Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 22
[ ] Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir er leikfimi- og danskennari í Hreyfilandi. Kolbrún kennir fjölbreytt æfingakerfi sem hún setti saman sjálf og segir kerfið vera sína hugmynd að skemmtilegri hreyfingu. Dansleikfimi Kolbrúnar er sniðin fyrir konur eldri en tvítugt og er fyrir allar þær sem langar til að dansa og hreyfa sig á áhrifaríkan og skemmtilegan hátt. Í hverjum tíma er mikill dans og styrktar- æfingar sem miða að því að halda sér í góðu formi. „Tímarnir eru aðallega fyrir konur sem vilja hreyfa sig og fá skemmtun út úr því á meðan,“ segir Kolbrún. „Æfingarkerfið er sambland af skemmtun, hreyfingu og útrás. Það er ætlað bæði til brennslu og styrkingar en einnig til liðkunar. Ég reyni að hafa mikið af teygj- um og styrktaræfingum. Þetta er fyrst og fremst skemmtun með fjölbreyttri tónlist.“ Tím- arnir byggjast aðallega á dansi. Byrjað er á upphitunardansi, inn á milli eru gerðar styrktar- æfingar fyrir maga, rass, læri og hendur. Dansinn dunar svo áfram og tímarnir enda á maga- æfingum og teygjum. „Þetta er sambland af alls konar dansi, aðallega djassdansi. Þetta er ein- faldlega mín ímynd af skemmti- legri leikfimi,“ segir Kolbrún. „Ég hef rekið mig á það að allir hafa ákveðna danslöngun í sér. Einhvers staðar lærði allt þetta fólk að dansa og einhvers staðar verður maður að byrja. Margar af þeim konum sem hafa komið til mín hafa aldrei gert neitt áður sem tengist dansi en allar hafa þær verið mjög ánægðar með tímana og fíla þetta í botn.“ Kolbrún segir margar konur feimnar við að koma í tímana til hennar hræddar um það að líta kjánalega út í nýjum aðstæð- um. Kolbrún segir hins vegar þá feimni óþarfa. Tímarnir hjá henni eru lokaðir og í þeim nást persónuleg tengsl því Kolbrún reynir að hafa tímana ekki of fjölmenna. „Dansleikfimin er bæði fyrir byrjendur og lengra komna,“ segir Kolbrún. „Þetta er engin rosaleg keyrsla og hentar vel fyrir þær sem hafa gaman að því að læra spor. Að vissu leyti eru þetta framhaldstímar því ég hætti aldrei að kenna dansspor- in fyrr en allar eru búnar að ná þeim. Ég kenni ekki nýjan dans í hverjum einasta tíma þannig að fólk er ekki endalaust að reyna að ná nýjum og nýjum rútínum. Þegar þú mætir í næsta tíma ertu ánægð því þú kannt sporin og getur verið með.“ Kolbrún segir viðmiðið vera að hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar í viku. „Þess vegna kenni ég þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudög- um, því þá ætti dansleikfimin að vera nægileg til að halda sér í formi.“ johannas@frettabladid.is Í formi með skemmtun, hreyfingu og útrás Grænmeti er hollt og gott eins og flestir vita. Nú þegar fram undan er tími þungra kjötmáltíða, smákökuáts og sælgætisnarts skiptir máli að gleyma ekki alveg grænmetinu. Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir kennir dansleikfimi í Hreyfilandi og hjálpar konum við að koma sér í form þannig að þær skemmti sér konung- lega á meðan. FRESH AND NATURAL LAUGAVEGUR 11 552-2030 KRINGLAN 553-2002 WWW.LUSH.IS Enginn býður betur!! Dreifingaraðili B-stress Góð undirstaða fyrir jólaösina. Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi. S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn Póstsendum um land allt Vertu fallega sólbrún(n) - innan frá Vísindalega staðfest. Imedeen Tan Optimizer - hylki verka innan frá og veita gylltan húðlit, sem helst lengur en þig hefur nokkurn tímann dreymt um. Hylkin undirbúa húðina fyrir sólina, minnka roða og viðkvæmni fyrir sól, verja húðina gegn öldrun af völdum sólar og örva myndun á fallegri sólbrúnku. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.