Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 61

Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 61
MIÐVIKUDAGUR 1. febrúar 2006 „Það verður bara þessi eina sýn- ing,“ segir Anna Júlíana Sveins- dóttir, söngkennari við Tónlist- arskóla Kópavogs. Nemendur söngdeildar skólans ætla að flytja tvær stuttar óperur, einþáttunga, í Salnum í Kópavogi í kvöld. „Annar einþáttungurinn er eftir Mozart og heitir Leikhús- stjórinn eða Der Schauspiel- direkteur. Það er gamanópera um tvær prímadonnur sem eru að ríf- ast um hlutverk inni á skrifstofu Leikhússtjórans. Hin er eftir Dou- glas Moore og gerist í sjónvarps- sal. Hún heitir Brostnar vonir og er sápuópera um skurðlækni sem er að reyna við hjúkrunarkonu, en sjúklingurinn er kærastinn henn- ar. Inn á milli birtist svo alltaf þula með sápuauglýsingar.“ Anna Júlíana leikstýrir báðum einþáttungunum, en söngvarar í Leikhússtjóra Mozarts eru Unnar Geir Unnarsson, Eyrún Ósk Ing- ólfsdóttir, Margrét Helga Kristj- ánsdóttir og Sigurjón Örn Bárð- arson. Söngvarar í sápuóperunni Brostnar vonir eru Anna Haf- berg, Bjartmar Þórðarson, Lára Rúnarsdóttir og Ragnar Ólafsson. „Nýi semballinn, sem Kópa- vogsbær gaf Salnum og Tónlistar- skóla Kópavogs, verður auk þess í stóru hlutverki í einþáttungn- um eftir Mozart. Það er Kristina Cortes sem spilar á hann.“ Báðir þessir einþáttungar eru ekki nema rétt rúmur hálftími í flutningi. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20 og aðgangur er ókeypis. Prímadonnur Mozarts og Brostnar vonir ÞRÍHYRNINGUR VIÐ SKURÐARBORÐIÐ Ragnar Ólafsson, Lára Rúnarsdóttir og Bjartmar Þórðarson í hlutverkum sjúklings, hjúkrunarkonu og skurðlæknis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.