Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.11.2005, Qupperneq 8
8 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR BANDARÍKIN Porter Goss, for- stjóri bandarísku leyniþjónust- unnar CIA, segir að stofnunin noti ýmsar aðferðir við yfir- heyrslur á föngum en stundi þó engar pyntingar. Í viðtali við dagblaðið USA Today um helgina ræddi Goss þá gagnrýni sem CIA hefur sætt vegna meðferðar á grunuðum hryðjuverkamönnum. „Umræða um fanga stofnunarinnar er mjög misvísandi, Þessi stofnun notar ekki pyntingar. Pyntingar skila ekki árangri. Við notum löglegar aðferðir til að afla upp- lýsinga og þær eru bæði einstak- ar og frumlegar,“ sagði Goss en skýrði ekki nánar hvað fælist í aðferðunum. Þá sagði Goss að CIA hefði ekki neina sérstaka skoðun á lagafrumvarpi sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi um að „grimmileg, ómannúðleg og niðurlægjandi“ meðferð fanga yrði bönnuð. Hann sagðist hins vegar sjálfur telja að margar af þeim aðferðum sem þingið vilji banna hafi þegar skilað mikil- vægum árangri og að stofnun- in yrði að fá að njóta ákveðins sveigjanleika í baráttu sinni gegn hryðjuverkum. Aðspurður vildi Goss ekki tjá sig um fréttir undanfarinna vikna um að CIA ræki leynifang- elsi í herstöðvum í Mið-Evrópu og fangaflug þeim tengdum. - shg TJÁÐI SIG EKKI UM FANGAFLUGIÐ Porter Goss, forstjóri CIA, sagði hins vegar í viðtalinu að samvinna við bandamenn væri lykilatriði í leyniþjónustustarfi. Forstjóri CIA ver aðferðir stofnunarinnar í samtali við USA Today: CIA stundar ekki pyntingar SVÍÞJÓÐ Þriðji hver Svíi hefur keypt vinnu sem ekki er gefin upp til skattayfirvalda og það án þess að hafa samviskubit. Þetta kemur fram í vefútgáfu sænska blaðsins Aftonbladet. Blaðið vísar í fréttinni í niður- stöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var hjá skattyfirvöldum. Rannsóknin leiðir í ljós að það eru ekki þeir efnaminnstu sem reyna að svíkja undan skatti með þessum hætti. Hinn dæmigerði skattsvikari er kvæntur, hámennt- aður og vel launaður karlmaður í góðu starfi sem á fjölskyldu og einbýlishús. ■ Skattsvik í Svíþjóð: Þeir ríku svíkja undan skatti HEILBRIGÐISMÁL Lýðheilsustöð undirbýr umfangsmikla rannsókn þar sem megináhersla verður að líkindum lögð á að rannsaka holda- far, streitu og geðheilbrigði, að sögn Önnu Elísabetar Ólafsdóttur forstjóra Lýðheilsustöðvar. Undir- búningur rannsóknarinnar er á frumstigi, en áætlað er að hleypa henni af stokkunum í október á næsta ári. „Það vantar bráðnauðsynlega heildrænar upplýsingar um heilsu og líðan þjóðarinnar, en ekki bara um einstaka þætti sem eru athug- aðir einn og einn í senn,“ segir Anna Elísabet. „Jafnframt að átta sig á hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði okkar. Við ætlum því að athuga þetta í mjög stóru og víðu samhengi. Búið er að safna saman stórum hópi fólks sem kemur víðs vegar frá og hefur stundað rannsóknir. Það mun vinna að þessu verkefni með okkur. Að framkvæmdinni munu því standa háskólasamfélagið, heilbrigðis- kerfið og fleiri stofnanir og ein- staklingar.“ Anna Elísabet segir að spurn- ingarnar í rannsókninni geti orðið um og yfir sextíu talsins. Allt að tíu þúsund verða í úrtaki vegna könnunarinnar. Lögð verði áhersla á að athuga heilbrigði til dæmis eftir aldri og kyni. Vonast er til að það markmið náist með svo stóru úrtaki. „Við reynum að hafa nokkrar spurninganna líkar þeim sem not- aðar eru í Evrópu og á Norðurlönd- um. Það er bæði til að skapa okkur grunn til að fylgjast með þróun- inni hjá okkur, svo og hinu, hvern- ig við erum í samanburði við aðrar þjóðir,“ segir Anna Elísabet. „Lögð verður áhersla á að ná í töluleg gögn sem ekki er hægt að nálgast hjá Hagstofu eða í heilbrigðiskerf- inu, og ná þar með tengingu við lífsstíl þjóðarinnar.“ - jss ANNA ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Vantar tilfinnanlega heildstæðar upplýsingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Lýðheilsustöð undirbýr umfangsmikla rannsókn með 10 þúsund manna úrtaki: Kannar holdafar, streitu og geðheilbrigði þjóðarinnar OLÍUFÉLÖGIN Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur lokið rannsókn á olíufélögunum og starf- smönnum þeirra vegna ætlaðra brota á samkeppnislögum með verðsamráði. Málið var 17. þessa mánaðar sent ríkissaksóknara, en þar á bæ verður tekin ákvörðun um framhald málsins. Rannsóknin beindist bæði að félögunum sem lögaðilum og starfsmönnum þeirra og hefur tekið tvö ár, hófst síðari hluta árs 2003. Rannsóknargögn nema á annan tug þúsunda blaðsíðna og ætluð brotatilvik nema hundr- uðum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru yfirheyrðir um 80 einstaklingar, í um það bil 150 yfirheyrslum. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeild- ar, segir í málinu grundvallarat- riði sem ríkissaksókari einn taki afstöðu til og þess vegna hafi það verið sent þangað. „Um er að ræða mál sem sprott- ið er upp úr rannsókn samkeppn- isyfirvalda og hluta af málinu hafa þau lokið meðferð á. Þessi grundvallaratriði sem ég nefni snúast meðal annars um hvort og að hvaða miklu leyti sú rannsókn eigi að hafa áhrif á ákvörðun um hvort ákært verður eða ekki. Og að hve miklu leyti þetta hafi áhrif á málefni einstaklinganna og að sjálfsögðu félaganna,“ segir Jón og bætir við að í framhaldinu gæti ríkissaksóknari lokið málinu sjálf- ur, eða falið efnahagsbrotadeild- inni að gera það í samræmi við verklag sem hann leggi fyrir. Jón segir málið afar umfangs- mikið enda um að ræða starfsemi sem gengið hafi fyrir sig með meintum brotlegum hætti í tæpan áratug. „Lögin eru frá árinu 1993 og rannsóknin nær alveg til ársloka 2001. Ef þetta er bútað niður eru þarna um að ræða mjög mörg tilvik sem skipt geta máli.“ Þá segir Jón að áætla megi að í sjálfri rannsókninni liggi 11 til 12 ársverk og kostnaður við hana því allnokkur. Bogi Nilsson ríkissaksóknari vildi ekki svara spurningum um hversu langan tíma gæti tekið að fara yfir gögn málsins hjá emb- ættinu. Þá taldi Jón H. Snorrason óhægt um vik að spá fyrir um hvenær ákvörðunar gæti verið að vænta. „Gögn málsins eru umfangsmikil, þannig að menn renna nú ekki yfir þetta á dag- parti.“ olikr@frettabladid.is Lögreglurannsókn á olíufélögunum lokið Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur sent ríkissaksóknara niðurstöður rannsóknar á olíufélögunum og starfsmönnum þeirra. Rannsóknin hefur staðið í tvö ár og kostað 11 til 12 ársverk. Beðið er ákvörðunar um ákærur. Á BENSÍNSTÖÐ BENSÍNORKUNNAR VIÐ MIKLUBRAUT Í REYKJAVÍK Ekki liggur fyrir hvort gefnar verða út ákærur af hálfu ríkissaksóknara vegna verðsamráðs olíufélaganna. Efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra lauk rannsókn sinni 17. þessa mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓN H. SNORRASON Yfirmaður efnahags- brotadeildar segir ríkissaksóknara þurfa að taka afstöðu til grundvallaratriða í olíumálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BEIRÚT, AP Skæruliðar Hizbollah skutu nokkrum eldflaugum á ísraelskar hersveitir í gær við hin umdeildu Shebaa-býli. Ísra- elar svöruðu að bragði með loft- árás á búðir samtakanna. Talsmaður Ísraelshers sagði nokkra hermenn hafa fallið og að sögn ísraelskrar sjónvarps- stöðvar féllu fjórir skæruliðar í valinn. Shebaa-býlin eru á landamær- um Líbanons, Sýrlands og Ísra- els. Líbanar segja þau tilheyra ríki sínu en Sameinuðu þjóðirnar segja þau hluta Gólan-hæða og því hluta Sýrlands fyrir 1967. ■ Átök við Shebaa-býlin: Brugðist við árás Hizbollah VINNUMARKAÐUR Samtök iðnaðarins ráðleggja félagsmönnum sínum að ráða fólk til starfa og afla atvinnu- og dvalarleyfis frekar en að nota starfs- mannaleigur til að koma í veg fyrir hugsanleg vandræði og óvænta bak- reikninga. Þetta kemur fram á vef samtakanna. Þar segir að staða skattamála vegna starfsmanna á vegum starfs- mannaleiga sé afar óljós. Skattayf- irvöld telji að fyrirtækin beri fulla ábyrgð á skattskilum þess og inn- heimti því skatta og launatengd gjöld. Ekki skiptir máli þótt starfs- mannaleigur ábyrgist greiðslu skatta starfsmannanna. - ghs Samtök iðnaðarins: Ráða frá starfs- mannaleigum VEISTU SVARIÐ 1 Hver er framkvæmdastjóri Byggða-stofnunar? 2 Hvaða sjálfstæðiskona í Hafnar-firði ákvað að draga sig í hlé frá stjórnmálum? 3 Hvaða íslenski listamaður var fertugur í gær? SVÖRIN ERU Á BLS. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.