Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 2005 19 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 4.979 -0,96% Fjöldi viðskipta: 409 Velta: 13.157 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ACTAVIS 46,00 -1,30% ... Bakkavör 46,20 -0,90% ... FL Group 15,00 -2,60% ... Flaga 5,40 +8,00% ... HB Grandi 9,30 -0,50% ... Íslandsbanki 16,30 -1,20% ... Jarðboranir 23,50 +2,20% ... KB banki 639,00 -0,30% ... Kögun 55,00 -0,90% ... Landsbankinn 23,80 -2,10% ... Marel 63,90 -0,20% ... SÍF 4,15 +2,70%... Straumur-Burðarás 15,30 -1,90% ... Össur 107,50 +0,50% MESTA HÆKKUN Flaga Group +8,00% SÍF +2,72% Dagsbrún +2,45% MESTA LÆKKUN FL Group -2,60% Landsbankinn -2,06% Straumur -1,92% Umsjón: nánar á visir.is Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að verðbólgan fari á ný niður fyrir efri þolmörk verð- bólgumarkmiðs Seðlabankans. Greiningardeild KB banka spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í desember. Ef spáin gengur eftir mun verðbólgan lækka niður í 3,8% og fara niður fyrir efri þol- mörk verðbólgumarkmiðsins. Undanfarin ár hefur verðbólgan verið rekin áfram af skarpri hækkun fasteignaverðs. Greiningardeildin segir að nú sjáist skýr merki um að verulega hafi hægst um á fasteignamarkaði en síðastliðna 3 mánuði hefur fasteigna- verð hækkað um 0,37 prósent á mánuði sem jafngildir 4,5 prósenta árshækkun á fasteignaverði. Matvælaverð hækkar oft í desember en að mati greiningardeildar KB banka mun matvælaverð þó standa í stað í næsta mánuði þar sem hagstætt gengi krónunnar mun halda aftur af verð- hækkunum. Heimsmarkaðsverð á elds- neyti hefur lækkað hratt frá því í byrj- un nóvember. Þessi lækkun leiðir til um 0,1% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Greiningardeild KB banka býst við óbreyttu verði eða hugsanlegri lækkun á öðrum neysluvörum í mánuðinum. Engin verðbólga í desember Atlantic Petroleum, færeyska olíuleitarfélagið sem er skráð í Kauphöll Íslands, tapaði um sextán milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og nemur heildartap fyrirtækisins um 35 milljónum króna frá áramótum. Árangur fyrirtækisins er í samræmi við áætlanir stjórnenda þess. Atlantic Petroleum er í miklum áhætturekstri en gert er ráð fyrir að fyrstu tekjur fari að streyma inn árið 2007. Fyrirtækið er fjárhagslega sterkt með nærri 96 prósenta eiginfjár hlutfall. Heildareignir fyrirtækisins eru um 1.050 milljónir króna. Eitt helsta verkefni félagsins er þátttaka í olíuvinnslu á West- Lennox, sem er á hafsvæðinu milli Írlands og Bretlands. Atlantic Petroleum á um fjórðungshlut í verkefninu. Of snemmt er að segja til um hvenær olíuvinnsla hefst á svæðinu en hún mun ekki hefjast á þriðja ársfjórðungi 2006 eins og að var stefnt. - eþa Sextán milljóna tap Atlanic Petroleum Það er 3,9 prósentum dýrara að byggja nú í desember miðað við sama tíma árið 2004 samkvæmt vísi- tölu byggingarkostnaðar, sem Hag- stofa Íslands birti í gær. Kostnaður við vinnu hækkaði um 5 prósent á tímabilinu, sem hækkaði vísitöluna um 2,1 prósent. Kostnaður við efni hækkaði um 3,1 prósent sem hækk- aði vísitöluna um 1,8 prósent. Stærsta orsökin fyrir hækkun vinnuliðar vísitölunnar voru samn- ingsbundnar launahækkanir í byrjun árs 2005. Innflutt efni hækkaði aðeins um 0,6 prósent á tímabilinu enda hefur styrking krónunnar vegið þar upp á móti. Hún hefur styrkst um ríflega tíu prósent frá byrjun árs. Innlend- ar vörur hafa hins vegar hækkað talsvert meira það sem af er ári eða 5,3 prósent. ■ Dýrara að byggja Greiningardeild Lands- bankans segir verðmæti FL Group vera 85 milljarðar króna. Markaðsvirði hluta- bréfaeignar FL Group er tæpir 74 milljarðar króna. Við lok viðskiptadags í gær var gengi FL Group 15 og hafði lækk- að um 2,6 prósent. Greiningardeild Landsbankans miðar við að gengið eigi að vera 14,7 miðað við verð- mæti félagsins. Níu mánaða uppgjör FL var í takt við spá Landsbankans en greiningardeild KB banka mat það undir væntingum. KB banki spáði 5,4 milljörðum í hagnað á þriðja ársfjórðungi en niðurstaðan var 4,6 milljarða króna hagnaður. Þeir sem tóku þátt í hlutabréfa- útboði FL Group nýlega gátu greitt með peningum eða hlutabréfum í völdum félögum. Greiddu fjárfest- ar 24,5 milljarða króna í pening- um og 19,5 milljarða í peningum. Eftir hlutafjáraukninguna á FL Group rúma 48 milljarða í fjármálafyrirtækjum. Skiptist sú eign þannig: 18,5 milljarða í Íslandsbanka, 9,5 milljarða í Straumi – Burðarási, 15 milljarða í KB banka og 5 milljarða í Lands- banka. - bg Eiga 74 milljarða í hlutabréfum FL GROUP, Hannes Smárason, Magnús Ármann, Skarphéðinn Berg, Smári S. Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannes ENGIN VERÐBÓLGA KB banki spáir því að vísitala neysluverðs verði óbreytt milli nóvember og desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.