Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 59
22. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR 35 Fyrirliði Real Madrid, Raul Gonz- alez, mun ekki leika með liði sínu að minnsta kosti næstu tvo mánuði en Raul meiddist á hné í 3-0 tapi Real Madrid gegn Barcelona. Raul hefur ekki náð sér nægi- lega vel á strik með Real Madrid í vetur en hann hefur þó verið einn af skástu leikmönnum Real Madr- id í undanförnum leikju. „Það er alltaf slæmt meiðast en ég vonast til þess að koma sterkari til baka eftir þessi meiðsli. Ég hef meiðst áður á hné og var þá frá í langan tíma. Vonandi eru þessi meiðsli ekki eins alvarleg og þau líta út fyrir núna,“ sagði Raul við fjöl- miðla í gær. Raul skaddaði liðbönd í hné auk þess að liðþófi skemmdist þegar hann ætlaði að skjóta að marki Barcelona. - mh Slæm tíðindi fyrir Real: Raul frá fram í janúar FÓTBOLTI Joe Cole, leikmaður Chel- sea, ætlar sér að halda sæti sínu í liði Chelsea en hann hefur verið að spila vel að undanförnu. „Hug- arfar mitt hefur breyst mikið og nú hugsa ég fyrst og fremst um að reyna að standa mig vel í þau skipti sem ég spila. Það hefur skilað mér sæti í liðinu og ég er ekki tilbúinn til þess að láta það af hendi. Undanfarið ár hefur verið einstaklega gott fyrir mig. Ég er að spila með besta liði á Englandi og er í landsliði Englands. Ég get ekki beðið um mikið meira.“ Joe Cole er orðinn einn af lykil- mönnum Chelsea en ekki er langt síðan hann þurfti að verma vara- mannabekkinn hjá liðinu löngum stundum. - mh Joe Cole vill bæta sig: Berst fyrir sæti sínu FÓTBOLTI Peter Crouch, framherji Liverpool og enska landsliðsins, segist vera vongóður um að fyrsta markið hans fyrir Liverpool komi von bráðar en Croch var keypt- ur frá Southampton fyrir sjö milljónir punda í sumar. „Ég get ekki beðið mikið lengur eftir því að skora mitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Ég hef verið óheppinn upp við markið og um leið og ég fæ tækifæri til þess að skora þá ætla ég mér að nýta það. Allir leik- menn Liverpool styðja mig og það fær mig til þess að hafa trú á því sem ég er að gera.“ Crouch verður líklega í eldlínunni með Liverpool á morgun þegar liðið mætir Real Betis í Meistara- deild Evrópu. - mh Peter Crouch: Crouch vongóður PETER CROUCH Crouch hefur ekki fundið sig í framlínu Liverpool í vetur. JOE COLE Cole ætlar sér að ekki að láta sæti sitt í Chelsea-liðinu af hendi baráttu- laust. FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þor- valdsson, framherji Halmstad og íslenska landsliðsins, verður frá keppni í í fjórar til sex vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í Tyrklandi í fyrrakvöld. Gunnar braut bein í ökkla þegar hann teygði löppina í átt að boltanum. Gunnar, sem varð markahæsti leikmaðurinn í sæns- ku úrvalsdeildinni, mun því ekkert geta leikið meira með Halmstad á þessu ári en ætti að vera orðinn klár í slaginn í janúar þegar félags- skiptaglugginn opnar á nýjan leik, en mörg félög hafa fylgst náið með Gunnari Heiðari að undanförnu og reiknað er með því að Halmstad fái tilboð í hann þegar knattspyrnu- félögin í Evrópu reyna að styrkja leikmannahópa sína í janúar. Þessi meiðsli gætu þó haft ein- hver áhrif á það hvort Gunnar Heiðar verður seldur eða ekki. - mh Gunnar Heiðar meiddist á æfingu í Tyrklandi: Gunnar Heiðar ökklabrotinn GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON Gunnar verður vonandi búinn að ná sér áður en félagsskiptaglugg- inn opnar í janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.