Tíminn - 07.10.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.10.1976, Blaðsíða 12
TÍMINN IValinn maður .. '-^pÉífe i BECKENBAUEIl.... Jék sinn 101. landslcik. ,Keisarinn' skoraði... — þegar V-Þjóðverjar unnu sigur (2:0) yfir Wales-búum í gærkvöldi f Cardiff FRANZ ..Kcisari” Becken- bauer —> fyrirliöi hcims- meistaranna frá V-Þýíka- landi, kom félögum sinum á bragöiögegn Wales á Ninian Park f Cardiff i gærkvöidi, þegar þjóöirnar mættust þar f vináttulandsieik I knatt- spyrnu. 14.02!) áhorfendur • • Arsenal r í Boyer ... Arsenal bauö Norwieh 150 þús. pund fyrir enska lands- liösmanninn Phil Boyer i gærkvöidi. Tcrry Neill, framkvæmdastjóri Arsenal, sagöi aö Boyer væri sá leik- inaöur, sem myndi falla vel inn I Arsenal-liöiö viö hlíöina á Malcolm MacDonald. Boyer værí maöurinn, sem gæti matað „Supcr-Mac”. Framkvæmdastjóri Nor- wich, John Bond, sagöi, að þegar sá timi kæini, aö hann seldi Boyer, þá myndi hann vilja fá meira en 150 þús. pund. sáu þcnnan snjaila knatt- spyrnumann, sem lék sinn 101. landsleik fyrir V-Þýzka- iand, skora gott mark — 1:0. Jupp Heyneckes, marka- skorarinn mikli, sem leikur meö Borussia Mönchenglad- bach bætti siöan ööru marki við i siðari hálfleik og tryggði V-Þjóöverjum öruggan sigur yfir Wales. Þessi sigur heimsmeistar- anna sýnir vel, hvað landslið þeirra er öflugt um þessar mundir. Wori ar Camf PHIL BOYER hverju rumi Það hefur lengi verið draumur milljónamæringsins Jim Gregory að gera Q.P.R. að Englandsmeistara QUEENS PARK RANGERS — félag milljónamæringsins Jim Gre- gory, er nú eitt skemmtilegasta félagsliö Bretlandseyja. Rangers er meö frábæra knattspyrnumenn í sínum rööum og valinn maöur er í hverju rúmi, enda hefur ekkert verið sparaö undanfarin ár viö aö byggja upp þetta litla Lundúnaféiag, sem er oröiö eitt af stórveldunum í enskri knattspyrnu. Þaö hefur lengi veriö draumur Gregorys aö gera Q.P.R. að Englandsmeisturum — og þaö munaöi ekki miklu sl. keppnistimabil, en þá féll Rangers á lokasprettinum og missti meistaratitilinn til Liverpool á siðustu stundu. Soj oe JH I '' ■- •/ > ? - v w Flestir bjuggust við, aö Q.P.R. yrði einnig með I baráttunni um Englandsmeistaratitilinn I ár — en liðið hefur nú byrjað illa, enda eiga margir af beztu leikmönnum liðsins við meiðsli að striða, svo sem Gerry Francis, fyrirliði liðs- ins og enska landsliðsins, en hann hefur ekkert getað leikið með lið- inu að undanfcrnu. En þrátt fyrir 'slæma byrjun, er draumur Gre- gory ekki úti, enn getur allt gerzt, enda keppnistimabilið i Englandi rétt byrjað. Nú skulum við lita á leikmenn Q.P.R.-liðsins, sem er stjórnað af hinum virta fram- kvæmdastjóra, Dave Sexton, fyrrum framkvæmdastjóra Chelsea. PHIL PARKES — markvörður, hefur leikið vel i markinu hjá Lundúnaliðinu á þessu keppnistimabili. Parkes, sem á einn landsleik að baki með enska landsliðinu og er nú i enska landsliðshópnum, hóf knattspyrnuferil sinn hjá Walsall — þaöan keypti Q.P.R. hann á aðeins 15 þús. pund, sem voru algjör reyf- arakaup. DAVE CLEMENT — bakvörður, er uppalinn á Loftus Road. Hann er mjög sókndjarfur, hugaður og leikinn bakvörður, sem teflir oft á tvær hættur. Clement hefur leikið 4 lands- leiki fyrir England og er hann nú i enska landsliðshópnum. 1AN GILLARD — bakvörður, er einnig uppalinn hjá Rangers, og er mjög likur leikmaður og Clement. Gillard, sem hefur leikið með enska landsliðinu, , er einn aðalmaðurinn á bak við velgengni Rangers — hann er ófeiminn við að taka þátt i sóknarleiknum og hann skap- ar oft mjög góð marktækifæri, þegar hann brunar fram. FRANK McLINTOCK — mið- vörður, ereinn mesti persónu- leiki I ensku knattspyrnunni. Þessi snjalli skozki landsliðs- maður hóf knattspVrnuferil sinn hjá Leicester, en þaðan var hann keyptur til Arsenal á 80 þús. pund. McLintock var fyrirliði Arsenal, þegar félag- iðvann „Double” — bæði deild og bikar 1971, og var hann maðurinn á bak við þann glæsilega árangur. Arsenal leysti hann undan atvinnu- mennsku 1972 og lá leið hans M ie1 h ija 1 Lil 1« í 3000 m hlaupi í Svíþjóð lilja LILJA Guömundsdóttir, hin fót- fráa frjálsiþróttastúlka úr iR, er enn á feröinni. Lilja setti nýtt ís- landsmet í 3000 m hlaupi, þegar hún tók þátt i frjálsiþróttamóti I Norrköping I Sviþjóð um helgina. Lilja hljóp vegalengdina á 10:21.6 minútum. Þar með sló Lilja met Ragn- hildar Pálsdóttur, sem hún setti i Osló 1975 — þegar hún hljóp vega- lengdina þar á 10:21.8 minútum. Lilja varð sigurvegari I hlaupinu i Norrköping, og það er ekki að efa, að ef hún hefði fengið einhverja keppni, hefði hún náð miklu betri tima. Auk samkeppnisleysis var veðrið mjög óhagstætt.. þá til Rangers, þar sem hann hefur sýnt, að hann á enn mik- ið eftir. McLintock á stóran þátt i velgengni Q.P.R. DAVE WEBB — miðvörður, er sterkur leikmaður og mikill persónuleiki, eins og McLin- tock. Webb hóf sinn knatt- spyrnuferil hjá Orient, en sið- an lá leið hans til Southampton — en þaðan til Chelsea. Webb skoraði sigur- mark (2:1) Chelsea, þegar fé- lagið tryggði sér bikarinn 1970, með þvi að sigra Leeds. Webb hefur einnig skorað mjög þýðingarmikil mörk fyr- irRangers Hann hefur óþrjótandi úthald og vinnur alls staðar á vellinum. DON MASSON — miðvallarspil- ari hóf knattspyrnuferil sinn hjá Middlesbrough. Þaðan lá leiðhans til Notts County, þar sem hann lék 273 leiki og skor- aði 81 mörk i þeim. Masson var siðan keyptur til Q.P.R. á 100 þús. pund, hefur yfir mikl- um hæfileikum að ráða, og er einn af lykilmönnum Lundúnaliðsins. Masson er nú fastamaður i skozka landslið- inu — hefur leikið 4 landsleiki og skorað 3 mörk i þeim. GERRY FRANCIS —miðvallar- spilari og fyrirliði enska landsl. Francis er mikill baráttuhestur og útsjónarsam ur leikmaður, sem er þekktur fyrir annað en gefast upp. Francis er uppalinn hjá Q.P.R. og hóf að leika með fé- laginu 1969, skoraði 11 mörk i vetur. MICK LEACH — sóknarleikmað- ur, er einnig uppalinn hjá Lundúnafélaginu. Hann er mjög sterkur i loftinu og dug- legur og slunginn leikmaður, sem hefurskorað 60 mörk fyr- ir Rangers. DAVE THOMAS — sóknarleik- maður, er geysilega sterkur og leikinn knattspyrnumaður. Thomas hóf knattspyrnuferil sinn hjá Burnley, og er yngsti leikmaður, sem nokkru sinni hefur leikið með aðalliði Burnley — hann lék sinn fyrsta leik á Turf Moor aðeins 16 ára. Thomas, sem er pott- urinn og pannan i sóknarleik Q.P.R. — var keyptur til fé- lagsins á 165 þús. pund. STAN BOWLES — sóknarleik- maður, er talinn einn leiknasti knattspyrnumaður Englands. Bowles byrjaði knattspyrnu- feril sinn hjá Manchester City, enþaðan var hann látinn fara, þar sem hann þótti óreglu- samur. Leið hans lá siðan til Bury, Crewe og Carlisle — en þaðan keypti Q.P.R. hann á 100 þús. pund 1972. Bowles hefur leikið 145 leiki fyrir Rangers og skoraðf 55 mörk i þeim. JOHN HOLLINS — miðvallar- spilari ogfyrrverandi fyrirliði Chelsea, varð bikarmeistari með Chelsea 1970 eins og Webb. Hollins er mjög sókn- djarfur miðvallarspilari. Hann hefur leikið einn lands- leik fyrir England — gegn Spánverjum 1967. DON GIVENS— sóknarleikmað- ur hóf knattspyrnuferil sinn hjá Manchester United, en siðan lá leið hans til Luton. Þessi marksækni leikmaður, sem hefur skorað 82 deildar- mörk, hóf siðan að leika með Q.P.R. og hefur hann verið mesti markaskorari Lundúnaliðsins undanfarin ár. Givens er fastamaður i Irska landsliðinu. EDDY KELLY — mjög sterkur miðvallarspilari var keyptur frá Arsenal fyrir stuttu á 60 þús. pund. Kelly, en hann lék með McLintock i Arsenal-lið- inu, sem vann „Double” 1971, er uppalinn hjá Arsenal og hefur leikið um 200 leiki með þvi liði. Kelly náði ekki að vinna sér fast sæti hjá Arsenal sl. keppnistimabil og fór þá fram á sölu. Nú hefur þessi sterki miðvallarspilari unnið sér fast sæti i Q.P.R.-liðinu og hefur leikið mjög góða leiki að undanförnu. Kelly hefur al- gjörlega fallið inn i liðið og er nú þegar orðinn einn af lykil- mönnum Q.P.R. — sos FH-ingar mæta Vestmönnum frd Færeyjum í Evrópukeppni meistaraliða FH-ingar rnæta Vcstmönnum frá Straumey I Færeyjum I Evrópu- keppni meistaraliða i handknattleik I íþróttahúsinu I Hafnarfiröi á laugardaginn. Leikurinn veröur sá fyrsti, sem FH-ingar leika á heimavelli I Evrópukeppninni, en hingað til hafa þeir leikiö sina heimaieiki I Laugardalshöllinni. FH-ingar ættu að vera nær öruggir i aöra umferö Evrópukeppninnar, þar sem þeir hafa miklu leik- reyndara liði á að skipa, en Færeyingar. Flestir leikmenn FH-liös- ins hafa leikiö fjölmarga Evrópuieiki, en enginn eins oft og Hjalti Einarsson, sem hefur nútekiðfram skóna aönýju.eftir slutta hvild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.