Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 6
TÍMINN Þriöjudagur 4. maí 1976. 1. maí Fyrsti mai var að venju haldinn hátiðlegur um allt land. t Reykja- víkdreifðustmerin á þrjá útifundi sem allir voru á sama tima og l'jóroi fundurinn var haldinn innanhúss. Þessar myndir tók Gunnar af útifundinum á Lækjar- torgi og göngunni þangaö. öldrunarfræðafélagið mótmælir Hafnarbúðum sem hjúkrunarheimili öldrunarfræða- var haldinn 20. Aðalfundur félags tslands april sl. Stjórn félagsins var endurkos- in, en hana skipa: Formaður, Gfeli Sigurbjörnsson forstjóri. Varaformaöur, Þór Halldórsson yfirlæknir. Ritari, Geirþrúður H. Bernhöft ellimálafulltrui. Gjaldkeri, Rannveig Þórólfsdótt- ir hjúkrunarforstjóri og með- stjórnandi, Alfreö Gislason lækn- ir. Eftirfarandi samþykkt var gerö: Aðalfundur Oldrunarfræða- félags Islands, haldinn þriöjudag- inn 20. aprfl gerir eftirfarandi ályktun: Fundurinn átelur harðlega þá ráöstöfun borgarstjórnar Reykjavikur, að hjúkrunar- heimili fyrir langlegusjúklinga skuli veröa i hiisinu Hafnarbúöir viö Reykjavikurhöfn, en nú standa yfir breytingar á þvi hús- næði. (Fréttatilkynning). 1. maí á Akureyri KS-Akureyri — Verkalýðsfélögin á Akureyri gengust fyrir hátiða- höldum l. mai, og fóru þau fram með hefðbundnum hætti. Safnast var saman i miðbænum, en siðan farið i kröfugöngu. Aðalkröfur dagsins voru „Enga samninga við Breta" „Herlaustland",,Nið- ur með vaxtaokrið" „Stöðvið verðbólguna". Lúðrasveit Akur- eyrar lék fyrir göngunni, sem staðnæmdist á Ráðhústorgi. Þar fór fram dagskrá, — ávarp 1. mai nefndar flutti Jökull Guðmunds- son járnsmiður. Jón Ingimars- son, form. Iðju, Hákon Hákonar- son form. Sveinafélags járn- iðnaðarmanna og Jón Helgason form Einingar fluttu ræður. Lúðrasveit Akureyrar lék milli atriða. Þátttaka I hátiðahöldun- um var fremur Htil að þessu sinni, og mun slæmt veður hafa átt verulegan þátt I þvi. Barna- skemmtun var i Sjálfstæðishús- inu, og dansleikir voru þar einnig föstudags- og laugardagskvöld á vegum verkalýðsfélaganna. Bátur kom meðtil mjólk Stykkishólms KGB—Stykkishólmi. — A fimmtudagsmorgun bar það helzt til tiðinda i Hólminum, að neyzlu- mjólkinni var skipað upp úr mótorbali, sem hafði sótt hana til Búðardals. Það var vélbáturinn Smári, —• eigandi og formaöur Sigurjón Helgason, — sem sótti mjólkina þar eö mjólkurbillinn komst ekki vegna aurbleytu. Þetta er áreiöanlega einsdæmi á þessum ttaia árs. Bliðviðri hefur verið hér siðan á páskadag, og hlaðvarpinn viðast orðinn grænn. Grásleppuiitgerð- armenn eru að leggja fyrstu netin. Skafturinn, hrafninn og örninn hafa þegar orpið. Leiðrétting 1 FRÉTT I blaðinu varð sú missögn að Hollendingar hygðust reisa ylræktarver hér á eigin kostnað. Rétt er að þeir bjóða hagstæð lán til að koma fram- leiðslu crysanthemum græðlinga á fót hér. Ræktun græðlinga I stórum stil I skammdeginu sem og útflutn- ingur þeirra er nýjung hér á landi, en hins vegar hafa verið gerðar tilraunir með ræktun græðlinga i skammdeginu áður. Forystumaður Hollendinga I samningum við íslendinga er Douwe Vries sendifulltrúi Hol- lendinga i landbúnaðarmálum, sem hefur aðsetur i London, en Árni Kristjánsson aðalræðismað- ur Hollendinga hér á landi hefur haft forgöngu um að koma á um- ræðum um þessi mál. Húsdýraáburður til söTu SÍMI 7-31-26 Vesturveri DREGIÐ Í1.FLOKKI KL.5.30 í DAG. ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR ENN FÁANLEGIR í ADALUMBODINU VESTURVERI. mogíieifei 9 Ú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.