Tíminn - 07.10.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.10.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. október 1976 TiMINN Útgcfaniii Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aftal- stræti 7, simi 26500 — afgreiosluslmi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Vero i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á ínánuöi. Blaðaprenth.f. „Línan" frá Róm Ef tir suðurgöngu Ragnars Arnalds og fundi hans með itölskum kommúnistum, hefur augljós breyt- ing orðið á stjórnmálaskrifum Þjóðviljans. Breyt- ingin er m.a. fólgin i þvi, að árásir á Framsóknar- flokkinn hafa verið hertar, en dregið úr ádeilum á Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega var þetta á- berandi i forustugrein Þjóðviljans siðastl. sunnu- dag, þar sem ráðizt var með miklu offorsi á Fram- sóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna, og farið meira en aldarfjórðung aftur i timann til þess að leita uppi mál, sem gætu verið þessum aðilum til áfellis. Það dylst ekki lengur, að i raun og veru er búið að flytja höfuðstöðvar kommúnista i Vest- ur-Evrópu frá Moskvu til Rómar. Tengslin við Moskvu eru þannig ræmd, að ekki þykir neinn auðnuvegur að auglýsa þau. Þvert á móti þykir orðið klókara að standa öðru hvoru uppi i hárinu á Moskvumönnum, en halda þó áfram við þá vissri samvinnu. Þetta hefur italski kommúnistaflokk- urinn gert, og fleiri og fleiri kommúnistaflokkar i Vestur-Evrópu hafa fylgt fordæmi hans og sótt til hans ráð. Jafnframt hefur hann gerzt merkisberi þeirrar stefnu, sem Stalin fylgdi áður en kalda striðið hófst, að kommúnistaflokkarnir ættu að leggja kapp á stjórnarsamstarf við hægri öfl. Margt bendir til, að valdhafarnir i Moskvu séu búnir að leggja blessun sina yfir, að þessi gamla vinnuaðferð Stalins verði endurnýjuð, enda hafa kommúnistar löngum breytt um vinnuaðferðir eftir aðstæðum, þótt takmarkið hafi verið óbreytt. Stundum hafa þeir verið fylgjandi vinstri stjórn- um, en stundum lagt aðaláherzlu á samvinnu við hægri flokka. Slik er afstaða italskra kommúnista nú. í skýrslu um Rómarferðina, sem Ragnar Arnalds hefur birt i Þjóðviljanum, segir svo: „Stefnumörkun þeirra (þ.e. italskra kommún- ist^) einkennist beinlinis af þvi að ná sem beztu samstarfi við aðalflokk hægri manna, Kristilega demókrata. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að falla frá andstöðu við aðild ítaliu að Atlantshafs- bandalaginu og sætt sig fyrst um sihn við banda- riskar herstöðvar á ítaliu". Eftir suðurgöngu Arnalds einkennir þessi „lina" skrif Þjóðviljans i sivaxandi mæli. Til málamynda er reynt að blása lifi i Samtök herstöðvaandstæð- inga en öllu sliku yrði frestað, ef Sjálfstæðis- flokkurinn yrði aftur fáanlegur i nýsköpunar- stjórn. Starfsferillinn í blaðaskrifum um setningu aðstoðarskólastjóra við Fjölbrautaskólann i Breiðholti hafa stundum gleymzt aðalatriðin, en þau eru þessi: Menntamálaráðherra fer með fullt og óskorað veitingavald. Um veitingu stöðunnar var ágreiningur. Skóla- meistari, fræðslustjóri og minnihluti fræðsluráðs mæltu með Rögnvaldi Sæmundssyni skólastjóra, En meirihluti fræðsluráðs mælti með dr. Braga Jósefssyni. Báðir þessir umsækjendur höfðu tilskilda menntun. En að gerðum samanburði á starfsferli þeirra ákvað ráðherra að veita Rógnvaldi stöðuna. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT írsk friðarhreyfing vekur heimsathygli Leiðtogar hennar eru tvær ungar konur TVÆR þritugar skrifstofu- stúlkur 1 Belfast, Betty Willi- ams og Mairead Corrigan, sem abeins voru þekktar i kunningjahópi fyrir tveimur mánuðum, eru nú oronar heimsfrægar. Þær hafa gerzt forgöngumenn friðarhreyfing- ar, sem hefur hlotiö mikiö og vaxandi fylgi, og helzt eru nú bundnar vonir við, um að ó- öldinni i Noröur-lrlandi ljúki. Upphaf þessarar hreyfingar var það, að Betty Williams varð áhorfandi að þvi að þrjú systkini, sem voru sex vikna, þriggja ára og sex ára, voru drepin i átökum milli skæru- liða úr IRA-samtökunum og brezkra hermanna. Skærulið- inn var að flýja i bll, en her- mennirnir skutu á hann og missti hann vald á bilnum, sem rann út af veginum og varð börnunum að bana. At- burður þessi varð til þess, að Betty hófst strax handa um það sama daginn að safna undirskriftum undir áskorun um frið, byggðum á sáttum milli deiluaðila og þjóðar- einingu. Hún gekk hús úr húsi og fékk hvarvetna góðar undirtektir. Blöðin fréttu af þessu sérstaka framtaki henn- ar, sögðu frá þvi og sjónvarpið flutti viðtal við hana, þar sem henni gafst kostur á að túlka fyrirætlun sina. Næsta dag kom Mairead Corrigan til liðs við hána, en hún er systir kon- unnar, sem átti börnin þrjú. Þær ákváðu að helga krafta slna nýrri friðarhreyfingu, fengu lausn frá störfum og má segja að þær hafi siðan unnið dag og nótt að þessum málum. Betty, sem er gift og á tvö börn, segist aðeins einu sinni hafa séð um máltlð á heimili sinu siðan hún hóf að vinna fyrir friðarhreyfinguna. Eig- inmaður hennar hefur orðið að sjá um börnin og heimilið. Undirtektirnar sem þær hafa hlotið, hafa verið frábærlega góðar, en einkum eru það þó konur, sem hafa fylkt sér und- ir merki þeirra. Þær hafa efnt til margra útifunda, þar sem þær hafa flutt boðskap sinn, og hefur aðsókn hvarvetna verið góð. Einkum fjölmenna mæð- ur á fundi þeirra, en þeir eru yfirleitt haldnir á laugardög- um. Þátttaka karlmanna er minni, sem stafar m.a. af þvi að laugardagurinn er enn al- mennur vinnudagur á Noröur- trlandi. A FUNDUNUM mæta þær Betty og Mairead oftast báðar Betty Williams og Maircad Corrigan. og flytja boðskap sinn. Þær voru óvanar ræðumennsku og hafa ekki tamið sér neinn lærðan ræðustil. Samt ná þær hugum áheyrenda. Boðskap- urinn er i stuttu máli sá, aö menn sameinist um að vinna að friðsamlegri sambúð á heimilum, á vinnustöðum, á skemmtistöðum og setji það ofar deilum um trúarbrögð og stjórnmál. Börn verði að alast upp i ást og umhyggju, örugg og óhrædd i umhverfi sinu, i stað þess að vera I stöðugum ótta og temja sér striðsleiki, þar sem verið er að leika skæruliða og lögreglu. Friður fæst ekki með valdbeitingu og lögregluvaldi, friðurinn verð- ur að koma innan frá hjá hverjum einum, allir verða að leggja sig fram um að vinna I þágu hans. Alveg sérstaklega verði mæðurnar að hafa hér forustu, þvi að ofar því að vera kaþólskur eöa mótmælandi, sé það að vera móðir. Fundarsókn fer þannig fram að konur fylkja liði úr einstökum hverfum og syngja sálma á göngu sinni á fundar- stað. A öllum áróðursspjöld- um er aðeins eitt orð: Friður. Auk þess eru spjöld, sem kynna úr hvaöa hverfum fundarmenn eru. A fundunum eru sungnir sálmar og irsk þjdðlög, sem ekki hvetja til baráttu. Fundirnir eiga ekki að hvetja til baráttu, heldur eiga þeir að hjálpa til að menn öðlist frið og stuðli að friðsam- legri sambúð. TALIÐ er að yfir 200 þiisund manns hafi þegar sótt fundina, en ibúar Norður-írlands eru um 1.5 millj. Fjöldi manna, sem ekki hefur getað sótt fundina hefur lýst fylgi við hreyfinguna og skrifstofu hennar berast bréf svo hundruðum skiptir daglega. Þær Betty og Mairead unnu þar upphaflega tvær, en hafa orðið að bæta við sig starfs- fólki. Þeim hefur borizt fjár- hagslegur stuðningur úr mörgum áttum, bæði frá inn- lendum og útlendum aðilum. 1 Noregi er t.d. nýlega hafin fjársöfnun til stuðnings hreyf- ingunni og er ætlunin að safna ekki minna en 800 þús. norskra króna. Hreyfing þeirra Bettys og Maireads hefur vakið heimsathygli og nýja von um, að óöldinni i Noröur-lrlandi fari að linna. Frá friðarfundi i einu af úthverfum Belfast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.