Tíminn - 06.10.1976, Side 9

Tíminn - 06.10.1976, Side 9
Miðvikudagur 6. október 1976 TlMlW 9 Wkwmw Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsinga- slmi 19523. Verð I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Máttarminnstu þegnar þjóðfélagsins Viða um lönd er nú að risa upp hreyfing um að gefa þeim gaum, sem réttilega eru nefndir mátt- arminnstu þegnar þjóðfélagsins, ungbörnin. Meðal uppeldisfræðinga fær sú skoðun nú vax- andi byr, að börnin mótist mest á fyrstu árunum. Þess vegna sé það einn brýnasti þáttur uppeldis- mála að búa vel að ungbörnum. Alveg sérstak- lega er þessum málum gaumur gefinn i ná- grannalöndum okkar. í Sviþjóð var það eitt höfuðmál kosninganna, að foreldrum yrði sköpuð bætt skilyrði til að geta hlynnt að börnum sinum á fyrsta ári uppvaxtar þeirra. Þar er nú i gildi sjö mánaða fæðingarorlof, en fyrirhugað er að bæta við fimm mánaða orlofi, sem geti skipzt jafnt milli foreldranna. Kostnaður verði greiddur af almannatryggingum. Þetta er gert til þess, að ungbörn séu eins mikið i umsjá foreldra sinna og kostur er. Þá eru uppi ráðagerðir um, að auka mjög barnastyrkina, en draga i staðinn úr styrkj- um til barnaheimila. Þetta er fyrirhugað til að styrkja heimilin i þvi að annast sem mest uppeldi ungbarna. I Danmörku er nú verið að hleypa af stokkun- um nefnd, sem á að gera viðtæka athugun á mál- efnum barna innan skólaskyldualdurs. Henni er siðan ætlað að gera ákveðnar tillögur. Slika athugun ber einnig að gera hérlendis. Málefni yngstu borgaranna, þótt þeir séu máttar- minnstir, mega ekki verða útundan. Framtið þjóðarinnar veltur ef til vill mest á aðbúnaðinum, sem þeir hljóta. AAikilvægasta stofnun þjóðfélagsins Sennilega eru deildar meiningar um, hver sé mikilvægasta stofnun þjóðfélagsins. Einn getur nefnt forsetaembættið, annar Alþingi, þriðji rikisstjórnina, fjórði háskólann, sá fimmti grunn- skólann o.s.frv. Þá munu einhverjir sennilega nefna kirkjuna. Þegar málið er hins vegar krufið til mergjar, væri það vafalitið réttasta svarið, að heimilið væri mikilvægasta stofnunin. Það er undirstaða allra annarra stofnana þjóðfélagsins. Það getur haft mest uppeldisáhrif til góðs eða ills. Losið og upplausnin, sem nú er mest rætt um, rekja vafa- litið mjög rætur til þess, að staða heimilisins i þjóðfélaginu hefur veikzt. Þess vegna er það nú eitt meginverkefni þjóð- félagsins að styrkja stöðu heimilisins á ný og samræma hana nýjum og breyttum tima. Þetta verður að vera eitt aðalhlutverk félagsleiðtoga og stjórnmálamanna á komandi timum, ef ekki á verraðfara. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Carter myndi vinna ef kosið væri nú En flest bendir til tvísýnna úrslita 2. nóv. I KVÖLD munu þeir Ford og Carter heyja annað sjón- varpseinvigi sitt og munu þeir að þessu sinni ræða aðallega um utanrikismál. Margir hafa talið, að þar stæði Ford betur að vigi, þvi að hann hafi öðlazt mikla þekkingu á þvi sviði, en Carter hefur hins vegar Útið látið sig utanrikismál varða fyrr en siðustu mánuðina. Hins vegarstyðst hann þar við marga sérfróða ráðunauta. Undirhandleiðslu þeirra hefur hann verið að móta utanrikis- stefnu, sem sennilega mun koma skýrar i ljós i kappræð- unni i kvöld. Ef marka má ræður Carters að undanförnu, mun hann deila á Ford fyrir það, að hann hafi sjálfur litið skipt sér af ut- anrikismálum, heldur látið Kissinger ráða ferðinni og hann hafi fylgt áfram þeirri stefnu, sem Nixon var búinn að móta. Margt gott megi um hana segja, en sitthvað sé lika ádeiluvert. I þvi sambandi hefur Carter einkum nefnt þrennt. í fyrsta lagi hafi Bandarikin ekki haldið fram nægri mannréttindastefnu, þegar þau hafi átt i skiptum við einræðisriki, hvort heldur þau hafi verið kommúnistisk eða fasistisk. t örðu lagi hafi Bandarikin ekki sinnt nægi- lega málefnum þróunarrikj- anna og sambúð þeirra og Bandarikjanna því farið versnándi. I þriðja lagi hafi Bandarikin aukið vopnasölu til rikja i Asiu og Afríku og ýtt þannig undir striðshættu i þessum heimsálfum. Carter segist munu beita sér fyrir þvi, að slikri vopnasölu verði hætt. Um mörg atriði er Carter sammála Kissinger, eins og t.d. að leggja beri höfuðá- herzlu á nána samvinnu við Vestur-Evrópu og Japan. Svipað gildir um afstöðuna til Sovétrikjanna og Kina, en þar leggur Carter þó meiri áherzlu á, að Bandarikin haldi fast fram mannréttindastefnu sinni i skiptum við þessi riki. Fyrir Ford getur að vissu leyti orðið erfitt að verja Kiss- CARTER og fylgismenn hans viöurkenna, að Ford hafi verið að vinna á að undanförnu, einkum meðal óháðra kjós- enda. Skýringin er m.a. sú, að Carter hefur að undanförnu unnið að þvi að styrkja fylgi sitt meðal róttækari demó- krata, sem voru andvigir hon- um I prófkjörunum, og hætta var talin á að sætu heima á kjördaginn. Sá áróður repúblikana, að Carter sé ó- reyndur og óráðinn, hefur og vafalitið boriö nokkurn árang- ur. Fréttamenn segja, að Carter og ráðunautar hans geri sér vel ljóst, að heldur hafi hallað undan fæti, og þvi muni að ýmsu leyti verða að breyta um starfshætti þær vikur, sem eftir eru af kosn- ingabaráttunni. Einkúm mun hann herða ádeilur á Ford sem atkvæðalitinn og ihalds- saman forseta, en það sé ekki slik forusta, sem Bandarikdn þarfnist nú. Deila þeirmestum Kissinger i kvöid? Frá fyrsta sjónvarpsfundi Carters og Fords inger, ef Carter sækir fast á, einkum þó i sambandi við mannréttindastefnuna. Það gafst Reagan vel, þegar hann keppti við Ford um framboðið, að deila á Kissinger fyrir undanlátssemi á þessu sviði. Fylgismenn Reagans fengu þvi lika framgengt á flokks- þingi repúblikana, að tekin var upp i stefnuskrá flokksins klausa, sem fól I sér óbeina á- deilu á Kissinger fyrir slíka undanlátssemi. EF MARKA má skoðana- kannanir, virðist staðan vera sú, fyrir annað einvigið, að Carter myndi bera sigur úr býtum, ef kosningar færu fram nú. Siðastl. fimmtudag birti Christian Science Moni- tor niðurstöður skoðanakönn- unar, sem hafði farið fram i öllum rikjum Bandarikjanna. Samkvæmt henni hefði Carter sigrað í 28 rikjum, sem hafa samtals 373 kjörmenn, ef kosningar hefðu farið fram þar þá, en Ford i 15 rikjum, sem hafa aðeins 92 kjörmenn. Orslit voru óráðin i sjö rikjum með 73 kjörmenn. Til þess að ná kosningu þarf 270 kjör- menn. 1 mörgum rikjunum, þar sem Carter þótti liklegur sigurvegari, var munurinn hins vegar mjög litill, t.d. i Texas og Kaliforniu. Ford hafði lika yfirleitt alls staðar unnið á frá næstu skoðana- könnun á undan, og benti þetta til, að endanleg úrslit gætu orðið mjög tvisýn. Niðurstaða skoðanakönnunar, sem New York Times birti á sunnudag- inn og framkvæmd var af blaðinu i samvinnu við CBS- sjónvarpsstöðina, var sú, að munurinn á forsetaefnunum væri enn minni. Þá var Carter talinn liklegur til að sigra i rikjum, sem hafa 294 þing- menn, en Ford i rikjum, sem hafa 84 þingmenn. Samkvæmt þessari skoðanakönnun, hafði þeim rikjum, sem voru talin ó- viss, mjög fjölgað. í mörgum þeim rikjum, þar sem reiknað var með sigri Carters, var meirihiuti hans mjög tæpur og hafði farið minnkandi. Þetta þótti allt benda til, að raun- veruleg úrslit gætu orðið mjög tvlsýn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.