Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.05.1976, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 4. maí 1976. TÍMINN Björn Júlíusson: Sjónarmið blaoamanna ráoi ekki feroinni... - - *Ai * * .? * .» * ás».i **»] m ¦*; •• #' > Æ:* Björn Júliusson, loftskeytamaö- ur á Höfn í Hornafiröi, hafði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Ég tel rétt, að sjónarmið okkar loftskeytamanna komi fram, þar sem nær eingöngu hefur verið fjallað um málið i fjölmiðlum frá sjónarmiði blaðamanna. Og þá er fyrst að taka ástæðuna fyrir gerðum okkar. Ekki er ýkja langt siðan yfirvöld fóru þess á leit við nokkra staði úti á landi, að þeir veittu brezkum aðstoðarskipum enga fyrirgreiðslu nema i neyð- artilvikum. Einnig stöðvuðu yfirvöld póstafgreiðslu til brezkra skipa á Islandsmiðum. Þar af leiðandi töldum við loftskeytamenn, að við værum orðnir einu mennirnir, sem veittu brezkum veiðiþjófum þjónustu hér við land. Það var þessi skoðun okkar, sem leiddi til yfirlýsingar okkar 12. marz sl'. Aður en til framkvæmda þeirrar yfirlýsingar kom, gerð- um við könnun á hver áhrif hún myndi hafa, ef brezkar strand- stöðvar færu að setja skorður við þjónustu við islenzk skip, þvi talað hafði verið um aö bann okkar á fjarskiptaþjónustu við Breta myndi bitna á islenzkum skipum, en það er staðreynd, að það gerir það ekki, eins og nú skal frá skýrt. Ég vil benda á, að þá héldu þrjú skip Eimskipafélagsins uppi föstum ferðum til Bret- lands, Dettifoss, og Mánafoss á 'austurströnd Bretlands og Gljá- foss (áður Askja) á vestur- ströndina. Tvö hinna fyrrnefndu eru með loftskeytamenn, en Gljáfoss ekki. Loftskeytamað- urinn á Dettifossi tjáði mér að um borð væru mjög góðir stutt- bylgjusendar, og ef Bretar settu bann á þá, gætu þeir alltaf náð i Nordbeckradió á stuttbylgju, þannig að það skipti þá engu máli, þótt Bretar settu fjar- skiptabann á þá. Hins vegar sagði stýrimaðurinn á Gljáfossi, að þeir næðu i Marlinhead-radió á trlandi 100 milum áður en þeir kæmu til hafnar i Bretlandi, og gætu þar af leiðandi sent skeyti um komutima til Bretlands með góðum fyrirvara. Enn fremur sagði hann, að þeir væru i sam- bandi við Hornafjörð á sama tima, svo það kæmi ekki niður á þeim, ef Bretar hættu fjar- skiptaþjónustu við islenzk skip. Siðan tjáði mér nefndur stýri- maður, að Bretar hefðu hótað þeim, að ef manntjón yrði á ís- landsmiðum, yrði engin þjón- usta við islenzk skip um brezkar strandstöðvar, Þessi hótun Breta kom fram við Islendinga talsvert áður en við gripum til okkar aðgerða. Þarna getum við séð, að Bret- ar leggja litið upp ur þessum svonefndu alþjóða fjarskipta- lögum. Siðan var það 12. marz sl., að loftskeytamenn á fjórum strandstöðvum Landsimans sendu stöðvarstjórum svohljóð- andi yfirlýsingu: „Við undirrit- aðir starfsmenn loftskeyta- stöðvanna á Hornafirði, Isa- firði, Siglufirði og Neskaupstað, tilkynnum hér með að við teljum ekki rétt að veita brezk- um togurum þjónustu hér, nema i neyðar- og öryggistilfellum, meðan þeir brjóta islenzk lög. Sama gildir um aðstoðarskip þeirra. Við munum þvi aðeins sinna öryggis- og neyðarvið- skiptum við þessi skip frá og með 12. marz kl. 24:00, að ó- breyttum aðstæðum". Þessi yfirlýsing var siðan send til póst- og simamála- stjóra. Við reiknuðum með þvi þá, að einhver fyrirmæli myndu berast frá honum, en þau fyrir- mæli komu ekki, þannig að við álitum þetta þegjandi sam- þykkt. Siðan var það 20. april, að stöðvarstjóri okkar fór fram á að við endurskoðuðum afstöðu okkar. Ástæðan fyrir þvi var sú, að fréttamaður Visis hafði þá um morguninn reynt að ná loft- skeytasambandi við Siglufjörð og Neskaupstað, en verið synjað vegna afgreiðslubanns okkar á brezk skip i Við sáum ekki á- stæðu til að breyta nokkúð út af áðurgefinni yfirlýsingu, þó svo að islenzkur fréttamaður væri um borð i brezkri freigátu. Við töldum, að þar sem brezkar^ freigátur eru mjög vel utbúnar loftskeytatækjum, gæti frétta- maður Visis náð til sins blaðs á sama hátt og aðrir fréttamenn, sem hafa verið um borð i brezk- um freigátum, það er að segja yfir brezkar strandstöðvar. Þar við sat fram á laugardag 24. april, að umburðarbréf no. 8 barst frá póst- og simamála- stjóra, en þar segir m.a.: „011- um landsimastöðvum er skylt að fara eftir gildandi alþjóða- reglum um fjarskipti, sem ís- land er aðili að. — I þessu sam- bandi skal tekið fram, að ó- heimilt er að stöðva fjarskipta- þjónustu viö brezk skip hér við land nema þá er snertir hernað- araðgerðir, og þar með talin atriði er varða aðgerðir brezkra stjórnvalda gegn ákvörðun is- lenzkra stjórnvalda um útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjó- milur, og löggæzlustarfsemi is- lenzkra stjórnvalda þar að lút- andi". Við gátum ekki annað séð, eft- ir þessa tilkynningu, en við ætt- um að halda okkar stefnu, þvi túlkun hennar er augljós. 27. april gaf póst- og sima- málastjóri okkur loftskeyta- mönnunum fyrirmæli um rit-' skoðun. Þar á ég við umburðar- bréf no. 9, sem er svohljóðandi: „Til frekari áréttingar umburð- arbréfi no. 8, skal eftirfarandi tekið fram: Fjarskiptaþjónustu islenzkra strandstöðya við brezk skip skal vera með sem km eðlilegustum hætti, nema aug- ljóst þyki, að skeyti eða samtöl innihaldi fyrirmæli varðandi landhelgisdeilu Breta og Islend- inga. 1 slikum tilfellum skulu fjarskipti stöðvuð og uppruna- stöð tilkynnt um stöðvunina. Ef vafi leikur á um stöðvun, skulu stöðvarstjórar skera úr, en þeir geta haft samráð við póst- og simamálastjórn, ef þörf krefur. Póst- og símamálastjórn felur umdæmisstjórum og stöðvar- stjórum að sjá um að eftir þess- um fyrirmælum verði farið og litur svo á, að brot gegn þessum fyrirmælum varði við lög og skyldur starfsmanna rikisins sbr. 29. gr. laga no, 38 1954". (Hér er rétt að taka fram, að innihald bréfs þessa heyrðum við fyrst i útvarpi 26. april, en fengum það ekki i hendur fyrr en daginn eftir.) Okkur hafði fram að þeim tima verið núið þvi um-nasir, að við værum að ritskoða frétta- sendirigar frá fréttamanni Visis, en það viljum við ekki fallast á og munum aldrei gera. Nú er okkur skylt að hlera öll samtöl, sem fara um stöðvarnar frá brezkum skipum, og ef sam- tölin brjóta i bága við islenzk lög, ber okkur skylda til að stöðva þau. Þetta vil ég nefna ritskoðun, sem okkur er ekki ljúft að þurfa að framkvæma. 1 Timanum 21. april er haft eftir Halldóri E. Sigurðssyni samgönguráðherra, að: „Niðurstaða rikisstjórnarinnar var sú, að íslendingum beri skylda til þess að annast þessar fyrirgreiðslur samkvæmt samningi, sem við erum aðilar að, svo fremi að fyrirgreiðslan sé ekki þáttur i hernaðarað- gerðum Breta gegn okkur". Ég er hissa á þessari skoðun rikisstjórnarinnar. Ég veit ekki betur en rikisstjórn og þing- menn hafi alltaf fordæmt hern- aðarihlutun Breta hér á tslands- miðum. Það er' rétt, að við erum aðilar að alþjóðasamningi um fjarskipti, en þá vaknar sú spurning, hvort þessi alþjóða- lög falli ekki úr gildi fyrir is- lenzkum lögum, þ.e.a.s. brezkir togarar brjóta islenzk lög með veiðum innan 200 sjómilnanna, brezkar freigátur og dráttar- skip hindra störf landhelgis- gæzlu, erum við loftskeytamenn þá ekki að brjóta islenzk lög með þvl að veita þessum skip- um þjónustu? Ef svo er, höfum við aldrei brotið þessi margum- ræddu alþjóðalög, og þaö ættu ráðamenn að sjár Nú tel ég, að ráðamenn ættu að endurskoða afstöðu sina til þessa máls og ljá okkur lið. Aö lokum vil ég þakka skipstjórum Islénzkra togara fyrir þann stuðning, sem þeir hafa veitt okkur i þessu máli." Björn Júliusson. loftskeytamaður Höfn I Hornafirði. r TIAAA- spurningin Ætlarðu að ferðast eltthvað í sumor? Elsa Guojónsdóttir, starfsstúlka i Hampiðjunni: —- Jú, ég ætla austur á land. Anna Hjartardúttir, luísméoir og skrifstofustúlka: — Ætli það ekki, og þá aðallega innanlands. Axel Bjðrnsson matreiðslnmaour: — Nei, ég býst ekki vift þvl. Sumariö er mesti annatíminn i minu starfi, BB ólöf olafsilóttir gagnfræðaskólanemi-. — Það getur vel verið. Svavar Sigurðsson sjómaöur: — Ég geri ekki ráð fyrir þvl, þó veit maður aldrei hvað kann að koma upp á. Ég er alltaí' að ferðast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.