Tíminn - 10.03.1977, Page 11

Tíminn - 10.03.1977, Page 11
Fimmtudagur 10. marz 1977 11 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306: Skrifstofur i Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingá- ' simi 19523.. Verð i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f., 1 . .. 1 " 1 ——. .. IBL "j Er þörf fyrir stór- iðju útlendinga? A valdatima viðreisnarstjórnarinnar var mjög magnaður sá áróður, að íslendingar kæmust ekki af, án stóriðju. Landið væri svo harðbýlt og fátækt af náttúruauðlindum. Þess vegna yrði að nota ork- una, sem væri helzta auðlindin, til að koma upp stóriðju, sem landsmenn sjálfir væru þó ekki fjár- hagslega færir um að koma upp, heldur yrðu er- lendir auðhringir að gera það. Þótt nokkuð hafi siðan dregið úr þessum áróðri, ber enn verulega á honum. En er Island eins fátækt land og ætla mætti af þessum áróðri? Litum fyrst á sjávarútveginn. Botnfiskaflinn var á siðastliðnu ári 437 þús. smá- lestir en Hafrannsóknastofnunin telur, að varanleg- ur meðalafli af botnfisktegundum geti i framtiðinni orðið 900 þús. smál., ef veiðum verði skynsamlega stjórnað. Spærlingur er þá meðtalinn. Sildveiði var litil á siðastl. ári, en ekki er órökstutt að vona, að hún geti aukizt verulega á næstu árum. Sennilega getur loðnuaflinn einnig aukizt verulega. Það er þvi ekki fjarri að áætla, að hæglega megi tvöfalda fisk- aflann, ef beitt er skynsamlegri stjórnun. En þetta er þó ekki öll sagan. Við getum eflt margvislegan fiskiðnað og aukið verðmæti fiskaflans stórlega á þann hátt. Þar biða okkar miklir möguleikar. Otfærsla fiskveiðilandhelginnar i 200 milur hefur aukið svo stórkostlega möguleika sjávarútvegs og fiskiðnaðar, að þjóðin er tæpast farin að gera sér það ljóst. Landbúnaðurinn býr einnig yfir miklum mögu- leikum. Það er vafalitið hægt að framleiða allan fóðurbæti i landinu og spara þannig stórlega er- lendan gjaldeyri. Batnandi hagur þróunarþjóðanna mun brátt greiða fyrir útflutningi landbúnaðar- vara. Þá er það nýtanleg orka, sem vafalaust er miklu meiri en menn gera sér ljóst nú. Hún á eftir að spara stórlega oliuinnflutning og leggja grundvöll að margvislegum iðnaði. M.a. er ekki fjarri lagi að ætla, að Islendingar geti af eigin ramleik komið sér upp minni stóriðjufyrirtækjum i stil við áburðar- verksmiðjuna og sementsverksmiðjuna. fsland býður þjóðinni þannig vissulega mikla möguleika til góðrar afkomu, ef hana brestur ekki framtak til að hagnýta þá. Þeir þurfa vissulega ekki að gerast háðir erlendri stóriðju á neinn hátt. Aukin félagshyggja í viðtali sem Timinn átti við Eystein Jónsson i til- efni af 75 ára afmæli SÍS, komst hann m.a. svo að orði: „Hugsjónabarátta samvinnumanna hefur haft mikil áhrif. Ekki aðeins innan samvinnu- hreyfingarinnar, þar sem hún hefur orðið undirrót mikilla framkvæmda i viðskipta- og atvinnulifi og bróðurleg samskipti hafa sett sitt mót á lifsviðhorf mikils fjölda manna, — heldur einnig i öllu þjóðlifi okkar. Þetta kemur meðal annars fram i löggjöfinni og þeim úrræðum, sem menn gripa til, þegar ráða þarf fram úr vandasömum málum. Þá kemur oft fram sú tröllatrú á mætti samtakanna, sem ís- lendingum er orðintöm.Hvert sem litið er blasir þetta við. Nálega allur útflutningur sjávarafurða okkar er á félagslegum grundvelli. Allir þekkja byggingarsamvinnufélögin — margir af eigin raun. Þannig mætti lengi telja upp einstök dæmi. Við- horf félagshyggju, mannúðar og trúin á mátt sam- takanna hafa náð að festa allvel rætur með þjóðinni, og samvinnuhreyfingin á stórfelldan þátt i þvi.” Þ.Þ. 0 ERLENT YFIRLIT Indira stendur höllum fæti Ands tæðingar hennar herða sóknina Indira Gandhi SENNILEGA er þaö nokkur uppörvun fyrir Indiru Gandhi, aö fiokkur Bhuttos vann mik- inn sigur I kosningunum, sem fóru fram i Pakistan á mánu- daginn var, þótt þvi heföi veriö spáö, aö úrslitin gætu oröiö tvisýn. Allir borgara- legir andstæöingar Bhuttos samfylktu gegn honum, niu flokkar talsins. Borgaralegir andstæöingar Bhuttos sam- fylktu gegn honum, niu flokkar talsins. Borgaralegir andstæöingar Indiru hafa gripiö til hliöstæöra vinnu- bragða. En til viöbótar hefur hún kommúnista vinstra megin viö sig, og þeir geta oröið hinni borgaralegu sam- fylkingu óbeint mikill styrkur, ef þeir ná verulegu fylgi vinstrasinnaðs fólks, sem ella hefðu kosiö Kongressflokk Indiru. Þaö hlýtur aö vekja Indiru nokkurn ugg, aö þetta er i fyrsta sinn, sem allir borgaralegir andstæöingar hennar eru sameinaöir. Sigrar Kongressflokksins i kosningum til þessa, hafa öðrum þræöi byggzt á klofningi andstæðinga hans. I þeim fimm þingkosningum, sem hafa farið fram i Indlandi siöan landiö varð sjálfstætt, hefur Kongressflokkurinn aldrei fengið yfir helming greiddra atkvæða i öllu landinu. I siöustu þing- kosningum, þegar Kongress- flokkur Indiru hlaut tvo þriöju hluta þingsætanna, fékk hann ekki nema 43,6% af heildar- magni greiddra atkvæöa. Kosiö er i einmennings- kjördæmum og naut Kon- gressflokkurinn yfirleitt þess, aö andstæöingar hans voru svo sundraðir, aö frambjóö- endurhans náöu kosningu þótt þeir næöu oftast ekki helmingi atkvæöanna i viökomandi kjördæmum. Ef flokkur Indiru á aö veröa öruggur um sigur nú, þegar borgaralegir andstæöingar hans eru sameinaðir, þarf hann helzt aö fá a.m.k. helming greiddra atkvæöa eöa meira fylgi en nokkru sinni fyrr. ÞAÐ ER talinn Indiru slæmur fyrirboði, aö fundar- sókn hefur veriö mjög góö hjá andstæðingum hennar. Þaö var hún reyndar einnig hjá andstæðingum Bhuttos. Annaö, sem ekki spáir heldur góöu fyrir Indiru, er aö fleiri og fleiri af fyrri áhrifa- mönnum i flokki hennar hafa gengiö til liös viö Ram, fyrrv. landbúnaöarráöherra, sem varð fyrstur af forustu- mönnum flokksins til aö snúast gegn henni. Hann og fylgismenn hans leggja megináherzlu á aö deila á Indiru fyrir aö hafa gripiö til neyðarástandslaganna og haldið uppi einræöisstjórn i skjóli þeirra i 19 mánuöi. Þetta hafi verið óþarft, en þetta sé hins vegar glögg vls- bending um þaö, sem koma muni, ef Kongressflokkurinn vinnur kosningarnar. Þá muni Indira og Sanjay, sonur hennar, taka sér einræöisvald. Indira hafi meö þessu einræöisbrölti slnu sameinaö andstæöinga sina, en þaö hafi verið taliö óhugsandi áöur. Þaö má segja, aö þetta sé aöalatriöiö i ræöum andstæö- inga Indiru Þeir leggja allt kapp á, aö kosningarnar snúist um einræöishneigö hennar og ræöa þvi minna um einstök málefni, enda eru þeir ósammála um flest þeirra. Þá beina þeir mjög spjótum sinum gegn Sanjay og deila hart á kenningar hans um aö draga beri úr fólksfjölgun. Sá má 1 f1utningur fellur Múhameöstrúarmönnum vel i geð, en þeir eru um 70 milljónir i Indlandi. Múhameöstrúarmenn eru mjög andvigir takmörkun barneigna, einkum vönun. Fyrir Indiru var þaö verulegur hnekkir, þegar fööursystir hennar, Vijaya Lakshmi Pandit, snerist gegn henni og mætti á stórum úti- fundi i New Delhi, þar sem hún deildi hart á einræöis- hneigð bróöurdóttur sinnar Pandit hefur notiö mikils álits, en heldur kalt hefur veriö milli hennar og Indiru aö undan- förnu. ÞAÐ skortir ekki á, aö Indira reyni aö veita and- stæöingum sinum hart viönám. Hún segir þaö afsanna bezt ásakanir um einræðishneigö hennar, aö hún hafiefnttilkosninga einsfljótt og hægt var. Jafnframt ver hún af kappi þá ákvöröun sina aö gripa til neyöarástands- laganna og bendir á þann árangur, sem hafi náöst meöan þau voru i gildi. Þannig leggur hún aöaláherzlu á sundurlyndi andstæöinga sinna. Þeir hafi aö visu sameinazt gegn henni i kosn- ingunum, en þeir eigi hins vegar ekki neitt sameiginlegt, ef þeirættu að fara aö stjóma. Þá myndi skapast hreint upplausnarástand i landinu og þá fyrst myndi skapazt jarövegur fyrir einræöi og harðstjórn. Andstæöingar Indiru reyna aö mæta þessum áróöri, en sá málflutningur þeirra viröist ekki sann- færandi. Þess vegna leggja þeir meira kapp á aö vara viö einræöishneigö hennar. En þótt Indira standi sig all- vel i kosningabaráttunni, bendir sitthvaö til aö hún standi höllum fæti. Minni aösókn er aö fundum hennar en venýulega hefur verið. Spádómur margra ganga gegn henni. Hún veröur aö treysta á, aö þá sé ekki að marka frekar en spádómana um fall Bhuttos. Þ.Þ. Jagjiwan Ram

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.