Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 16
 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Engin samkeppni „Þegar ákvörðun var tekin um að gefa lyfjasölu frjálsa, með lögum árið 1994, átti samkeppnin að lækna öll mein og stórlækka verðlag. Reyndin hefur orðið önnur. Í stað samkeppni, lægra verð- lags og fjölbreyttari þjónustu blasir við fákeppni og hærra lyfjaverð en tíðkast í nágrannalöndum okkar.“ Þetta segir Ögmundur Jónasson þingmaður í pistli á vefsíðu sinni í gær. Hann bætir við: „Þetta hefur gerst þrátt fyrir meinta hagræðingu í greininni, batnandi samgöng- ur og lækkandi flutningskostnað sem og hagstæða gengisþróun fyrir innflutningsverslun.“ Og þó... En það er þó ljóstýra í myrkrinu þrátt fyrir allt. „Enda þótt stóru lyfjakeðjurnar vilji allt gleypa hafa þær enn ekki náð að innbyrða Rima Apótek Kristínar G. Guðmundsdóttur lyfsala sem býður upp á lægsta lyfjaverð sem hér er að finna, samkvæmt könnunum,“ segir Ögmundur. Hann vitnar í viðtal við hana í Morgunblaðinu þar sem eftir henni er haft að samkeppnin hafi verið mun harðari fyrir tæpum áratug þegar lyfsala fyrst var gefin frjáls: „Þegar Lyfja opnaði á sínum tíma veitti hún sams konar afslátt og ég veiti í dag í þeim tilgangi að laða til sín viðskiptavini frá gömlu apótekunum. Síðan þegar stóru keðj- urnar gátu ekki stækkað meir, þ.e. voru búnir að kaupa upp öll þau apótek sem þau gátu, fannst þeim óþarfi að vera að gefa þennan afslátt og hækkuðu í kjölfarið verðið hjá sér. Það er því engin raunveruleg samkeppni lengur...“ Vill ekki selja Í nefndu blaðaviðtali segir Kristín G. Guðmundsdóttir að keðjurnar hafi reynt að kaupa af henni apótekið: „Þessir risar vilja gleypa allt og alla. Þeir vilja bara vera tveir á markaði. Því þá þyrftu þeir ekki að veita neinn afslátt, þar sem engin samkeppni væri fyrir hendi...“ Segir Kristín að svo virðist sem risarnir tveir séu nú þegar búnir að skipta bæði hverfum í borginni á milli sín sem og landshlutum. gm@frettabladid.is Hláturinn lengir lífið er sagt. Það mun vera afskaplega hollt að hlæja. Bæði slakandi fyrir sálartetrið og einnig líkamsvöðv- ana. Ein góð hláturgusa á dag er ábyggilega ekki síðri en prozac- tafla og svo mun vera til sérstakt hlátursjóga sem er einstaklega hollt fyrir sál og líkama. Ýmislegt kemur fólki til að hlæja og ég las á Vísindavef háskólans að kenningar um hlát- ur hafa verið settar fram á sviði málvísinda, sálfræði og lífeðlis- fræði. Síðan er gerð nánari grein fyrir kenningum sem rekja má til málvísinda og sálfræði og þar segir: ,,Flestar kenningar um hlátur eiga það sameiginlegt að skipa sér undir annað af tveimur hugtökum, yfirburði eða ósam- ræmi. Yfirburðakenningar ganga út frá sálfræðilegum grunni, að hlátur sé tjáning yfirburðakennd- ar okkar gagnvart öðrum, sér- staklega keppinautum okkar. Þá kennd upplifum við ef við sjáum eitthvað ófullkomið, óeðlilegt, við aðra. Ósamræmiskenningar beina athyglinni að tungumálinu og rök- leysunni sem virðist einkenna það sem okkur finnst fyndið. Slíkar kenningar sjá gjarnan eitthvað óeðlilegt við það sem vekur hlátur og kalla á hugtök eins og fárán- leika til að skýra út fyndni.“ Skop getur verið mjög sterkt vopn í baráttu eða keppni á milli manna. Það getur verið sterkt vopn að gera andstæðinginn hlægi- legan, stundum þykir það meira segja ókurteisi og talið að ekki eigi að grípa til slíkra vopna. Skop getur einnig verið sterkt afl í þjóð- málaumræðunni og jafnvel veitt óprúttnum stjórnmálamönnum og öðrum þeim sem hafa sig í frammi á opinberum vettvangi aðhald sem stundum er nauðsynlegt. Spaugstofan hefur verið öflugt tæki í þessum efnum hér á landi. Þeir félagar hafa verið bráð- skemmtilegir og beittir í fjölda- mörg ár. Nú um helgina héldu þeir upp á 20 ára samstarfsafmæli. Þá brá svo við einn helsti skemmti- krafturinn í afmælisveislunni var forsætisráðherrann. Allavega fannst þeim sem útbúa ofan í okkur fréttirnar það skemmtileg- ast og fréttnæmast úr veislunni að sá ágæti maður gerði grín að sjálfum sér. Auðvitað er það hið besta mál að menn hafi húmor fyrir sjálfum sér og kannski ekk- ert annað en skapvonska að hafa orð á því. Á hinn bóginn veltir maður fyrir sér hvort broddurinn fari ekki svolítið úr gagnrýninni og aðhaldinu þegar menn eru allir komnir í eina sæng. Ég tók eftir því um daginn að fréttaþulurinn útvarpsstjór- inn lék stórt hlutverk í Spaug- stofunni og mig minnir að fyrr- verandi forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn nýskipaði hafi fengið hlutverk í áramótaskaup- inu. Nú eru þessir menn kannski ágætlega til þess fallnir að leika sjálfa sig og væntanlega engir betri í það, mér finnst hins vegar broddurinn vera farinn úr skopinu eða skaupinu þegar þannig háttar. Og fyrst ég er farin að agnúast út í stjórnmálamennina og fyrir- mennin í grínþáttunum, þá er best að ég haldi áfram að skapvonskast og nú út í glamúrsamkundu fræga fólksins, hvort heldur það er Grím- an eða Eddan. Á þessum hátíðum eru þessir opinberu starfsmenn, ráðherrarnir, í hlutverkum þula og verðlaunagjafa, uppádubbaðir og -dubbaðar í kvikmyndastjörnu- gervum. Það er alveg magnað hvað það virðist vera fátt fólk til að sinna hinum ýmsu hlutverkum sem þarf að sinna í þessu landi. Hvort held- ur það er á skemmtisamkundum af þessu tagi eða bara almennt þegar eitthvað þarf að gera. Eins og þegar byggja á spítala, þá eru allt í einu pólitíkusar komnir í þá framkvæmdanefnd með stjórn- endum stofnana sem á að byggja yfir. Ég hef séð einhver skrif um að formaður framkvæmdanefnd- arinnar hafi mikla reynslu af stórbyggingum. Sannast að segja átta ég mig ekki á hvort menn eru að grínast eða hvort þeim sé fúlasta alvara með það að Alfreð Þorsteinsson hafi akkúrat þá reynslu sem til þarf til að stjórna þessu verki. Sjálfri finnst mér sú skipan nánast móðgun við okkur sem borgum skatta í þessu landi. En svona er nú komið að þátttaka pólitíkusanna í gríninu öllu saman er orðin svo mikil og að því er virðist sjálfsögð að allt er komið í einn graut og stundum er erfitt að greina hvað er fréttir og hvað er skop. Þegar svo er komið er allt bit komið úr skopinu og þá vantar því miður einn mikilvægan hlekk í aðhaldið sem öllum sem fara með vald er nauðsynlegt. ■ Grín eða alvara Í DAG SPAUG VALGERÐUR BJARNADÓTTIR En svona er nú komið að þátt- taka pólitíkusanna í gríninu öllu saman er orðin svo mikil og að því er virðist sjálfsögð að allt er komið í einn graut og stundum er erfitt að greina hvað er fréttir og hvað er skop. Þegar svo er komið er allt bit komið úr skopinu og þá vantar því miður einn mikilvægan hlekk í aðhaldið sem öllum sem fara með vald er nauðsynlegt. Fréttaflæðið frá Ísrael undanfarna daga hefur verið svolítið öðruvísi en oft á undanförnum árum. Í stað frétta um sjálfsmorðsárásir Palestínumanna og loftárásir Ísraela hefur hver óvænta stórfréttin á fætur annarri borist þaðan, þótt ekki sé um að ræða árásir, limlestingar eða mannfall. Allar þessar fréttir benda vonandi til þess að betri tíð sé í vændum í Mið-Austurlöndum og var svo sannarlega tími til kominn. Þegar Ariel Sharon, forsætisráðhera Ísraels, steig það djarfa skref í september að fyrirskipa að allir ísraelskir landnemar á Gazaströndinni og Vesturbakkanum skyldu fluttir á brott fannst mörgum að gamli harðsvíraði hershöfðinginn væri farinn að mýkjast allnokkuð í afstöðu sinni til Palestínumanna. Þetta skref Sharons mæltist misjafnlega fyrir innan Likud-bandalagsins. Núna hefur komið í ljós að Sharon ætlar ekki að sitja við orðin tóm varðandi stefnu sína því hann hefur nú sagt sig úr Likud- bandalaginu og ætlar að stofna nýjan flokk, væntanlega til að geta komið stefnumálum sínum í framkvæmd. Þetta verður líklega einhverskonar miðjuflokkur þar sem hann verður með sína fyrri flokksfélaga til hægri og jafnaðarmannaflokkinn til vinstri. Þar hefur nú brotist til valda nokkuð óvænt nýr leiðtogi – Peretz ættaður frá Marokkó – sem tekur við af Símoni Peres, sem marga hildina hefur háð í ísraelskum stjórnmálum. Hinn nýi foringi jafnaðarmanna hyggst beita sér fyrir ýmiss konar réttarbótum á félagslega sviðinu, svo sem hækkun lægstu launa og bættum hag aldraðra svo dæmi séu nefnd. Þetta eru mál sem orðið hafa út undan í hinum eilífa ófriði í þessum heimshluta á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því hversu ákveðinn Sharon er í stefnu sinni varðandi Gazaströndina og Vesturbakkann eru áreiðanlega maraþonfundir Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, með leiðtogum Ísraels og Palestínumanna í fyrri viku. Hún yfirgaf ekki landið fyrr en búið var að ganga frá sam- komulagi um aukið frelsi og réttindi Palestínumanna á hinum umdeildu svæðum, og nú hefur verið sett upp áætlun um ferða- frelsi þeirra til Egyptalands og milli Gaza og Vesturbakkans. Þá er í bígerð að opna á ný alþjóðaflugvöllinn á Gazaströndinni og hefjast handa við hafnarframkvæmdir þar. Allt þetta eru skref í framfaraátt en segja má að ekkert hafi gerst á þessu svæði frá því að Sharon tilynnti um brottflutning landnemabyggðanna. Stjórnvöld í Washington hafa líka lagt mikla áherslu á að eitt- hvað fari að gerast í málefnum Ísraela og Palestínumanna – til að draga athyglina frá stöðugum óförum Bandaríkjamanna í Írak. Ástandið þar hefur orðið til þess að vinsældir Bush Bandaríkja- forseta minnka stöðugt, ef hægt er að tala um vinsældir í því sambandi. Nú er svo komið að hann nýtur aðeins trausts 37 af hundraði þjóðarinnar og er talið að það sé einkum stríðsrekstur- inn í Írak sem veldur því hve fáir Bandaríkjamenn treysta for- seta sínum. Margt annað á innanlandsvettvangi kemur einnig til, svo sem skipan hæstaréttardómara. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Sharon stofnar nýjan flokk. Umskipti í Ísrael Þetta skref Sharons mæltist misjafnlega fyrir innan Likud-bandalagsins, en nú hefur komið í ljós að Shar- on ætlar ekki að sitja við orðin tóm varðandi stefnu sína, því hann hefur nú sagt sig úr Likud bandalaginu og ætlar að stofna nýjan flokk... AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22. Breyttur afgreiðslutími í Skaftahlíð 24 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 4 1 6 Virka daga kl. 8–18. Helgar kl. 11–16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.