Tíminn - 04.05.1976, Page 11

Tíminn - 04.05.1976, Page 11
Þriðjudagur 4. maí 1976. TÍMINN n Útgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri: Steimgrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 —• aug- lýsin_gasfmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Biaðaprent h.f. Krókaleiðir Björns „Faðir minn átti fagurt land”, segir i kvæðinu. Ekki er ósennilegt, að sumum, sem hlýddu á Lækjartorgsræðu Björns Jónssonar, forseta Alþýðusambands Islands, hinn 1. mai, hafi flogið þessi ljóðlina i hug. Björn brýndi mjög fyrir fólki, að verkalýðs- samtökin yrðu að keppa að meiri pólitiskum völdum i landinu. Fyrir fáum misserum hafði hann sjálfur lykilinn að stjórnarráðinu i hendi sér. En hann fleygði þeim lykli frá sér, án þess að horfa i, hvað af þvi flaut. Hann var ráðherra i vinstristjórn og fór þar með málefni, sem mjög vörðuðu verk- lýðshreyfinguna. I krafti þessarar aðstöðu lá honum i lófa að gæta hagsmuna verkalýðsins i rikisstjórn, sem gerði sér far um að búa eins vel að vinnandi fólki i landinu og afkoma þjóðarinnar leyfði. Björn Jónsson átti fagurt land, ef hann aðeins vildi standa við hlið þeirra, sem bundizt höfðu samtökum um vinstristjórnina, likt og einboðið sýndist, að þessi föðurlegi forseti Alþýðu- sambandsins gerði. En hann kaus að fara aðra leið. Hann splundraði vinstristjórninni. Sá flokkur, sem hann gekk i eftir það herhlaup sitt, mátti prisa sig sælan, þótt við alþýðu sé kenndur, að smjúga með naumindum með fáeina menn inn um gáttir þinghússins. Sjálfur lenti hann utan dyra, og ekki mun hann hafa lært svo mikið af þeim úrslitum að hann legðist á þá sveif, að vinstristjórnin yrði endurskipulögð á breiðari grundvelli en áður. Hann varpaði frá sér hinu fagra landi og vildi ekki, að það væri endur- heimt. 1 sögufrægri orrustu var spurt, hvað brostið hefði svo hátt. „Noregur úr hendi þér, konungur”, var svarað að bragði. Svipað gerðist, I likingum talað, þegar Björn Jónsson kollvarpaði vinstristjórninni og lét lönd og leið, hvaða rikisstjórn tæki við af henni. Með þvi hnekkti hann sjálfur pólitiskri valdastöðu verklýðshreyfingarinnar. Það er fyrst nú, að hann bliknar og telur illa farið, að itök hennar á stjórnmálasviðinu séu ónóg. Stundum er sagt, að vegir hins hæsta séu órann- sakanlegir. Ekki er Bjorn Jónsson drottinn allsherj- ar né hans igildi. En vegir þessa forseta Alþýðu- sambandsins eru dularfullir og undarlega krókóttir. Hann vildi ekki brjótast það beint eins og segir i kvæði Þorsteins Erlingssonar. Hann tók krókana og gaufið fram yfir þá leið, sem honum var auðvelt, að ganga i þágu hins vinnandi fólks. Undir suðrænni sól Það rofaði til i álfu okkar, þegar einræðisstjórn- inni i Portúgal var kollvarpað, og þó að margt hafi gengið þar brösótt, er einskis að sakna frá for- tiðinni. Það eru aðeins fæðingarhriðir frelsisins. Nokkru siðar geispaði einræðisherra Spánar golunni. En frelsissólin er enn lágt á lofti i þvi landi. Þar er enn lögregluriki, og þar var 1. mai dagur lög- reglunnar með fangelsanir og frelsissviptingu. En það er von góðra manna, að þjóðum Spánar takist innan tiðar að bylta af sér möru harðstjórnarinnar. J. H. Slökun spennu og hug- myndofræðileg rök Vladimir Lomeiko, APN, túlkar sovézkar hugmyndir Sovétmenn hafa ekki, likt og Ford Bandarikjaforseti, tekið orðið detente út af notkunarlista sinum. Viðhorf þeirra eru að nokkru skýrð i grein þeirri sem hér fylgir. FÆR slökunarstefnan þrif- izt við hiiðina á hugmynda- fræðilegum deilum og átök- um? Afstaða Sovétrikjanna er óbreytt: Ilugmyndafræðileg átök hverfa ekki, þó að slakni á hinni alþjóðlegu spennu i heiminum. Þetta er hugiæg staðreynd. Mismunandi heimsstefnur leiða af sér hóp með mismunandi skoðanir, stefnuskrár og stöðuga viðleitni eins til að breyta af- stöðu hins. Þetta er óhjá- kvæmilegt. Það er svo annað mál, á hvern hátt hin hug- myndafræðilega barátta er háð innan ramma slökunar- stefnunnar. Slökun.sem andstæða kalda striðsins, þýðir jákvæða utan- rikisstefnu i anda kenning- arinnar um friðsamlega sam- búð. Ef maður viðurkennir, að friðsamleg sambúð rikja með mismunandi þjóðfélags- og efnahagskerfi sé á þessari at- ómöld hinn valkosturinn við hliðna á sjálfsmorði atóm- striðs, er rökfræðilegt fram- hald þess þankagangs, að skynja nauðsynina á slökun. 35 mismunandi riki I Evrópu og Ameriku undirrituðu friðarsamkomulagiö i Helsinki einmitt vegna þess, aðþau sáu i slökunarstefnunni beztu framkvæmd friösam- legrar sambúöar. Með undir- skrift sinni undir lokasam- þykktina höfnuðu þau kalda striðinu i alþjóðlegum sam- skiptum. Við styöjum, að þessar skuldbindingar séu fram- kvæmdar á öllum sviðum, pólitiskum sem efnahagsleg- um, en einnig á sviði menn- ingarmála, upplýsingamiöl- unar og samskipta. 1 okkar skilningi býður slökun upp á þá möguleika að auka sam- skipti þjóða, án þess að krefj- ast þess, að hinn aðilinn breyti rikjandi hugmyndafræði. Hins vegar reyna ýmsir aðilar á Vesturlöndum að túlka slökun sem pólitiska hagsmuni sósiölsku landánna, sem vesturveldin veröi að 'borga fyrir með tilslökunum i hug- myndafræði stjórnmálanna. TIL ERU þeir hópar, sem krefjast þess i þágu slökunar- stefnunnar, að kommúnista- flokkar i Vestur-Evrópu hætti baráttu sinni fyrir þjóðfélags- breytingum og gegn núver- andi pólitfskri stööu. Þeir álita, að sú staðreynd, að æ fleiri kjósa kommúnista, sér- staklega i Italiu og Frakk- landi, sé hættuleg framsókn kommúnistastefnunnar. Þeir kalla alþjóðahyggju okkar og samúö með skoðanabræðrum okkar pólitiska ihlutun. A meðan þeir blása upp mold- viðri út af sókn kommúnista I Vestur-Evrópu, veita and- kommúnistar gagnbyltingar- öflunum I Portúgal eða aftur- haldsöflunum i ltaliu og Frakklandi efnalegan og sið- ferðilegan stuðning. Þeir krefjast i nafni slökun- arstefnunnar, að við sýn- um þeim öflum umburð- arlyndi, sem hafna slökun og kynda undir illindi og deilur, sem þeir styðja að baki með ráö og dáð. Þau sömu öfl, sem deila á sósíal- demókrata fyrir samstarf við kommúnistaflokka eða hafa sjálf bannað kommúnistum i landi sinu að fara með stjórn- sýslu eða kennslustörf (eins og t.d. i Vestur-Þýzkalandi), skora á okkur aö sýna um- burðarlyndi gagnvart andófs- mönnum. Þetta er ekki rök- rétt, svo ekki sé talað um tvi- skinnungsháttinn. Við styöjum hugmynda- fræðilega baráttu, ef hún er háð á málefnalegum grund- velli.en ekki með þvingunum, ógnunum eða ofbeldi. Við erum á móti þvi að þvinga upp á aðra siðvenjum og hug- myndafræði, sem þeir ekki óska. PERSÓNUFRELSI einstakl- ings þýðir einnig valfrelsi. Þetta er undirstaðan undir sjálfstæði einstaklingsins og fullveldi þjóðar. En þaö eru ennþá hópar manna, sem vilja kenna öðrum siðina, segja þeim, hvað lesa skuli, hvað gildismat skuli hafa, hverju trúa, hvað elska eða fordæma. A þessari öld, öld visinda- og tæknibyltingar, er útilokað að stöðva upplýsingastreymi. Sovétbúar hlusta á fjölda mis- munandi útvarpsstöðva, lesa timaritin America og Anglia á rússnesku, og mörg önnur rit á erlendum tungumálum. A ári hverju eru gefnar út bækur eftir erlenda höfunda svo hundruðum skiptir. og fjöldi erlendra kvikmynda er sýnd- ur. Yfir tvær milljónir Sovét- borgara ferðast til útlanda ár hvert. Þeir skoða sig um og gera samanburð. Þegar heim er komið, er sagt: I austur eða vestur, bærinn minn er beztur. pað er verst, aö ekki skuli fleiri ibúar i vestri ná útvarps- stöðvunum „Liberty” og „Free Europe” og heyra, hvaö þar er sent út á rúss- nesku og öðrum tungumálum þjóða Austur-Evrópu. Þeir myndu varla trúa eigin eyrum, svo miklum ósannind- um og áróðri er dengt yfir sósiölsku löndin. Er ekki meö þvi veriö að misbjóða sjálfs- virðingu okkar? Framkallar þetta ekki tortryggniog reiði i garö Vesturlanda? Við opnum dyr okkar öllum þeim, sem heimsækja vilja land okkar með útrétta hönd og f góðum tilgangi. En við höldum þeim utan dyra, sem vilja kynda undir elda fjand- skapar og tortryggni, sem ala á striðsæsingum og þjóðernis- rembingi, stjórnmálalegum og trúarlegum fordómum. Sem baráttumenn fyrir frið- samlegri sambúð rikja styðj- um við hugmyndafræðileg átök á friðsamlegan hátt, en ekki með vopnavaldi. Sú stað- reynd, að báðir aðilar eru fuílvissir um ágæti sinnar stefnu, þarf ekki að hindra, að hægt sé sameiginlega að finna leiðir til samstarfs og bættrar sambúöar. Það, sem skiptir máli er, að samstarf á stjórnmálalegu og efnahags- legu sviði, engu siður en gagn- kvæmt upplýsingastreymi eða samstarf á sviði ferðamála, sé grundvallað á virðingu fyrir fullveldi, lögum og siðvenjum hvers rikis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.