Tíminn - 27.08.1976, Síða 8

Tíminn - 27.08.1976, Síða 8
8 TÍMINN Föstudagur 27. ágúst 1976 um, en það voru forstjóri og stjórnarmeölimir Fyens Andels- Foderstofforretning, sem hér á landi er almennt kallað einfald- lega FAF. Forstjóri fyrirtækisins, H.I. Hansen er jafnframt konsúll ís- lands i Svendborg, en i þeirri höfn hafa Sambandsskipin flestar við- komur af öllum erlendum höfn- um, og hefur hann iðulega greitt götu islenzkra farmanna þar. Auk þess hefur hann tvivegis tekiö á móti stórum hópum islenzkra bænda af miklum höfðingsskap, en þaö var sumarið 1972, og nú i júni siðastliðnum. Stjórnarmennirnir fimm eru allir stórbændur á Fjóni og nær- liggjandi eyjum, en þeir eru Valdemar Rasmussen, stjórnar- formaður, Aby, Kai Brændgaard, varaform aður, Tommerup, Peder . Harald Pedersen, Tranderup, Poul Hviid, Ebberup og Rasmus Larsen, Gislev. Þessir menn eru allir virkir þátttak- endur i ýmsum samvinnufélögum á Fjóni, auk FAF, og eiga marga kunningja á tslandi, sem setið hafa með þeim fundi um landbún- aðarmál i Danmörku. Undanfarin ár hefur Innflutn- ingsdeild Sambandsins flutt inn mikið magn af kjarnfóðri frá þessu fyrirtæki fyrir kaupfélögin um allt land, og af þeim sökum haföi stjórn FAF sérstakan áhuga á aö kynna sér land óg þjóð og bú- skaparhætti hér. í fylgd Hjalta Pálssonar frkvstj. Innflutningsdeildar SIS og Gisla Theódórssonar aöstoðar- framkvæmdastjóra heimsóttu þeir nokkur kaupfélög á Suöur- og Norðurlandi og skoðuðu auk þess gróðurhús i Hveragerði, Mjólkur- bú Flóamanna, frystihús Otgerö- arfélags Akureyrar, stórbúiö að Sveinbjarnargerði I Eyjafirði, mannvirkjagerð viö Kröflu og marga fleiri staði. Félagsmálastofnun Kópavogs efndi á miövikudagsmorgun til dagsferöar austur á land fyrir aidraða Kópavogsbúa á aidrinum 67-85 ára, og var þetta þriðja dagsferöin sem Félagsmálastofnunin efnir til fyrir aldraöa I Kópavogi. Aöur haföi veriö farið til Akureyrar og I þjóögaröinn I Skaftafelli. A miðvíku- dagsmorguninn lá leiöin austur á land og tóku 85 manns þátt I feröinni. Frá Reykjavik var flogiö á Egilsstaöaflugvöll og þaöan ekiö til Seyöisfjaröar. Þaöan var haldiö I Hallormsstaö og siöan ekiö kring- um Lagarfljót meö viökomu I Skriöuklaustri. Vaiþjófsstaöur var einnig heimsóttur og þar hlýtt á helgi- stund. Til Reykjavfkur kom feröafólkiö kl. 22 um kvöldiö. Timamynd Gunnar. Samvinnufélagsforstjórarnir Eriendur Einarsson StS og H.I. Hansen FAF. Nú fyrir skömmu voru á ferð hér á landi sex samvinnumenn frá Fjóni, ásamt eiginkonum sin- Vaidemar Rasmussen stjórnar form. FAF. Forstjóri og stjórnarmenn sam vinnufélagsins FAF á Fjóni ásamt eiginkonum sinum i Asmundarsafni. tf-fim FAF er gamalt og rótgróið fyr- irtæki á Fjóni, en umsvif þess ná einnig til nærliggjandi smáeyja. Þann 30. september nk. verða liö- in 75 ár frá stofnun fyrirtækisins, en það er byggt upp á svipaöan hátt og samvinnufélögin hér á landi. Félagsmenn eru um 4.600 bændur, sem skiftast i 17 deildir, en heildaríbúatala Fjóns er um hálf milljón. A hverju ári kaupir FAF af bændunum 150.000 til 180.000 tonn af korni, eftir uppskeru, en kornið fer til framleiðslu á fóðurblönd- um, maltbygg til ölgerðar og bezta hveitiö til manneldis. Fyr- irtækið rekur tvær mjög stórar fóðurblöndunarstöðvar i Svend- borg og öðinsvéum, sem fram- leiöa, hvor um sig, 85.000 til 100.000 tonn af kjarnfóöri og auk þess tvær minni stöðvar, aðra á Fjóni en hina á eyjunni Als. Sam- tals selur fyrirtækiö, að jafnaöi, um 200.000 tonn af kjarnfóöri á ári. Það er athyglisvert, að af þessu magni eru um 40.000 tonn af blöndum sem ekki innihalda neitt korn, heldur eru eingöngu sam- settar proteinefnum, aðallega frækökum, vitaminum og stein- efnum og innihalda allt að 30% af meltanlegu hráproteini og 8-12% ■ fitu. Um helmingur sölunnarer til félagsmanna, en afgangurinn til annarra. Auk þess aö verzla meö korn og fóðurblöndur, kaupir FAF um 40.000 tonn árlega af áburði, sem þaö dreifir til félagsmanna sinna. Fyrirtækið á þyrlur, sem notaðar eru viö áburðardreifingu og úðun skordýraeiturs og hefur það gef- izt mjög vel. Forráöamenn FAF voru mjög ánægðir með dvölina hér, og er þess vænzt að það góða samstarf, sem FAF hefur átt við samvinnu- félögin hér á lan® hafi styrkzt mjög við þessa heimsókn og sá skilningur á aðstööu islenzks landbúnaöar, sem þ^ir ööluöust á ferö sinni, auðveldi öll samskipti þessara tveggja samvinnufélaga i framtiöinni. SAMVINNU- MENN FRÁ FJÓNI í HEIMSÓKN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.