Tíminn - 04.05.1976, Qupperneq 19

Tíminn - 04.05.1976, Qupperneq 19
TÍMINN 19 JIM STEELE... lét meiöslin sitja STEELE LÉK MEDBROTNA HÖND Á WEMBLEY „Kvalirnarvoru þess virði", sagði Jim Steele — Þetta er maður aö mínu skapi, sagöi Lawrie McMenemy, framkvæmdastjöri Southampton, þega hann faðmaði Peter Osgood, eöa „Ossie”, eins og hann er kallaöur, eftir leikinn. Það var geysilegur fögnuöur i herbúöum Dýriinganna eftir sigurinn á Wembley — leikmenn iiösins léku viö hvern sinn fingur. Gleöin var mikil hjá þeim Jim Steele og Mel Blyth, sem áttu stórleik i vörninni og voru þeir menn, sem sóknarlotur „Rauöu djöflanna” stöövuöust á. Já, og þeirvoru báöir alvarlega meiddir — Blyth nefbrotnaöi á föstudag- inn langa og var ekki alveg búinn að ná sér eftir aðgerðina, sem gerö var á nefinu á honum. Jim Steele lék úrslitaleikinn, illa brákaður, eöa jafnvel með brotna hönd. Þeir hörkuðu báöir af sér, enda vildu þeir ekki missa af úrslitaleiknum. — Ég meiddist i sl. viku, sagði Steele. — Ég heföi getaö látiö gera aðgerö á hendinni strax, en ég ákvaö að biða, þrátt fyrir aö kvalirnar væru miklar — sér- staklega þegarég lenti i návigi og fékk högg á höndina. En kvalirn- ar voru þess virði — þetta var stærsta stund á knattspyrnuferli minum. — Ég held, aö þessi meiðsl hafi ekki komiö niöur á liöinu — ef svo heföi verið, heföi ég látiö McMenemy vita, sagði Steele. Jim Steele var keyptur til Southampton 1972 fyrir 80 þús. pund frá Dundee — og var hann dýrasti leikmaður Dýrlinganna, þar til Peter Osgood var keyptur frá Chelsea fyrir 275 þús. pund 1974. Þessir snjöllu leikmenn eru nú búnir að borga þessar upp- hæðir til baka. Hefndin var sæt Draumur Jim McCalliog rættist, og sigur Dýrlinganna var sæt hefnd fyrir hann. McCalliog hefur tvisvar leikið undir stjórn Tommy Docherty, framkvæmda- stjóra United. Docherty gat ekki notað hann, þegar hann stjórnaði Chelsea, og lét hann þá McCalliog fara frá félaginu — þetta endur- tók sig einnig, þegar Docherty tók við stjórninni á Old Trafford — þaðan seldi hann McCalliog til Sputhampton. — Jim er mjög góður leikmaður, en ég get ekki notað hann, þar sem hann hefur ekki sömu skoðun og ég á þvi, hvernig á að stjórna liði, sagði Docherty um McCalliog. — SOS PETER OSGOOD... maður leiks- ins. MEL BLYTH... var nefbrotinn. Jim McCALHOG ... draumur hans rættist. v Guðmundur var á skotskónum Þessi sókndjarfi leikmaður skoraði bæði mörk Valsmanna, sem sigruðu (2:1) Fram Dankersen í úrslit AXEL Axelsson, Ólafur H. Jónsson og félagar þeirra i Dankersen leika til úrslita um V-Þýzkalandsmeistaratitilinn I handknattleik — þar sem þeir mæta Gummersbach. Dankersen tapaöi fyrir Dietzen- bach I siðari leik liðanna, en tapið skipti engu máli, þar sem Danker- sen vann fyrri leikinn meö 11 marka mun. ólafur skoraði 4 mörk i leiknum. Göppingen bjargaði sér frá falli, með þvi að vinna samanlagöan sigur — 42:36 fyrir Bad Schwartau-liöinu, sem sigraöi Göppingen 25:16 um helgina. GUÐMUNDUR Þorbjörnsson, hinn sókndjarfi leikmaöur Vals- iiðsins, var hetja Vaismanna, sem lögðu Framara aö vclli (2:1) á Meiaveilinum á laugardaginn. Guömundur, sem veldur ávallt mikilli hættu, skoraði bæði mörk Valsliösins, þótt Jón Pétursson heföi hann alltaf i sjónmáli. Guð- mundur skoraöi fyrst gott mark meðskalia—hann komstá auðan sjó við Frammarkið og nýtti góða sendingu frá Kristni Björnssyni, sem hafði brotizt upp að enda- mörkum. Guðmundur tryggði siðan Vals- mönnum sigurinn, i byrjun siðari hálfleiksins, þegar hann skoraði örugglega af stuttu færi, eftir sendingu frá Atla Eðvaldssyni. Marteinn Geirsson hafði skoraði fyrir Fram rétt fyrir leikhlé — úr vitaspyrnu. Vitaspyrnan var dæmd á Bergsvein Alfonsson fyr- ir að hafa varið skot frá Stefán Hreiðarssyni á marklinu, meö höndunum. Stefán þessier nýliði i Framliöinu og Akureyringur, eins og ómar Friðriksson, miö- herjiFramliösins.sem byrjaöi að leika með þvi fyrir stuttu. Marteinn Geirsson tók vita- spyrnuna — skaut lausu skoti að marki,sem SigurðurDagssonátti ekki i erfiöleikum með að verja. Vitaspyrnan var síöan endurtek- in, þar sem dómari leiksins taldi, aö Sigurður heföi hreyft sig áður en Marteinn framkvæmdi hana. Marteinn skoraöi siðanörugglega úr siðari spyrnunni. Valsliðið sýndi mjög góðan leik á köflum, og mátti oft sjá skemmtilegar leikfléttur hjá sóknarmönnum liösins. Guð- mundur, Kristinn Björnsson og Albert Guðmundssongerðu mest- an usla i vörn Fram, enda mjög ÞORBERGUR... markvöröur Fram og Atli Eðvaldsson sjást hér kijást um knöttinn. (Tima- mynd Gunnar). leiknir leikmenn. Vörn Valsliðs- ins, sem hefur ekki veriö með á nótunum að undanförnu, er öll aö koma til — þaö sýndi hún i leikn- um gegn Fram. Annars er litiö hægt að dæma um það, þar sem sóknarleikur Fram-liðsins var frekar þunglamalegur, þvi að Valsmenn náöu að gera tengilið- ina hjá Fram að mestu óvirka. Alla baráttu og festu vantaði hjá leikmönnum Framliðsins. Landsliðsmennirnir Marteinn Geirsson og Jón Pétursson eru langtfrá þvi aö vera eins góðir og þeirvorusl.sumar —og hafa þeir litið að gera i landsliöiö, eins og þeir leika nú. Þeir hefðu ekkert að gera i hendurnar á sóknarmönn- um Norðmanna, sem eru fljótir og leiknir. Marteinn og Jón eru mjög þungir og svifaseinir, og er greinilegt að þeir eru ekki i góöri æfingu. Það vill oft brenna við, ef leikmenn eru ekki i góðri æfingu, að þeir reyni að vinna það upp með hörku, þeir Marteinn og Jón leika af of mikilli hörku og láta skapið hlaupa með sig i gönur. Þeir voru báðir bókaöir i leikn- um, og er þetta annar leikurinn i röð, sem þeir hafa verið bókaðir i — þá var Kristinn Atiason einnig bókaður. Framlinuspilarar Framliösins náðu sjaldan að valda raunveru- legri hættu viö Valsmarkið —- hún' var ekki nógu beitt. Munaði þar mestu um, að hættulegasti sóknarleikmaður Fram, Pétur Ormslev, var á sjúkralista og gat ekki leikið með — þar af leiöandi varð sóknin hjá Framliðinu mátt- litil. — SOS Atli Þór skoraði parken ATLI ÞÓR Héöinsson gerir það gott með Kaupmannahafnarliö- inu Holbæk. Hann skoraöi gott mark, þegar Holbæk sigraði (2:0) Kastrum á Idræts parken I sl. viku og tryggði Holbæk-liðið sér þar með farseðilinn I bikarúrslit- in i Danmörku, annað árið I röð. 10 þús. áhorfendur sáu Atla Þór koma Kaupmannahafnarliöinu á bragðið (1:0). Holbæk, sem mætir Esbjerg i bikarúrslitaleiknum á Idræts parken 28. mai, tryggði sér stig i Alaborg um helgina, með þvi að gera jafntefli (1:1) við Alaborgar- liðið AaB. Atli Þór hefur nú tryggt sér fast sæti i Holbæk-liðinu. m---------> ATLI ÞÓR..... fast sæti hjá Holbæk. á Idræts- — og Holbæk leikur til úrslita í bikarkeppninni dönsku

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.