Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 56
32 22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom vægast sagt veru- lega á óvart í gær þegar hann ákvað að velja Patrek Jóhannesson í lands- liðið fyrir æfingaleikina gegn Norð- mönnum um næstu helgi. Ekki hefur sést slík kúvending á eigin skoðunum síðan Ragnar Reykás birtist síðast í Spaugstofunni. Ég spyr mig einfaldlega að því hver tilgangurinn sé með því að velja Patrek og hverju sú ákvörðun eigi að skila? Sú fyrsta sem flaug í hugann var að Viggó ætlaði að taka Patrek með á EM enda eru þetta undirbúnings- leikir fyrir mótið sem fram fer í jan- úar. Nei, svo er víst ekki enda stað- festir Patrekur við Fréttablaðið í dag að hann fari ekki á EM. Svo má ekki gleyma því að Patrekur hefur ekki spilað heilan leik í allan vetur enda er hann ekki heill heilsu og langt frá því að vera nógu frískur til þess að taka þátt í stórmóti eins og EM. Það sem meira er þá getur Patrekur ekki einu sinni spilað alla þessa leiki gegn Norðmönnum þar sem konan hans á von á barni. Því spyr maður sig að því hver sé tilgangurinn með þessu vali? Þessi ákvörðun er á allan hátt óskiljanleg með fullri virðingu fyrir Patreki sem hefur skilað sínu, og vel það, fyrir landsliðið. „Það eru komin kynslóðaskipti og það var engin ástæða til að halda áfram í sömu sporum eftir vonbrigði tveggja síðustu móta,” sagði Viggó Sigurðsson eftir vonbrigðin á HM í Túnis spurður hvort hann sæi ekki eftir því að hafa skilið mann eins og Rúnar Sigtryggsson eftir heima, sem þá var að leika sem atvinnumaður, en klárlega vantaði leiðtoga í vörnina í Túnis, sérstaklega þar sem Sigfús Sigurðsson komst ekki með. Nei, það átti að horfa til framtíðar og kominn tími á að ungu mennirnir öxluðu ábyrgð og tækju við keflinu. Hvaða skilaboð er Viggó að senda þessum ungu mönnum núna? Að þeir séu svo lélegir að hann vilji frekar taka eldri mann, sem fer ekki á EM, í stað þess að gefa ungum strákum nauðsynlega reynslu? Ákvarðanir Viggós síðustu vikur hafa margar hverjar verið mjög áhuga- verðar en Viggó hefur meðal annars verið staðinn að því að hafa ekki hug- mynd um hvort leik- menn sínir séu meiddir eður ei. Þessi síð- asta ákvörð- un hans ber síðan vott um þar sé á ferð örvænt- i nga r f u l l u r þjálfari sem er til í að varpa stefnu sinni og skoðunum fyrir róða í von um skammtíma árangur. Örvæntingarfullur landsliðs- þjálfari á villigötum UTAN VALLAR ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA HENRY BIRGIR GUNNARSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR Handknattleiksmaðurinn Patrekur Jóhannesson var í gær valinn á ný í íslenska landsliðið, í fyrsta sinn frá því að hann lék með liðinu á RM í Slóveníu í byrjun síðasta árs. Vegna mikilla meiðsla hægri handar skyttna ósk- aði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari eftir kröftum Patreks í þremur vináttu- leikjum gegn Norðmönnum um næstu helgi. Patr- ekur ákvað að verða við þeirri ósk – en þó aðeins í þetta eina sinn. „Viggó bað mig á sínum tíma að koma með liðinu á HM í Túnis en þá var ég meiddur og gaf það frá mér. Hann telur að hann geti notað mig í þess- um leikjum og ég er tilbúinn að hjálpa til. Ég gat eiginlega ekki neitað honum aftur,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að taka þátt í leikjunum tveimur um helgina, sem eru þáttur í undirbúningi landsliðsins fyrir EM í Sviss í byrjun næsta árs, hefur Patrekur ákveðið að gefa ekki kost á sér í það mót. Segir hann nokkrar ástæður liggja þar að baki. „Ég er á fullu í námi, ég á von á barni í desember og síðan er ég bundinn ákveðnum tryggingum sem tengjast því hvernig atvinnumannaferill minn endaði. Svo að það kemur ekki til greina,“ segir Patrekur sem mun ekki spila fyrsta leikinn gegn Norðmönnum í Eyjum þar sem hann ætlar að vera í bænum ef ske kynni að kona hans skyldi fara af stað. Patrekur telur sjálfan sig í góðu formi og vel hafa getuna til að spila á alþjóð- legum vettvangi. „Það er frábært að fá tækifæri að spila aftur með landsliðinu. Ég hef fundið gleðina af því að spila handbolta á ný með Stjörnunni og finnst mér hafa gengið þokkalega á tímabil- inu. En ég átti aldrei von á því að vera aftur valinn í liðið og því er þetta mjög ánægjulegt.“ HANDBOLTAMAÐURINN PATREKUR JÓHANNESSON: KOMINN Í ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Á NÝ Þetta verða aðeins þessir tveir leikir FÓTBOLTI Manchester United verð- ur að vinna Villarreal í kvöld til þess að eiga möguleika á því að komast áfram í Meistaradeild Evr- ópu. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, segir leikinn gegn Villarreal vera einn þann mikilvægasta í sögu félags- ins. „Þetta er líklega mikilvægasti leikur okkar í mörg ár. Við verð- um að komast upp úr riðlinum. Ég hef fulla trú á liði mínu og veit að leikmennirnir munu gefa allt sem þeir eiga til þess að komast upp úr riðlinum. Við erum komnir á sigur- braut á nýjan leik og það á eflaust eftir að hjálpa okkur. Við mætum til leiks fullir sjálfstrausts.“ Argentíski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme verður ekki með Villarreal í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu. Þá mun Diego Forlan, fyrrverandi leikmaður Manchest- er United, ekki leika með Villa- real vegna meiðsla. Arsenal, sem er þegar komið áfram í næstu umferð, mætir svissneska liðinu Thun á útivelli en Arsenal og franska liðið Lyon eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga í keppninni eftir fyrstu fjórar umferðirnar. - mh Fullt af leikjum á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld: Man. Utd. verður að vinna LEIKIR KVÖLDSINS A-Riðill Juventus - Club Brugge A-Riðill Bayern Munchen - Rapid Vín B-Riðill Thun - Arsenal B-Riðill Ajax - Sparta Prag C-Riðill Barcelona - Werder Bremen C-Riðill Panathinaikos - Udinese D-Riðill Lille - Benfica D-Riðill Manchester United - Villarreal FÓTBOLTI Alex Ferguson hefur ekki enn ákveðið hver verði næsti fram- tíðarfyrirliði Manchester United eftir að Roy Keane var látinn fara frá félaginu. „Ég er ánægður með þá kosti sem ég hef. Ruud van Nistelrooy hefur brugðist vel við því að verða fyrirliði. Framkoma hans hefur verið til fyrirmyndar og það er alltaf hægt að treysta því að hann hagi sér fagmannlega. Mér fannst á Paul Scholes að það væri íþyngj- andi fyrir hann að bera fyrirliða- bandið. Það hentar honum betur að fá að vera laus við það,“ sagði Ferguson í gær. Ferguson hefur ekki áhyggjur af því að hann geti ekki fundið sterkan fyrirliða í leikmannahópi liðsins. „Mér finnst margir leik- menn í liðinu koma til greina sem fyrirliði. Gary Neville er einn af þeim. Hann hefur staðið sig vel sem fyrirliði þegar hann hefur gegnt þeirri stöðu. Svo eru líka yngri leikmenn í hópnum sem hafa rétta hugarfarið til þess að vera fyrirliði, til dæmis Wayne Rooney og Alan Smith.“ Sá síðarnefndi segist tilbúinn til þess að taka við stöðu fyrirliða ef hann verður beðinn um það. „Það er ekki hægt að segja nei við því að vera fyrirliði Man. Utd. En mér finnst samt líklegast að annaðhvort Ryan Giggs eða Gary Neville muni verða fyrirliðar. Þeir hafa mikla reynslu og geta miðlað henni til yngri leikmannanna.“ mh Fyrirliðastaðan ennþá ómönnuð Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., á enn eftir að velja arftaka Roy Keane sem fyrirliða liðs síns. Ruud van Nistelrooy hefur verið fyrirliði í síðustu leikjum og er líklegur til að halda því áfram. GARY NEVILLE Gary Neville þykir líklegastur til þess að verða næsti fyrirliði Manchester United. FÓTBOLTI Ítölsku félögin Juventus og Roma ætla ekki að reyna að fá Roy Keane í sínar raðir en orðróm- ur þess efnis hefur verið í gangi síðan Keane hætti hjá Manchester United. Talsmaður Juventus sagði félagið ekki þurfa á kröftum Roy Keane að halda. „Leikmannahópur Juventus er sterkur þessa stundina og við þurfum ekki á fleiri leikmönnum að halda.“ Athyglisvert hefði verið að sjá erkifjendurna Roy Keane og Patrick Vieira leika saman á miðjunni hjá Juventus en ekki mun verða að því. - mh Mörg félög vilja Roy Keane: Ekki til Ítalíu ROY KEANE Fer ekki til Juventus eða Roma. FARÐU Á LEIKINN ...EÐA SPILAÐU HANN Í PSP! VIÐ BJÓÐUM ÞÉR OG VINI ÞÍNUM AÐ SJÁ CHELSEA • LIVERPOOL 6. DES. Á STAMFORD BRIDGE! SENDU SMS SKEYTIÐ JA CMF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VIÐ SENDUM ÞÉR 2 SPURNINGAR. ÞÚ SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ JA A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900! *FERÐIN Á LEIKINN ER DREGINN ÚR ÖLLUM INNSENDUM SMS SKEYTUM OG NAFN VINNINGSHAFA VERÐUR BIRT Á WWW.GRAS.IS 2.DES 2005. VINNINGAR VERÐA AFHENTIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI, MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 149 KR/SKEYTIÐ SMS LEIKUR VINNINGAR ERU • FERÐ FYRIR 2 Á CHELSEA-LIVERPOOL* • PSP TÖLVUR • PLAYSTATION2 TÖLVUR • FIFA 2006 [PSP] • PRO EVOLUTION SOCCER 5 [PSP] • CHAMPIONS- HIP MANAGER [PSP] • LJÓSATÍMAR Í LINDARSÓL • FULLT AF TÖLVULEIKJUM, KIPPUR AF COCA COLA OG FLEIRA Ólöf María Jónsdóttir var verulega óheppin að komast ekki áfram á 2. stigi úrtökumóts evrópsku mótaraðarinnar á Spáni en hún var tveimur höggum frá því að komast áfram og endaði keppni á samtals fjórtán höggum yfir pari vallar- ins. Tvö teighögg hennar enduðu á gang- stíg og skoppaði kúlan þaðan út í skóg. „Þetta var ótrúleg óheppni hjá mér. Ég hef aldrei lent í því áður að skjóta þrisvar sinnum á gangstíg í sama hringnum. Vonandi á ég ekki eftir að upplifa það aftur,“ sagði Ólöf María í gærkvöld. Auk teighögganna tveggja skaut Ólöf María á stíg þar sem kúlan rúllaði rúma 50 metra til baka. Ólöf María verð- ur þrátt fyrir þetta þátttakandi á vel flestum mótunum í mótaröðinni á næsta ári. > Ótrúleg óheppni Ólafar Handboltadómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson munu dæma leik Ademar Leon og Portland San Antonio í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikurinn sem Stefán og Gunnar dæma fer fram 10. desember á heimavelli Portland í Pamplona. Dæma í Meistaradeildinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.