Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 14
 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR14 fréttir og fróðleikur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt skilið við félaga sína í Likud-bandalaginu og látið boða til þingkosninga í landinu. Hvað gerði Sharon áður en hann fór í stjórn- mál? Ariel Sharon fæddist árið 1928 í Palestínu sem þá var undir stjórn Breta. Á unglingsárunum gekk hann til liðs við skæruliðahreyfingu gyðinga, Hag- anah, og þegar Ísraelsríki var stofnað barðist hann í stríðinu við nágrannaríkin á árunum 1948-49. Í sex daga stríðinu árið 1967 hlaut Sharon hins vegar fyrst frægð. Hann var sagður arkitektinn að einum afdrifaríkasta hernaðarsigri 20. aldarinnar en þá lögðu Ísraelar meðal annars undir sig Vestur- bakkann og Gaza-svæðið. Hvenær settist Sharon á þing? Sharon settist á þing árið 1973 og árið 1982 þegar hann gegndi embætti varnarmálaráðherra réðst Ísraelsher inn í Líbanon með það að markmiði að uppræta skæruliða PLO sem þar höfðu bækisstöðvar. Undir verndarvæng Ísraelshers frömdu herdeildir falangista fjölda- morð í flóttamannabúðum Palestínumanna þar sem hátt í fjögur þúsund manns létust. Hver hafa verið markmið Sharons í ríkisstjórn? Sharon lét lítið fyrir sér fara næstu árin þar til ríkis- stjórn Benjamins Netanyahu tók við völdum árið 1996. Hann varð utanríkisráðherra 1998 en 1999 féll Likud-stjórnin. Í kjölfar umdeildrar heimsóknar Sharons á Musterishæðina í Jerúsalem haustið 2000 hófst síðari intifada-uppreisn Palestínu- manna. Harðdrægni Sharons varð til þess að Ísraelar kusu hann til valda árið 2001 og í stjórn- artíð sinni hefur hann sett öryggi þeirra ofar öllu. Liður í þeirri stefnu hefur verið gerð múrs utan um herteknu svæðin og brottflutningur landnema frá Gaza. Sharon hefur sætt linnulausri gagnrýni alla sína stjórnartíð en hann virðist láta sér vel líka að vera svo umdeildur. FBL-GREINING: ARIEL SHARON Hörkutól með harðan skráp> HEILDARAFLI ÞORSKS VEIDDUR Í OKTÓBER Í TONNUMHeimild: Hagstofa Íslands SVONA ERUM VIÐ 2004 H ei ld ar af li 19 .4 58 17 .0 89 2005 Október Með kanslarakjörinu, sem fer fram í Sambandsþinginu í dag, er Merkel komin á hátind óvenjulegs stjórn- málaferils síns. Stjórnmálaskýrend- ur spá því þó að hún muni ekki sitja á friðarstóli. Merkel er ekki bara fyrsta konan heldur einnig fyrsti Austur- Þjóðverjinn sem stýrir ríkisstjórn Þýzkalands. Hún fæddist að vísu í Hamborg árið 1954 en Þegar hún var þriggja ára flutti fjölskylda hennar til Austur-Þýskalands, nánar tiltek- ið Templin í Brandenborgarhéraði, þar sem faðir hennar þjónaði sem lútherskur prestur. 51 árs er hún á bezta aldri til að taka við svo háu pólitísku embætti. Hóf stjórnmálaafskipti árið 1989 Merkel nam eðlisfræði í Leipzig og starfaði að námi loknu við skammta- fræðirannsóknir við Vísindaaka- demíuna í Austur-Berlín. Pólitísk afskipti hóf hún í austur-þýsku borg- araréttindahreyfingunni 1989. Árið 1990 varð hún talsmaður fyrsta og eina lýðræðislega kjörna leiðtoga Austur-Þýskalands, Lothar de Maiz- iere. Sama ár gekk hún í Kristilega demókrataflokkinn og var um haust- ið kjörin á þing sameinaðs Þýzka- lands. Thomas de Maiziére, son Lothars, hefur Merkel valið til að vera nánasti samstarfsmaður sinn í kanzlaraembættinu. Árið 1991 skipaði Helmut Kohl Merkel kvenna- og æskulýðsmála- ráðherra í ríkisstjórn sinni og eftir kosningar 1994 varð hún umhverf- isráðherra Þýzkalands. Árið 1998 var hún kjörin framkvæmdastjóri flokksins eftir að hann tapaði völd- um í kosningum. Hún var fyrst úr forystusveit flokksins til að taka af skarið um að segja skilið við Kohl er brot hans á lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka komst í hámæli árið 2000. Hún var kjörin arftaki hans sem flokksformaður á flokks- þingi í apríl það ár. Í kosningum til Sambands- þingsins árið 2002 eftirlét Merkel Edmund Stoiber, formanni systur- flokksins CSU í Bæjaralandi, að vera kanslaraefni kristilegu flokkanna. Eftir kosningarnar, sem Stoiber tap- aði naumlega, treysti hún tök sín á flokknum sem þingflokksformaður. Og þegar Gerhard Schröder kansl- ari tilkynnti óvænt í lok maí í vor að hann vildi flýta kosningum um heilt ár áttu hugsanlegir innanflokks- keppinautar hennar um kanslara- efnishlutverkið engan annan kost en að styðja hana. Þótt flokkurinn fengi mun minna fylgi í kosningunum 18. september en vænzt hafði verið varð hann samt stærsti þingflokkurinn, sem dugði til að Merkel héldi tilkallinu til kanzlarastólsins í væntanlegri sam- steypustjórn með jafnaðarmönnum. Sló körlunum við Að kvöldi kjördags, er ljóst varð að CDU fengi mun minna og SPD meira fylgi en spáð hafði verið, lét Schröd- er kanzlari eins og hann hefði unnið frækilegan sigur og útilokaði að Merkel yrði kanzlari jafnvel þótt svo skyldi fara að flokkar þeirra enduðu með að efna til stjórnarsamstarfs. Þegar fyrstu þreifingar um myndun „stóru samsteypu“ voru hafnar erti Edmund Stoiber Merkel með því að segja að sem kanzlari svona sam- steypustjórnar hefði hún ekki sama forystuvald og í stjórn þar sem stór flokkur stjórnaði með smáflokki. Undir þetta tók Franz Müntefering, þáverandi formaður SPD og leiðtogi jafnaðarmanna í stjórnarmyndunar- viðræðunum. En nú er Merkel orðin kanzlari og allir þessir valdakarlar, sem áttu svona bágt með að una henni þess að setjast á æðsta valdastól- inn, hafa þurft að láta í minni pok- ann. Schröder hættir í dag á þingi, Stoiber, sem til hafði staðið að yrði einn þungavigtarráðherrann í stjórn Merkel, er farinn heim til München og á þar í basli við að halda stuðn- ingi eigin liðs sem forsætisráðherra Bæjaralands og leiðtogi CSU. Og Müntefering er hættur sem formað- ur SPD, þótt hann taki að vísu sæti í stjórninni og verði varakanzlari. Þessar lyktir sýna hvernig klókindi og stefnufesta Merkel að settu marki hafa skilað henni eins langt og raun ber vitni. En þessi aðdragandi kanzlarakjörs hennar sýna einnig að hún mun ekki sitja á friðarstóli. Fastlega má gera ráð fyrir því að hún megi hafa sig alla við til að þetta stjórnarsamstarf gangi upp. Stjórnmálaskýrendur spá því flestir að við ramman reip verði að draga. Árekstrar í stjórnar- samstarfinu séu fyrirsjáanlegir. Að margra mati er stjórnarsáttmálinn vond málamiðlun sem gengur ekki sízt út á að bæta ríkisfjármálin með aukinni skattheimtu í stað lækkun- ar ríkisútgjalda, auk þess að efna til nýrra niðurgreiðslna og hálfvelgju- legra kerfisumbóta. Þetta er vega- nesti nýja kanzlarans. Að kvöldi 9. nóvember var Merkel stödd í sendiskrifstofu sam- bandslandsins Nordrhein-Westfalen í Berlín og sagði svo blaðamenn heyrðu til: „Guð, í dag fyrir 15 árum sté ég í fyrsta sinn fæti í Vestrið. Og nú á ég að stjórna þessu landi,“ hefur Der Spiegel eftir henni. Merkel situr ekki á friðarstóli ANGELA MERKEL Fyrsta konan og fyrsti Austur-Þjóðverjinn á kanzlarastóli var glaðbeitt á þingflokksfundi CDU í gær, daginn fyrir kanzlarakjörið. MYND/AP FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is FERILL MERKEL 1954: Fædd í Hamborg Angela Dorothea Kasner. 1957: Flytur til A-Þýzkalands þar sem faðir hennar þjónar sem prestur. 1977: Giftist Ulrich Merkel. Þau skilja árið 1982. 1978: Eftir efnafræðinám starfar hún við rannsóknir í Vísindaakademíu A-Þýzkalands í A-Berlín. 1989: Gengur í Lýðræðisvakninguna (DA), borgararéttindahreyfingu í A-Þýzkalandi. 1990: Talsmaður Lothar de Maiziére, fyrsta lýðræðislega kjörna ríkisstjórnarleiðtoga A-Þýzka- lands. Gengur í Kristilega demókrataflokkinn og er kjörin fyrir hann á þing sameinaðs Þýzkalands um haustið. 1991: Skipuð ráðherra kvenna- og æskulýðsmála í stjórn Helmuts Kohl. Kjörin varaformaður CDU. 1994: Skipuð umhverfisráðherra. 1998: Kjörin framkvæmdastjóri CDU í nóvember eftir kosningaósigur flokksins. 2000: Kjörin formaður CDU eftir að Kohl fellur af stalli vegna fjármálahneykslis. 2002: Lætur Edmumd Stoiber eftir að vera kanzlaraefni kristilegu flokkanna í kosningum þá um haustið. Treystir tök sín á flokknum eftir að nauman ósigur Stoibers. 30. maí 2005: Tilnefnd kanzlaraefni CDU. 18. september: CDU fær flest atkvæði í þingkosningum, en mun færri en vænzt hafði verið. Eftir nokkurt þref hefjast viðræður um myndun „stóru samsteypu“ CDU og SPD. 10. október: Forystumenn CDU og SPD komast að samkomulagi um að Merkel verði kanzlari. 11. nóvember: Viðræðum um málefnasamning lokið. 14. nóvember: Aukaflokksþing beggja flokka samþykkja stjórnarsáttmálann. 22. nóvember: Merkel kjörin kanzlari í atkvæðagreiðslu á Sambandsþinginu. 30. nóvember: Merkel heldur fyrstu stefnuræðu sína. SPURT OG SVARAÐ RJÚPNASTOFNINN Íslenskt JÁ TAKK SMS LEIKUR TONLIST.ISD3 SONY W800 + allar flessar geislaplötur +3.mána›ar áskrift á Tónlist.is A›alvinningur 1. Jónsi 2. Írafár 3. Nylon 4. Hei›a 5. Heitar Lummur 6. Jólaskraut Sendu SMS skeyti› BTC STB á númeri› 1900 Svara›u einni spurningu og flú gætir unni›. Fullt af aukavinningum: Jónsi Írafár Nylon-Gó›ir hlutir Hei›a-Hluti af mér Heitar Lummur Jólaskraut 3.mána›ar áskrift á Tónlist.is Tónfrelsi frá Tónlist.is Mána›aráskrift á tónlist.is Kippur af Coca Cola Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Me› flví a› taka flátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeyti›. A›alvinningur er dregin úr öllum innsendum SMS skeytum 9. hver vinnur. Náttúrufræðistofn- un hefur ítrekað auglýst eftir því að veiðimenn skili inn vængjum af þeim rjúpum sem þeir veiða. Þetta er í þeim tilgangi að fá upplýsingar um stofnstærð rjúp- unnar hér á landi. Ólafur Karl Nielsen er náttúrufræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun. Hvernig rannsakið þið vængina? Við skoðum lit flugfjaðranna og getum þannig skipt rjúpunum í tvo aldurshópa, fyrsta árs fugla og eldri fugla. Þetta gerum við þrisvar á ári, á varptímanum, síðsumars og á veiði- tímanum. Hvernig er stofnstærðin fundin? Við notum þessar upplýsingar ásamt veiðitölum og talningum sem stofnun- in framkvæmir. Við notumst síðan við reiknilíkan til þess að áætla stofn- stærðina hverju sinni. Hvernig nýtast rannsóknirnar? Allt miðast þetta við að veiðin geti verið sjálfbær. Það er mikil ásókn í rjúpnaveiðar og það er stefna stjórn- valda að koma í veg fyrir rányrkju og ofveiði. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast með stofnastærðinni. Þetta hefur verið rannsakað um árabil, með aðstoð veiðimanna. ÓLAFUR KARL NIELSEN Náttúrufræðingur Vilja sjálf- bæra veiði Angela Merkel, formaður Kristilega demókrataflokksins í Þýzkalandi, verður í dag kjörin kanzlari þýzka Sambands- lýðveldisins, sá áttundi frá stofnun þess. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu valdamikla embætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.