Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. mai 1976. TÍMINN Brezku skipstjórarnir: Setja brezku stjórninni úrslitakosti Gsal-Reykjavik — Mjög mikil óá- nægja er nú rikjandi meðal brezkra togaraskipstjóra á fs- landsmiðum, og á hún bæði rætur sinar að rekja til aflaleysis sið- ustu vikur, og litillar verndar, sem togararnir fá hjá flotanum um þessar mundir. Brezku tog- araskipstjórarnir samþykktu slð- degis s.l. sunnudag, að senda skeyti til rikisstjórnarinnar i Bretiandi, og var það sent þann sama dag. f skeytinu krefjast tog- araskipstjórarnir aukinnar verndar þeim til handa, og bóta frá rikinu vegna veiðitruflana. Togaraskipstjórarnir gáfu rikis- stjórninni frest fram á hádegi i dag til að svara þessum kröfum, en i skeytinu segja þeir, að hafi svar ekki borizt fyrir þann tima, ihugi þeir mjög alvarlega hvort ekki beri að ieggja niður veiðar á islandsmiðum. í skeyti sinu til rfkisstjórnar- innar kefjast togaraskipstjórarn- ir þess ennfremur, að þær bætur, sem þeim verði veittar, eigi að vera skattfrjálsar — og þeir taka fram iskeytinu, að varðskipunum leyfist meiri aðgerðir núna en nokkru sinni fyrr. Nokkru áður en togaraskip- stjórarnir hófu að ræða um þess- ar kröfur, eða snemma á sunnu- dag, sendi eitt varðskipanna til- kynningu ul stjórnstöðvar Land- helgisgæzlunnar, sem er efnis- lega eitthvað á þessa leiö: — Togaraskipstjórarnir eru mjög órólegir og sjá f jandann alls stabar uppmálaðan, enda eru varðskipin tilkynnt á fimm min- utna fresti, (af verndarskipun- um) og stefna, hraði, staður, dagur og timi gefinn upp. Þetta verkar þannig á togaraskipstjór ana, að varðskipin séu alls stað- ar, og helmingi fleiri en þau eru i raun og veru. Togaramenn hafa enga möguleika á þvi, að vinna úr öllum þessum upplýsingum — og hafa orð á þvi, að eitthvað þurfi að gera, annað hvort með styrkj- um eða aukinni vernd. t gærdag kl. 14.17 klippti varð- skipið Óðinn á báða togvira brezka togarans Boston Kestrel um 25 sjómilur frá Hvalbak, en Baldur klippti sem kunnugt er á togvirasamatogaras.l. föstudag. Eftir klippinguna tilkynnti skip- stjóri togarans um það, að hann væri orðinn uppiskroppa með veiðarfæri og yrði að sigla heim til Bretlands. Freigátan Fal- mouth reyndi árangurslaust að hindra klippingu varðskipsins. Samkvæmt upplýsingum varð- skipanna hafa brezku togararnir vart getað komið veiðarfærum sinum i sjó síöustu daga. Árangurslaus leit að líki Guðmundar Gsal-Reykjavlk — Leitað var að lfki Guðmundar Einarssonar i Hafnarfjarðarhrauni á laugar- dag, og hófst leitin snemma morguns og stói fram eftir degi. Um fimmtiu manns tóku þátt I leitinni, nemar úr Lögregluskól- anum og menn úr hjálparsveit skáta I Hafnarfirði. Að sögn Arn- ar Höskuldssonar, sakadómara bar leitin engan árangur. Orn sagði i samtali við Timann i gær, að búast mætti við frekari leit að liki Guðmundar Einars- sonar, en ekkerthefði þó enn ver- ið ákveðið i þvi sambandi. Að sögn Arnar var leitað á þremur svæðum i. hrauninu, og sagði hann, að leit á tveimur svæðanna hefði verið tilkomin vgna ábendinga bflstjórans, sem fenginn var til þess að flytja lík Guðmundar frá húsi einu i Hafn- arf irði út i hraunið, en Örn sagöi að einnig hefði verið stuðzt við framburð þriggja banamanna Guðmundar „eftir föngum" eins og hann orðaði þaö. örn Höskúldsson sagði að dómsrannsókn i Geirfinnsmálinu væri ekki lokið, en ekki kvaðst hann geta sagt til um það, hvenær rannsókninni lyki. Gæzluvarðhaldsvist þriggja þeirra manna, sem nú sitja i Guðiaugur endurkjörinn háskóla- gæziuvarðhaldi vegna Geirfinns- málsins, lýkur 10. mai n.k. Tim- inn innti örn Höskuldsson eftir þvi i gær, hvort búast mætti við þvi að gæzluvarðhald þeirra yrði framlengt þá — en Orn kvaðst ekki geta svarað þeirri spurn- ingu. ____________________ ASI: Euroman siglir á Ægi Þessar myndir sýna ásigl- ingu dráttarbátsins Euro- man á varðskipið Ægi niánu- daginn 26. aprfl sfðastliðinn og skemmdir á varðskipinu, en tildrög ásiglingarinnar voru þau, að Ægir var að reyna að klippa á togvir brezka togarans Irvana á Hvalbakssvæðinu. Euroman var togaranum til verndar og þegar varðskipið sigldi yfir togvira togarans beygði dráttarbáturinn skyndilega hart á stjórnborða r1- og kom stefni hans aftarlega á bak- borðshlið Ægls. Asiglingin var mjög hörð, — og eins og sjá má á tveimur neðri myndanna, lagðist þyrluþil- farið niður undir lunningu á tiu metra kalia, og lunningin niður á móis við spilið á jafn- löngum kafla. Efsta myndin sýnir er Euroman siglir á varðskipið. (Tlmamyndir: örn Rúnarsson). Viðurkennir fjáröflun fil gæzlunnar en mótmælir fyr komulagi vörugjaldsins rektor Oó—Rvík. Guðlaugur Þorvalds- son var i gær endurkjörinn rektor Háskóla Islands til næstu þriggja ára. A kjörskrá voru allir kennar- ar háskólans sem gegna þar fullu starfi, 124 talsins, svo og 21 fulltrúi stúdenta. Alls neyttu 100 atkvæðisréttar sins og hlaut Guð- laugur 96 atkvæði. Guðlaugur Þorvaldsson hefur gengt embætti rektors eitt kjör- timabil, eða þrjú ár. Miðstjórn ASI hélt fund i gær og tók til athugunar frumvarpið um f járöflun til landhelgisgæzlu og fiskverndar o.s.frv. 1 ályktun sem miðstjórnin sendi frá sér segir m.a.: Miðstjórn Alþýðusambands Islands hefur á fundi sinum 3. mai tekið til athugunar frum- varp til laga um fjáröflun til landhelgisgæslu og fiskverndar, rikisfjármál og fjármögnun orkuframkvæmda sveitar- félaga, og vill af þvi tilefni taka fram eftirfarandi: Miðstjórnin viðurkennir þörf á auknum fjárráðum land- helgisgæslunnarogþarsem hún hefur ekki aðstöðu til neins ná- kvæms mats á þvi hve~sú fjár- þörf er-mikil, gerir hiin ekki ágreining um þá áætlun, sem frv. byggir á, en vill mega treysta þvi að hugsanlegu auknu fé til eflingar landhelgis- og fiskverndar verði varið með skynsamlegum hætti. Bent skal þo á, að i greinarg. frv. er ekki að finna neinar skýringar á þvi, hverning fénu skuli varið. Að þvi leyti, sem unnt er að einangra athugasemdir við frumvarpið við allt að 1000 milj. kr. tekjuöflun i framangreind- um tilgangi, getur miðstjórnin eftir atvikum fallistá aðfarin sé sú leið, sem frv. gerir ráð fyrir, þ.e.a.s. að fjárins sé aflað með timabundinni hækkun vöru- gjalds. En miðstjórnin leggur þá jafnf ram t þunga áherslu á að hækkun vörugjaldsinns verði al- gerlega takmörkuð við fjárþörf landhelgisgæslunnar og þó enn frekar að slik takmörkuð hækk- un vörugjaldsins við 1000 millj. kr eða um 13% til næstu ára- móta, verði ekki á neinn hátt tengd riftun gildandi kjara- samningsákvæða um „rauðu" strikin. Telur miðstjórninaðþau ákvæði frv. sem að þessu lúta sbr. 8. gr. frv. sé ósvifin aðför að gerðum og gildum samningum aöila vinnumarkaðarins frá 27. febr. sl. og mótmælir þessum ákvæðum sem hreinni ósvinnu, sem i raun afmái forsendur kjarasamninganna. í þessu sambandi minnir miðstjórnin á brigð rfkisstjórnarinnar á yfir- lýsingum sinum, þegar vöru- gjaldið var fyrst íagt á á sl. ári, svo og á slæma reynslu af með- ferð stjórnvalda á viðlagagjald- inu vegna náttúruhamfaranna i Heimaey, en það gjald var aldrei afnumið, þrátt fyrir ský- laus loforð, heldur fellt inn I al- mennt skattheimtukerfi rfkis- ins. Að öðru leyti vill míðstiórnin taka þetta fram varðandi önnur tekjuöflunarákvæði frumvarps- ins: 1. Að hún telur algerlega óeðli- legt aö nýgerð vegaáætlun sé nú rifin upp og eyðslufé hennar aukið um hvorki meira né minna en 620 millj. kr. Telur miðstjórnin að þess- ari upphæð beri að mæta með sparnaði. 2. Miðstjórnin mótmælir harð- lega hækkun bensins um 170 millj. kr. sbr. lið 1 hér að framan og telur hana ekki nauðsynlega. 3. Miðstjórnin getur fallist á takmörkun persónuafsláttar til greiðslu útsvara, enda verði þá fulltryggt með laga- ákvæði að takmörkun þessi verði ekki notuð til að iþyngja í útsvörum þeim sem það lág- ar tekjur hafa að þeir beri lit- inn eða engan tekjuskatt. Sömuleiðis telur miðstjórn eðlilegt að hækkun leyfis- gjalds af jeppabifreiöum verði samræmd þvi gjaldi sem gildir um aðrar bif- reiðar. 4.Miðstjórningetur fallist á að ákvæði skattalaga frá sl. ári um skyldusparnað verði framlengd til loka þessa árs. Framhald á bls. 15 Skoðað og baðað h|á Birni SJ—Reykjavik. A sunnudag var nokkuð af fé Björns bónda á Ytri- Löngumýri i Skagafirði baðað, þar sem heitir i Litladal. Sverrir Markússon dýralæknir I Borgar- nesi var viðstaddur og skoðaði hann fé Björns, en hélt siðan heimleiðis á mánudag. Engin óþrif fundust i fénu. — Hér að Löngumýri verður ekkert baðað, sagði Björn Páls- son i viðtali við Timann i gær. Hluti af tvævetlunum vestur i Litladal var baðaður I gær. Dýra- læknirinn leit yfir féð hjá mér og sagðist varla hafa séð jafnfallegt útlit á fé annars staðar. Vængir: Samninga- viðræður í gangi SJ—Reykjavlk. — Það hafa farið fram viðræður, og linurnar hljóta að fara að skýrast, sagði Hafþor Helgason i gær um ágreining flugmanna Vængja og forráða- manna félagsins. Ég get engar fréttir sagt af viðræðunum ennþá og get ekki gefið upp hvenær næsti viðræðufundur verður hald- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.