Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.04.1977, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 17. aprll 1977 Ingólfur Davíðsson: 169 Byggt og búið í gamla daga Kvennabrekka Kvennabrekka I Dölum er prestssetur Miödælinga og kirkjustaBur. A Kvennabrekku var fæddur hinn kunni handrita- safnari og fræBimaBur Arni Magnússon, áriB 1666. Ýmsir merkir prestar hafa setiB þar, t.d. Jóhannes Lynge Jóhanns- son 1891-1918. Hann fluttist sIBar til Reykjavíkur, fékkst viB mál- fræ&irannsóknir og orBabókar- gerB. Sonur hans, Jakob J. Smári, kennari, skáld o.fl., hef- ur ort kvæbi þaB um Kvenna- brekku sem hér er birt. Á árunum 1918-1928 var Jón GuBnason, ættfræBingur, skjalavörBur og kennari, prest- ur aB Kvennabrekku, Sonur hans Torfi rannsóknarlögreglu- maöur, hefur léB I þáttinn myndir og uppdrátt af Kvenna- brekku og gefiB upplýsingar. Fer hér á eftir frásögn hans: ,,Ég var á 9. árinu, þegar ég fór frá Kvennabrekku voriö 1928 og eftir þaö kom ég aldrei inn I gamla bæinn. Minni mitt um húsaskipan viröist þó furöu gott, þótt nær hálf öld sé liöin, þvi ég þurfti mjög litlu aö breyta á rissi, sem ég geröi af herbergja- skipan og bar undir móöur mlna, hvort rétt væri. FramhliB bæjarins mun hafa snúiö I suöur og hlaö meöfram allri suBurhliöinni, og minnir mig aö grasivaxinn halli hafi veriö niBur aö kirkjugaröinum þar fyrir sunnan, sem slöar hafi veriö lagöur undir kirkjugarö- inn, er hann var stækkaöur. Kálgaröur mun hafa veriB aust- Kvennabrekka f Dölum (um 1920) anvert viB kirkjugaröinn, en vestan hans tröö, sem ég man eftir aö hestar voru reknir i, þegar þúrfti aö handsama þá. (ÞaB mun sjást I hana á stóru myndinni) Austanveröu viö hesthúsiö (nr. 13) var sund, síöan tók fjósiB viö, og skammt fyrir ofan þaB heytóft. Brekka er fyrir ofan bæinn, sem Bjalli heitir, og þar spratt mikiö af þrflitri fjólu. Klettar I brekkunni, eöa réttara sagt stallar viö þá, voru vinsælir leikstaöir okkar systkinanna og tilkomumiklir I augum okkar á þeim dögum. Austanvert viö fjósiö rann bæjarlækurinn og á bakka hans stóö brunnhús. Llk- lega hefur lækurinn runniö aB hluta til undir þaö. Austanvert viö lækinn og nokkuB frá voru svo fjárhúsin.” Torfi kom snöggvast heim aö Kvennabrekku 1958 og stóB þá kirkjan ein eftir þeirra húsa er veriö höfBu þar 1928. Skýringar viö rissiB af herbergjaskipan gamla bæjarins: 1. Hjónaherbergi. 2. Miöloft. 3. Herbergi vinnumanna. 4. Stofa. 5. Eldhús. 6. Gestaherbergi 7. Stigi upp á ba&stofuloft. 8. Inn- gangur — anddyri (önd). 9. Eldiviöargeymsla. 10. Búr. 11. Hlóöaeldhús. 12. Skemma 13. Hesthús. Skrifstofa prestanna var niBri, en svefnherbergi uppi. „Römm er sú taug er rekka dregur föBurtúna til” má segja um kvæöi Jakobs Smára er hér fylgir. Kvennabrekka Ég kom sem gestur — kom þó alltaf heim. Ég kom I leit aö fyrirheitum þeim og draumum, er þú geymdir — geymdir ein um glaöan leik viö unga telpu og svein. Um glóbjört kvöld á grænni túnsins rein viö geystumst fyrir neBan Bjallans stein. En inni hillti upp óravlöan geim meö auölegö bóka, er lyftu hug á sveim. Ég kom sem gestur — ef til vill þaö var sú vissa, er oftast lengst mig hingaö bar. 1 fjarlægB dvaldi hálft mitt hjarta þar. Ég kom sem gestur — ef til vill þaö er alls unaös dýpsta leyndarmál, aö vér vitum, aö allt sem veröur, einnig þver. Jakob Jóhannesson Smári

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.