Tíminn - 08.01.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.01.1977, Blaðsíða 5
Nýir flokkar - nýjar kennslugreinar Byrjendaflokkar i: spænsku, itölsku, frönsku, ensku og þýsku. Nýir flokkar i: barnafatasaum, kjólasaum, sniðum, myndvefnaði og postulinsmálningu. Nýjar greinar: Leikræn tjáning (dramik), pianóleikur, þjóðfélagsfræði, skattafram- tal. Innritun 10. og 11. jan. kl. 19. til 22 i Miðbæjarskóla. Sigfús sýnir á Kjarvals- stöðum JG-Rvk — Sigfús Halldórsson, tónskáld og málari hefur opnað sýningu að Kjarvalsstöðum, en Sigfús hefur haldib fjölda mál- verkasýninga á liðnum árum. Siðast sýndi hann málverk i Reykjavik árið 1970 i Casa Nova. A sýningu Sigfúsar Halldórs- sonar ab Kjarvalsstöbum verba 137 verk. Það eru oliumálverk, vatnslitamyndir, pastelmyndir, oliukritarmyndir, teikningar og fl. Myndir Sigfúsar á sýningunni eru málaðar á árunum 1975-1976 og eru mótivin viðs vegar frá af landinu, austan frá Núpsstað og vestur um og norður. Lands- lagsmyndir og umhverfislýs- ingar. Þá eru myndir frá Eng- landi, gerðar á skólaárum lista- mannsins. Ennfremur sýnir Sigfús Hall- dórsson leiktjöld, sem hann hef- ur gert viö óperur. Sýning Sigfúsar Halldórsson- ar verður opin á venjulegum safntimum og henni lýkur 16. janiiar. Það vekur athygli ab hljóðfæri hefur verið komið fyrir á Kjarvalsstöðum og inntum við Sigfus eftir þvi hvort von væri á tónlistarlegri uppákomu. Kvaðst hann ekki vilja gera of mikib úr þvi. —- Segbu heldur ab pianóið sé bara mynd af mér, en auðvitað verður að vera tónlist lika. Operu- söngvar ar halda tónleika Sigriður Ella Magnúsdóttir óp- erusöngkona og Simon Vaughan óperusöngvari frá Bretlandi halda tónleika i Austurbæjarbiói laugardag. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson pianó- leikari. Á efnisskránni eru bæði ein- söngslög og dúettar, kunn þýzk þjóðlög, óperudúettar og lög m.a. frá Frakklandi, ítaliu og Islandi. Miðar eru seldir i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og i Austurbæjarbiói við innganginn. Sigriður Ella hefur sungið viða hér heima á Islandi og einnig viða i Evrópu, en hún er um þessar mundir búsett i London. S.l. vetur söng hún, sem kunnugt er, hlut- verk Carmen i samnefndri óperu i Þjóbleikhusinu á alls 50 sýning- um. Sigrlður Ella er hér heima i stuttu leyfi, en i mánabarlokin heldur hún i söngferð til Banda- ríkjanna og Kanada. Simon Vaughan hefur sungið bæði i útvarp og sjónvarp á ís- landi og einnig lék hann hlutverk nautabanans i nokkrum syning- um á Carmen i Þjóbleikhúsinu s.l. ár Simon starfar sem söngvari i London og m.a. mun hann á næst- unni syngja i tveimur óperum i London, Schubert-óperunni Alf- onso og Estrella og hlutverk Papageno i Töfraflautunni, en hún verður flutt i nýja Beck-leik- húsinu I London. Þá er Simon einnig að búa sig undir nokkra tónleika á tónlistarhátlb I London I april. A efnisskrá þeirra Sigríðar Ellu og Simons i Austurbæjarbíói eru 24 lög. Rósa Hjörvar látin Rósa Daðadóttir Hjörvar, ekkja Helga Hjörvars, er látin. Hún var bóndadóttir úr Dölum, fædd 14. marz 1892. Rósa giftist Helga Hjörvar áriö 1917, er hann var kennari I barna- skóla Reykvikinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.