Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. mal 1976. TÍMINN 7 Stjórn sett yf ir þjóðhá tíðargjöf Norðmanna ITILEFNI ellefu alda afmælis Is- landsbyggðar 1974 samþykkti norska Stórþingið að færa Islend- ingum 1 milljón norskra króna að gjöf i sjóð til ráðstöfunar fyrir Is- lenzku rikisstjórnina til að auðvelda íslendingum að ferðast til Noregs. Skipulagsskrá fyrir sjóðinn Þjóðhátiðargjöf Norðmanna var staðfest á s.l. ári og birt i Stjórn- artiðindum B-deild nr. 279/1975. Samkvæmt skipulagsskránni er tilgangur sjóðsins að auðvelda ís- lendingum að ferðast til Noregs. 1 þessu skyni skal veita viður- kenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs i þvi skyni að efla sam- skipti þjóðanna, t.d. með þátttöku i mótum, ráðstefnum eða kynnis- ferðum, sem efnt er til á tvihliða grundvelli. Ekki skal uthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra, sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum. Lögð skal áherzla á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalar- kostnað i Noregi. Höfuðstóll sjóðsins skal standa óskertur, en vaxtatekjum hans skal ráðstafað árlega til að stuðla að tilgangi sjóðsins. Samkvæmt ákvæðum skipu- lagsskrárinnar skal þriggja manna stjórn tilnefnd af forsætis- ráðuneytinu fara með málefni sjóðsins, en sendiherra Noregs á Islandi er sjálfskipaður I stjórn- ina að ósk islenzkra stjórnvalda. Fyrstu stjórn sjóðsins skipa, Davið Olafsson seðlabankastjóri, formaður, Olav Lydvo sendiherra og Björn Bjarnason skrifstofu- stjóri. Sjóðstjórn hefur ákveðið að efna til styrkveitinga á þessu ári, og verður auglýst eftir umsókn- um siðar, en úthlutun styrkja fer fram árlega. Forsætisráðuneytið annast afgreiðslu á málefnum sjóðsins. (Fréttatilkynning) Haukur Sigtryggsson hefur opnað málverkasýningu að Laugavegi 178, Reykjavlk og stendur sýningin til 9. mai. Haukur sýnir 40 myndir, sem hann hefur málað tvö siðustu árin, og er þetta sölusýning. Myndin sýnir Hauk við eitt verka sinna. (Tlmamynd: Gunnar). LITLA FLUGAN Á LITLA SVIÐINU A miðvikudagskvöld verða teknar upp sýningar i Þjóðleik- húsinu á söngkabarettnum LITLU FLUGUNNI eftir alllangt hlé. Kabarettdagskrá þessi er að uppistöðu sönglög eftir hið vin- sæla tónskáld Sigfús Halldórsson og var fyrst flutt á Listahátið 1974. Sýningin vakti mikla hrifn- ingu og voru sýningar siðar tekn- ar upp á Litla sviðinu i leikhús- kjallaranum, en vegna veikinda varð að hætta þeim fyrir fullu húsi. Litla flugan var sýnd i Fær- eyjum nú um páskana i fyrstu leikför Þjóðleikhússins þangað og var gerður góður rómur að. í sýningunni, sem ber undir- titilinn: rómantiskur kabarett úr verkum Sigfúsar Halldórssonar, koma fram: Anna Kristin Arn- grimsdóttir, Edda Þórarinsdótt- ir, Erlingur Gislason, Halldór Kristinsson og Carl Billich. Leik- stjóri er Sveinn Einarsson. I Litlu flugunni er sunginn fjöldi laga eftir Sigfús bæði gömul og ný, flutt stutt leikatriði tengd lögum hans og slegið á ýmsa strengi i söng, leik og dansi. Meðal texta- höfunda eru Indriði G. Þorsteins- son, Kristmann Guðmundsson, Tómas Guðmundsson, Þorsteinn 0. Stephensen, Þorsteinn Er- lingsson, Vilhjálmur frá Skáholti, örn Arnarson og Stefán frá Hvitadal svo að einhverjir séu nefndir. Danshreyfingar eru eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. (Fréttatilkynning) Björg isaksdóttir við nokkur verka sinna á sýningunni I Bogasalnum. Timamynd: G.E. Björg ísaksdóttir í Bogasalnum 1. maí opnaði Björg Isaks- dóttir listsýningu í Bogasal Lista- safns tslands. Þetta er önnur einkasýning Bjargar, en hún hélt sina fyrstu einkasýningu á Mokka 1974. Á sýningunni i Bogasal eru 26 málverk unnin i oliu, tvær vatns- litamyndirog tvær myndir unnar úr plast-emaleringu. Enn fremur sýnir Björg 5 model-stúdiur og einn tréskúlp- túr. Björg hefur stundað nám i Myndlistarskólanum við Freyju- götu bæði i málara- og högg- myndalist. Björg er ein af stofn- endum Myndlistarklúbbs Sel- tjarnarness og hefur tekið þátt i öllum samsýningum hans. AAálshöfðun vegna verkfalls FJ-Reykjavik. Trésmiðja Austurbæjar hefur ákveðið að höfða mál gegn fjórum verka- lýðsfélögum, löjii, Sveinafélagi húsgagnasmiða, Trésmiðafélagi Reykjavikur og Dagsbrún, vegna vinnustöðvunar, sem þessi félög boðuðu til hjá fyrirtækinu 23. april sl. vegna ógreiddra launa. I fréttatilkynningu um þetta mál frá Trésmiðju Austurbæjar segir m.a.: „Til þess að sýna, hversu ósanngjörn og fráleit afstaða nefndra verkalýðsfélaga gagn- vart fyrirtækinu er — auk þess að vera ólögmæt — skal þess að lok- um getið, að á þeim tima, er þau létu stöðva vinnu hjá fyrirtækinu nam vinnulaunaskuld fyrirtækis- ins við alla félagsmenn þeirra kr. 909.817, en á sama augnabliki vorii i vörzlu Trésmiðafélagsins f.h. allra félaganna kr. 880.000 i vixli frá fyrirtækinu á hendur traustu fyrirtæki, sem Trésmiða- félagið hafði tekið að sér að selja upp i skuldina og hafði þá haft til ráðstöfunar frá 7. april sl." Málningin frá Slippfélaginu Á járo og viói uian húgs og innani Hempels HEMPELS skiþámátning. ; Ey&Íngaröfl sfavar og seiiu* ná léngra en til siit|)u á híifi uíi. Þau na fangi inr a l.antj. .- „..-..¦¦ Sigfús Halldórsson íái i JiVITFtETEX plastmátnfng ''lmyndav óvtínju sterka húA. I |Hun hel'ur því íramur- í ;-| skarandi veðrunarþol. , Vitretex á veggina k %m0 Á tréverk i garói og húsi: Cuprinol CUPRINOL viðarvörn þrengir sér inn i viöinn og ver hann rotnun og fúa. Cuprinol á viðinn Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433 og 33414 ^ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.