Fréttablaðið - 24.02.2006, Page 48

Fréttablaðið - 24.02.2006, Page 48
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! Listasafn Íslands teflir saman í sölum sínum tveim- ur meisturum íslenskrar myndlistar, þeim Gunnlaugi Blöndal og Snorra Arin- bjarnar. „Þeir Gunnlaugur og Snorri eiga sér sameiginlegar rætur í evr- ópskum expressjónisma og eiga það sameiginlegt að nota and- stæðuríkt litróf í verkum sínum. Uppspretta þeirra beggja er á margan hátt sú sama, en þeir vinna úr henni á mjög ólíkan og persónulegan máta,“ segir Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, um listamennina Gunn- laug Blöndal og Snorra Arinbjarn- ar. Í kvöld verða opnaðar í safninu sýningar á verkum þeirra beggja, tvær sjálfstæðar sýningar sem þó kallast á þar sem listamennirnir tveir eiga margt sameiginlegt. Sýningin á verkum Gunnlaugs ber yfirskriftina „Lífsnautn og ljóðræn ásýnd“, en sýningin á verkum Snorra nefnist „Máttur litarins og spegill tímans“. „Tilgangurinn með því að hafa sýningarnar saman er að skerpa á þessum sterku höfundareinkenn- um þeirra beggja sem birtast í undirtitlum sýninganna,“ segir Ólafur, sem er sýningarstjóri ásamt Hörpu Þórsdóttur. „Gunnlaugur er til dæmis fyrsti listamaðurinn hér á landi sem fjallar um konuna og nekt hennar og þá lífsnautn sem hann tengir konunni, á meðan listsögu- legt hlutverk Snorra er fyrst og fremst að lyfta fram hversdags- leikanum, mannlífinu á bryggj- unni og í þorpsgötunni. Gunnlaug- ur er upphafinn, rómantískur og ljóðrænn en list Snorra verður aftur á móti eins og spegill tím- ans, eins konar líking fyrir sam- félagslegt ástand.“ Ákveðin tímamót urðu í Lista- safni Íslands með samningi sem gerður var við Samson nú fyrir skemmstu, sem þýðir að ókeypis aðgangur er á allar sýningar safnsins og verður svo framveg- is, í það minnsta næstu þrjú árin. Ólafur segir þessa breytingu vera þátt í ákveðinni lýðræði- svæðingu safnsins, sem felst í því að ná til fleiri hópa í samfélag- inu. „Við leggjum áherslu á að safn- ið eigi brýnt erindi við almenn- ing. Söfn eru öðrum þræði mennt- unarstofnanir og við erum að auka þjónustuna og jafnframt að auðvelda gestum aðgengi að safn- inu.“ Tveir meistarar litanna ÓLAFUR KVARAN Safnstjóri Listasafns Íslands leggur áherslu á að auðvelda gestum aðgengi að safninu. Málverk Gunnlaugs Blöndal á veggnum heitir Síldarstúlkur og er frá árinu 1941. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vetrarhátíð hófst í Reykjavík í gær. Í kvöld verður heldur betur líf og fjör í söfnum borgarinnar, ókeypis inn í þau öll og ókeypis strætóferðir á milli þeirra. Faldir fjársjóðir í Þjóðminja- safninu, sjórekin lík í Sjóminja- safninu, samískt kvöld í Norræna húsinu, upplýst tré í Grasagarðin- um, sérviskusýning í Gerðubergi og Önnudagskrá í Nýlistasafninu – allt þetta er aðeins brot af öllum þeim aragrúa viðburða sem verð- ur á dagskrá Safnanætur, sem nú er haldin í annað sinn í Reykjavík. Safnanóttin verður sett í Þjóð- minjasafninu klukkan 19 og skömmu síðar fer Þórarinn Eld- járn rithöfundur á stúfana og fylgir fólki um Þjóðminjasafnið. Hann ólst upp innan veggja þess og ætlar að segja frá nánum kynn- um sínum af földum og völdum safngripum. Í Norræna húsinu verður boðið upp á samíska kvikmyndahátíð, þar sem meðal annars verður sýnd hin margrómaða kvikmynd Leiðsögumaðurinn, þar sem Helgi Skúlason fer með stórt hlutverk. Einnig verður samískt tjald reist fyrir utan Norræna húsið. Í Grafíksafni Íslands opnar Magdalena Margrét sýningu klukkan 20 og í Ljósmyndasafni Reykjavíkur tekur ljósmyndar- inn Friðrik Örn á móti gestum á heila tímanum frá klukkan 20 til miðnættis. Boðið er upp á ókeypis strætis- vagnaferðir á milli safna borgar- innar. Alls staðar er fjölbreytt dagskrá í boði, hvort heldur fólk leggur leið sína í Árbæjarsafnið eða Ásmundarsafn, Borgarbóka- safnið eða Nýlistasafnið, Borgar- skjalasafnið eða Sögusafnið í Perlunni, Listasafn Íslands eða Listasafn Reykjavíkur. Og er þá langt í frá allt upp talið. ■ Söfnin lifna við ÞÓRARINN ELDJÁRN Lumar á ýmsum leyndardómum Þjóðminjasafnsins, þar sem hann ólst upp. Íslenskir menningardagar standa nú yfir í El Raval- hverfinu í Barcelona á Spáni. Í dag er þar opnuð sýning á hönnun Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur í norrænu hönnunarbúðinni Eskandal. Fjölmiðlar á Spáni hafa veitt sýningunni mikinn áhuga, en hún stendur yfir í einn mánuð. Í dag og á morgun verða einnig sýnd vídeó- verk eftir nokkra íslenska listamenn í galleríinu KBB. Listamennirnir eru Sigurður Guðjónsson, Ásdís Gunnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Gunnar Már Péturson, Malin Stahl, Dodda Maggý, Carl Boutard, Hulda Rós Guðnadóttir, Kristín Björk, Unnur Andrea og Gjörningaklúbburinn. Tónlistarmennirnir Pétur Þór Benediktsson og Þórhallur Skúlason munu spila fyrir gesti gallerísins. Núna um helgina verður svo dagskrá kvikmynda- klúbbsins Void helguð íslenskum kvikmyndum og stuttmyndum. Sýndar verða kvikmyndirnar Nói Albinói og Voksne Mennesker eftir Dag Kára og stuttmyndir eftir Dag Kára, Reyni Lyngdal, Rúnar Rúnarsson, Bjargeyju Ólafsdóttur og Grím Hákon- arson. Íslenskir dagar í Barcelona > Ekki missa af ... ... tónleikum samísku söngkon- unnar Marit Hætta Överli, sem verða haldnir í Íslensku óper- unni annað kvöld. Með henni koma fram Klemet Anders Buljo, Hilmar Örn Hilmarsson, Sigtryggur Baldursson, Tómas Tómasson, Steindór Andersen og Guðmundur Pétursson ásamt Bjarna og Bjössa úr Mínus. ... sýningu um götuleikhópinn Svart og sykurlaust sem opnuð verður í Gallerí Humar eða Frægð, Laugavegi 59, í kvöld. Kl. 19.00 Sérviskusýningin, nýstárleg sýning á alls kyns sérviskulegum hlutum sem nokkrir eldri borgar- ar Breiðholts hafa safnað, verður opin á Safnanótt í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti í tengslum við bæði Vetrarhátíð og Breiðholtshátíðina. Ljósmyndasafn Reykjavíkur verð- ur opið til klukkan eitt í nótt á Safnanótt Reykjavíkur. Þar stend- ur nú yfir ljósmyndasýning Frið- riks Arnar, „10.000 dagar með myndavél“, og mun hann taka á móti gestum í leiðsögn á heila tím- anum frá klukkan 20. Sýning Friðriks Arnar var opnuð um síðustu helgi í tilefni þess að hann hefur átt ljósmynda- vél í tíu þúsund daga, eða 27 ár, og sýnir afraksturinn á veggjum safnsins. Margt fleira verður um að vera í Ljósmyndasafninu, sem er til húsa á sjöttu hæð í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15. Klukkan átta hefst hraðnámskeiðið „Lærðu að kaupa ljósmyndir“ þar sem Frið- rik Örn leiðbeinir fólki um það hvernig á að bera sig að við kaup á ljósmyndum. Einnig munu ljósmyndanemar mynda gesti og verður afrakstur- inn til sýnis á heimasíðu safnsins og á heimasíðu Friðriks Arnar. Klukkan tíu hefst síðan örnám- skeið í ljósmyndun þar sem Krist- ín Hauksdóttir ljósmyndari verð- ur leiðbeinandi. Ljósmyndasýning Jónu Þor- valdsdóttur, Móðir jörð, verður einnig opin á Safnanótt, en þar sýnir Jóna ljósmyndir á myndvarpa. Á morgun stendur Ljósmynda- safn Reykjavíkur enn fremur fyrir vetrarlegri ljósmyndasýn- ingu í Egilshöll. FRÁ OPNUN SÝNINGAR FRIÐRIKS ARNAR UM SÍÐUSTU HELGI Fjölbreytt dagskrá verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í kvöld. Ljósmyndir fram á rauða nótt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.