Tíminn - 20.11.1976, Síða 5

Tíminn - 20.11.1976, Síða 5
Laugardagur 20. nóvember 1976 5 Byggung í Reykjavík: 3ja herbergja íbúð kostar 3.361 þúsund — sambærileg íbúð auglýst á tæpar 8 milljónir gébé Rvik — Fyrstu Ibúbirnar hjá Byggingasamvinnufélagi ungs fólks, voru afhentar nýlega I fjöl- býlishúsinu við Hagamel 51-53 i Reykjavik. ibúöir þessar eru mun ódýrari en aðrar sambærilegar ibúöir sem auglýstar eru tii söiu við Eiðsgranda i Reykjavlk. íbúðunum er skilað tilbúnum undir tréverk, með sameign aö mestu frágenginni, en þær ibúðir sem verðsamanburður er gerður á, eru einnig tilbúnar undir tré- verk en með sameign fullfrá- genginni. Þriggja herbergja Ibúð, 72 fermetrar, hjá Byggingasam- vinnufélaginu kostar 3.361 þús. kr., en hjá hinum aðilanum 7.975 þús. kr., einnig 72 ferm. og er þvi munurinn 4.614 þús. kr.i Húsið að Hagamel 51-53 er ekki i hinum hefðbundna stil fjölbýlis- húsa, heldur samanstefnur þaö af þrem átthyrningum, sem tengdir eru saman. Allt húsið 6708 rúmmetrar, kostar tilbúiö undir tréverk, meö sameign að mestu frágenginni, 86.203 þús. kr., en fullbúið ca. 125.000þús kr., sem er 14% undir byggingavisitölu, sem kom útreiknuð af Hagstofu ts- lands þann 1. september s.l. 1 húsinu eru 6 tveggja herb. ibúðir, 6 70 ferm. ibúðir, 6 72 ferm. íbúðir og 6 81 ferm. ibúöir, eða samtals 24 ibúðir. Kostnaður viö fullnaðarfrágang á 3 herb. ibúö er um 800-900 þús. krónur, en það er sá kostnaður sem einn ibúðareigenda hefur þurft við fullnaðarfrágang á sinni ibúö. Byggingameistari og verktaki við byggingu fjölbýlishússins er Gunnar M. Sigurösson, en tilboð hans var þaö lægsta af fjórum sem bárust. Sagöi hann m.a. i viötali viö Timann, að sparnaöur hefði t.d. verið gifurlegur i þvi að nota stór krossviöarmót við steypuna. — Ég steypti burðarveggina upp i krossviðarmótum, og sparaði við það um 2-3 millj. kr. heldur en að nota timbur, sem mikill kostnaður er i að hreinsa. Þetta eru stórar heilar plötur sem notaðar voru, sagði Gunnar. Við notuðum lika krossviðarmót I loftin, sem gerir það að verkum að ekkert þarf að múrhúða eða pússa þau, aðeins litillega að sparsla. Þá sagði Gunnar að raf- lögnum hefði verið öðru visi hátt- að en venjulega, t.d. hefði verk- taki raflagna, Grétar Kristjáns- son, komið raflagnadósum fyrir i steypu i veggjum, i stað þess að venjulega er fyrst komið fyrir trékubbum, þar sem raflögin á að koma og dósirnar siðan settar i seinna. Þetta hefur sparað mikinn kostnað, segir hann. Byggingasamvinnufélag ungs fólks var stofnað i ársbyrjun 1974 og voru stofnendur 158, en i dag 427 að tölu. r MIKLABR. u 0 ] 1 HÖFÐA&AKK! 9 OPIÐ HUS! / tilefni iðnkynningar er verksmiðjan opin í dag frá kl. 10-16. Þar gefst almenningi kostur á að skoða hin ýmsu framleiðslustig við gerð leirmuna. GLIT HÖFÐABAKKA9 SIMI85411 Byggung-húsið Hagamelur 51-53.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.