Tíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. april 1977 3 f Náttúru- verndarvika: Land- nýt- ingar- áætlun # í Ölfusi JH — Reykjavik. — Klukkan fjögur i dag flytur Eysteinn Jónsson, formaöur náttúru- verndarráös, framsöguerindi á náttúruverndarvikunni i Norræna húsinu, og er þaö inngangur aö umræöufundi um náttúruvernd og stóriöju. A föstudagskvöldiö klukkan hálf-niu hefst dagskrá náttúruverndarsamtaka Sunnlendinga. Fyrst ræöa þeir Einar H. Einarsson frá Skammadalshóli og Stefán Bergmann liffræöingur um náttúruvernd á Suöurlandi. Siöan sýnir Gisli Már Gislason liffræöingur litskyggnur úr Þjóeárverum og ræöir um III og llfsskilyröi þar. Loks lýsir Stefán örn Stefánsson arki- tekt gerö skipulags- og land- nýtingaráætlana i ölfusi. Aætlun þessi er hin fyrsta sinnar tegundar I sveit á Islandi, en llklegt er, aö sllkar áætlanir veröi geröar I fram- tiöinni um land allt. Stefán örn hefur unniö verk sitt á vegum þriggja hreppa, ölfus-, Hverageröis- og Selfoss- hreppa, og er markmiöiö aö haga svo til, aö landnýting falli sem bezt aö náttúrufar- inu. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja: Kröfugerðin kynnt og rædd næstu vikurnar gébé Reykjavik — Kröfugerö Bandalags starfsmanna rikis og bæja, BSRB, vegna væntan- legra samninga viö rikið og kröfugeröir einstakra bæjar- starfsmannafélaga hafa nýlega veriö lagðar fram. A næstu vik- um, veröa haldnir fundir um kröfurnar i aðildarfélögum BSRB i Reykjavik, en einnig gengst bandalagið fyrir al- mennum fundum opinberra starfsmanna viðsvegar um land um sam ningamálin Tveir framsögumenn kynna kröfu- geröina á hverjum fundi og siö- an verða umræður og fyrir- spurnum svarað. Það er nauð- synlegt, að allir félagar i BSRB kynni sér kröfugeröina ræki- lega, þvi aö næsti kjarasamn- ingur verður endanlega af- greiddur með allsherjarat- kvæðagreiðslu. Kröfugerðin var undirbúin og formlega afgreidd af tæplega sextiu manna samninganefnd, sem tilnefnd var af öllum bandalagsfélögum BSRB. Kröfugerð BSRB er nú I nýjum búningi og talsvert breyttum. Er stefnt að þvi aö koma samræmdu formi á kjarasamn- inginn, sem verkalýösfélögin og vinnuveitendur eru sem óðast að taka upp. Þaö er oft erfitt að leita uppi einstök atriði og skyld ákvæði var að finna á mörgum stöðum I gamla kjara- samningnum. Nýja kerfinu fylgir rækilegt efnislegt efnisyfirlit og er þess að vænta, að það reynist auð- veldara i notkun og ekki þurfi i framtiðinniað raska miklu, þótt viöbótaratriði kunni aö bætast við. Samkomulag er viö rikið, um aö breyta samningsforminu á þennan veg. 1 kröfugerðinni, var ekkert atriði tekið eins vandlega fyrir og gerð launastigans. Þing BSRB mótaði þá stefnu, aö bil milli launaflokka skyldi alls staðar vera jafnt aö krónutölu. Launajöfnunarstefna hefur ver- ið rikjandi i kröfum BSRB undanfarin ár. 1 henni felst, aö lægstu launaflokkar skuli fá hlutfallslega meiri hækkun en þeir efstu. t kröfunni um verðlagsbætur á laun felast tvær veigamiklar breytingar frá núverandi vlsi- töluútreikningi. Óskert fram- færsluvisitala yröi lögð til grundvallar, en núna er hún skert, og gerist það aðallega á þann háttað hækkanir á land- búnaöarvörum eru ekki mældar að fullu. Þá er krafist mánaöarlegs út- reiknings visitölu til þess aö stjórnvöld getiekki áfram leikið það að stórhækka allt vöruverö, þegar nýbúið er að reikna út visitöluna, en láta svo launafólk búa við dýrtiðina bótalaust i þrjá mánuði. lnnan samninganefndar BSRB voru um það skiptar skoðanir, hvort visitala ætti áfram að mæla verðhækkanir i prósentu eöa hvortallir'ættu að f. sömu krónutölu á kaupið sitt, en slik krafa hefur m.a. verið sett fram af ASÍ. Eftir miklar um- ræður, varð meirihlutinn fylgj- andi óbreyttu fyrirkomulagi , þar sem eðlilegra væri að minnka heldur launamun með breytingu á launastiganum, eins og áður hefur verið lýst, en ekki láta dýrtið á íslandi ákvarða launamismuninn. Hér verður kjarakröfunum ekki gerð nánari skil, en I april- hefti blaðs BSRB, Asgarðs, er kröfugerðina að finna I heilu lagi. Þettaer linurit.sem sýnirskiptingu rikisstarfsmanna og starfs- manna Reykjavikurborgar i launaflokka. Þessar upplýsingar ná til 6303 rikisstarfsmanna og 2187 borgarstarfsmanna og ættu að gefa nokkuö góöa mynd af raunverulegri skiptingu. Kemur m.a. i Ijós, aö um 86% opinberra starfsmanna eru I 4,- Lagarfoss enn í Nigeríu í gær — veik von um aö losun skipsins lyki þá HV — Reykjavik. — Viö fengum skeytiþann fjórtánda þessa mán- aöar þess efnis, aö Lagarfoss yröi tilbúinn til heimsiglingar þann fimmtánda, og á grundvelli þess skeytis gáfum viö út fréttir um aö skipiö myndi þá halda heimleiöis. Skömmu slöar fengum viö hins vegar annaö skeyti, þar sem okk- ur var skýrt frá þvl, aö ekki væri enn búiö aö losa skipiö, og siöan höfum viö ekki haft ljósar fregnir af þvi, aörar en aö I gær fengum viö skeyti þar sem skýrt var frá þvl, aö losun væri ekki lokið, en hins vegar gefin veik von um aö henni myndi ljúka I dag, þann tuttugasta apríl, sagöi Sigurlaug- ur Þorkelsson, blaöafulltrúi hjá Eimskipafélagi tslands, f viötali viö Tlmann I gær. 7 HVað veldur þessum miklu töfum getum við ekki dæmt um með vissu hér heima, sagði Sigur- laugur ennfremur, þar sem viö erum ekki að fullu kunnugir að- stæðum I Nlgerlu. Hins vegar er þvlekkiaðleyna, að okkurvirðist llklegast, að orsakirnar séu erfitt og slælegt vinnuskipulag, þannig að flöskustútar myndist I losun- inni. Til dæmis gæti maöur látiö sér detta I hug að sömu menn þyrftu að taka skreiöina upp úr lestinni og áfram af hafnarbakk- anum, sem myndi valda veruleg- um töfum, en það eru þó aöeins getgátur,— Myndina hér aö ofan tók Róbert, þegar Lagarfoss lagöi af staö til Nigerlu, I marzmánuöi. 15. launaflokki og hafa þvl i marz 1977 laun frá kr. 77- 125 þús., og einnig sést aö um 10% opinberra starfsmanna eru I 16-20. iauna- flokki, en þar er kaup nú frá 115-150 þús. kr. Heildarfjöldi þess- ara rikis- og borgarstarfsmanna er 8490. Fjöldai hverjum launa- flokkimá lesa á ntælikvaröa á lóörétta ásnum til vinstri. ÍJötunn að Laugalandi: Heitt vatn á 1334m gébé/KS Akureyri — A þriöju- dagsmorguninn kom heitt vatn i holu þá, er jaröborinn stóri Jötunn, er aö bora aö Laugalandi I Eyjafiröi. Þegar borinn var kominn niöur á 1334 m dýpi, fengust upp 4 sekúndulltrar af um 90 gr , heitu vatni aö sögn Haralds Sigurössonar verkstjóra, og sagöi hann einnig, aö borun gengi nú þokkalega og aö bor- aöir væru 1-3 m á klukkustund. Að sögn Isleifs Jónssonar, forstööumanns jarðborunar- deildar Orkustofnunar, er enn ekki ákveöiö hve holan verður djúp, en talað heföi veriö um 1500-2000 m en að sjálfsögöu fer dýpt holunnar eftir þvl hve góður árangur næst. Svo sem kunnugt er, blöur mikiö verkefni Jötuns viö Kröflu, og verður borinn flutt- ur þangaö þegar borun lýkur að Laugalandi. Hins vegar er borinn m jög þungur og erfiður I flutningum, þannig að reynt verður að flytja hann áður en frost fer úr jöröu og vegir verða illfærir vegna bleytu. Jötunn mun þvl bora aö Laugalandi þangað til Krafla kallar, en sem kunnugt er, er áætlað að nota heita vatnið sem fæst aö Laugalandi til hitaveituframkvæmda á Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.