Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. mai 1977 15 Sinfóniuhljómsveitin I Minneapolis leikur, Antal Dorati stj. b. Rapsódia fyrir klarlnettu og hljómsveit eft- ir Claude Debussy. Serge Dangain og útvarpshljóm- sveitin I Luxemborg leika, LouisdeFromentstj.c „Svo mælti Zaraþústra”, sinfónlskt ljóö eftir Richard Strauss. Fllharmonlusveitin I New York leikur, Leonard Bernstein stj. d. Píanókonsert nr. 2 I c-moll op. 18 eftir Sergej Rakh- maninoff. Svjatoslav Rikhter og Rikisfíl- harmonlusveitin I Varsjá leika, Stanislav Wislockistj. 11.00 Messa I Aöventkirkjunni i Reykjavík. Siguröur Bjarnason predikar. Kór og kvartettsafnaöarins syngja. Söngstjóri: Elvar Theódórs- son. Einsöngvari: Birgir Guösteinsson. Undirleikari: Ingrid Nordheim. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Nana” eftir Emile Zoia Karl ísfeld þýddi. Kristln Magnús Guöbjartsdóttir les (9) 15.00 Frá tónleikum I Háskólabiói 28. f.m.: Messa I As-dúr eftir Franz Schubert Flytjendur: Sinfónluhljómsveit íslands og söngsveitin Filharmonía ásamt einsöngvurunum Elinu Sigurvinsdóttur, Rut L. Magnússon, Siguröi Björnssyni og Guömundi Jónssyni. Stjórnandi: Marteinn H. Friöriksson. Jón Múli Arnason kynnir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. Tónleikar. 16.30 Frá Bergþórshvoli til Miklubrautar.Páll H. Jóns- son frá Laugum flytur erindi. 17.00 Lagiö mitt Anne Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Miöaftanstónieikar a. „Astir skáldsins”, flokkur ljóösöngva eftir Robert Schumann. Peter Schreier syngur. Norman Shetler leikur á pianó. b. „Pllagrlmsár”, lagaflokkur eftir Franz Liszt frá dvöl hans á Itallu. Alfred Brendel leikur á pianó. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson talar. 19.40 Samleikur I útvarpssal Bertil Melander, Ingvar Jónasson og Per-Olof John- son leika Notturno fyrir flautu, lágfiölu og gitar op. 21 eftir Wenzeslav Matiegka. 20.05 „Siöustu bréfin”, samfelld dagskrá. Viggo Clausen bjó til flutnings og byggöi á bréfum dauöa- dæmdra frelsishetja I Evrópu i slöari heims- styrjöld. Þýöinguna geröi Hjörtur Pálsson. Hljóöritun stjornuöu Klemenz Jónsson og Hjörtur Pálsson. Lesar- ar: Helgi Skúlason, Erling- ur Gislason, Siguröur Skúla- son, Þórhallur Sigurösson, Margrét Guömundsdóttir, Jónlna H. Jónsdóttir, Sig- uröur Sigurjónsson og Asa Ragnarsdóttir. Tæknimenn: Friörik Stefánsson og Hreinn Valdimarsson. 21.20 ,,Gieöimúsik” eftir Þorkel Sigurbjörnsson Atta blásarar úr Sinfóniuhljóm- sveit Islands leika undir stjórn höfundar. 21.30 „Frú Holm”, smásaga eftir Ilomu Karmel. Ásmundur Jónsson þýddi. Geirlaug Þorvaldsdóttir leikkona les fyrri hluta sög- unnar. (Siöari hlutinn er á dagskrá á laugardags- kvöld). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöld- sagan: „Vor I verum” eftir Jón Rafnsson Stefán Ogmundsson les. (11) 22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © eftir Paul Gallico — Einmitt, sagði gamli maðurinn. — Það er gott. öll gremja hans vegna þess að hún hafði starað á hann, rauk á burt vegna hreinskilni hennar. Hann leit á hana með nýjum áhuga og veitti þvf athygli að hann sat við hlið næsta undarlegrar mannveru, sem hann gat hvergi sett á bás. — Ef til vill, bætti hann við, — væri betra að þetta væri rós í staðinn fyrir — gervirós. Þessi athugasemd fór langt fyrir ofan höfuðið á frú Harris, en af því hvernig hann sagði það, vissi hún að ókurteisi hennar var fyrirgefin og skugginn, sem lagzt hafði yfir góða skapið hennar, hvarf. — Það er indælt hérna, sagði hún til að halda samræðunum áfram. — Svo þér f innið líka andrúmsloftið. Gamli maðurinn braut ringlaður sinn þreytta heila og reyndi að festa sig við eða ná sambandi við eitthvað, sem hrærðist þar, eitt- hvað sem virtist í sambandi við æsku hans og skóla- göngu, sem lokið hafði með tveimur árum við brezkan háskóla. Hann minntist herbergis, svefn- og vinnuher- bergis síns. Það var dökkt og óhreint kalt og frumstætt herbergi, sem lá að dimmum gangi og eftir því sem myndin mótaðist betur í huga hans, birtist óforvarandis skólpfata í ganginum við stigann. Frú Harris áræddi nú að líta í augu gamla mannsins. Lítil, glögg augu hennar þrengdu sér gegnum hvíta hár- sveipinn, loðnu brúnirnar og ólastanleg fötin, inn í ylinn, sem hún fann á sér að var fyrir innan. Hún skildi ekki, hvað hann var að gera hérna, því hann sat með spenntar greipar um gullhnúðinn a stafnum sinum, eins og hann væri einn. Hann er ef til vill að leita að kjól handa barna- barni sínu, hugsaði hún og eins og vani kynsystra hennar er, notaði hún beina spurningu til að svala forvitni sinni. Til að geðjast gamla manninum, yngdi hún hann svolítið upp. — Þer eruð ef til vill hérna til að kaupa kjól handa dótt- ur yðar? spurði frú Harris. Gamli maðurinn hristi höfuðið, því börn hans voru dreifð um allan heim. — Nei, svaraði hann. — Ég kem hingað öðru hverju, því mér finnst gaman að horfa á falleg föt og fallegar konur. Það verkar yngjandi og hressandi á mig. Frú Harris kinkaði kolli með skilningi. — Já, það er al- veg áreiðanlegt. Svo laut hún að honum með notalegri tilfinningu um að hafa fundið einhvern, sem hún gæti trúað f yrir málunum og hvíslaði: — Ég kom alla leið f rá London til að kaupa mér Dior-kjól. Skyndilega rann upp Ijós fyrir gamla manninum, hann var glöggskyggn og fljótur að hugsa eins og Frakkar yfirleitt, hann sá nú fyrir sér alla myndina í huganum. Nú vissi hann hver og hvað hún var. Hann sá af tur f yrir sér ganginn, skjöldóttu veggina og brakandi stigann, þar sem skólpf atan stóð á brúninni, en nú stóð mannvera við hlið fötunnar, breiðvaxin, subbuleg kona með blettótta svuntu, i allt of stórum skóm, með rauðleitt grásprengt hár og freknótt andlit, alvöld yfir einhverjum ósköpum að kústum, sópum, afurrkunarklútum og burstum. í augum hans hafði hún verið eina manneskjan með veru- legu lífsmarki í allri þessari dauðans leiðinlegu háskóla- byggingu. Subbuleg kona, sem hafði verið yfirgefin af eigin- manninum, sá ein fyrir fimm börnum. Hún hafði búið yfir kimni og örlítið beiskri, en vel ígrundaðri og mál- efnalegri lífsspeki, sem hún sýndi á milli athugasemda um veðrið, ríkisstjórnina, dýrtíðina og breytileika lifs- ins. ,,Taktu það sem þú getur fengið, og skoðaðu ekki upp i gefinn hest" var ein af kennisetningum hennar. Hann mundi meira að segja nafn hennar, frú Maddox, en i munni stúdentanna hafði hún alltaf verið Kústakerling- in. Hún hafði verið vinkona þeirra, ráðgjafi og upplýs- ingaþjónusta og hafði ævinlega nýjustu slúðursögurnar á hraðbergi. Hann mundi líka, að undir skoplegu ytra byrðinu og f remur ágengri f ramkomunni hafði leynzt óbilandi hug- rekki, sem svo margar konur bjuggu yfir, sem þurftu að berjast fyrir tilverunni og erfiða alla ævi fyrir helztu nauðsynjum. Hugrekki, sem aðeins var kryddað með ögn af því salti, sem er hæglát gagnrýni og kvartanir yfir svikurum og skræf um þeim, sem stjórna heiminum. Nú sá hann hana aftur fyrir sér með rauða, grásprengda hárið hangandi niður i augu, með sígarettu bak við eyrað og hraðar höfuðhreyf ingar um leið og gólfskrúbburinn kipptist til. Hann heyrði næstum rödd hennar. Þá rann upp fyrir honum, að hann var í rauninni að hlusta á hana. Við hlið hans, i glæsilegustu og dýrustu kjólaverzlun Parísar, sat Kústakerlingin hans endurfædd, rétt eins og fyrir fimmtíu árum. Að visu var hún ekki lík henni á yf irborðinu, því konan við hlið hans var grönn og útslitin — gamli maðurinn leit á hendur hennar og fékk grun sinn staðf estan — en hann þekkti hana ekki á þeim, heldur á framkomunni og auð- vitað talsmátanum og prakkaralegu, litlu augunum, en fyrstog f remst á andblæ óbilandi hugrekkis, sjálfstæðis- þrár og forvitni, sem umvafði hana. — Dior-kjól, endurtók hann. — Það var stórkostleg hugmynd. Við skulum vona, að þér f innið hér í dag, það sem yður langar í. Hann fann enga hvöt hjá sér til að spyrja hana, hvern- ig það hefði orðið henni mögulegt að láta slika ósk ræt- ast. Hann þekkti eðli þessara einkennilegu ensku kvenna og gerði ráð fyrir, að hún hefði fengið arf eða unnið mikla upphæð í einhverju af þessum óteljandi knatt- spyrnuhappdrættum, sem samkvæmt dagblöðunum voru alltaf að gera járnbrautarstarfsmenn, námaverkamenn og afgreiðslufólk auðugt án fyrirvara. En ef hann hefði fengið nákvæmar upplýsingar um, hvernig frú Harris hefði aflað peninganna, hefði hann heldur ekki orðið mjög hissa. Nú skildu þau hvort annað eins og gamlir vinir. — Ég sagði ekki neinum öðrum það, játaði f rú Harris í gleði sinni yfir þessari nýju vináttu — en ég var dauð- hrædd við að fara hingað yfir um. Gamli maðurinn leit hissa á hana. — Voruð þér það? Hrædd? — Já, sagði f rú Harris í trúnaði. — Þér vitið.,. f ranskir karlmenn... Hann andvarpaði. — Ó, já, ég þekki þá allt of vel. En fyrst þér eruð hér, þurfið þér ekki annað en velja þann kjól, sem yður lízt bezt á. Vortízkan í ár er sögð alveg einstök hérna hjá Dior. Nú varð einhver óróleiki umhverf is þau og það skrjáf- „Það var nú ekkert varið i þetta hjá þér, Margrét, nema að endirinn var stórkostlegur”. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.