Fréttablaðið - 05.01.2006, Page 52

Fréttablaðið - 05.01.2006, Page 52
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! Kl. 12.00„Franskt og freistandi“ er yfirskrift hádegistónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, þar sem fram koma þær Hlín Pétursdóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari. Söfn og safnarar eru við- fangsefnið á sýningu ungra nemenda Myndlistarskólans í Reykjavík, sem opnuð verður í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur segir safngripi vera fram- lengingu á safnaranum. Síðan í haust hafa nemendur og kennarar Myndlistarskólans í Reykjavík mikið fjallað um söfnun og safngripi í tengslum við námið. Önnin hófst með því að Ólafur Engilbertsson var fenginn til að fjalla um sýningarnar Stefnumót við safnara I og II sem hann stóð fyrir í Gerðubergi 2004 og 2005. Kennarar skólans gripu hugleið- ingar hans á lofti og spunnu áfram með nemendum sínum. Tvær sýningar eru sprottnar upp úr þessu starfi í skólanum. Í Reykjavíkurakademíunni eru verk eftir fullorðna nemendur skólans, en í Þjóðminjasafninu verður í dag klukkan 17 opnuð sýning á verkum þrettán nem- endahópa á aldrinum 6 til 12 ára, þar sem sýnd eru verk unnin út frá þessu viðfangsefni. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mann- fræðingur hefur mikið velt þessu fyrirbæri, söfnuninni, fyrir sér. Hún ætlar að flytja fyrirlestur sem hún nefnir „Um söfn og safn- ara“ í beinu framhaldi af opnun sýningarinnar eða klukkan 17.30. Þar fjallar hún um ýmsar hlið- ar á þessu fyrirbæri og bendir meðal annars á það hversu gífur- lega fjölbreyttar myndir söfnunin getur tekið á sig. „Margir safna án þess að vera endilega mjög meðvitaðir um það,“ segir hún. „En þetta er afskaplega algengt, og þá er fólk gjarnan að flokka hlutina, raða í kerfi eða jafnvel fela í skúffu eða öðrum leyndum hirslum.“ Ólöf segir gildi hlutanna breyt- ast gjörsamlega þegar þeir verða hluti af safni. „Hvers virði er til dæmis steinn sem ég er með úti í fjöru? En þegar ég er búin að setja hann í vasann minn og komin með hann heim, búin að raða honum upp og setja hann í safnið, þá verður hann heilagur.“ Hún ræðir einnig ævi og örlög safngripa, sem geta verið afskap- lega margbreytileg. „Ævi safngripa getur verið gíf- urlega löng, margar aldir jafnvel. Síðan fer fólk að kaupa þá jafnvel dýrum dómum og þá getur maður farið að ræða um verðgildi hlut- anna, en það er svolítið annað mál.“ Sérstaklega ætlar hún þó að velta fyrir sér söfnuninni út frá sjónarhóli barnsins. „Hvert barn safnar einhverju, og um leið er það að búa sér til sinn eigin heim. Það býr sér til sjálfsmynd, því þessir hlutir verða eins konar framleng- ing á okkur sjálfum.“ ■ Ævi og örlög safngripa Í ÞJÓÐMINJASAFNINU Börn hafa gaman af því að safna og una sér gjarnan vel á söfnum. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú enn á ný til verðlaunasamkeppni. Að þessu sinni er auglýst eftir tvenns konar handritum. Annars vegar handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga, hins vegar handriti að myndskreyttri bók fyrir börn. Íslensku barnabókaverðlaunin hafa á undanförnum árum opnað mörgum nýjum höfundum leið út á rithöfundabrautina og orðið til þess að auka úrval góðra bók- mennta fyrir börn og unglinga. Stjórn verðlaunasjóðsins hvetur jafnt þekkta sem óþekkta höfunda til þess að taka þátt í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin. Dómnefnd velur besta handrit í báðum flokkum og verðlaunin nema 400.000 kr. fyrir hvora bók auk venjulegra höfundarlauna. Bækurnar koma út hjá Eddu útgáfu - Vöku-Helgafelli haustið 2006. Útprentað handrit að skáld- sögu skal vera að lágmarki 70 blaðsíður að lengd, en ekki er gert ráð fyrir því að verðlauna- sagan verði myndskreytt. Fyrir myndskreyttu bókin skal aftur á móti skila handriti að texta, að minnsta kosti tveimur fullunnum myndum og skissum að öðrum opnum bókarinnar. Miða skal við að sagan sé sögð á tólf opnum, að frátöldum titilsíðum og saur- blöðum. Skilafrestur er til 15. febrúar 2006. Ný barnabók óskast > Ekki missa af ... ... hinum árlegu Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem haldnir eru fjórum sinnum þessa vikuna. Fyrstu tónleikarnir voru í gærkvöld, en þeir síðustu verða á laugardaginn. ... hátíðardagskrá í Slippnum í Reykjavík á morgun þar sem Músíkhvatur, Sigurbjörg Þrastardóttir og Gunnar Hersveinn koma fram ásamt fleirum og varpa ljósi á leyndar- dóma svæðisins. ... öðruvísi Vínartónleikum sem haldnir verða í Íslensku óperunni á sunnudaginn. Þar flytur kamm- ersveitin Ísafold ásamt Ágústi Ólafssyni söngvara tónlist úr smiðju Schönbergs, Weberns og annarra Vínarbúa. ������������������������������������������ ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ��������� ��������������������������������������������������������������� ����������������������������� ������������������������������������������������� ��� ��������� ������������������� ������������������������������������ ��������������� ������������ ����������������������������������������� � ������������ �������������� �� ����������� ��������������������������������� �������������������������������������������������� � �� �������������������������������������� ���������� �������������������������� Stóra svið SALKA VALKA Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÝNINGUM FER FÆKKANDI WOYZECK Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Su 8/1 kl. 20 Lau 14/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR! BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við 540 Gólf leikhús Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.