Alþýðublaðið - 05.08.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.08.1922, Blaðsíða 4
4 s ALí>¥ÐUBLAÐIÐ E. s. Villemoes fermir í Mew-Yo k miðjan. septeœbeí* til Reykja vlkur og Eðaih*faa«3na kringtim Undið Náoari uppiýsiogar á skrifstofu vorri. H. f. Eimskipafólag' íslands. fást f Kaupfélaginu, Póstísússtríeti 9. Pathóplötur e>u lstríg endingarbeztar, og þó hddur ódýrasi en sðrar píötur. Hljóðframleiðir (,hljóðdós“) naeð giHisteinsoddi kostar ekki meira en eytt er í nálar á nokkruoa raámrðum, og má nota á hverj khi gratnmófón Siórt úrvíl af Pathélónplötuca týkomið, þar á rrteðai harmoniku plötum (H^waian gitar) Komið og heyrið þessar plöt ur næitu daga HljóðfæraMs Reykjavíkur. Kl. 7% á morgnana er tilbúið nóg af heitu kaffi hjá Litla kaffihúsinu. Hentugt fyrlr þá, sem byrja vinnu kl. 8. Handsápur og aðrar hreínlætisvör- ur er bezt aö kaupi í Kaupféiaginu. Skófatnaður er ódýrastur og beztur — margar tegundir — i Sköverziunni á Laugav. 2. Kaupid A lþýðublaðið! Reyktóbak, nokkrar teguadir a ý k o m n a r ti! Kaupfélagsius. Fólfr, scra fer norður < rfldar- vismu, getur fcagtð blisðið seoi, en verður þá að tilkyona þ»ð á afg!- Kaupendur „Verkamannsin»“ bér í bæ eru vinsarulegast bc-ðnir að greiða hið fyrsta ársgjaldið, ; kr., 4 afe? Alþýðublaðsimt Ritstjóri og ábyrgðarinaðar: Olaýur Friðriksson. PreöVJsmiðjaa Gutenberg, Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aftur. þeirra til þess að læðast á eftir þeim, og grenslast um hvaða þorparastrik þeir hefðu nú á prjónunum. Hann hafði þekt rödd Rokoffs og séð að Paulvitch var með honum. Tarzan heyrði að eins fá orð: „Og ef hún hljóðar, verðurðu að kæfa hana —“. En þau nægðu til þess að vekja æfintýraþrá hans, svo hann misti ekki sjónar á þeim félögum, er þeir hröðuðu sér eftir þilfarinu. Hann sá þá stansa sem snöggvast við reykskáladyrnar og skygnast þar inn, en svo héldu þeir áfram rakleitt að innganginum á fyrsta farrými. Tarzan gekk ver að veita þeim þar eftirför, en hon- um tókst það samt ágætlega. Þegar þeir námu staðar úti fyrir einum klefadyrunum, skaust Tarzan inn í hlið- argang, ekki tólf skref frá þeim. Er þeir drápu á dyrnar, svaraði kvenmannsrödd á Frönsku: „Hver er þar?“ „Það er eg, Olga — Nikolas", var svarað með kunn- uglegri rödd Rokoffs. „Má eg koma inn?“ „Því hættirðu ekki að elta mig, Nikolas?" svaraði kvenmannsröddin innan við dyrnar. „Eg hefi aldrei gert þér mein”. „Ljúktu-upp, Olga", hélt maðurinn áfram sleikjulega; „eg ætla bara að tala við þig örfá orð. Eg skal ekki gera þér mein; ekki einu sinni stíga yfir þrepskjöldinn. En eg get ekki kallað í gegnum hurðina". Tarzan heyrði lokuna dregna frá hurðinni. Hann gægðist eftir ganginum, til þess að sjá hvað fram færi, um leið og hurðin opnaðist, því hann gat ekki gleymt orðunum er hann hafði heyrt uppi á þilfarinu: „Og ef hún hljóðar, verðurðu að kæfa hana“. Rokoff stóð beint framan við dyrnar. Paulvitch þrýsti sér fast að vegnum. Dyrnar opnuðust. Rokoff fór inn í gættina, hallaði sér upp að hurðinni og talaði í lágum hljóðum við konuna, sem Tarzan sá ekki. Tarzan heyrði konuna svara lágt, en þó nógu hátt til þess að hapn heyrði orðaskil. „Nei, Nikolas", sagði hún, „það er þýðingarlaust. Eg skal aldrei gera að vilja þínum, vegna ágengni þinnar. Farðu út; þú hefir engan rétt til þess að vera hér. Þú lofaðir því, að koma ekki inn". t „Jæja, Olga, eg skal ekki koma inn; en áður en eg sleppi þér, skaltu óska þess þúsund sinnum, að þú hefðir uppfylt ósk mína strax. Eg skal með einhverjum ráðum vinna að lokum, svo það væri þér best að spara mér tíma og þér óþægindi og bónda —“. „Aldrei, Nikolasl" greip konan fram í. Þá sá Tarzan Rokoff snúa sér við og kinka kolli til Paulvitch, sem -stökk að dyrunum og ruddist fram hjá Rokoff, sem hélt hurðinni opinni. Sá síðar nefndi fór út. Hurðin lokaðist Tarzan heyrði að Paulvitch snéri lyklinum að innan verðu. Rokoff beið fyrir utan og begði s'ig áfram, eins og til þess að ná orðum þeirra, er inni voru. Illmensku- glott lék um andlit hans. Tarzan heyrði konuna skipa náunganum út. „Eg skal kalla á manninn minn", æpti hún. „Hann mun ekki hlýfa yður". Paulvitch rak upp ógeðslegan hlátur. „Umsjónarmaðurinn mun sækja manninn yðar, frú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.