Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 4. mal 1976. . i i i i ¦ i i ii . i i i i i i i i i i i i i i i m^ Bílasalan Höfdatúni 10 SELUR ALLA BÍLA: Fólksbíla — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubíla — Vöruflutningabila 14 ára reynsla i bflaviðskiptum. Opið alla virka daga kl. 9—7, laugardaga kl; 1—4. Bilasalan Höfðatúni 10 Simar 1-88-70 & 1-88-81 9ahma=r -T-TTT-TT 1 « 1 | 1 1 I I I I I IXI Árbók Barðastrandasýslu hefur nú ai'tur hafið göngu sina, en útgáfa bókarinnar hefur legið niðri undanfarin ár. Komnir eru út X árgangar af bókinni (1948—1967). Siðar á þessu ári kemur út XI. árg. bók- arinnar, er verður fyrir árin 1%8—1974 og á næsta ári XII. árg. fyrir árin 1975—1976. Siðan er áformað að bókin komi út reglu- lega. Ég undirritaður/ rituð óska eftir að gerast áskrifandi að Árbók Barðastrandarsýslu. Nafn: Heimilisfang:___....................... Ég óska eftir að fá sent gegn póstkröfu. (krossið við það sem við á) ? X. árg. (1959—1967) verð 1.200 kr. ? • I—IX. árg. (1948—1958) verð sam- tals 2.500 kr. annars 300 kr. hvert hefti. Utanáskrift: Árbók Barðastrandarsýslu, Sýsluskrifstofunni Patreksfirði. i -y x $ y '*• >¦ Einkaritari óskast Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 20. mai nk. Hafnarstjórinn i Reykjavik. 55 jyrt ffi H ..VI ¦y-' I m^iM^lt^^M&B^^^í Lífeyrissjóður Verkalýðsfélaganna á Suðurlandi auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðn- um. Umsóknarfrestur er til 15. mai nk. Nánari upplýsingar veita formenn félag- anna og skrifstofa sjóðsins, Eyrarvegi 15, Selfossi. Stjórnin. Lesendur segja: 18300 Hvaða erindi átti nú sígaretta Sjónvarpsþáttur á annan dag páska nefndist: I kjallaranum. Ég ætla ekki að ræða efnið i þeim þætti, en sviðsmyndina og stjórnina. Reynt er að likja eftir drykkjukrá. I þvi skyni er veit- ingaborð stundum haft fremst á sviðinu, en söngvarar og hljóð- færaleikarar I baksýn — ef sýn skyldi kalla, þvi að rökkur er haft í húsinu. Meiri áherzla er lögð á að láta okkur sjá flöskur en fallegar stúlkur. — Nú, smekkurinn er misjafn og svo langt getur þorstinn leitt menn afveg, að þeir segi: ..aldrei sá ég svásara sprund en svartan flöskuháls. Það er misjafnt hvað mönn- um verður augnayndi. Sérstök áherzla virtist lögð á það, að láta fólk reykja, eða a.m.k. látast reykja. Söngkona var látin stinga upp i sig siga- rettuáðuren hún fór að syngja. Þó vitum við, aö söngfólk hefur sérstaka ástæðu til að varast reykingar, vegna þess að þær skemma hálsinn og þar með röddina. Hvaða erindi átti þessi siga- retta i sjónvarpið? Þvi var likast sem sumt af þessu söngfólki væri með siga- retturnar af beinni skipun. Um það er þó vitanlega erfitt að full- yrða. Okkur hefur verið sagt, að sjónvarpið hfði sett sér þá reglu, að fólk, sem kæmi fram i þátt- um þess, væri ekki reykjandi. Var það ekki satt? Eða er nú horfið frá þvi? Þjóðin á i strlði við sigarett- una. Það strið er ekki neitt barnagaman, heldur alvarleg og mannskæð barátta. Sjón- varpið okkar ætti þar að taka afstöðu á móti sigarettunni en ekki með henni. H.Kr. Hvers eiga börnin að gjalda? Lengi hefur verið talið, að ekki skipti máli, þó að þröngvað væri kosti barna og unglinga. Þó er svo, að i nýrri borgarhverf- um er gert ráð fyrir leikvöllum og öðrum stöðum, þar sem börn geta leikið sér I friði. Ekki á þetta þó við um gamla Austur- bæinn. Þar er sifellt vegið að yngstu borgurunum. Siðasta árásin er, að stærsta stofnun borgarinnar ræðst aö einni þeirri minnstu, og ætlar i krafti stærðar sinnar að taka hluta af kíð Austurbæjarskólans undir byggingu á aðveitustöð. Nú má segja, að þetta geri ekk- erttil, þviaðallstórtsvæði verði eftir. En lóðin er ekki stór, þvi að Rafmagnsveitan hefur áður fengið hér byggingarlóð og hyggst ,því vega tvisvar i sama hnérunn, en á fyrri timum töldu menn slikt óhyggilegt. Fræðsluráð Reykjavikur- borgar mun hafa þvælzt nokkuð lengi fyrir, en siðan gefizt upp fyrir rökum reiknimeistara Rafmagnsveitunnar. Þá má spyrja, hví ekki aö gefast upp eins og fræðsluráð og láta án mdtmæla af hálfu skdlans byggja húsið. Þessu má svara með spurningu. Hvað hafa borgaryfirvöld gert fyrir yngstu borgarana f gamla bænum? Þau hafa veitt fjöldann allan af sjoppuleyfum, enda eru sjoppur einu samkomustaðir ungling- anna i gamla bænum, ef undan- skildir eru bekkir við sumar biðstöðvar S.V.R. Austurbæjar- skdlinn hefir þó veitt skátum i hverfinu starfsaðstööu, frá þvi að skátaheimilið var rifið, mjög ófullkomna að visu, en þd þann- ig, að skátastarf hefir getað haldizt hér við. Nú fyrir skömmu létu barna- vinirnir góöu, sem ráða leikvöll- um' borgarinnar taka hluta Grettisgötuleikvallar undir bilastæði handa verzlun við Laugaveginn, sjálfsagt með það I huga, að verzlun, sem á að uppfylla meira og minna tilbún- ®0#0 ar þarfir, er nauðsynlegri en leiksvæði. Nvl er farið að tala um, að ekki megi gera allan gamla bæinn að bönkum og •verzlunum og að þar verði fólk að biia áfram. En til þess að svo megi verða, má ekki á nokkurn hátt, skerða þau litlu óbyggðu svæði, sem eftir eru. Það er erfitt að standa gegn rökum reikni- og reglustrikumanna, og með tölum má sanna, að mjög hagkvæmt er að reisa aðveitu- stöð við Austurbæjarskólann. En svo mörg axarsköft hafa verið hönnuð I orkumálum, að jafnvel þó að aðveitustöð væri ekki reist á hagkvæmari staö, myndu orkunotendur áreiðan- lega geta borgað fyrir það, en ekki skal nefna snöru i hengds manns húsi og þvi skulu orku- mál ekki nefnd meira hér. Hvað er maðurinn að hugsa að láta sér ekki segjast, þegar fræðsluráð hefur samþykkt töku lóðarinnar. Það er nú svo, að stundum verða menn að vera rökheldir. En eru ekki eftirtalin atriði rök. Af byggingarvinnu á skólasvæði hlýtur að stafa slysahætta. Hávaði, sem óhjá- kvæmilega fylgir byggingar- vinnu, hefur truflandi áhrif á starf skólans. Fyrirhugað hús Rafmagnsveitunnar fer mjög illa & lóðinni og mundi verða að því stór lýti og spjöll á um- hverfi. Fleira mætti tina ttl, þó að það verði ekki gert að sinni. Ég tek fram, að ég ber virðingu fyrir miklum lærdómi verk- fræðinga og ætla ekki að styggja þá á nokkurn hátt. En ég tel, að mér hafi verið trúað fyrir að gæta þessarar lóðar fyrir yngstu borgarana og frekar en að bregðastþeim trúnaði, tek ég áhættuna að verða fyrir reiði forsvarsmanna Rafmagnsveit- unnar. Ég heiti á borgarráð að bregðast ekki yngstu umbjóð- endum sinum, að byrja brunn- inn áður en barnið er dottið ofan i, með þvi að stöðva byggingar- málið á þessu stigi. Hjalti Jónasson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.