Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. mai 1977 5 „Ég krefst rannsóknar erlendra sérfræöinga 99 I búnaðarritinu Frey, april- heftinu 1977, ræðir Guðmundur Pétursson, læknir, einn af þrem nefndarmönnum i fisksjúk- dómanefnd, um fisksjúkdóma i eldisstöðvum. Þar segir orð- rétt: ,,Á Islandi eru aðstæöur til greiningar fisksjúkdóma næsta bágbornar. Ekki hefur enn fengist fjárveiting til stöðu fisk- sjúkdómafræðings i Tilrauna- stöð háskólans i meinafræði að Keldum. Þó er gert ráð fyrir slikri stöðu i lögum um lax- og silungsveiði, sem sett voru 1970.” Ég tek undir þessi orð læknis- ins og vil bæta þvi við, að hvor- ugur þeirra manna, er skipa fisksjúkdómanefnd með honum, þ.e. yfirdyralæknir og Þór Guö- jónsson, veiðimálastjóri, hafa þekkingu eða reynslu i meðferð fisksjúkdóma. Þess vegna mótmæli ég harð- lega tillögum nefndarinnar og þessara manna til landbúnaðar- ráðuneytisins um það, að fella beri fisk þann, er nú fyllir fisk- eldisstöð mina að Laxalóni. Samtimis krefst ég þess, skv. heimild i lögum um lax- og sil- ungsveiði, að kvaddir verði til erlendir sérfræðingar I fisksjúk- dómum, er rannsaka fiskinn i eldisstöð minni á visindalegan hátt og mun fella mig við úr- skurð og niðurstöður þeirra i þessum efnum. Jafnframt er það krafa min, að samskonar rannsóknir verði framkvæmdar i Laxeldisstöð rikisins i Kollafirði og Klak- og eldisstöð Rafm agnsveitu Reykjavikur við Elliðaárnar, sem báðar eru i næsta nágrenni við fiskeldisstöð mina að Laxa- lóni, en sterkur orðrómur hefur flogið fyrir um, að mikill seiða- dauði hafi átt sér stað i báðum þessum fiskeldisstöðvum frá áramótum án þess aö orð hafi verið á þvi gert i fjölmiðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi, eða skýrt frá rannsóknum i þeim efnum eða opinberum að- gerðum, eins og gagnvart minni fiskeldisstöð. Ég vil benda á, og leggja á það áherzlu, aö eitt og hið sama veröuryfir alla aö ganga i þess- um efnum að islenzkum lögum. Það er þvi ekkert einkamál mitt, þóttmin fiskeldisstöð hafi nú veriö tekin undir smásjá is- lenzkra stjórnvalda og starf- semi min enn einu sinni lögð i viðskiptafjötra, heldur er hér um að ræöa almennt alvörumál fyrir alla fiskirækt i landinu, og er öllum fyrir beztu að allsherj- ar og yfirgripsmikil rannsókn fari fram á visindalegan hátt af þar til kvöddum erlendum vis- indamönnum i fisksjúkdómum. Ég er reiðubúinn til að taka þáttf þeim kostnaði, er leiðir af slikri rannsókn i fiskeldisstöð minni og skora á stjórnvöld að ganga til móts við mig á þessum efnum. Ég er reiðubúinn að mæta Guðmundi Péturssyni eða öðr- um fulltrúa úr fisksjúkdóma- nefnd, til opinberrar um- ræðu um þessi mál i sjónvarpi, til þess að alþjóð gefist kostur á að heyra rök beggja aðila og meta aðgerðir minar og yfir- valdanna hlutlægt. Þykir mér slik opinber umræða raunar nauðsynleg, eftir þær einhliða yfirlýsingar og fullyrðingar, sem veiðimálayfirvöld hafa lát- ið sjónvarp og aðra fjölmiðla birta að undanförnu. Skúli Pálsson. Gömul verzlun 1 nýju húsnæði JB-Rvik. Nú fyrir nokkru flutti verzlunin Hólmkjör i Stykkishólmi i nýtt og glæsi- legt húsnæði. Þetta er gamal- gróin verzlun i Hólminum og var i eigu Sigurðar Agústsson- arfram til ársins 1967 að þeir Bjarni Lárusson, Svanlaugur Lárusson og Benedikt Lárus- son hófu að reka hana, en auk verzlunarinnar reka þeir þre- menningar sláturhús i sam- vinnu við fjóra sláturleyfis- hafa á Snæfellsnesi. 1 nýju verzluninni er verzlað með alla algenga vöru, vefnaðarvöru og nýlendu- vörur. Verzlunar- og skrif- stofuhúsnæði eru samtals rúmir 800 fermetrar og voru það Gunnlaugur Lárusson og Björn Lárentinusson i Stykkishólmi, sem hönnuðu það. Dagur aldraðra Snæfellinga Eittaf aöalverkefnum Átthaga- félags Snæfellinga og Hnappdæla iReykjavik er aö stuðla að þvi aö fólk komi saman, og undanfarin ár hefur félagiö boðið rosknu fólki til kaffidrykkju i lok starfsárs sins og er þaö vel. Næstkomandi sunnudag býöur félagið öllum eldri Snæfellingum, að koma I félagsheimili Neskirkju og þiggja kaffibolla og aðrar veitingar, sem félagskonur bera fram eftir kl. 3. Skip strandar í Patreksfjarðarhöfn S.J. Patreksfirði.Laust fyrir kl. 10 i morgun kom hingað i höfnina danska flutninga- skipið Svealith með vörur til Kaupfélags Patreksfjarðar. Það óhapp vildi til þegar skipið sigldi inn I höfnina að það strandaði i innsiglinga- rennunni, íenti skipið þversum i rennunni og sat fast að aftan. Um leið lenti það með stjórnborðskinnung á hafnarbakkanum og festist ankeri þess i honum og skemmdi hann nokkuö. Enn- fremur kom gat á stjórnborð- skinnung skipsins af völdum ankersins. Þegar óhappið varð var stinnings vindur á suðvestan og nokkur alda I innsiglingunni I höfnina, fljót- lega tókst að losa skipiö með aðstoð tveggja báta sem voru i höfninni og tveggja veghefla. Ekki er enn hægt að segja um hvort frekari skemmdir hafa orðið á skipinu. Gert er ráö fyrir að sjópróf i málinu fari fram hjá sýslumannsembætt- inu á Patreksfirði i dag. FRUMRAUN HESTA, KNAPA OG DÓMARA Á SKEIÐVELLI Hestamenn hófu þing sin á Viðivöllum um helgina 30/4 og 1/5 með kynningarmóti á svokallaðri Evrópu- keppni islenzkra hesta. Áð mót- inu stóðu L.H. (Landssamband hestam annafélaga ) IDF, (Iþróttadeild Fáks) og F.T. (Félag tamningamanna ). Vissulega var orðið timabært, að kynna almenningi hina „þýzku reið”, sem margur gðö- ur hestamaðurinn hefur, — oft- ast af vanþekkingu, — farið niðrandi orðum um, og jafnvel fordæmt. Fimmgangur og fjórgangur samsvara gæðingakeppni I A og Bflokkum, L.H., en fyrirkomu- lag keppninnar annað, og einkunnagjöf gjörbreytt. Keppt er á ferhyrndri braut, þar sem tvær hliðar eru lengri en hinar (langhliðar og skammhliðar), og ég held ég muni rétt, að Pét- ur Hjálmsson, sem var þulur mótsins,hafi sagt brautina vera 245m. langa. í undanrásum er einn hesturi einuá brautinni, og honum riðið nokkra hringi, þangað til kostir hans eru full- dæmdir. I úrsl fara 5 stigahæstu hestarnir, og eru þeir allir á brautinni I einu, og riðiö á sama hátt og fyrr i nokkra hringi, en nú gefa dómarar ekki einkunn, heldur raða hestunum i sæti. Dómstörf fara annars fram, á svipaðan hátt, og i gildandi reglum L.H. Dómarar eru fimm, og dæmir hver fyrir sig án samstarfs við hina. Þegar dómstjóri kallar, rétta þeir allir samtimis upp spjöld, sem sýna þann stigafjölda, sem hver þeirra gefur. Greinilega þreyttu ungir dómarar þarna frumraun sina, og voru varla nógu vel undir hana búnir. Tæplega trúi ég, að Evrópukeppnin, sem er mjög formföst, hafi svo laus- beizlaða einkunnagjöf, að mun- ur milli dómara geti orðið allt að þriðjungur einkunnastigans. Mér detta i hug orð, sem Sigur- jón Gestsson á Sauðárkróki lét falla nýlega i spjalli um gæð- ingadóma: „Við verðum að krefjast þess, að dómarar séu vel þjálfaðirog hæfir. Að baki er margra vikna eða mánaða ströng þjálfun hesta og knapa, og við erum ekkert að leika okk- ur. Okkur er fyllsta alvara þeg- ar við komum til keppni, þar er barizt fyrir hverju stigi og við getum ekki sætt okkur við, að geðþótti eða handahóf mishæfra eða illa þjálfaðra dómara ráði úrslitum”. Ljóst er, að Evrópuformið gerir strangari kröfur til hæfni knapans, og liklega einnig til þjálfunar gæðingsins. Þó tel ég hæpið, að láta það leysa gild- andi keppnisform L.H. af hólmi. Á seinni árum hefur þeim áhugamönnum farið mjög fækkandi, sem riðið hafa gæð- ingum sinum til verðlauna á hestaþingum. Atvinnumennirn- irskipa þar oftast efstu sætin, á eigin hestum eöa annarra, og verður að teljast eðlilegt, þar sem nú orðið eru gerðar miklar kröfur til þekkingar og hæfni tamningamanna, og þjálfun þeirra að sjálfsögöu margföld, ef borið er saman viö áhuga- menn. Mörgum góöum áhuga- manninum gremst þó, að geta varla átt þess kost, að vera ann- að en uppfylling þegar tamn- ingamenn berjast um efstu sæt- in. Mér dettur i hug, aö hugsan- leg leið til úrbóta sé aö atvinnu- mennirnir keppi sln á milli i „fimmgangi” og „fjórgangi”, en áhugamönnum verði eftirlát- in gæðingakeppnin I A og B flokkum samkvæmt reglum L.H. Ekki sé ég ástæðu til aö- meina þeim ofurhugum þátt- töku,sem vilja reyna sig við at- vinnumennina, en aöalatriöið er, að áhugafólk geti mætt með gæðing sinn til keppni við jafn- ingja, þvi reiðmennska getur verið góö keppnisiþrótt fyrir alla, án tillits til aldurs eða kyns. Töltkeppni fór fram á þessu kynningarmóti, og er þar skemmst frá að segja, að sú grein mótsins hreif mig mest. Þar er allt metiö: takturinn á hægu tölti og hröðu og i hraða- aukningu, og fegurð gæðings og ásetu. Fátt litur augaö fegra en glæstan vel setinn gæðing á tölti, hvort sem er hægu, svo rett kastar toppi, eða háu, svif- andi og taktföstu hraðtölti. Þessa keppnisgrein vildi ég sjá á sem flestum hestaþingum. Skeiðkeppni fór fram á hlaupabrautinni og þar var helzt til nybreytni, aö keppend- ur fóru allir i einu út fyrir rás- mark, en komu siöan einn i senn á skeiði. 1 skeiðkeppninni er gefin einkunn fyrir bæöi fegurð og hraða. 1 gerðinu við hesthúsFáks var háð hlýðnikeppni. Sú iþrótta- grein gerir miklar kröfur til hests og knapa, og vafalaust þarf geysimikla þjálfun til að ná þar árangri. Ég er vantrúaður á að hlýðnikeppni veröi al- menningsiþrótt meðal hesta- manna, til þess er hún of kröfu- hörð um tima, þekkingu og að- stöðu. Eigi aö siður er gaman að sjá, hve samleikur manns og hests getur orðið mikill, og vænti ég þess, aö tamninga- menn og aðrir, sem hafa það sem til þarf, gefi almenningi kost á að sjá þá leika listir sinar á stærri mótum. Til leiks voru skráöir 77 hest- ar, en eins og oft vill verða, mættu ekki allir. Þátttaka var þó geysigóð og mátti þarna sjá margan góðan gæðing. Mesta athygli hefur liklega Asi, Hinriks Ragnarssonar vakið, en hann sat Jóhannes Hoyos frá Austurriki af frábærri snilli. Asi, sem mun orðinn nokkuð fullorðinn er fjörmikill og skap- harður snillingur. Ég heyrði á tali Hjalta Páls- sonar og Halldórs Eirikssonar, að þeir töldu engan hafa setið klárinn sæmilega fyrr, nema Hinrik sjálfan. En saman léku þeir Asi og Hoyos svo fagurlega, að unun var á að horfa. Reynir Aðalsteinsson mætti til leiks með Stokkhólma-Blesa, sem þeir Halldór gullsmiður eiga i félagi. Þar fóru saman afburða reiðmaður og snjall gæðingur, enda hlutu þeir flest stig á mót- inu. Þeir sigruöu i fimmgangi og hlýðnikeppni og urðu i öðru sæti I tölti, næstir á eftir Asa og Hoyos, sem einnig sigruðu i fjórgangi. Ýmsum þótti Blesi nokkuð deyfðarlegur og töldu hann skorta vilja. Ég spuröi Reyni hvort svo væri. Hann sagði, að i frjálsri reið væri vilj- inn heldur of en van, en lundin hinsvegar svo þjál og leikgleðin mikil, að auðvelt væri aö þjálfa hann alveg að stjórn knapans. Úskum við einhvers frekar af gæðingi? Sigurbjörn Bárðarson kom með Brján Harðar G. Alberts- sonar, tinnusvartan glæsihest, með stjörnu i enni. Sigurbjörn sannaði, svo ekki verður deilt um, að hæfni hans sem knapa er ekki bundin við hlaupahesta eingöngu. Hann hefur skipað sér iflokk framstu reiömanna, sem enginn þarf að skammast sin fyrir að tapa fyrir, enda náði hann góðum árangri, fékk ann- að sæti i fjórgangi og hlýöni- keppni og þriðja i tölti. Hrað- töltið hjá Brjáni er afburða fag- urt, hátt og svifmikiö, og þótti mér ekki auöséð, aö Asi stæði honum þar framar. Fleiri má nefna, t.d. Þokka- dis, sem Margrét Jónsdóttir á og situr. Vel skil ég að Pétri Hjálmssyni yrði á að tala um þokkadisirnar, þvi báðar eru augnayndi. Þorvaldur Ágústs- son kom með stóðhestinn Byl, no. 892, og vakti aðdáun hve báðir voru prúðir, jafnvel þegar þokkadisirnar voru viö hlið þeirra. Bæði náðu góðum árangri, Bylur varð i þriðja sæti, en Þokkadis i fjórða i fjór- gangi. Tómas Ragnarsson var yngsti knapi mótsins, aðeins 11 ára gamall. Hann sat Glóblesa, sem faðirhans á, i töltkeppninni og stóð sig með prýði, vakti at- hygli fyrir góða ásetu. Mótið fór fram I ágætu veðri og framkvæmd þess öll var aö- standendum þess til sóma. Timaáætlun stóðst mað ágætum og alltaf var eitthvað að sjá. Verðlaunagripir voru margir og fagrir, en það kom á óvart, eftir svo ágætlega skipulagt mót, aö nokkur mistök urðu viö afhend- ingu þeirra. Þó held ég að úr hafi greiðzt, svo að allir undu vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.