Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 4. maí 1976. Áætlað, að ríkisútgjöld aukist um 6,1 milljarð umfram f járlög Sagt frá ræðu Matthíasar A. AAathiesen f jármólaráðherra vegna nýrrar fjáröflunar m.a. til eflimgar landhelgisgæziunnar f gær mælti Matthías Á. Mathiesen f jármálaráðherra fyrir stjórnarfrumvarpi um fjár- öflunm.a.i þviskyni aö efla land- helgisgæzlu, svo og fiskileit og hafrannsóknir. Samkvæmt frum- varpinu verour vörugjald hækkað um 8%, eöa úr 10% I 18%, og er áætlaö, aö sú hækkun gefi af sér 1,6 milljaro króna, en aðrar ráö- stafanir áframhaldandi skyldu- sparnaður og ráöstafanir I skattamálum 600 milljónir króna. Þá er gert ráö fyrir þvi, aö aörar ráöstafanir i tengslum við frum- varpið, hækkun bensingjalds og innflutningsgjÖld af jeppabifreiö- um gefi 320 milljónir króna. Matthias Á. Mathiesen fjár- málaráöherra fylgdi frumvarp- inu úr hlaði og gerði grein fyrir rfkisf jármálunum. Fer hér á eftir utdráttur úr ræöu ráðherrans. Ríkisfjármálin 1975-1976 „Síöastliöin tvö ár hafa veriö timi jafnvægisleysis i fjármálum rfkisins. Armaö árið i röð varð verulegur greiðsluhalli hjá rlkis- sjoði á árinu 1975 og ljóst er, aö skuldasöfnun rfkissjóðs hjá Seðlabankanum átti sinn þátt i að viðhalda umframeftirspurn innanlands og umframkaupum erlends gjaldeyris. Endanlegar tölur um afkomu rikissjóðs fyrir árið 1975 liggja ekki fyrir ennþá, en ijóst er að gjöld umfram tekjur árið 1975 urðu 6,4 milljarðar kr. Bráða- birgðatala um ínnheimtar tekjur er 49,7 milljarðar kr. en útgjöld 56,1 milljaröur kr. Innheimtar tekjur rikisins 1975 voru um 39% hærri en árið áður. Hlutdeild beinna skatta i rfkis- tekjum hefur enn minnkað. Ariö 1973 voru tekju- og eignaskattar tæp 23% af rfkistekjum, 16% árið 1974 og 12,5% 1975. Stafar þessi lækkun hlutfallsins árið 1975 bæöi af lækkun tekjuskatts i april og aukinni notkun óbeinna skatta. 1 heild jukust rikisútgjöld 1975 um 45% frá fyrra ári samanborið við um 35% aukningu verðmætis þjóðarframleiðslunnar. Hlutfall rikisútgjalda af þjóðarfram- leiðslu hækkaði þvi úr 29% 1974 i 30.3% 1975. Hlutfallsleg skipting útgjalda eftir helztu litgjalda- flokkum varð svipuð og árið áöur. Um helmingi rikisútgjalda var varið til félagsmála, en um þriðj- ungi til atvinnumála — þ.m.t. niðurgreiðslur sem námu tiunda- hluta heildarútgjalda rikissjóðs. A árinu 1975 breikkaði bilið milli tekna og gjalda og horfur um framvindu útgjalda og tekna rfkissjóðs á þessu ári eru nú þannig, að ljóst er að nokkur hætta er á að framhald veröi á hallabúskap rfkissjóðs verði ekki spyrnt við fótum. Aframhaldandi halli á rikisbúskapnum samrým- ist ekki þeirri almennu stefnu i efnahagsmálum, sem rfkisstjórn- in hefur markað, þ.e. að minnka viðskiptahallann verulega á þessu og næsta ári og draga úr hraða verðbólgunnar. Þess vegna er óhjákvæmilegt að tryggja meö sérstakri löggjöf fjárhagslegt svigrúm til þess að efla land- helgisgæzluna og fiskileit og haf- rannsóknir vegna framvindu i landhelgis- og sjávarútvegsmál- um. Þetta farumvarp er til þess flutt aö þessar brýnu skyldur megi rækja eins og þarf, án þess að tefla fjárhagslegu jafnvægi i landinu i hættu af þeim sökum. Jafnframt er nauðsynlegt að treysta fjárhagsstöðu rikissjdðs almennt. Frá þvi f járlog fyrir áriö 1976 voru afgreidd hafa forsendur þær, sem lagðar voru til grund- vallar þeim lögum breytzt i veigamiklum atriöum. Niður- staða tekjuhliðar fjárlaganna var 60.3 milljarðar kr. Tekjuáætlunin hefur siðan verið endurskoðuð, einkum með tilliti til mats á áhrifum kjarasamninga á þróun þjóðarútgjalda. Endurskoðun innheimtuspár sýnir aö innheimt- ar tekjur rfkissjóðs i ár muni verða 64,3 milljarðar króna en það er 4 milljarða hækkun frá fjárlögum. Gjöld skv. fjárlögum námu 58,9 milljörðum kr. Gjaldaauki umfram áætlun fjárlaga vegna tillagna um aukna f járveitingu til landhelgisgæzlu og fiskverndar og vegna verðlags- og launa- breytinga nemur 6.1 muljörðum kr. Halli á lánahreyfingum mun að likindum verða 0.1 milljarður kr. umfram áætlun. An sérstakra ráðstafana yröi greiðsluafkomarikissjóðs á þessu ári þannig 2,2 milljöröum króna lakari en að var stefnt við fjárlagaafgreiðslu. Meginástæð- ur þessa eru annars vegar stór- aukin umsvif Landhelgisgæzl- unnar, fyrirsjáanleg útgjöld við leit nýrra fiskimiða, tilraunir viö að afla og nýta aðrar fisktegundir en til þessa hefur verið gert svo og útgjöld vegna ráðstafana til að koma I veg fyrir ofnytjar tiltek- inna veiöisvæða. Hins vegar gætir beinna og óbeinna áhrifa almennra launa- samninga og verðlagsbreytinga mjög á útgjöld rikissjóðs. Laun starfsmanna rfkisins hafa hækk- aö og munu hækka með svipuð- um hætti og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. 1 kjölfar almennra launahækkana fylgir hækkun bótagreiðslna al- mannatrygginga, auk þess sem hækkandi verðlag hefur óhjákvæmileg áhrif á útgjöld rfkissjóðs. Greiðsludætlanir 1976 Þegar eftir setningu fjárlaga fyrir árið 1976 var hafizt handa við gerð mánaðarlegrar greiðslu- áætlunar tekna og gjalda allra rfkisstofnana á árinu og var þessi áætlun tilbúin I byrjun februar. Gjaldaáætlunin er sundurliðuð eftir einstökum ráðuneytum og stofnunum og tekjuáætlunin er gerð sérstaklega fyrir alla helztu tekjustofna. Aætlanir sem þessar eru forsenda þess að ná betri stjórn en verið hefur á útgjöldum rfkissjóðs á fjárlagaárinu og ger- ir munauðveldara en ella að Matthias A. Matthiesen fjár- málaráðherra. fylgjast með þróun rikisfjármála og bregöast skjótt við, þar sem frávik frá áætlun koma I ljós. Efling Landhelgis- gæzlunnar Hin mikla aukning á starfsemi Landhelgisgæzlunnar hefur óhjákvæmilega I för með sér, að fjárveiting á fjárlögum muni hvergi duga, og er sýnt, að 500 m. kr. vanti á til að standa undir kostnaði viðaukinn rekstur, þ.ml. aukning leiguflugs og leiga skipa, svo og til tækjaöflunar til skipa og flugvéla og vegna aukningar á launakostnaði vegna nýrrakjara- samninga. Fjárþörf gæzlunnar umfram fjárlög getur numið 750 m.kr. á þessu ári. Fiskileit og hafrannsóknir Stórauka verður fiskileit vegna minnkandi þorskgengdar. Slfk fiskileit verður ekki framkvæmd meö þeim skipakosti, sem Haf- rannsóknastofnunin ræður yfir. Taka vérður á leigu nokkur fiski- skip eða ábyrgjast útgerð slfkra skipa. Til þessa verkefnis, svo og markaðs- ogsölumála og til eftir- lits með veiðum og veiðarfærum er talið að verja þurfi I heild 250 m.kr. Hér skiptir höfuðmáli að skapa fjárhagslegar forsendur fyrir virkri viðleitni til þess aö finna og nýta nýja fiskistofna og vernda þá sem fyrir eru. Horfur i ríkisfjármálum Rikisútgjöld. Aætlað er, að út- gjöld rikissjdðs aukist um 6,1 milljarðkr. umfram fjárlög. Þar af er talið, að ætla þurfi 1.000 m. kr. til Landhelgisgæzlu og friðunaraðgerða. Þá er áætlað, að launagreiðslur rikissjóös muni aukast um rúmar 1.500 m.kr. vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Ahrif kjara- samninganna koma bæði fram i auknum launakostnaði og aukn- ingu útgjalda almannatrygginga. Vegna orðinna og fyrirsjáanlegra hækkana á tryggingabótum I kjölfár launahækkana á árinu er áætlað að litgjöld til lífeyristrygg- inga aukist um 1.300 m. kr. í ár. Þá þarf einnig að sjá fyrir rúm- lega 900 m. kr. hækkun á kostnað- arhluta rikissjóðs við sjúkra- tryggingar. Ahrifa verðlags- hækkana mun að sjálfsögöu gæta i ríkisútgjöldum og I heild hafa þau áhrif verið metin til tæplega 900 m. kr. kostnaðarauka rikis- sjóðs I ár. Þá þarf að auka fjárveitingar til hafnamála og landbúnaðar- mála um rúmar 400 m. kr. i ár, einkum vegna aukinna framlaga til hafnargerðar i Þorlákshöfn og Grindavfk. Ríkistekjur Aætlun um innheimtu ríkis- tekna hefur nú verið endurskoðuð með hliðsjón af nýjustu vitneskju um verðlags- oglaunabreytingar i ár og áhrif þeirra á þjóðarút- gjöld. Eridurskoðun sýnir aukn- ingu tekna af þeim stofnum sem ráðast af veltu, einkum sölu- skatti, en á móti vegur að nú er reiknað meðað þjóðarútgjöld að raunverulegu verðgildi dragist nokkuð saman. Horfur eru á að innflutningur dragist meira saman en áður var reiknað með en vegna gengissigs að undan- förnu er áætlað að tekjur af að- flutningsgjöldum aukist nokkuð. Þá er og reiknað með nokkru meiri tekjum ATVR en áður. Loks er gert ráð fyrir, að ýmsar aðrar tekjur, sem fylgja verð- Alþýðuflokkurinn vill, ad ríkisstjórnin fari frá Viðbrögð stjórnarandstæð- inga við frumvarpi rikis- stjórnarinnar voru yfirleitt á þann veg, að þeir viöurkenndu þörfina á aukaframlagi til landhelgisgæzlunnar og fisk- verndar, en gagnrýndu þá fyr- irætlan, aö hluti vörugjaldsins yrði ekki reiknaöur inn l visi- tölu, og hefði þar af leiðandi ekki áhrif á „rauða strikið". Af hálfu stjórnarandstæð- inga töluöu Sigurður Blöndal (Ab). Gylfi Þ. Gislason (A), Karvel Pálmason (SFV) og Eðvarð Sigurðsson (Ab). GylfiÞ. Gislasongerðigrein fyrir sérstakri ályktun Al- þýðuflokksins svohljóðandi: „Þingflokki Alþýöuflokksins er ljós nauðsyn þess að afla verulegs fjár til þess að efla landhelgisgæzluna og auka fiskileit og hafrannsóknir. Hann er því reiðubúinn til þess að samþykkja það ákvæði frumvarps til laga um fjáröfl- un til landhelgisgæzlu og fisk- verndar, rikisfjármál og fleira, sem lýtur aö 1000 millj. kr. fjáröflun vegna land- helgisgæzlunnar, fiskileitar og hafrannsókna með timabund- inni hækkun á vörugjaldi í 13% á þessu ári, en þó með þvt skil- yröi að sú hækkun raski ekki gildandi kjarasamningum varðandi visitölubætur. 1 frumvarpinu felast hins- vegar álögur, sem eru langt umfram þessa fjárþörf og er I þvi ekki gert ráð fyrir, að rfkissjóður leggi neitt á sig I sparnaðarskyni. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur, að rfkissjóði beri að mæta hluta af þeim vanda, sem hér er um aö ræða, meö eigin sparnaöi og er reiðubúinn til þess að samþykkja framlengingu skyldusparnaðarins, enda verði þá afgangi fjárhags- vandans, sem næmi um 500 millj. kr., mættmeð sparnaöi i rfkisútgjöldum. Þá telur þing- flokkurinn ekki koma til mála, aö breyta nú fjögurra mánaða gömlum ákvörðunum Alþingis I fjárlögum varðandi vega- mál. Frumyarpiö I heild ber þess ljósan vott, að rfkisstjórnin ræöur að engu leyti við þann vanda, sem við er að etja i efnahagsmálum þjóðarinnar. Þingflokkur Alþýðuflokksins telur, að nú sé svo komið, aö rfkisstjórninni beri að segja af sér og reyna eigi myndun starfshæfari og ábyrgari rfkisstjórnar, en að öðrum kosti virðist ekki um annað að ræða en aö gefa þjóðinni kost á að taka afstöðu til núverandi rikisstjórnar með þvi að rjúfa þing og efna til nýrra kosn- inga." lags- og launabreytingum, hækki nokkuð frá áætlun f járlaga, en á hinn bóginn eru ekki horfur á að beinir skattar, einkum tekju- skattur, hækki umfram fjárlaga- tölur. Gert er þvi ráð fyrir að tekjur rikissjóðs á þessu ári fari að öllu óbreyttu um 4 milljarða kr. fram úr áætlun fjárlaga. Fjárhagsvandi ríkissjóðs Samkvæmt þeim tölum sem hér hafa verið raktar, eru nú horfur á að rikisútgjöld verði um 600 m. kr. umfram tekjur á þessu ári. 1 fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir að jöfnuður lána- hreyfinga yrði neikvæður um rúmar 1.100 m. kr. en að auki verður nú að ætla fyrir um*100 m. kr. halla til viðbótar, einkum vegna gengisbreytinga að undan- förnu. Fjárvöntun rikissjóðs er þvi nú áætluð nema um 1.800 m.kr. *¦ Viö afgreiöslu fjárlaga fyrir ár- ið I ár var lögð á það rfk áherzla að rlkisfjármálunum yrði beitt markvisst til þess að tryggja framgang efnahagsstefnu rfkis- stjórnarinnar, ekki sizt til að draga úr viðskiptahallanum við útlönd, enda var þá ljost, að frek- ari halla en gert var ráð fyrir i þjóðhagsspá og lánsfjáráætlun yrði alls ekki mætt með aukinni skuldasöfnun erlendis. Af þessum sökum er nauösynlegt að leysa fjárhagsvanda rikissjóðs með innlendri fjáröflun þannig aö jafnvægi I rlkisbúskapnum verði tryggt. Ráðstafanir samkvæmt frumvarpinu ber jafnframt að skoða i samhengi við nýlegar ákvarðanir Seðlabankans I peningamálum sem teknar voru eftir viöræður við rlkisstjórnina. Með þeim var að þvi stefnt að ná þolanlegu jafnvægi á fjár- magnsmarkaði og tryggja getu bankakerfisins til þess að sinna brýnustu rekstrarfjárþörfum at- vinnuveganna. Eigi þessi árang- ur aö nást er nauðsynlegt aö tryggja hallalausan rfkisbúskap. Fjóröf lun samkvæmt frumvarpinu 1. Hið sérstaka vörugjald hækki úr 10% i 18% og haldist þannig til loka þessa árs. Tekjuauki rikissjóðs er áætlaður 1.600 millj. kr. Þar af er áætlað að verja allt að 1.000 m.kr. til eflingar landhelgisgæzlu og friðunarráðstafana. 2. Greiðslur rlkissjóðs vegna skattafsláttar upp I útsv. verði takmarkaðar. Komið verði i veg fyrir að ákvæði skattalaga um persónuafslátt verði til þess að sveitarfélögin taki almennt að.i nota Hfeyristekjur og lág- ar tekjur námsmanna sem álagningarstofn úrsvars enda er það I andstöðu viö tilgang laganna svo og þá stefnu sem sveitarfélögin hafa lengst af fylgt. Er talið að þessi breyting bæti greiðsiuafkomu rikissjóðs um allt að 300 m. kr. I ár. 3. Skyldusparnaður verði áfram 5%. F járhæðir til frádráttar frá skattgjaldstekjum áður en til álagningar kemur eru þo hækkaðar I þvi skyni að skyldu- sparnaður sem hlutfall ai' tekj- um verði nokkurn veginn óbreyttur. Aætlað er að inn- heimta skyldusparnaðar geti numið um 300 m. kr. Önnur fjóröflun í tengslum við frumvarpið Birt verður reglugerð um hækkun bensingjalds um kr. 1,59 Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.