Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.05.1977, Blaðsíða 18
18 tstiu 80 ára Fimmtudagur 19. mal 1977 BÆNDUR TORNADO áburðardreifarinn Austurrísk gæðaframleiðsla Sterkbyggðari. Rúmtak: 300 1. Vinnslubreidd: Allt að 15 m. Nákvæm stilling úr ekilssæti. Tilbúnir til afgreiðslu. Góðir greiðsluskilmálar. Guðbjörn Guðjónsson HEILDVERZLUN Sióumula 22 — Sími 8-56 94 10 ára kennarar (útskrifaðir 1967) handa- vinnudeild, stúdentadeild og almennar deildir Afmælishdtíðin verður haldin föstudaginn 27. mai nk. i Fé- lagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109, kl. 9. Þátttaka tilkynnist mánudaginn 23. mai og þriðjudaginn 24. mai kl. 5-7 i simum 40558, 53595 og 43779. Geymið auglysinguna. BILA- PARTA- SALAN auglýsir Nýkomnir varahlutir í: Rambler Classic '66 Chervolet Malibu '65 Saab 96 67 Moskvitch '71 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97 Bjarni Bjarnason Þann 10-maI fyllti áttunda ára- tuginn Bjarni Bjarnason, bóndi i Brekkubæ i Hornafiröi. Bjami er maöur merkrar kynslóöar, sem kennd er við aldamót og hefur víða komiö viö sögu á sviöi félagsmála og athafnalifs. Bjarni hefur veriö mikill félagshyggjumaöur og virkur aöili i allmörgum félagasamtök- um byggöarlagsins, svo sem búnaöarfélagi, ungmennafélagi og kaupfélagi og miölaö sam- feröamönnum sinum þar af fjöl- þættum gáfum, auk þess hefur hann gefiö sig aö ættfræði og rit- störfum og safnað þar um mikl- um og merkum heimildumeins og Byggðarsaga Austur-Skaftafell- inga ber um glöggt vitni. En stærsta æfistarfiö, sem sam- félagiö stendur i þakkarskuld viö hann fyrir er forusta hans og framlag á sviöi söngs og tón- listarllfs. Bjarni Bjarnason er fæddur á Tanganum á Brunasandi I Vest- ur-Skaftafellssýlu þ. 10. mal 1897 en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Sigriöur Jónsdóttir og Bjarni Jónasson. Tangi á Brunasandi var smá- býli, sem ekki bauð upp á mikla framtið, enda fluttu foreldrar Bjarna þaöan burtu aö Kálfafelli i Austur-Skaftafellssýslu voriö 1901. Þar bjuggu þau I tvö ár, og fluttu þaöan aö Holtum i Mýra- hreppi. Þar bjuggu þau I fimm ár, en fluttu þá aö Kirkjuhjáleigunni Brekku I Nesjum voriö 1908. Þann 1. mal þaö ár steig tæpra 11 ára gamall drengur, Bjarni Bjarnason, sin fyrstu spor á bæjarhlaö á Brekku og þar hefur hann dvalizt alla tlö slöan, utan þess tima, sem hann hefur veriö gestur annars staöar. Talið er aö sérhver maöur sé geröur úr tvenns konar efni og megi vart á milli sjá, hvort má sin meira, annars vegar eigin eöliskostir og sá arfur, sem kynstofninn gefur hverjum manni I vöggugjöf. Hinn þátturinn er spunninn ilr þvi efni, sem umhverfi og ytri skilyröi leggja af mörkum, til aö móta þann mjúka leir, sem maöurinn er geröur af i upphafi. Vafalaust er Bjarni Bjarnason af góöum málmi geröur, sem rekja má til sterks ættstofns I Vestur-Skaftafellssýslu og voru foreldrar hans þróttmikiö bænda- fólk, sem baröist af dugnaöi fyrir bjargræöi slnu. Skammt var liöiö á æfi Bjarna þegar samvistum viö fööur hans lauk aö fullu, þvl aö Bjarni Jónasson lézt áriö 1910 þegar Bjarni yngri var á 14. ári. Þótt Bjarni I Brekkubæ ætti ekki lengri samleið meö fööur sinum en raun varð á, mun þó aö einhverju leyti mega til ættararfs og áhrifa frá föðurnum rekja list- hneigð sonarins. I Holtum voru Passiusálmar sungnir á föstunni á hverju kvöldi. Þar stjórnaði heimilisfaöirinn söngnum, en sonurinn söng meö og læröi sálmalög, sem eru aö miklu leyti fyrnd. Síöar á æfinni raddsetti Bjarni i Brekkubæ sum þessara fornu laga en eftirle't dr. Hallgrími Helgasyni önnur til varðveizlu. A þessum helgistundum kvöld- vakanna i baöstofunni i Holtum mun Bjarni i' Brekkubæ hafa inn- ritazt I sinn fyrsta tónlistarskóla, þar sem kveiktur var neisti aö tónlistaráhuga hans. Móöir Bjarna í Brekkubæ var kona mikillar gerðar, sem lagöi metnað sinn i aö koma ungum syni til manndóms og mennta. Ariö 1907 gengu i gildi alhliöa fræöslulög, sem fyrirskipuöu skyldunám og uppfræöslu allra barna og unglinga Trá 10-14 ára aldri. Lög þessi komu þegar til framkvæmda. Farkennari var ráöinn i Mýrahrepp veturinn 1907- 1908, Sigurður Sigurðsson frá Flatey, siðar prestur i Asum. Kenndi hann einhvern tima þessa vetrar i Holtum og naut Bjarni kennslu hans þar. I þessum farskóla fékk hann fyrstu innsýn I skólanám og framhald af þvi i farskóla I Nesjahreppi. Brátt kom i ljós aö sonur ekkjunnará Brekku I Nesj- um var eðlisgreindur og námfús unglingur og móöir hans fylltist þeim metnaöi aö koma syni sin- um i framhaldsnám. Veturinn 1910-1911 starfaði ung- lingaskóli I Þinghúsi Nesja- hrepps. Kennari skólans var Siguröur Arngrimsson frá Kross- bæ. Bjarni á Brekku var of ungur til aö mega innritast I þennan skóla, en fékk undanþágu og naut þar kennslu Sigurðar Arngrlms- sonar, sem hann minnist jafnan sem eins ágætasta kennara, sem hann hefur kynnzt. Minnist hann m.a. frá þvi námi skýringa kennarans á Hávamálum og einnig leiftrandi sögutlma, þar sem hvatningaroröum var beint til nemenda um endurheimt is- lenzks sjálfstæöis. Viö þetta unglingaskólanám bætti Bjarni heimanámi og sér- námi í tungumálum o. fl. hjá sóknarprestunum, séra Benedikt Eyjólfssyni og séra Þóröi Odd- geirssyni i Bjarnanesi. Auk unglingaskólanámsins varð ungmennafélagsskapurinn Bjarna hollur skóli. Ariö 1907 er stofnað gllmu- og málfundafélag i Nesjahreppi sem á sama ári er breytt I um.f. Mána. Ungmennafélagsskapurinn varð aö vissu leyti f jölbrautaskóli aldamótakynslóöarinnar og snart hana eins konar töfrasprota, sem hreif æskufólk til drengilegra dáöa. Vorðiö 1908 hiö sama ár sem Bjarni fluttist i Nesjahrepp, var haldið Iþrótta- og ungmenna- félagsmdt, sem vakti mikla hrifn- ingu. Keppt var þar I ýmsum greinum iþrótta, m.a. i sprett- hlaupi kvenna. A meðal þeirra sem þátt tóku I kvennakeppninni var Sigríöur móöir Bjarna. Hún varö ekki sigurvegari en mjög * framarlega i hópi þeim, sem hún keppti I. A meðal ræöumanna dagsins var séra Jón Jónsson á Stafafelli sem mælti fyrir minni Islenzkrar tungu. Þetta varö eftirminnileg samkoma, sem hreif margra hugi. Menningarheimili voru mörg i Nesjahreppi á þessum árum sem gott var að kynnast. Eitt þeirra var heimili Guömundar Sigurös- sonar, bóksala á Höfn. Þar var uppvaxandi æskufólk, sem fariö haföi á skóla og komiö heim aftur með ferskan menningarblæ. 1 þeim systkinahópi var Bjárni Guömundsson, siöar kaupfélags- stjóri á Höfn. Bjarni Guömunds- son haföi veriö nemandi i Gagn- fræðaskóla Akureyrar og lokið þaöan prófi voriö 1907. Hann var stofnandi ungmennafélagsins Mána i Nesjahreppi og studdi starf þess af ráöum og dáö. Haustið 1910 hiö sama ár sem Bjarni f Brekkubæ missti fööur sinn.komhannifylgd meömóöur sinnii húsGuöm. Sigurössonar og þáði þar góðgerðir. A meðan kaffi var þegiö I eldhúsi Sigriðar húsfreyju, bárust frá stofu hússins ómar af undur- fögrum hljóðfæraslætti. Bjarni i Brekkubæ lagöi eyra viö þessum fögru tónum og spuröi hvaöa hljóðfæri þetta væri, sem á væri leikiö, þvl aö áöur haföi hann hvorki heyrt né séö annaö hljóö- færi en harmóniku . Bjarna var sagt að hljóöfæriö væri orgel og að hljómlistarmaöurinn væri Bjarni Guðmundsson sem numiö hefði I Akureyrarskóla. Unga manninum frá Brekku I Nesjum varö svo mikiö um óm þessara orgeltóna, sem hann skynjaði þarna I fyrsta sinn, aö hann gekk út undir húsvegg og grét þar i hljóöi. Haustið 1915 steig Bjarni i Brekkubæ ásamt Páli Þorleifs- syni I Hólum, á skipsfjöl á Höfn og var ferðinni heitiö I Gagnfræöa- skólannn á Akureyri. A skilnaö- arstund viö æskuheimili móöur og átthaga ætlaði hjarta ungs manns að bresta frammi fyrir þeirri djörfu ákvörðun aö feröast til framandi stofnunarog setjast þar á skólabekk á meðal ókunnugra manna. En hugrökk móöir stapp- aöi stáli i ungan son og áfram var haldiö til menntastofnunar Norö- urlands á Akureyri, þar sem setiö var á skólabekk veturinn 1915- 1916 og notiö hollra áhrifa merks skólameistara og mætra kenn- ara. Auk skólameistarans Stefáns Stefánssonar, má þar nefna is- lenzkukennarann, Jónas frá Hrafnagili, landafræðikennar- ann, Pál J. Ardal, stæröfræði- kennarann, dr. Þorkel Þorkels- son, og iþróttakennarann, Lárus J. Rist. Þá má einnig minnast bekkjarbræöranna Hermanns Jónassonar, Karls Kristjánsson- ar og sveitungans, Páls frá Hól- um, siðarprests á Skinnastaö. En aö síöustu skal hér nefnt stærsta nafn kennaraliðsins, Magnúsar Einarssonar, sem kenndi söng og orgelleik I skólanum og var talinn verabrautryöjandi i söngmennt á Norðurlandi. Hjá þessum ágæta söngkennara fékk Bjarni auka- nám I orgelleik, tvo tima á viku og lagði þar meö grunninn aö hugstæöasta þætti æfistarfs sins. Að lokinni vetrardvöl á Akur- eyri, var aftur haldiö af staö heim til Hornafjarðarogsiglt I átt til Langaness. Þetta var á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þeg- ar heimurinn skalf af gný ógn- vekjandi drápsvopna og hættur leyndust á siglingaleiöum á hafi úti. Þegar komið var austur fyrir Langanes, var strandferðaskipiö stöövaö af brezku herskipi og skipstjóra strandferðaskipsins skipaö aö sigla beint til brezkrar hafnar. Lengi dags fóru fram viö- ræöur meö merkjasendingum á milli skipstjóranna, en að siöustu var um þaö samiö aö strand- ferðaskipið, undir eftirliti her- skips, mætti skila friðsömum far- þegum af sér inn á Seyöisfjörö. Þegar hornfirzku skólapiltarnir höföu fastland Austurlands undir fótum var andvarpaö af feginleik og af staö haldið á hestum postul- anna suöur meö landi, yfir Beru- fjörö var fengin ferja. Heimkoma Bjarna i átthaga og móöurrann varö honum kærkom- in, og viökvæmt móðurhjarta hræröist af hlýjum fögnuöi. Um þær mundir sem Bjarni kom heim frá Akureyri, átti söfn- uður Bjarnaneskirkju ekkert kirkjuorgel. Söngkraftar kirkj- unnar máttu þó teljast mjög góö- ir, einkum var forsöngvari kirkj- unnar, Einar Þorleifsson á Meö- alfelli, ágætur söngmaður. Prest- hjónin I Bjarnanesi, séra Þóröur Oddgeirsson og frú Ragnheiöur Þóröardóttir, voru einnig mjög simghneigö, og prestfrúin átti heimilisorgel, sem hún lék á. Stuttu eftir heimkomuna samd- ist svo um á milli Bjarna og presthjónanna, aö hann fengi aö ganga aö Bjarnanesi nokkrum sinnum I viku og æfa sig á heimil- isorgelið þar. Arangurinn af þvi og náminu i Gagnfræöaskóla Ak- ureyrar varð sá, að einhvern næstu sunnudaga eftir heimkom- una, lék Bjarni á lánsorgel viö messugerð i Bjarnaneskirkju. Allt frá þvi og fram á þennan dag hefur Bjarni verið organisti og söngstjóri kirkjunnar og átti sex- tiu ára söngstjóraafmæli vorið 1976. Arieftir heimkomuna keypti Bjarni eigið orgel, sem hann svo átti I mörg ár sér til yndisauka unz hann keypti enn þá fullkomn- ara orgel, sem hann á enn. 1 Bjamaneskirkju var notazt viö lansorgel þar til kirkjuorgel var keypt um eöa eftir 1920. Einhvers staðar hefur verið sagt aö islenzkir bændur viti alla skapaða hluti um allt milli himins og jarðar annaö en lifsstarf sitt, landbúnaöinn, um hann viti þeir ekki nokkurn skapaöan hlut. Eng- inn dómur skal hér á þaö lagöur, hvort þessi ummæli sannist á Bjarna I Brekkubæ, en fáum mun þaö betur ljóst en honum sjálfum, aö fjölþætt hugöarefni söngs og fræðimennsku hafa oft glapiö hugann frá dagsins önn og lái honum það hver sem vill. Eins og aö er vikið hér i upp- hafi, varö annar meginþátturinn i lifi Bjarni I Brekkubæ búskapur á jöröinni Brekku þar.sem lagður skildi grunnur aö llfsafkomu fjöl- skyldu hans. Jörðin Brekka i Nesjum var ein allra minnsta hjáleiga Bjarna- nesbrauðs og land jaröarinnar tvistraö i ósamstæöa landskika,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.