Tíminn - 16.02.1977, Qupperneq 9

Tíminn - 16.02.1977, Qupperneq 9
Miövikudagur 16. febrúar 1977 9 ** Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson <ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsinga- simi 19523.. Verð I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaðaprenth.f. Sefasýki 1 gamalli bók, nefnilega helgri skrift, eru menn varaðir við þvi að byggja hús sitt á sandi. Stormar koma og steypiregn, og húsið skolast burt. Þetta er dæmisaga i bibliunni, og út af þeirri dæmi- sögu hafa margar kynslóðir kennimanna lagt á ýmsa vegu. Hún á viða við, bæði i andlegum og veraldlegum efnum. Samt sem áður eru menn si- fellt að rogast með byggingarefni sitt út á sandinn til þess að hrófa þar upp fljóttimbruðum húsum. Að slikri kastalagerð hefur mikið kveðið i sumum blöðum landsins á siðustu misserum. Markmiðið hefur verið tviþætt: Annars vegar að koma höggi á andstæðinga, hins vegar að búa til söluvarning til að kitla misjafnar hvatir, sem blunda kynnu með fólki. Nú hafa þessir kastalar riðað til falls, eins og ann- að sem á sandi er reist. Grunnurinn var ótraustur, og það hefur gerzt hljótt við rústirnar i seinni tið. En jafnskjótt er fitjað upp á öðrum æsiskrifum, sem eiga að fylla eyðuna og breiða yfir það, að hin inn- lendu rógsmál hafa fallið um sjálf sig. Nú er það njósnahræðsla, sem magna skal, og þykir upplögð leið til þess að valda sefasýki. Þetta er þvi tengt, að kvenmaður i Noregi hefur orðið uppvis að njósnum i þágu Sovétrikjanna, og i framhaldi af þvi á að ala eins og verða má á ótta meðal íslendinga. Og ekki nóg með það, heldur hef- ur einnig verið lagt til harðrar atlögu i þvi skyni að gera verzlunarviðskipti við Rússa tortryggileg og nánast heimta, að þau séu felld niður, alveg án til- lits til þess, hvaða efni við höfum á að fórna mörkuðum okkar á altari sefasýkinnar — jafnvel helztu voninni um að geta selt sumar afurðir okkar. Nú er það svo, að óttinn er jafnan slæmur ráðgjafi og hrein og bein sefasýki þaðan af verri. Það ráð hefur jafnan gefizt bezt, bæði þjóðum og einstakl- ingum, að halda vöku sinni, og meta hvert mál af ýkjulausri og óbrenglaðri skynsemi. Að sjálfsögðu efast enginn um, að ýmsar þjóðir hafa hér uppi margs konar eftirgrennslanir. Þannig er það um allar jarðir. Vitaskuld hafa bæði Rússar og Banda- rikjamenn auga á hverjum fingri, svo að mestu stórveldin séu nefnd til dæmis, og ekki þarf að efast um, að Bretar hafa svipazt hér um bekki i þorska- striðinu og gera eflaust enn. Þeir hafa áreiðanlega lagt við hlustirnar og gefið þvi nánar gætur hvort bilbugur væri á Islendingum i þeim sviptingum, sem fylgdu útfærslu fiskveiðilögsögunnar. En þar kemur að þvi, sem mestu máli varðar, að við sjálf kunnum fótum okkar forráð, og á það jafnt við, hvern sem við er að skipta. Æsiskrif stuðla aft- ur á móti ekki að skynsamlegu mati og ihuguðum viðbrögðum. Þau eru ekki hollt veganesti. Þau eru ekki haldgóð til leiðsagnar. Þessi nýju æsiskrif kunna að vera söluvara. En þess konar bakþanki hæfir illa, að minnsta kosti hjá blöðum, sem vilja láta lita svo á, að þau skilji, hvaða ábyrgð hvilir á þeim, hvað sem segja á um hin, sem ekki er iþyngt af þess konar sjónarmiðum. Fáryrði eiga hér ekki heima. Ofstopa er ofaukið. Hávaðaminni aðgæzla er farsælli og hún er sjálf- sagður þáttur i stjórnkerfinu — við hvern sem er að eiga. Úr Nationen og fleiri Norðurlandablöðum: Gerast Japanir herveldi á ný? Geishurnar dansa fyrir iðjuhölda og kaupsýslumenn japansks Margir hafa haldið þvi fram I seinni tið, þar á meðal hinir þekktustu menn, að Japanir muni innan tiðar gerast þriðja stórveldi heimsins, er haldi til jafns viö Bandarikjamenn og Sovétmenn. Sumir spá þvi jafnvel, að 21. öldin verði öld Japana. Þaö sé aðeins tima- spursmál, hvenær þeim finnst henta að efla á ný mikinn og öflugan her og búa hann kjarnorkuvopnum. Enginn ef- ast um, að Japanir hafa nú þegar allar tæknilegar for- sendur til slikrar hervæðing- ar. Við lok heimsstyrjaldarinn- ar siðari lá Japan i rústum. Þar ríkti eymd, og þjóðin var einnig i sárum andlega. En á örskömmum tima tókst þeim að rétta úr kútnum, að nokkru leyti með nær ómennskum kröfum á hendur einstakling- um og stéttum, og nú eru þeir eitt mesta stórveldi heims efnahagslega. Flest er skipu- lagt út i æsar, lif aragrúa manna rigskoröað frá vöggu til grafar, og hagvöxturinn æðsta boðorð samfélagsins. Með þessum hætti hefur Japönum tekizt að klifra upp eftir efnahagsstiganum, svo að þeir eru orönir þriðja þjdö heims i þjóöartekjum talið, og öll tæknileg og efnahagsleg skilyröi eru með þeim hætti, að þenslan mun halda áfram. Þessi fjárhagslega sigur- ganga hefur opnað Japönum leiö til þess aö verða stórveldi á stjórnmálasviöinu i heimin- um. Japanskir valdamenn hafa þó streitzt gegn þvi. Hingað til hafa þeir ekki kært sig um, að Japan yrði slikt störveldi með þeirri ábyrgð og þeirri áhættu, sem þvi fylgir. En allt i kring um þá eru hafö- ar uppi háværar kröfur um þaö, að Japanir marki sér sjálfstæða utanrikisstefnu og búi sig undir þaö að fara sina leið. Japan er mitt á milli mikilla hervelda — Bandarlkjanna, Sovétrikjanna og alþýðulýð- veldisins kinverska. Búsetu þjóðarinnar er þannig háttað, að landiö er afar viökvæmt, ef illt ber aö höndum. 1 veröld, sem haldið er grárri fyrir járnum, þykjast Japanir aö- eins eiga um tvo kosti að velja: Oflugan her i rlki, sem stendur eitt og heldur sig utan hernaöarbandalaga, sem það ekki ræður sjálft, eða náið samstarf við herveldi, þar sem Bandarikin eru. Frönsk lausn, þar sem farið væri bil beggja, á sér fáa formælend- ur. Nú hneigjast æ fleiri áhrifamenn aö þvi, að Japanir eigi að gerast sjálfstæðari en þeir hafá veriö, en þaö þýðir aö sjálfsögðu, aö þeir segðu upp þeim samningum, er I gildi eru viö Bandarikjamenn. Margt myndi vitaskuld raskast, ef Japanir breyta um stefnu. Hvorki munu Sovét- menn né Kinverjar lita þaö hýru auga, ef nýtt herveldi skyti rótum viö strönd megin- lands Asiu. Spenna i Austur- Asíu myndi aukast, og beizkar endurminningar frá fjórða og fimmta áratug aldarinnar magnast á ný. Það var ekkiað tilefnislausu, að i stjórn- skipunarlög Japana að siðari styrjöldinni lokinni voru sett þau ákvæöi, aö Japan mætti aldrei framar gerast herveldi. Þaö var meira að segja ein- ungis af þvi, að Bandarikin töldu sér þaö hagfelldara, aö Japan fékk að vera sérstakt riki áfram. En nú hafa Banda- rikjamenn ekki lengur sömu tök á' þessum bandamönnum sinum og áöur. Þeir geta ekki streituþjóðfélags. þröngvað Japönum til eins eða neins, er þeim finnst andstætt hagsmunum sinum, með við- lika hætti og áður. Samt sem áður gætu þeir beitt Japani efnahagslegum refsingum. Japan er snautt að hráefnum. 70% allra hráefna, sem Japanir nota, verða þeir að flytja inn, og mikiö af þessu kemur frá Bandarikjunum. Orkulindir eru fáar, og Japan- irfengu áþreifaniega að kenna á þvl, þegar olluverðið hækk- aði áriö 1973. Þess vegna gætu Bandarikin og þau lönd, er Bandarikjastjórn hefur tök á, lamaö stórlega japanskan iön- að, sem er grundvöllur allrar afkomu i Japan. Og horfast verðuri augu við það, að þetta er aðferð, sem kynni að verða beitt, ef Japanir fara inn á sömu braut og þeir geröu á árunum upp úr 1930. Eins og stendur verja Japanir aöeins 0,8% af þjóöar- tekjum sinum til hermála. Fá riki eru jafnnaum á fé til slikra mála. Þetta léttir mjög þær byröar, sem á herðum þjóðarinnar hvila, en það reis- ir lika skoröur við hugsanleg- um stórveldisdraumum utan þess valds, sem fylgir miklum fjárráöum og viöskiptum. Sýnt er og, að þessi hlutfalls- tala verður ekki hækkuð næstu árin — ekki fyrir 1981. Það byggist á ákvæöum i samning- um Japana og Bandarikja- manna. 1 japanska hernum eru nú um eitt hundrað og fimmtlu þúsund menn. Japanir eiga fimmtiu freigátur og tundur- skeytabáta, sextán kafbáta, talsveröan flota varðbáta tií strandgæzlu og fjögur hundr- uö og fimmtiu orrustuflugvél- ar. Miöað við önnur fjölmenn lönd, þá er þessi herstyrkur lágmark þess, sem gerist. Japanir eru 113 milljónir tals- ins, og þegnar Sovétrikjanna eöa Bandarikjanna eru ekki nema tvöfalt fleiri, gróft reiknað. Þess vegna fer þvi fjarri, að nein hernaöarógnun standi af Japönum eins og nú er. En veöur getur skipazt I lofti. 1 efnahagsmálum veraldarinn- ar er Japan aftur á móti óum- deilanlegt stórveldi. Og á þvl sviði geta Japanir jafnvel látið enn meira að sér kveða á næstu árum. Slikt stórveldi eru Japanir efnahagslega, að mönnum á Vesturlöndum stendur stuggur af, og þar eru nú þegar haföar uppi harðar kröfur um það, að Japanir dragi af sér I samkeppninni. Hið heilaga boðorð samtiðar- innar um frjálst framtak er ekki lengur gott og gilt gagn- vart Japönum— aö sjálfsögðu einfaldlega vegna þess, að japanskur iðnaðurerfarinn að ógna vestrænni stóriðju. Litlar líkur eru aftur á móti til þess, að Japanir láti bregða fyrir sig fæti á þvi sviði. Japanir munu framvegis verða eitt mesta efnahags- veldi heimsins, og verða öllum öörum skæöir keppinautar, hvort sem Vesturlandabúum llkar betur eöa verr. Sá timi er liöinn, að Vesturlandaþjóðir séubeturí stakk búnar en aðr- ar, tækni þeirra fullkomnari og yfirráð þeirra ótviræð. Þær geta ekki iengur hrammsaö til sinhráefniflestra landa heims fyrir það gjald, er þær sjálfar ákveða. Þeir dagar eru liðnir, og þessi aðstaöa til þess að lifa á öðrum þokast fjær á sviði sögunnar, enda þótt nýrra bragða sé sifellt leitað i skipt- I um viðnýfrjáls riki til þess að | bæta upp þá spæni, sem tapazt hafa úr askinum. 1 Og Japan mun halda áfram að verða efnahagslegt stór- veldi, kannski enn tröllaukn- { ara en þaö er nú. Það þýðir ekki endilega, að Japan gerist einnig stórveldi i stjórnmálum eða herveldi, sem vekur ógn. Það getur aö minnsta kosti ekki gerzt án þess, aö iþyngja fjárhag Japana, þvi að æði kostnaðarsamt er að koma upp miklum her meö full- komnasta búnaði. Kannski heldur það aftur af Japönum, þótt þá kunni að kitla i lófana. Japanir eru mjög háðir al- þjóölegum skuldbindingum og viöskiptasamningum, og þess vegna er þeim mikils vert að hafa samvinnu og greið sam- skipti við mikinn fjölda þjóða. Þess vegna er það ef til vill óþörf tortryggni, að Japanir ryöjisér til rúms á þeim bekk, þar sem vopnin eru þyngsta röksemdin, um það bil, er tuttugasta og fyrsta öldin gengur 1 garð. Þó getur þar haft áhrif, hversu hart hin iðnþróuðu riki á Vesturlöndum ganga fram I þvi aö hamla gegn japanskri samkeppni. Það myndi hafa sin áhrif á Japana, þegar til lengdar lætur, ef þeim fyndist þeir ekki njóta sin á heims- markaðnum. Þá gæti sú hugs- un eflzt, aö þeir yröu að fara aðrar leiðir til þess að fá sitt fram. — JH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.