Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 19. mai 1977 Haukur Harðarson, bæjarstjóri: ísland - ferðamannaland Allt fram á þessa öld hefur ís- land verið að mestu lokaö fyrir erlendum ferðamönnum. Leea landsins úti i miðju Atlantshafi leiddi til þessarar einangrunar. Jafnframt landfræðilegri ein- angrun var þjóðin fátæk, hneppt I fjötra nýlenduveldis og þvi voru ferðalög Islendinga til annarra landa einnig fátíð og vöktu þar af leiðandi einungis athygli örfárra útlendinga á tilvist þessa einbúa i hafinu milli Evröpu og Ameriku. En tsland einangraðist aldrei að fullu. Nokkrir erlendir fræöi- menn höfðu áhuga á landinu vegna fornrar menningar sem forfeðurnir höfðu ritaö á blaö og við þekkjum undir samheitinu fornbókmenntir. Þessir sömu menn vissu og um lýöveldisstofn- unina á 10. öld og Alþingi tslend- inga, sem talið er elzt i heimi. Þá var og annar hópur manna, sem einnig fekk áhuga á landinu, en þaö voru náttúrufræðingarnir, sem funda á þessari eldfjallaeyju vettvang fyrir iðkun visinda sinna. Þriðji hópurinn og jafn- framt sá seinasti á einangrunar- tima landsins voru enskir sport- veiöimenn, sem tóku að venja hingað komur sinar i kringum siðustu aldamót. Aö visu áttu er- lendir sportveiðimenn sér sina undanfara, þar sem voru fiski- menn frá Englandi og meginlandi Evrópu, er snemma komu auga á hin fengsælu fiskimið úti fyrir strönd landsins. Nokkrir þessara erlendu feröa- manna skrifuðu bækur um ferðir sinar til landsins og við erum svo heppin aö meðal þeirra voru nokkrir ágætir teiknarar og mál- ararsem skreyttu frásagnir sinar myndum. Þessar myndir ásamt hinum skrifaöa texta gefa okkur ómetanlega innsýn i lifskjör og menningu þjóðarinnar, séð með augum aðkomuinannsins. A þessari öld hefur orðið algjör bylting isamgöngum i heiminum. Með tilkomu flugsins varð tsland kjörinn áningarstaður milli Evrópu og Ameriku, að visu ekki jafn mikilvægur nú i seinni tið með auknu flugþoli og hrað- skreiðari flugvélum. tslendingar hafa haslaö sér völl á alþjóðleg- um flugleiðum — bæði milli áður- nefndra heimsálfa með Island sem tengilið, og áningarstað — og einnig milli tslands og annarra Evrópulanda, að ógleymdum enn fjarlægari stöðum sem sóttir eru heim af islenzkum flugvélum. En flugsamgöngurnar hafa gert meira, en að tengja tsland i net alþjóðlegra flugleiða. Flugið er jafnframt oröinn einhver al- mennasti feröamáti hér innan- lands og hefur tengt margan af- skekktan stað á landinu við aðra landshluta um þjóðbraut loftsins. I skýrslu flugvallarnefndar dags. i nóvember 1976 kemur fram, aðá árinu 1975 fóru 221 þús- und farþegar um Reykjavikur- flugvöll, sem jafngildir þvi, að hver einasti tslendingur hafi haft viökomuá flugvellinum á þvi ári. Á þvi sem sagt hefur verið hér að framan má sjá,aölsland hefur á þessari öld brotizt úr einangrun i þjóöbraut og þar á flugið stærst- an þátt. Jafnframt hefur landiö opnazt sem ferðamannaland. Eftir hver ju sækjast erlendir ferðamenn? Viö þessari spurningu er ekki hægt aö gefa eitt tæmandi svar. Ljóst er þó, að enn sem fyrrsækja landið heim visindamenn á sviði náttúrufræði og sögu og af sömu hvötum og fyrr. Þá fer ásókn er- lendra sportveiðimanna i islenzk- ar laxvéiðiár vaxandi. Tveir hinna fyrrnefndu hópa munu þó tæpast skila þjóðarbúinu umtals- veröum beinum gjaldeyristekjum enda þótt annar þeirra auglýsi landið i menningarlegu tilliti en hinn veki athygli á náttúrufari þess, sem siðan laðar að sér hinn almenna náttúruskoöara. Siðasti hópurinn mun i vaxandi mæli skapa gjaldeyristekjur en trúlega valda jafnframt nokkrum ugg Húsavik Úr einangrun í þjóðbraut meðal innlendra sportveiði- manna. Nokkru eftir lok siðari heims- styrjaldarinnar hófst blómaöld hins almenna ferðamanns. Aukin efnahagsleg velmegun ásamt nú- tima samgöngutækni gerðu mönnum kleift að láta drauminn um að sjá ókunn lönd rætast. NU varð sólin i Suöurlöndum markaðsvara fyrir fölleita Noröurálfubúa og hin siðustu ár hafa Suðurlandabúar tekið að renna hýru auga til norðurs. En aö hverju eru menn aö leita? Hvað knýr menn til kostn- aðarsamra ferðalaga f fritima sinum, i stað þess aö slappa af heima fyrir? Mitt álit er það, að i langtum flestum tilvikum sé hinn almenni feröamaður aö leita sér hvildar og endurnæringar i and- stæðum sins eigin lands eða um- hverfis.Þess vegna leitar borgar- búinn i sveitina, skrifstofumaður- inn i likamlega erfiöisvinnu, sveitarmaðurinn i borgarglaum- inn, iiúsmóðirin.sem heima situr, i félagsmálastarf o.s.frv. Á sama máta sækir Norðurálfubúinn til sólarlanda, sólarlandabúinn i snjóog kulda norðursins, og ibúar gróðursælli landa i öræfi og auðn- ir Islands. Ferðalag sem ég fór með ensk- um kunningja og áhugaljósmynd- ara fyrir nokkru, opnaði öðru fremur augu min fyrir þessari staðreynd. Hann haföi ekki áhuga á að taka myndir af gróðursælum stöðum, heldur valdi sér við- fangsefni i auönum landsins til aö festa á filmu. Við eigum að reyna að sjá land- ið okkar meö augum hins erlenda ferðamanns og þá fyrst skiljum við hvað landið hefur raunveru- lega að bjóða honum. Jafnframt ber okkur að auglýsa þaö eins og það er, náttúru þess og veöurfar, og er ég þvi á móti endalausum sólarmyndum í feröamannabæk- lingum, sérstaklega þegar veriö er að kynna mestu úrkomusvæði landsins. Við eigum ekkiað sýna ræktaða blómagarða á myndum, heldur t.d. háfjallajurt sem af þraut- seigju verst ágangi óbliðrar nátt- úru. Sú mynd er einnig táknræn fyrir baráttu islenzku þjóðarinn- ar fyrir tilveru sinni bæði fyrr og siðar. Island liggur á Mið-Atlants- hafshryggnum sem teygir sig um endilangt Atlantshaf frá u.þ.b. 60 gr. suölægrar breiddar og norður fyrir 70 gr. norðlægrar breiddar. Víða á þessum hrygg eru eyjur sem myndazt hafa fyrir tilverkn- að eldgosa. Eldgos eru enn nokk- uð tið á þessum hrygg, bæði neð- ansjávar og á eyjum sem risa upp af honum. tsland mun i dag vera virkasta éldgosaeyjan á hryggnum, og er skýringa senni- lega aö leita i landrekskenning- unni, sem mjög hefur rutt sér til Húsavlkurhöfn rúms upp á siðkastið. Ég er þeirrar skoðunar, að yfir- gnæfandi meirihluti almennra erlendra ferðamanna, sem sótt hafa Island heim á undanförnum árum ,hafi valiö landiö af áhuga á jarðsögu þess, eldfjöllum og með tilheyrandi hraunbreiöum, yfir- standandi eldgosum, heitum vatns- og leirhverum og öðrum einkennum hins virka eldfjalla- lands. Ég er ekki kominn til með aðsjá, að á þessu verði breyting á komandi árum og af þeim sökum álit ég að leggja beri höfuð- áherzlu á uppbyggingu ferða- mannaþjónustu 1 þeim landshlut- um, sem hafa upp á þessi sérein- kenni að bjóða. Um hvaða landshluta liggur eldgosabeltið? 1 stórum dráttum má segja, að eldgosabeltið teygi sig þvert yfir landið frá suðvestri til norðaust- urs. ÁSuðurlandi nær þetta svæöi frá vestanverðum Vatnajökli og allt vestur á Snæfellsnes og Borg- arfjörð og innifelur Reykjanes- skagann og Vestmannaeyjar. Svæðið er ekkisamfellt, oger tal- iö að austurhluti þess sé i dag virkara eldgosasvæði sbr. nýlega afstaðin gos i Vestmannaeyjum (Heimaey og Surtsey) og Heklu. Á öllu þessu svæöi eru þó forn ummerki eldvirkninnar sem koma erlendum ferðamönnum nýstárlega fyrir sjónir. A Norðurlandi eru vesturmörk þessa svæðis talið frá sjó i grófum dráttum austan Kinnafjalla vestan Skjálfandaflóa i S-Þing- eyjarsýslu, vesturhliðar Bárðar- dals, sem Skjálfandafljót fellur um og siðan i suö-vestur yfir há- lendið til Suðurlands. Austur- mörkin liggja nálægt Jökulsá á Fjöllum sem fellur i Axarfjörð, suöur um til Kverkf jalla og þaðan til suð-vesturs til Suðurlands, Miðbik þessa svæðis hefur verið virkast á undanförnum öldum og má hér nefna nokkrar frægar eld- stöðvar og jarðhitasvæði, s.s. Þeistareyki, Kröflu, Námaskarð, Hverfjall og Þrengslaborgir, Ketildyngju með Fremri-Námur, Dyngjuháls, en austur liggja staðir eins og Sveinagjá, Askja og Kverkfjöll. Askja og umhverfi Mývatns- sveitar mun þekktast þessara svæða norðan Jökla en benda má á, að samkvæmt landrekskenn- ingunni sem áður var á minnzt, mun vera að finna á Kverkfjalla- svæðinu eitt af meiri háttar upp- streymisopum (heitt svæði) á Mið-Atlantshafshryggnum. Eins og sjá má af framansögðu, liggur eldgosabeltið hér norðan jökla að mestum hluta i Þingeyj- arsýslum. En til viðbótar virk- um eldgosa- og jarðhitasvæðum býður Þingeyjarsýsla upp á ein- hverja mestu fuglaparadis i Evrópu, sem er Mývatnssveit, stórbrotin gljúfur og kynjamynd- ir Jökulsár á Fjöllum með afl- mesta vatnsfalli i Evrópu, Detti- fossi, og heimsfræg setlög i Hall- bjarnarstaðakambi á Tjörnesi. Þá er og i þessu sama héraði að finna lax- og silungsveiðiár og veiðivötn. Á að auka ferðamanna- strauminn til tslands? Ferðamannaþjónusta allt frá sölu flugferða til veitingareksturs og verzlunar er orðin gjaldeyris- skapandi atvinnugrein á Islandi og henni ber sess og aðstaða i samræmi við það. Þar með er ekki sagt, aö þessa atvinnugrein eigi að þenja út, i algjöru hugsun- arleysium annað en að fá hingað sem flesta ferðamenn. Vafasamt er að reikna með mjög mikilli aukningu erlendra ferðamanna yfir hásumarið, auk þess sem fleiri ferðamenn sem koma á þeim tima kosta þjóðina verulega viðbótarfjárfestingu, sem illa nýtist á öðrum árstimum. Mikil- vægara er, að lengja ferða- mannatimann og hefur verið unn- ið markvisst að þvi nú siöustu ár- in fyrir forgöngu Flugleiða og i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.