Alþýðublaðið - 10.08.1922, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.08.1922, Qupperneq 4
4 4 ALÞVÐÖBLAÐIÐ Kl. 7\ á morGiaaaa er tilbúið nóg af heitu kaffi tijí Litla katfihúsina. Hentugt íydr þá, sembyrja vinnu kl. 8, moiakaffi 30 aura. Engir drykkjupeningar Litla kafflhúsið, Líugavegi 6 Verzlunin „Grettir‘c selor nýtt dilkakjöt á enorgutt og laugard Eanfremur nokkra sekki af kartoðum á 12 kr. sk. heimðott. Verzl. 99Grettir€fi Grettisgötu 45. S i m i 5 7 0. Rnllupylsnr fá«t f Kaupfélaginu, * Pósthússtræli 9. Kaapendar blaðsins, aem bafa bústaðasklfti, eru vmsamíega beðn- ir að tílkynna það hið bráðasta á afgreiðsiu blaðsins við Ingóifsstræti og Hverfisgötn. Hús og byggingarlóöir sdur Jðnas H» JÓIÍSSOIl. — Bárunai. — Sími 327 Aharzia lögð á hagfeld viðskifti begpji aðiia, Islenzka smjörlíkið hefir fækkað um 10 aora kilóið og fæ»t nú glænýtt f öllum verzlunum. Ritatjóri og ábyrgðarmaður: Ólajnr Friðriksson. Prentsmiíjan öutenberg. Edgar Rice Burroughs: Tarzau snýr aftur. manninum komið. Eg er því eins ánægður að hugsa tii Kölu sem móðurminnar, einsogef eg færi að reyna að tiraga upp mynd af vesalings ensku konunni, sem dó ári eftir að hún ól mig. Kala var mér ætlð góð, á sinn hátt. Eg hlýt að hafa sogið hana frá því móðir min dó. Hún varði mig fyrir óargadýrum skógarins, og fyrir þeim fullorðnu 1 hópi okkar, með heift móðurástarinnar. Og eg elskaði hana líka. Ég vissi ekki hve innilega, fyr en hún var fallin fyrir spjóti og eiturörvum svarta hermannsins úr þorpi Monga. Eg var þá barn að aldri, og kastaði mér yfir hana og grét sáran, eins og barn sem syrgir móður sína. Þér hefði sýnst hún vera ljótt dýr og leiðinlegt, en mér fanst hún falleg — svo mjög hefir ástin áhrif á smekk manna. Eg er því mjög á- nægður með það, að halda áfram að vera sonur Kölu, apynjunnar". „Eg met þig ekki minna fyrir gæði þín“, mælti d’Ar- not, „en sá tími mun koma, að þú verður fús til þess að krefjast réttar þíns. Minstu þess, sem eg segi, og við skulum vona, að þér veitist það eins auðvelt þá, og þér hefði veist það nú. Mundu það, að engir geta með eiðstaf vottað það, nema Porter prófessor og Philander, að beinagrindin, sem lá 1 vöggunni í kofa þínum, var af apabarni, en ekki afsprengi lávarðarhjónanna af Greystoke. Sá vitnisburður er mjög þýðingarmikill. Þeir eru báðir gamlir menn, og lifa ekki lengi enn þá. Og hefir þér aldrei dottið i hug, að Jane Porter mundi svikja Clayton, ef hún vissi sannleikann ? Þú gætir leik- andi náð titli þínura, stöðu og konunni, sem þú elskar, Tarzan. Hefir þér ekki flogið það í hug?“ Tarzan hristi höfuðið. „Þú þekkir hana ekki", mælti hann. „Ekkert mundi gera hana tryggari Clayton en einhver ógæfa, er henti hann. Hún er af gamalli ætt í Ameríku og ættmenn hennar hæla sér af trygglendi sínu“. Tarzan eyddi næsta hálfa mánuðinum í það að end- urnýja fyrri kynni sín af París. Á daginn fór hann á milli bókasafnanna og myndasafnanna. Hann var ákaf- lega bókfús, og lærði ósköpin öll. Honum fanst þó, sem hann mundi aldrei öðlast nema örlítið brot af c' þeirri þekkingu, er þeir menn hefðu, sem frá barnæsku gætu notíð þessara viskulynda; en hann las það, sem hann gat á daginn, og reyndi að skemta sér á kvöldin. Og hann lærði ekki minna á næturflökti sínu. Ef hann reykti margar sigarettur, eða drakk of mikið áfengi, var það því að kenna, að hann tók menning- una eins og hún kom honum fyrir sjónir, og breytti eins og mentaðir náungar hans. Þetta var nýtt líferni, en hann ól hrygð í brjósti sér þrá er hann vissi að al- drei varð fullnægt, svo hann reyndi að sökkva sér nið- ur 1 nám og skemtanir, til þess að gleyma liðna tím- anum og draga að sér framtfðina. Kvöld eitt sat hánn í sönghöll og dreypti á víni sínu og reykti; jafnframt horfði hann hu|fanginn á frægan rússneskan dans, er hann alt 1 einu tók eftir dökkum augum er störðu á hann. Maðurinn snéri sér við og var horfinn í mannþröngina, áður en Tarzan gat áttað sig á hver hann væri, en hann þóttist þekkja augun og vita það, að þau hefðu ekki af tilviljun horft á sig. Honum hafði urii skeyð virst svo, sem á hann væri starað, og þess vegna hafði hann litið snöggt við og kpmið augunum á óvart. Hann hafði gleymt þessu áður en hann fór út, og ekki tók hann eftir skuggalegri veru er dró sig lengra inn í skuggann í dyrum beint á móti sönghöllinni, er Tarzan gekk út í ljósbirtuna á götunni. Hefði Tarzan vitað það, að honum háfði oft verið veitt eftirför, bæði frá þessum og öðrum skemtistöðum, en hann hafði sjaldan eða aldrei verið einn. Þetta kvöld var d’Arnot bundinn annarsstaðar, og Tarzan var því einn. Þegar hann hélt af stað i þá átt er hann var vanur, þegar hann hélt heimleiðis, skaust sá, er hafði gætur á honum út úr fylgsni sínu og skundaði burtu. Tarzan var vanur að fara eftir Maule-götu, er hann fór heim á kvöldin. Af því gatan var bæði fáfarin og dymm minti hún hann talsvert meira á Afríkuskógana hans elskulegu, en hinar tjölfarnari götur f kring. Tarzan var kominn skamt eftir götunni, þetta kvöld, er athygli hans drógst að neyðarópum, sem komu frá þriðju hæð á hús rétt hjá honum. Það var kvenmaður

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.