Tíminn - 29.08.1976, Page 5

Tíminn - 29.08.1976, Page 5
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 5 ★ ★ kátar Edith Eckbauer 26 ára gömul og Thea Einöder 25 ára voru einar af þeim sem unnu til verö- launa á nýafstöðnum ólympiu- leikum i Montreal. Þær stöllur kepptu i róöri og hrepptu brons- verðlaun. Það þarf mikla æfingu þegar keppt er i róöri, en það var einkum það, að þær voru ekki nógu samtaka við áralagið og olli þvi, aðþær náðu ekki að komast i fyrsta eöa annað sætið, og þvi fór sem fór. Samt sem áður gleöjast þær innilega eins og sjá má á þessari mynd. Hún klæðir frægt fólk Ulla-Britt Söderlund er fædd I Sviþjóö, en býr i Kaupmanna- höfn. Fyrir stuttu fékk hún Óskarsverðlaun fyrir búninga, sem hún hafði hannað i mynd Stanley Kubricks, Barry Lyndon. Þetta voru fyrstu Óskarsverðlaun sem Danir hljóta. Eins og gefur að skilja eftir slika verðlaunaveitingu, þá streyma verkefnin aö þessum unga búningahönnuði, og henn- ar næsta verkefni er að klæða teprulegustu konur i heimi og má þar fyrst nefna Raquel Welch. Hún á að hanna þrjá búninga ef ýmsum gerðum og eiga þessir búningar að vera frá árinu 1500. Welch á siðan að nota þessa búninga i næstu mynd sinni — The Prins and the Pauper, en i þeirri kvikmynd leikur hún aðalhlutverkiö. Verkefni Ullu-Britt er ekki ein- göngu fólgiö i þvi, aö útbúa föt á tildurrófur, heldur fær hún einnig að spreyta sig á búning- um fyrir skærustu stjörnur kvikmyndaheimsins, eins og til dæmis Oliver Reed, Rex Harri- son, George Scott, Charlton Heston og fleiri fá einnig að njóta krafta hennar. Myndirnar eru af Ullu-Britt og Raquel Welch i einum af búningum hennar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.