Fréttablaðið - 22.11.2005, Side 20

Fréttablaðið - 22.11.2005, Side 20
 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR20 timamot@frettabladid.is www.steinsmidjan.is ANDLÁT Haukur Henderson, Kleppsvegi 10, Reykjavík, andaðist þriðjudag- inn 15. nóvember. Sigfús Steindórsson, fyrrum bóndi, Steintúni, Lýtingsstaða- hreppi, til heimilis að Víðigrund 8, Sauðárkróki, andaðist á Heilbrigð- isstofnun Sauðárkróks föstudag- inn 18. nóvember. Hólmfríður Hanna Magnúsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, Tryggva- götu 26, Selfossi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardag- inn 19. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Magnþóra G. Magnús- dóttir, Furugerði 1, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Ragnhildur Þóroddsdóttir, Þorragötu 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 15.00 Bára Hólm, Hátúni 11, Eskifirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Guðbjörg Karlsdóttir, frá Stekkjarholti, Ölduslóð 26, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Krossinum, Hlíðasmára 5-7. 15.00 Vilborg Sigurðardóttir, Stórholti 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu. MERKISATBURÐIR 1907 Giftar konur í Reykjavík fá kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna. 1907 Vegalög eru staðfest og ákveðið að hér á landi skuli vera vinstri umferð. 1963 John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, er myrtur. 1975 Jóhann Karl verður konung- ur Spánar. 1990 Margaret Thatcher segir af sér sem forsætisráðherra Bretlands. 1997 Kristinn Björnsson verður í öðru sæti á heimsbikarmóti í svigi í Park City í Utah. 1997 Michael Hutchence, söngvari INXS, finnst látinn á hótelherbergi í Sydney. ARTHUR SULLIVAN (1842-1900) LÉST ÞENNAN DAG. „Mér finnst hræðilegt til þess að hugsa að svo mikið af ljótri og slæmri tónlist verði geymt á plötum að eilífu.“ ARTHUR SULLIVAN VAR BRESKT TÓNSKÁLD. Thorvaldsensfélagið hefur gefið út jólamerki í rúm- lega níu áratugi og jólakort síðastliðin tíu ár. Myndin sem prýðir jólamerkið og -kortið í ár heitir Jól og er eftir Erlu Sigurðardóttur myndlistar- mann en allur ágóði af sölu merkjanna og kortanna fer til styrktar hinum ýmsu málefnum sem varða börn. Thorvaldsensfélagið sem er 130 ára í ár, mun meðal annars styrkja Vímulausa æsku við stuðningsverk- efni. Verkefnið felst í því að vinna með börn sem koma úr vímuefnameðferð til að auðvelda þeim að lifa heil- brigðu og eðlilegu lífi. Jólamerkin er hægt að fá í flestum pósthúsum landsins, í Thorvaldsens- bazarnum, Austurstræti 4, í ýmsum bókabúðum og hjá félagskonum. Upplýsingar og pantanir fást í síma 551 3509 en hægt er að skoða merkin og kortin á heima- síðu félagsins, www.thor- valdsens.is. Thorvaldsensfélagið í 130 ár „Við ætlum að fara til Ameríku og halda þakkargjörðina með fjölskyldu okkar þar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður sem er fertug í dag og hélt utan ásamt dóttur sinni í gær í nokk- urra daga frí. Þórunn hélt upp á sjálft afmælið um helgina. „Ég hélt boð fyrir vinkon- ur mínar, nánustu samstarfskonur og fjölskyldu í hádeginu á laugardag og það var geysilega gaman. Ég hafði það nákvæmlega eins og ég vildi hafa það,“ segir Þórunn sem hélt ræðulaust boð. „Ég veit fátt leiðinlegra en afmælisboð þar sem ræðuhöldin eru endalaus og fólk hefur engan tíma til að tala saman og skemmta sér,“ segir Þórunn en á sjöunda tug gesta samglöddust Þórunni á þessum tímamótum. Þórunn ættleiddi litla stúlku fyrir tveimur árum og varð hún þriggja ára í lok sumars. „Það hefur gengið eins og í sögu,“ segir hún um móðurhlutverkið og nú fær hún tækifæri á að kynna hana fyrir ættingjum sínum í Bandaríkjun- um. Nokkur ár eru liðin síðan Þórunn heimsótti móðursystur sína og frænd- systkini vestur um haf. „Síðast þegar ég fór kostaði dollarinn 105 krónur en er núna 62,“ segir Þórunn kímin en ætlar þó ekki að eyða tíma sínum í verslunar- ferðir. Þórunn kveðst vera óvön afmælis- haldi enda hafi hún aldrei haldið upp á þau með virktum. Hún minnist hins vegar þrítugsafmælis síns með mikilli gleði. „Þá var ég að vinna fyrir Rauða krossinn í Tansaníu og samstarfsfólkinu þótti við hæfi að baka fyrir mig afmæli- sköku í tilefni dagsins og hún var í laginu eins og hvalur. Af einhverjum ástæðum þótti þeim þetta við hæfi fyrir Íslend- inginn. Líklega var það nú vegna þess að ég hef verið að rífa kjaft um hvalveiðar,“ segir Þórunn glettin. Innt eftir afmælisósk svarar hún: „Að lífið haldi áfram að batna eins og það hefur gert hingað til.“ ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR: ER FERTUG Í DAG Hélt ræðulausa veislu HELDUR ÞAKKARGJÖRÐ Þórunn hélt utan ásamt dóttur sinni til Bandaríkjanna í gær til að halda þakkargjörðina með fjölskyldu sinni þar. HEIÐA HELGADÓTTIR Á þessum degi árið 1995 var Rosemary West dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð á tíu ungum konum og stúlk- um. Meðal fórnarlamba West voru sextán ára dóttir hennar, átta ára stjúpdóttir og ófrísk ástkona eigin- manns hennar. Hin 41 árs gamla móðir sýndi engin svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. Rose West og eiginmað- ur hennar Fred, sem framdi síðar sjálfsmorð í fangaklefa sínum, voru handtekin í febrúar 1994. Þá var verið að rannsaka hvarf dóttur þeirra. Þau voru ákærð fyrir að myrða tólf stúlk- ur á tuttugu ára tímabili. Hjónin beittu fórnarlömb sín hræðilegu kynferðis- ofbeldi, myrtu þau síðan og grófu þau undir húsi þeirra í Gloucester. Þar fundust grafin níu lík en eitt fannst við uppgröft á fyrra heimili þeirra West- hjóna. Tvö lík til viðbótar fundust grafin á nálæg- um akri. Fred og Ros- emary héldu því fram að Fred hefði einn staðið að morðunum en voru ekki tekin trúanleg. ÞETTA GERÐIST > 22. NÓVEMBER 1995 Rosemary West fær lífstíðardóm ROSEMARY WEST AFMÆLI Boris Becker tennis- stjarna er 38 ára. Edda Arnljótsdóttir leikkona er 41 árs. Ingvar E. Sigurðsson leikari er 42 ára. Hörður Áskelsson tónlistarmaður er 52 ára. Ásgeir Elíasson knattspyrnuþjálfari er 56 ára. Terry Gilliam leik- stjóri er sextugur. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1890 Charles De Gaulle, forseti Frakk- lands. 1819 George Eliot, réttu nafni Mary Ann Evans, rithöfundur. Sími 460 1760 johann@isi.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Vilborg Sigurðardóttir Stórholti 20, Reykjavík, áður Brimhóla- braut 24, Vestmannaeyjum lést sunnudaginn 13. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2 nóvember kl. 15.00. Gerður Gunnarsdóttir Grétar Br. Kristjánsson Gylfi Gunnarsson Gauti Gunnarsson Sigurður Gunnarsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Loftur Ólafsson tannlæknir, Bergstaðastræti 72, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 24. október kl. 15.00. Hrafnhildur Höskuldsdóttir Ólafur Loftsson Dagný Hermannsdóttir Auður Loftsdóttir David Tomis Birta, Grímur, Ásta og Emma 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI JÓLAMERKI Í 92 ÁR Jólakort og -merki Thorvaldsensfélagsins prýðir myndin Jól eftir Erlu Sigurðardóttur myndlistarmann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.