Tíminn - 08.01.1977, Síða 9

Tíminn - 08.01.1977, Síða 9
Laugardagur 8. janúar 1977 9 Foksandssvæði, þar sem aðeins standa eftir þúfur á stöku stað. gróðuriðju jarðarinnar að ein- dreginni grasmyndun og bætir jarðveginn með taðinu. Upp- blásturinn virðist þvi ekki eyða gróðurmoldinni i samvinnu við sauðféð, heldur i andstöðu viö sauðféð. Þegar eldgos eyddu byggðun- um að nokkru, eða sums staðar að töluverðu leyti, eins og til dæmis árið 1362 sbr. Arbók Espólins, 1625, 1755 og 1875 sbr. Aldabækurnar, þá getur það ekki hafa verið öskuregnið eitt, sem hrakti fólkið burtu af bæj- unum, heldur afleiðing þess, gróðureyðing og fjárfækkun, sem gerði jarðirnar óbyggileg- ar. Skaftáreldarnir og Heklu- gosin felast ekki i þessum ártöl- um, sem ég nefndi, en tjón af völdum þeirra eru þó einna kunnust. Skaftáreldarnir leiddu sauðfjártöluna allt niður i 50 þúsund. Kalt tíðarfar með jarð- klaka árin i kring, lagðist svo á hina sömu sveif, oft i löngum köflum, þótt ég láti nægja að nefna árin 1615 og 1695, þegar haffsinn fór bæði yfir Reykja- nesröst og Látraröst og um- kringdi nálega allt landið, og 1802 þegar snjór þiðnaði ekki að fullu af öllum túmum yfir sum- arið. Þessi vitneskja yrði mér nóg, tilað hreinsa sauðféð af öll- um grun um hlutdeild að eyð- ingu gróðurtorfunnar, jafnvel þótt ég vissi ekki, sem sögur fara þó af, að grasrót hafihorfið af því landi sem ekki kom undan snjó heilt sumar. Brandstaða- annáll bls. 42, segir meðal ann- ars svo frá sumrinu 1802 ,..lömb setin, aldrei rekin á fjall. ....Annars tók aldrei upp gadd úr giljum og austan undir brekkum og á Hrafnabjargatúni allt sumarið. Jörð á heiðum og fjalllendi fúnaði til skemmda og tapaðist þar gras og kvistur, en varð upptök að foksandi. ..ekki kom frostlaus nótt til fjalla. Hafisinn fór i ágústlok.” Uppblásturinn virðist fylgja gosplágum landsins, mikið háð- ur veðurfari þess. Asókn hans mótast af árferðinu, sem eðli- lega gefur sjálfgræðslu jarðar- innar svigrúm til umbóta með köflum, eins og nú hefur orðið og ég hefi þegar lýst. Svo sem hér að framan segir, finnst mér margar stoðir renna undir þá skoðun að uppblástur- inn eigi rót sfna að rekja til jarð- elda, veðurofsa og kulda, sem aftur hafi leitt af sér vanmátt þjóðarinnar til að ala upp og afla fóðurs fyrir nógu margt sauðfé, sér til framfæris. Ein- mitt þess vegna hafi fólkið solt- ið, höggvið skóg og rifið hris til eldsneytis, en ekki getað miðlað jörðinni áburði eins og sauð- kindin gerir, þegar hún nagar grasið. Það virðist þvi alveg greinilegt, að vöntun sauðfjár- ins hafi skaðað mest, bæði þjóð- ina og jörðina. Niðurstaða hugleiðinga minna um ofbeitina verður sú, að ég gæti ekki skemmt landið með mikilli búfjárbeit af neinni tegund. Aftur á móti gæti ég sveltféðútiihaganum, vegna of mikilla þrengsla, en það er vitanlega allt annars eðlis og ekki æskilegt, þótt það skaði ekki jörðina. Þó að ég sjái hana dökkna á röku graslendi eða jafnvel sortna, vegna of mikils troðnings, þá sé ég ekki sjálfan jarðveginn eyðast af henni fyrir það, heldur sýna sig aftur ár frá ári, grænan viðast hvar, áður en hann fer að troðast á ný. Þetta á sér helzt stað við afrétta- girðingar, en rakinn og taðið varna þá uppfoki. 1 sliku tilfelli mætú benda á gróðurrýrnun vegna troðnings, en ekki vegna ofbeitar, þvi að venjulega hagar svo til, að á sama beitarsvæði i mismunandi fjarlægð, er mikið til af litiö bitnu og óbitnu landi. Þá er dreifingarmisræmi um að kenna, sem trúlega mætti nokkuð um bæta, en verður varla afstýrt, á meðan kindur eru til. A hinn bóginn sé ég, að vallgrónu blettirnir á holtum og melum stækka þvi meira, sem skepnur þyrpast þar meira saman. Þetta má afar viöa sjá öðrum megin við afrétta- og hagagirðingar, þótt jörðin hinum megin, þeim megin sem örtröð er engin, grói ekki meira en yfirleitt gerist annars staðar á viðavangi. Gróðurskilyrðin virðast þvi örugglega aukast i þvi landi, sem þétt setið er af búfénu, ekki siður af hrossum en kindum. Þetta gerist úka i þröngum hestagirðingum, þar ræktast jarðvegurinn smám saman, en eyðist ekki. Það er gömul staðreynd, að búfjáráburðurinn styrkir gras- rótina og eykur sprettu, enda er það greinilegt, að i góðu árferði hjálpa skepnurnar jörðinni við grasmyndun hennar, en i illu árferði finnst mér jafn liklegt, að með þeim áburði, sem þær geta þá látið i té, flýti þær ekki íyrir gróðureyðingunni heldur tefji fyrir henni, þótt þær megi sin ekki svo mikils sem með þyrfti. Að siðustu vil ég segja þetta: Af öllum jarðargróðri Islands hafa menn mesta þörf fyrir gras, en grasrækt þarfnast á- burðar. Túnin eru ávöxtur húsa- vistar og heimaveru bú- smalans. Fram á ljórða tug tuttugustu aldar voru þau nær eingöngu ræktuð upp af hús- dýraáburði. A túnunum vex ekki hris, enda útrýmdu mennirnir hrisinu sjálfir ef það sást i úinstæðunum. Úti i hag- anum fer féð alveg eins að, það eyðir hrisi og skemmdarmosa, en bætir skilyrði fyrir grasið. Sauöféð vinnur þvi beint og - .ávallt að framleiðslu sins fóðurs, hvar sem það fer. Að sjálfsögðu þarf að verjá skóg- ræktarsvæðin fyrir ágangi. kindanna, þvi að vel geta þær skemmt eða eyöilagt trjá- gróður, þóað allt sé rétt, sem ég hefi hér að íraman sagt um við- skipti þeirra við jöröina örfoka, grasið og gróðurmoldina. Sigvaldi Jóhannesson, Enniskoti, V-Hún. hérer vinningsvonin SÍBS-happdrættið sem býður vinnings- möguleikanal á móti 4. Vinningafjöldi er 18.750 og þeirra á meðal eru 2 á milljón og 24 á hálfa milljón. Endurnýjunarverð er óbreytt - aðeins 400 krónur. Aukavinningurinn í ár er eiginlega aðalvinningurinn! Ferðabíll sem á ekkisinn líka - sumarbústaður á hjólum. Að utan eins og lipur sendibíll, en að innan: eldhús, borð- stofa og tvö svefnherbergi. Volkswagen ferðabíll, sem dregið verður um í júní - að verðmæti u.þ.b. 3,5 milljónir króna. Happdrœtti SÍBS 4

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.