Alþýðublaðið - 10.08.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.08.1922, Blaðsíða 4
ALÞVÐÚBLAÐIÐ Iklt! JL á morG|i)Baa er tilbúið cóg a( heitu kaffi hjí Litla kaífihnsinn. Hentugt fytlr þá, sem byrja vinnu kl. 8, molakafn 30 aura. Engir drykkjupenhgsr Litla kafflMsið, L*ugavegi 6 lúllupylsur Kaupfélaginu, Pósthússtræti 9. Kanpendnr blaðsins, «em hafa bústaðaskiíu, eru vmsamiega beðn- ir sð tilkynna það hið bráðasta á afgreiðslu biaðains við Ingólfsstræti Og Hverfisgöfca. ÍÉ Verzlunin „Grettir selor nýtt dilk&kjöt á morgun og laugard Eanfremur nokkra sekki af kartöflar/i á 12 kr. sk. heimfiott Verzl. „Grettir" Grettisgötu 45. Sími 5 7 0. XK&ls og-Jbyg'g-ingarlóOir seíur Jox&aiiS H« JÓ'S&SSIOTL. — Bárunni. — Stai 327. == Áherzla lögð á hagfeld viðskiíti beggja áðila. ————- V Islenzka smjörlíkið hefir tækkað um 10 aora kilólð og fæst nú giænýtt í ölium verzlunum. Ritatjóri og ábyrgoarmaour: Ólajur Friðriksson. PrentsmiBjan Gutenberg. Edgar Rice Burreughs: Tarzan snýr aftnr. manninum komið. Eg er þvf eins ánægður að hugsa til Kölu sem móður minnar, eins og ef eg færi að reyna að draga upp mynd af vesalings "ensku konunni, sem dó ári eftir að hún ól mig. Kala var mér ætíð góð, á sinn hátt. Eg hlýt að hafa sogið hana frá því móðir mln dó. Hún varði mig fyrir óargadýrum skógarins, og fyrir þeim mllorðnu i hópi okkar, með heift móðurástarinnar. Og eg elskaði hana lika. Ég vissi ekki hve innilega, fyr en hún var fallin fyrir spjóti og eiturörvum svarta hermannsins ur þorpi Monga. Eg var þá barn að aldri, og kastaði mér yfir hana og grét sáran, eins og barn sem syrgir móður sína. Þér hefði sýnst húrt vera Ijótt dýr og leiðinlegt, en mér fanst hún falleg — svo mjög hefir ástin áhrif á smekk manna. Eg er því mjog á- nægður með það, að halda áfram að vera sonur Kölu, apynjunnar". „Eg met þig ekki minna fyrir gæði þín", mæltí d'Ar- not, »en sá tími mun koma, að þú verður fás til þess að krefjast réttar þíns. Minstu þess, sem eg segi, og við skulum vona, að þér veitist það eins auðvelt þá, og þér hefði veist það nú. Mundu það, að engir geta með eiðstaf vottað það, nema Porter prófessor og Philander, að beipagrindin, sem lá í vöggunni í kofa þínum, var af apabarni, en ekki afsprengi lávarðarhjónanna af Greystoke. Sá vitnisburður er mjög þýðingarmikill. Þeir eru báðir gamlir menn, og lifa ekki lengi enn þá. Og hefir þér aldrei dottið í hug, að Jane Porter mundi svikja Clayton, ef hún vissi sannleikann ? Þú gætir leik- andi náð titli þinura, stöðu og konunni, sem þú elskar, Tarzan. Hefir þér ekki flogið það i hug?" Tarzan hristi höfuðið. „Þú þekkir hana ekki", mælti hann. „Ekkert mundi gera hana tryggari Clayton en einhver ógæfa, er henti hann. Hún er af gamalli ætt i Ameríku og ættmenn hennar hæla sér af trygglendi sínu". Tarzan eyddi næsta hálfa mánuðinum i það að end- urnýja fyrri kynni sin af Paris. Á daginn fór hann á milli bókasafnanna og myndasafnanna. Hann var ákaf- lega bókfús, og lærði ósköpin öll. Hönum fanst þó, sem hann mundi aldrei öðlast nema örlítið brot af < þeirri þekkingu, er þeir menn hefðu, sem frá barnæsku gætu notið þessara viskulynda; en hann las það, sem hann gat á daginn, og reyndi að skemta sér á kvöldin. Og hann lærði ekki minna á næturfiökti sínu. Ef hann reykti margar sigarettur, eða drakk of mikið áfengi, var það því að kenna, að hann tók menning- una eins og hún kom honum fyrir sjónir, og breytti eins og mentaðir náungar hans. Þetta var nýtt líferni, en hann ól hrygð í brjósti sér þrá er hann vissi að al- drei varð fullnægt, svo hann reyndi að sökkva sér nið- ur i nám og skemtanir, til þess að gleyma liðna tim- anum og draga að sér framtiðina. I Kvöld eitt sat hánn i sönghöll og dreypti á víni sínu og reykti; jafnframt horfði hann hugjanginn á frægan rússneskan dans, er hann alt í einu tók eftir dökkum augum er störðu á hann. Maðurinn snéri sér við og var horfinn í mannþröngina, áður en Tarzan gat áttað sig á hver hann væri, en hann þóttist þekkja augun og vita það, að þau hefðu ekki af tilviljun horft á sig. Honum hafði um skeyð virst svö, sem á hann væri starað, og þess vegna hafði hann litið snöggt við og kpmið augunum á óvart. Hann hafði gleymt þessu áður en hann fór út, og ekki tók hann eftir skuggalegri veru er dró sig lengra inn í skuggann i dyrum beint á móti sönghöllinni, er Tarzan gekk út í Ijósbirtuna á götunni. Hefði Tarzan * vitað það, að honum háfði öft verið veitt eftirför, bæði frá þessum og öðrum skemtistöðum, en hann hafði sjaldan eða aldrei verið einn. Þetta kvöld var d'Arnot bundinn annarsstaðar, og Tarzan Var því einn. Þegar hann hélt af stað i þá átt er hann var rvanur, þegar hann hélt heimleiðis, skaust sá, er hafði gætur á honum útúr fylgsni sínu og skundaði burtu. Tarzan var vanur að fara eftir Maule-götu, er hann fór heim á kvöldin. Af því gatan var bæði fáfarin og dymm minti hún hann talsvert meira á Afríkuskógana hans elskulegu, en hinar íjölfarnari götur i kring. Tarzan var kominn skamt eftir gölunni, þetta kvöld^ er athygli hans drógst að neyðarópum, sem komu frá þriðju hæð á hús rétt hjá honum. Það var kvenmaður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.