Tíminn - 04.07.1976, Síða 27

Tíminn - 04.07.1976, Síða 27
Sunnudagur 4. júli 1976 TÍMINN 27 BÍLLINN - SEM ALLIR TALA UAA fjórhjóladrifsbíll með einu handtaki inni í bílnum — sem þýðir að þú kemst nærri hvert sem er á hvaða vegi sem er. SUBARU fjórhjóladrifsbíllinn, sem klifrar eins og geit, vinnur eins og hestur en er þurftarlitill eins og fugl. INGVAR HELGASON Vonoríandi v/Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1 Á Vesturbrú. Þar er nú allt i upplausn eftir að upp komst um þá, scm standa að baki vændisrckstri, sem rekinn er undir nafninu nuddstofur. Prinsinn og Börge hundur Hver er Svend Thevis og hver er Börge hundur? Sá síðarnefndi, sem einnig hefur veriðstefnt fyrir rétt, verzl- aðieittsinn með hunda, ogsagt er að hann hafi oft fengið kvartanir frá fólki, sem hafði keypt af hon- um litla hunda. Hann yppti bara öxlum þegar hann sagði, að þótt hundurinn hefði veriö litill þegar hann seldi hann gæti hann verið orðinn stór þrem mánuðum siðar. þaö væri bara gangur náttúrunn- ar. Hann gengur einnig undir nafninu „banana Börge” þvi hann var i bananaverzlun áður en hann sneri sér aö klámi sem sam- starfsmaður Svends Thevis. Svend Theviser kallaður prins- inn. Foreldrar hans voru Pólverj- ar og hann fæddist i Borgergade. Þau höfðu ofan af fyrir sér með þvi aö selja notuð föt og það var erfitt lif. Þau áttu ellefu börn. Svend komst vel af þegar hann rak verzlun i Istedgade og seldi herraföt fyrir tugmilljónir króna. Nú er svo að skilja, að áhugi hans beinistað þvi, sem er undirfötun- um, og það gefi ekki slöur ágóða i aðra hönd. Hann fór að hafa afskipti af klámheiminum. þegar Leo Mad- sen tók til að efnast á klámiðnaði og öðru sliku eftir að refsilög i sambandi við klám voru afnumin. Madsen fékk 300-400% ágóða, og svo mikið var ekki hægt að græða á að selja herranærföt. Thevis byrjaði með þvi að hafa útsölu á Vesturbrú, og fljótlega kom hann sér upp fleiri verzlun- um. Hann keypti allt veldi Leos Madsen fyrir 155 milljónir króna, og nú er Thevis ekki aðeins prins klámheimsins i Höfn heldur konungurinn á Vesturbrú og Strikinu, þar sem hann á 11 verzl- anir, þar sem höfðað er til losta ferðamanna. öllu skuggalegri er starfsemi nuddstofanna, en ef byggt er á þvi, sem kom fram fyrir rétti i Kaupmannahöfn fyrir skömmu, má ætla að hann sé mjög viðrið- inn hana. Sagt er aö hann eigi hagsmuna aö gæta i 21 nuddstofu viðs vegar I borginni. 150.000 á dag Deilan hófst raunverulega þeg- ar vændiskonan unga keypti kjallaraverzlun i Istedgade áriö 1971 til að stofna þar nuddstofu. Hún fékk þá hugmyndm að hún ætti að borga 1.800.000 kr. fyrir hana, en hún er nú búin að greiða 7.500.000. Þegar fyrirtækið fór að ganga vel, segir hún aö Börge hundur hafi komið hennarog boðið henni næstu nuddstofu. Hann á aö hafa sagt, að ef hún keypti hana ekki yrði hún fyrir harðri samkeppni. Hann hafði sjálfur keypt stofuna af Svend Thevis fyrir þrjár milljónir fyrrum daginn, og seldi stúlkunni hana fyrir 7,5 milljónir siðdegis. Vændiskonan iðraðist af mörgum orsökum þessara viðskipta,og snerisér þvi til Sally Sandmar, sem fæst við fasteigna- sölu. Hún bað hann um hjálp, og hvaö sem þeim kann að hafa fariö á milli fór svo að hann lofaði að v?já svo um að hún fengi pening- ana si'na aftur. Górillurnar 23. september i fyrra sendi hann Thevis bréf, þar sem hann gerði kunnugt, að hann krefðist aftur 15 milljóna, sem viðskipta- vinur hans heföi greitt honum á undanförnum árum, en hann gekk út frá þvi að peningarnir hefðu hafnaö i vasa Thevisar. Tveim dögum síðar var allt brotiö og bramlað i annarri nuddstofu hennar ogung kona, sem var þar þegar „górillurnar” voru að verki meiddist litið eitt. Þá lét Sandmar til skarar skriða. Hann og unga stúlkan sneru sér til Orla Möller dóms- málaráðherra, þar sem að þvi er hann sagði, lögreglan hirti ekki um kvartanir þeirra. Ráöherra sendi hraðboð til Eefsen lögreglu- stjóra, sem setti af stað „hreins- un”. Það er sem sagt opið striö milli Sally Sandmar og rikjandi stéttar i Istedgade. Sally Sandmar, sem gjörþekkir hverfið, segist hafa lagt til atlögu vegna þess að mörg hundruð ungar stúlkna séu eyði- lagðar á „sál, likama og liffær- um”. Fjárhagshliðin Nuddstofurnar bjóða upp á margskonar þjónustu, sem kostar frá 1.500 kr. upp i 4.500, sem er saman um að gera erlendum gestum dvölina skemmtilega. Svo gæti farið að gestir i Kaupmanná- höfn eigi rólega daga þar i sumar. SUBARU framhjóladrifsbíll sem verður Miðar seldir i kynlifssirkus. verðið á venjulegum samförum. Ungu stúlkurnar, sem vinna á nuddstofunum borga9000kri e.k. startgjald á hverjum degi. Þar að aukifær sá, sem stendur að baki stúlkunni, hver sem hann nú er fé.helminginn af tekjunum. Ef vændiskona fær fjóra viðskiptavini, sem vilja venjuleg- ar samfarir, fær hún 18.000 kr. Þar af fær „alfonsinn” 9.000 kr. og auk þess 2.100 frá hverjum viðskiptavini. Þaö þýðir, að stúlk- an fær aðeins 600 kr. fyrir fyrstu fjóra viðskipta vinina, en „alfons- inn” 17.400 kr. Fyrir hvern viðskiptavin eftir það verðurhún aðborga 2.100kr., en fær sjálf 2.400 kr. Fái hún átta viðskiptavini á dag hefur hún 10.200 kr. i tekjur, en melludólg- urinn hefur 25.800 kr. Ef vændiskona á að vinna sér fyrir daglaunum verður hún að þjónaminnstátta viöskiptavinum á dag og það þola fæstar lengur en i fáeina mánuði. Þá eru þær likamlega og andlega niðurbrotn- ar. 26.000 samfarir á tveim mánuðum A.m.k. 55 konur eru að störfum sólarhringinn langan i nuddstofun um á Vesturbrú. Og á um tveim mánuðum i vor hafa a.m.k. 150 ungar konur starfað þar og tekiö þátt i meira en 26.000 samförum, sem „alfonsar” þeirra hafa grætt á litlar 60 milljónir Isl. króna. Þessum duglegu viðskipta- mönnum finnst að vonum gremjulegt, að innbyrðis deilur skyldu einmitt koma upp þegar ferðamannatiminn var að hefj- ast, og þegar taka átti höndum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.