Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 10
10 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Micra Verð 1.390.000 kr. Með nagladekkjum, sjálfskiptur, 6 diska geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rúðuþurrkur. MICRA NISSAN RISASTÓR! ... með fría sjálfskiptingu 100.000kr. verðlækkun SKIPT_um væntingar Álfelgur á mynd eru aukahlutur í febrúar og öryggisins vegna fylgja vetrardekk á felgum með! SKÓLAMÁL Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavík- ur, segir eðlilegt að ríkið hafi tón- listarnám fólks á framhaldsskóla- og háskólaaldri á sinni könnu. Stefán segir þessar umdeildu reglur hugsað- ar sem lausn á millibilsástandi sem mennta- málaráðuneytið eigi sök á þar sem ekki hafi enn borist frum- varp um rekst- ur tónlistarskóla sem þó hafi átt að koma vorið 2005. Hann bendir jafnframt á að Reykjavík sé með meiri tilslakanir í nýjum reglum um tónlistarskóla heldur en hin nágrannasveitarfélögin. - sdg Formaður menntaráðs: Tónlistarnám á könnu ríkis STEFÁN JÓN HAFSTEIN SKÓLAMÁL Guðný Birna Ármanns- dóttir söngnemi segir sveitarfélög á villigötum í nýjum reglum um tónlistarskóla og að ekki sé hægt að bera saman sérhæft tónlistar- nám við nám á grunnskóla-, fram- haldsskóla-, og háskólastigi. Fólk hefji nám á öllum aldri en með þessum reglum sé gert ráð fyrir að tónlistarnám eigi að hefj- ast á grunnskólaaldri. Guðný tekur dæmi um söngv- ara sem hefur söngrödd en ekki endilega náð nægum þroska á grunnskólaaldri. Hún segir afar mikilvægt að losna við þessa teng- ingu. - sdg Tónlistarnemum mismunað: Vill jafnrétti til tónlistarnáms SKÓLAMÁL ,,Deilur sveitarfélaga og ríkis eiga ekki að koma niður á tón- listarnemum,“ segir Böðvar Reyn- isson, formaður Félags tónlist- arnema. Félagið hefur lagt fram stjórnsýslukæru gegn Reykjavík- urborg og Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá félaginu segir að nýjar reglur mennta- ráðs Reykjavíkur og sveitarfé- laganna um að hætta að greiða með nemum sem hafa náð 25 ára aldri brjóti gegn lögum um fjár- hagslegan stuðning við tónlistar- skólana, jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar og meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna. Samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla eiga sveitarfé- lög að greiða launakostnað kenn- ara og sérstaklega er kveðið á um að skólagjöld eigi að standa undir öðrum kostnaði en launakostnaði kennara og skólastjóra. Sveitarfélögin hafa síðan 2003 átt í viðræðum við ríkið um að það taki á sig fjárhagslegan þátt tónlistarskólanna en lítið komið út úr þeim viðræðum. Á opnum fundi sem Félag tónlistarnema hélt í lok janúar kom skýrt fram í svörum fulltrúa borgarinnar að verið væri að nota tónlistarnema sem vopn gegn ríkinu, að sögn Böðvars. - sdg Félag tónlistarnema leggur fram stjórnsýslukæru gegn sveitarfélögum: Notaðir sem vopn gegn ríkinu BÖÐVAR REYNISSON Formaður Félags tónlistarnema er ósáttur við það hvernig komið er fram við tónlistarnema. STJÓRNARSKRÁ Sameinaðar kvenna- hreyfingar lögðu fram tillögur um breytingar á stjórnarskrá í vikunni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, sagði þrjár megintillögur hafa staðið upp úr við vinnuna: Að tryggja jafna þátttöku kynja við stjórnun landsins, skýr skylda s t jór nva ld a að tryggja jafnrétti og afnema mis- munun og að einstaklingar njóti mann- helgi og njóti verndar gegn ofbeldi, á o p i n b e r u m vettvangi sem í einkalífinu. Hreyfing- arnar tóku sig saman þegar ljóst var að endurskoðun stjórnar- skrárinnar yrði opið ferli. Boðað var til kvennaþings þar sem hug- myndir voru mótaðar og hafa mjög margir komið að vinnunni. Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna liggur til grundvallar öllum tillögunum. Næst á dagskrá er að fá fund með stjórnarskrárnefnd þar sem fulltrúar hópsins munu kynna skýrsluna. Birna segir að ákveð- innar tregðu hafi gætt hjá nefnd- inni við að yfirfara mannrétt- indakaflann. Því er borið við að hann hafi verið uppfærður fyrir tíu árum og breytingar því ótíma- bærar. Svona tímatakmarkanir eru óeðlilegar við endurskoðun að mati Birnu. Skýrslan er aðgengi- leg á heimasíðu UNIFEM www. unifem.is - sdg BIRNA ÞÓRARINS- DÓTTIR Vonast eftir góðum stuðningi við tillögurnar. Jafnréttissinnar með tillögur um stjórnarskrá: Krefjast breytinga STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra segir að skýrsla starfshóps þingmanna og fleiri, sem fjallað hefur um vændi, verði framlag til umræðna um frum- varpsdrögin um kynferðisbrot og vændi. „Nefndin hefur tekið sér þann tíma, sem hún hefur kosið til að vinna sitt starf og vonandi skilar hún skýrslu sinni, áður en ég tek afstöðu til þess frumvarps, sem Ragnheiður Bragadóttir próf- essor vann.“ Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt harðlega að dómsmála- ráðherra hafi lagt frumvarps- drögin fram á undan skýrslu starfshópsins sem skilar tillög- um sínum á næstu dögum. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson lýstu þeirri skoðun í Fréttablaðinu í gær að það hefði lítinn tilgang að vinna með dómsmálaráðherra. Í starfshópnum hefur verið meirihluti fyrir því að fara sænsku leiðina svonefndu og gera kaup á vændi refsivert. Sjálfstæðismenn hafa ekki viljað fara þá leið. Björn segir með öllu tilhæfu- laust að hann hafi á nokkurn hátt tafið störf starfshópsins. „Vegna þessara ummæla þingmannanna mun ég óska eftir sérstakri skýrslu um það, hvers vegna nefndin var svona lengi að ljúka starfi sínu og hvenær þessir þing- menn lögðu síðasta efni til skýrsl- unnar. Yfirlýsingar þeirra Kol- brúnar Halldórsdóttur og Ágústs Ólafs Ágústssonar staðfesta þá skoðun, að tvíbent sé að skipa stjórnarandstæðinga í nefndir á vegum ráðuneyta, því að slíkt leiði því miður gjarnan til þess, að hætt sé að ræða efni máls og tekið til við umræður um aukaatriði, sem engu skipta.“ Björn segir að þegar rætt sé um úrræði vegna vændis sjái hann ekki að lífsnauðsynlegt sé að taka upp þá reglu sem tekin hafi verið upp í Svíþjóð til þess að sporna gegn götuvændi og mansali. „Er glímt við mansal og götuvændi hér á landi? Ég veit ekki til þess; hvers vegna þurfum við þá innfluttar lagareglur, sem eru sérsniðnar til slíkrar glímu? Mér virðist sem þau Kolbrún og Ágúst Ólafur séu föst í þessari sænsku leið,“ segir dómsmála- ráðherra. johannh@frettabladid.is Ósáttur við tafir nefndar Dómsmálaráðherra bregst hart við gagnrýni stjórn- arandstæðinga á frumvarpsdrög um vændi og kynferðisofbeldi. Hann óskar eftir skýrslu um tafir á störfum starfshóps sem fjallað hefur um málið. BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA Að mati ráðherra er ekki lífsnauðsynlegt að taka upp þá reglu sem Svíar hafa tekið upp til að sporna gegn götuvændi og mansali. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Ágúst Ólafur Ágústs- son, Samfylkingunni, segir það valda vonbrigðum að ekki sé farin leiðin til enda í frumvarpsdrög- um dómsmálaráðherra og fyrn- ing kynferðisbrota gegn börnum afnumin. „Í rauninni er aðeins verið að lengja fyrningarfrestinn um fjög- ur ár. Það býður heim þeirri hættu að menn verði áfram sýknaðir á grundvelli þess að brot sé fyrnt þótt sekt sé sönnuð. Um 16 þúsund nöfn eru nú á undirskriftalista þeirra sem vilja afnema fyrning- una,“ segir Ágúst. Ágúst Ólafur hefur sjálfur lagt fram frumvarp um afnám fyrn- ingar kynferðisglæpa gegn börn- um. - jh Þingmaður Samfylkingar ósáttur við fyrningarákvæði: Hefði átt að fara alla leið PRJÓNUÐ HÁTÍSKA Sýningarstúlka skartar prjónuðu háls- og höfuðskarti eftir fata- hönnuðina Antoni & Alison á tískuvikunni í Lundúnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.