Tíminn - 22.03.1977, Blaðsíða 24
Fasteignasalan sem sparar hvorki
tíma né fyrirhöfn til að veita yður sem
bezta þjónustu. ,s3\a
aSdrep'Æu.^*'*
Sölumaður: S’^3
Finnur Karlsson Valgarður Sigurðsson
heimasími 4-34-70 lögfraeðingur.
HREYFÍU
Slmi 8 55 22
fyrtrgóéan inal
$ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Rafmagns
laust á
Akureyri
KS-Akureyri. —Klukkan rúm-
lega 22 á sunnudagskvöld fór
alit rafmagn af Akureyrarbæ
og nágrenni, og var rafmagns
laust i tæplega klukkustund.
Aö sögn Óskars Arnasonar á
skrifstofu Laxárvirkjunar
mun frumorsök bilunarinnar
hafa veriö sú, aö bilun varö I
örbylgjukerfi Landssima Is-
lands, en sá búnaöur er tengd-
ur viö byggöalfnuna.
Viö rafmagnstruflanirnar
fór einnig mikill hluti sima-
kerfisins úr skorðum, þannig
að mjög seint gekk að ná sam-
bandi við Laxárvirkjun frá
Akureyri. Er þaö hafði tekizt,
tókst fljótlega að koma raf-
magni á aö nýju.
Upp úr miðnætti mun raf-
magn siðan hafa farið af stór-
um hluta Norð-Austurlands
um stund.
1 gær var unnið að þvl að
kanna truflanir þessar nánar
og var þvi verki ekki aö fullu
lokið siðdegis I gær.
4 milljarða lán vegna
framkvæmdaáætlunar
18. marz s.l. undirritaöi dr. Jó-
hanes Nordal, seðlabankastjóri, i
umboöi Matthisasar A. Mathie-
sen, fjármálaráðherra, f.h. rikis-
sjóðs Islands samning um opin-
bert lánsútboð I Þýzkalandi að
fjárhæð 50 millj. þýzk mörk, sem
samsvarar um 4000 millj. is-
lenzkra króna á núgildandi gengi.
Lán þetta er tekið af rikissjóði
skv. heimild i lögum nr. 116/1976
um heimild til erlendrar lántöku
vegna framkvæmdaáætlunar
1977. Veröur andvirði lánsins
annars vegar varið til opinberra
framkvæmda i samræmi við fjár-
lög ársins 1977, en hins vegar til
útlána Framkvæmdasjóðs til at-
vinnuvegasjóðs.
Lán þetta var boðiö út á al-
þjóðamarkaði meö 8% ársvöxtum
en vegna hagstæðra markaösskil-
yröa tókst að fá vextina lækkaða i
7 3/4%. Skuldabréfin eru seld á
(100%) nafnverði og er lánið af-
borgunarlaust fyrstu tvö árin en
heildarlánstiminn er 10 ár.
Akveðið var aö flýta lántöku
þessari nokkuð, umfram það,
sem áöur var áætlað, vegna þess
að markaðsaðstæður eru um
þetta leyti hagstæðar. Seölabanki
Islands annaðist undirbúning lán-
tökunnar fyrir hönd rikissjóös.
Undirskrift lánssamningsins
fór fram i Dússeldorf I aðalstöðv-
um Westdeutsche Landesbank
Girozentrale, sem haföi forustu
um lánsútboðið ásamt eftirtöld-
um bönkum: Banque Brussel
Lambert S.A., Credit Commer-
cial de France, Credit Suisse
White Weld Limited, First Boston
(Europe)Limited, Kredietbank
S.A. Luxembourgeoise, Den
norske Creditbank og Skandi-
naviska Enskilda Banken.
Fjármáiaráðuneytið, 18. marz
1977
DOUCELINE
PARFUMS GUY LAROCHE RARIS
óskar H. Gunnars framkvæmdastjóriO.S.S. f ræöustól á ársfundi samlagsins.
Osta- og smjörsalan:
Mikil sölu-
aukning
JB Rvik — Arsfundur Osta- og
smörsölunnar var haldinn 17.
marz s.l. og föstudaginn þ. 18.,
héldu Óskar H. Gunnarsson
framkvæmdastjóri O.S.S. og
Agnar Guðnason ráðunautur
fund með blaöamönnum þar
sem þeir gáfu yfirlit yfir rekst-
urinn s.l. ár og ræddu gang
mála almennt. A fundinum kom
fram, að innvegin mjólk til
samlagsins reyndist vera 0.4%
meiri en árið á undan, en þó
gætti örlitils samdráttar i
mjólkurneyzlu landsmanna.
Það er talið stafa að sölu-
stöövuninni vegna febrúar
verkfallsins i fyrra. Sam-
anlögö neyzla á nýmjólk,
súrmjólk, júgurð og und-
anrennu er 232 ltr. á mann en
það er 6.5 ltr. minna en árið á
undan. Heildarframleiösla á
smjöri jókst um 314 lestir og
1834 tonn. Nokkur aukning varð
i smjörsölunni og meðalneyzla á
hvern Ibúa reyndist vera 7.3 kg.
Ekkert smjörfjall er i landinu
núna, og ekki útlit fyrir skort,
heldureru birgðir mjög hæfileg-
ar.
Undanfarið hefur samlagiö
haldið uppi töluvert öflugri
kynningarstarfsemi og nær það
einkum til osta. Fjölmargar
nýjar ostategundir hafa veriö
settar á markaðinn og eru þær
nú 30 talsins. Neytendur hafa
tekiö þessu nýmæli vel og hefur
sala á ostum stóraukizt. Fyrir
sjö til átta árum var meðal-
neyzla á mann aðeins þrjú kíló,
en er nú tæp sex. Þó stóö salan á
ostum I stað á árinu 1976 miöað
við 1975 og er það i fyrsta sinn I
fjögur ár sem svo er. Nýlega
vorv settar á markaðinn nýjar
gerðir af bræddum ostum, t.d.
piparostur og enn er von á
auknu úrvali af bræddum ost-
um, i hagkvæmari umbúðum en
veriö hefur, nú upp úr mánaða-
mótunum. Þar eru t.d. fjórar
tegundir af smurostum i 250 gr.
pakkningum og 20 gr. pakkning-
um, sem sérstaklega eru ætlað-
ar fyrir veitingahús og flugvél-
ar. Einn þáttur I kynningar-
starfinu hefur verið ostakynn-
íngar sem’ÖTS’.S. hefur verið
með á Reykjavlkursvæðinu
og fyrirhugaö er aö fara
með þær út á landsbyggö
ina. Einnig hefur O.S.S.
gefið út tuttugu og tvo bæki-
inga með ýmsumostaréttum
og eru 6-8 væntanlegir á
þessu ári. Þá er I blgerö aö gefa
út bók um osta fyrir almenning
og þá sem verzla með þessa
vöru. Um fimmtiu prósent af
ostum eru seldir pakkaöir og
verömerktir hjá fyrirtækinu en
það selur um 70% af öllu þvi
magni af smjöri og ostum, sem
selt er á landinu.
Otflutningur mjólkurvara var
mjög litill á siðastliönu ári, og
hefur reyndar veriö i algjöru
lágmarki slðustu tvö árin. Sam-
tals voru fluttar út 317 lestir af
osti til Bandarlkjanna en þar
fæst mun hærra verð fyrir osta
en á Evrópumarkaði. Væntan-
lega verður útflutningurinn
meiri i ár, en lögð veröur á-
herzla á að framleiða Óðalsost
til útflutnings, en fyrir hann hef-
ur fengizt allgott verö. Markaö-
ur datt nokkuð niöur I Banda-
rtkjunum um tima vegna þess
aö ekki var hægt að framleiða
eins mikið og þurfti vegna
minnkandi mjólkurframleiðslu.
En ef tryggt er að framleiðslan
yrði jafnari og útflutningur jafn
frá mánuði til mánaöar, eru lík-
ur á að veröið muni hækka.
Einnig voru fluttar út 100 lestir
af undanrennudufti og 342 lestir
af kaseini.
Heildarsala O.S.S. nam 2.162
milljdnum króna á árinu og
haföi aukizt um tæpar 450
milljónir frá árinu áður, eða um
20.7%. Sölukostnaöur samlags-
ins reyndist vera 2.7% af veltu
og endurgreiðsla til mjólkurbúa
af umboðslaunum nam 86,4
milljónum.
Listfræðsla á
PALLI OG PÉSI
Selfossi
Að undanförnu hefur Listasafn
Islands tekiðupp þá nýbreytni aö
stuðla að listfræðslu útium lands-
byggöina I formi fyrirlestra.
Ólafur Kvaran, listfræöingur,
hefur annazt þessa fræðslu, og
mun hann verða á Selfossi næst-
komandi miðvikudag, 23. þessa
mánaðar, klukkan 21.00.
Erindiö nefnir hann „Að skoða
og skilgreina I myndlist” og sýnir
hann skuggamyndir með til skýr-
inga.
Fyrirlestur þessi verður fluttur
I safnahúsinu við Tryggvagötu,
og er aðgangur að sjálfsögöu
frjáls öllum þeim sem hafa áhuga
og vilja fræðast um list.