaðsástand hagstætt og þvi óþarfi að selja framleiðsluna á lágmarksverðum. Hafið samband við okkur, áður en þið festið framleiðslu ykkar annars staðar. Góð kjör og hæstu verð. 5 ára reynsla i útflutningi. ÍSLENZKA ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐIN HF. Eiriksgötu 19, Reykjavik. Telex 2214, Simar 16260 og 21296. fleirum, að sú leið, sem bent er í þáltill., kemur ekki til greina að minu mati. Hv. 9. þm. Reykv. færði það sem rök fyrir þessari till. að úr þvi að hér sé um að ræða fjár- magn úrrikissjóði, þá eigi allir að fá jafnt. En fá allir jafnt ef um er að ræða aðrar greiðslur úr rikis- sjóði? Hvemig er t.d. með launa- greiðslur? Fær verkamaðurinn sem vinnur hjá rikinu t.d. jafn- margar krónur fyrir hverja unna vinnustund og prófessorinn og aðrirþeir sem eru i svipaðri stöðu og hann? Ætli mismunurinn þar sé ekki nokkuð miklu meiri milli manna heldur en sá sem niður- greiðslurnar valda? Ég held að það sé meiri þörf á að draga úr þessum mismun heldur en mis- muninum sem niðurgreiðurnar valda. En ég skal þó ekki fara lengra út i þá sálma hér. Eg vil aðeins undirstrika það, aðsúleið, sem tillagan gerir ráð fyrir um breytingu á greiðslum úr rikis- sjóði, hún er ekki fær.” Rækjuverksmiðjan Særún hf„ Blönduósi þakkar starfsfólki sinu og sjómönnum vel unnin störf og góða samvinnu á liðinni rækjuvertið i Húnaflóa. Um leið hörmum við, að aflahlutir og laun i landi hafa verið lægri en réttmætt var, vegna opinbérrar ákvörðunar um aflaskiptingu. Fyrsti rækjubát- ur frá Blönduósi varð t.d. að hætta veiðum i byrjun marz, þar sem kvóti hans var þá fylltur. Þrátt fyrir þetta er það ánægjuefni að hafa getað lagt nærri 30 millj. króna i gjaldeyrissjóð þjóðarinnar á þessari vertið og veitt yfir 20 manns atvinnu. Til glöggvunar birtum við hér yfirlit yfir kvóta liðinnar vertiðar i Húnaflóa og einnig hvernig kvótinn ætti að vera, ef fylgt væri ný- legum lagaákvæðum um samræmda vinnslu sjávarafurða: Kvótaskipting Kvótaskipting sjávarútvegs- ætti að ráðuneytisins á liðinni vertið (1700 tonn): vera: Særún h/f, Blönduósi (2 vinnsluvélar) 10% 25% Meleyri h/f, Hvammstanga (1 vél) 18% 12,5% Rækjuverksmiðjan h/f, Skagaströnd 22% (2 vélar) Rækjuverksmiðjurnar Hólmavik 25% og Drangsnesi (3 vélar) 50% 37,5% Það er von okkar, að samvinna við starfsfólk og sjómenn verði áfram ánægjuleg við aukna vinnslu á rækju, hörpudiski, grá- sleppuhrognum og öðrum sjávarafurðum. Andstaðan gegn upphafi þessa atvinnufyrirtækis á Blönduósi virðist nú að nokkru að baki, og við stöndum sameinuð og öflug til nýrrar sóknar. Gleðilega páska. RÆKJUVERKSMIÐJAN SÆRÚN HF. Blönduósi. Eyfirðingar — Þingeyingar, Reykjavík Vorfagnaður félaganna verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 23. apríl kl. 20.30. Dagskrá: Avarp Visnaþáttur Egill Jónasson, Húsavik Spurningakeppni milli sýslnanna stjórnandi Jónas Jónas- son Dansað til kl. 2 Aðgöngumiðar seldir i anddyri Súlnasalar frá kl. 19 föstudag. Stjórnirnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.