Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 2005 — 316. tölublað — 5. árgangur RAGNHEIÐUR GUÐFINNA GUÐNADÓTTIR Hver er versti sjónvarps- maður landsins? Capone stendur fyrir Gullkindinni FÓLK 38 Hátíska í 101 Það var ekta tískustemn- ing á Hótel Borg þegar Ásta Guðmundsdóttir, Guðbjörg Kr. Ingvars- dóttir og Ragna Fróða sýndu afurðir sínar fyrir fullu húsi. FÓLK 28 KOLBRÚN ÝR GUNNARSDÓTTIR Heldur konum í formi með hreyfingu og útrás heilsa • jólin • koma Í MIÐJU BLAÐSINS Grín eða alvara? Nú er svo komið að þátttaka pólitíkusa í gríninu öllu saman er orðin svo mikil að allt er komið í einn graut og stundum er erfitt að greina hvað eru fréttir og hvað er skop, segir Valgerður Bjarnadóttir. Í DAG 16 SLYS „Ég held ég hafi aldrei misst meðvitund. Lögreglumennirnir töl- uðu við mig þar sem ég lá í götunni eftir áreksturinn. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu alvarlega ég var slösuð en ég vissi að yfir mér var þungt farg. Lögreglumennirnir sögðu mér síðan að þeir þyrftu að lyfta bílnum ofan af mér,“ segir Særún Sveinsdóttir Williams, sem missti báða fætur, rétt fyrir ofan hné, í hörmulegu bílslysi í Omaha í Nebraskaríki í Bandaríkjunum. Slysið varð á fjölfarinni hraðbraut snemma morguns fyrir réttri viku. Slysið varð með þeim hætti að Særún ók pallbíl, sem hlaðinn var pokum með haustlaufum, á leið til vinnu. Hún varð þess skyndilega vör að pokar höfðu fallið af palli bíls- ins, þannig að hún afréð að stöðva hann og kippa pokunum aftur upp á pallinn. Þegar hún var rétt um það bil að ljúka verkinu varð hún fyrir bíl sem kom aðvífandi. Svo ein- kennilega vildi til að bílstjóri þess bíls, Kenneth Cooks, er samstarfs- maður Særúnar hjá flutningafyrir- tækinu Deffenbaugh. Cooks steig út til þess að reyna að aðstoða Særúnu og vísa annarri umferð frá henni, þar sem Særún lá á götunni, þegar kona keyrði á kyrr- stæðan bíl Cooks, með þeim afleið- ingum að bíllinn rakst á Cooks sem varð til þess að hann kastaðist um tuttugu metra og hlaut alvarlega höfuðáverka. Bíll Cooks endaði svo á Særúnu þar sem hún lá á götunni. Særún telur að það hafi verið þá sem hún missti fæturna. Bílstjóri þriðja bílsins slapp ómeiddur. „Ég hef það sæmilegt miðað við aðstæður,“ segir Særún en hún átti að fara í skurðaðgerð í gær, eina af mörgum sem eru fyrirhugaðar. Síðan tekur við endurhæfing sem mun vara næstu mánuði. Særún er einstæð fimm barna móðir og eru þrjú barnanna búsett hjá henni. Hún hefur verið búsett í Omaha frá árinu 1993. - saj SÆRÚN SVEINSDÓTTIR WILLIAMS Særún fór í eina af mörgum aðgerðum í gær en hún missti báða fætur rétt fyrir ofan hné. Missti báða fæturna í hörmulegu bílslysi Særún Sveinsdóttir Williams stórslasaðist í þriggja bíla árekstri á fjölfarinni hraðbraut í Omaha í Bandaríkjunum. Hún telur sig hafa misst fæturna þegar bíll vinnufélaga hennar lenti á henni. YFIRLEITT BJART VEÐUR um austanvert landið og þurrt. Skúrir og slydduél annars staðar. Hiti 2-8 stig, mildast syðst. Örn kemur sterkari til baka Örn Arnarson þarf að öllum líkindum að fara í hjartaþræðingu. Hann ætlar sér að koma sterkari til baka þegar hann hefur æfingar að nýju. SKOÐANAKÖNNUN Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórmálamaður sem mests trausts nýtur meðal almenn- ings samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 22,4 prósent treysta honum best. „Geir er afskaplega traustur stjórn- málamaður og sýnir það í störfum sínum. Því koma þessar niðurstöð- ur lítið á óvart,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í öðru sæti yfir þá sem mests trausts njóta er Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri-grænna. „Steingrímur hefur oftast nær komið mjög vel út úr könnunum sem þessari. Hann nýtur trausts og hefur gott persónulegt fylgi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, vara- formaður Vinstri-grænna. Á hæla Steingríms kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar. „Mér þykir mjög vænt um það traust sem mér er sýnt og það er merki- legt að ég hljóti litlu minna traust en ráðherra sem setið hefur í rík- isstjórn í meira en tíu ár,“ segir Ingibjörg um þessar niðurstöður en 18,6 prósent aðspurðra telja að henni megi best treysta. Ingibjörg situr einnig í öðru sæti á lista yfir þá stjórmálamenn sem minnst traust er lagt á og nefndu þá 18,5 prósent nafn hennar. Halldór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokks, er í fjórða sæti þeirra sem almenningur treystir en trónir á sama tíma á toppnum yfir þá sem minnst er treyst. „Ég held að Halldór sé í bullandi sókn eins og reyndar Framsóknarflokkurinn,“ segir Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins. - saj/ sjá síðu 6 Íslendingar treysta Geir Haarde best stjórnmálamanna samkvæmt könnun: Minnst traust til Halldórs BRETLAND Þriðjungur Breta telur að konur sem verða fyrir nauðgun geti sjálfum sér um kennt að nokk- ru eða öllu leyti ef þær hafa daðrað við árásarmann sinn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Amnesty Inter- national sem eitt þúsund manns tóku þátt í. Fjórðungur álítur að þær konur sem eru ölvaðar eða klæddar í flegnum fatnaði beri hluta ábyrgðarinnar. Yfirsaksóknari nauðgunarmála í landinu segir í samtali við BBC að niðurstöðurnar séu sérstakt áhyggjuefni þar sem kviðdómur dæmir í slíkum málum. Viðhorfin sem könnunin endurspeglar rata því vafalaust inn í réttarsalinn. ■ Bresk skoðanakönnun: Nauðganir sök fórnarlamba ÞÝSKALAND, AP Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari Þýskalands, tilkynnti í gær að hann hygð- ist segja af sér þingmennsku og hætta beinum stjórnmálafskipt- um, að því er samflokksmenn hans í þýska Jafnaðarmannaflokkn- um greindu frá. Angela Merkel, formaður Kristilega demókrata- flokksins, verður kjörin eftirmað- ur Schröders á Sambandsþinginu í dag og samsteypustjórn flokka þeirra beggja svarin í embætti. Schröder stýrði þýsku ríkis- stjórninni í sjö ár, samsteypu- stjórn jafnaðarmanna og græn- ingja. Merkel verður fyrsta konan og fyrsti Austur-Þjóðverjinn sem sest í kanslarastólinn. - aa / sjá síðu 14 Umskipti í Þýskalandi: Schröder frá og Merkel kjörin SCHRÖDER OG MERKEL Schröder hættir á þingi þegar Merkel tekur við sem kanslari. MYND/AP Hélt ræðulausa afmælisveislu Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingis- kona er fertug í dag. Hún verður í Bandaríkjunum á afmælisdaginn. TÍMAMÓT 20 VINNUMARKAÐUR Að minnsta kosti 7.300 útlendingar starfa hér á landi, samkvæmt áætlun sem Vinnumála- stofnun hefur gert. Inni í þessari tölu eru ekki borgarar hinna Norð- urlandanna og EES-ríkjanna. Þetta eru áætlaðar tölur, ekki er vitað nákvæmlega hversu margir eru starfandi hér. Ef tölur yfir veitt atvinnuleyfi eru skoðaðar kemur í ljós að Pólverj- ar hafa fengið flest atvinnuleyfi, eða 2.031, og Kínverjar hafa fengið næstflest eða 510. Litháar hafa fengi tæplega 300 atvinnuleyfi, Filippsey- ingar, Serbar og Svartfellingar, Sló- vakar og Lettar hafa einnig fengið mörg atvinnuleyfi. - ghs Erlendir starfsmenn á Íslandi: Á áttunda þúsund BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Í LJÓSADÝRÐINNI Ljósadýrðin í miðbæ Reykjavíkur eykur örugglega á biðlund þessara manna sem horfa hér í átt að strætisvagni í von um að það sé vagninn sem taki þá heim. Þeir sem ekki vilja þreyta biðlundina þeyta hins vegar hjá á sjálfrennireiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.