Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 10
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR10 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.465 +0,96% Fjöldi viðskipta: 564 Velta: 4.308 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 56,60 +2,35% ... Alfesca 4,04 +1,00%... Atorka 6,05 +0,00% ... Bakkavör 51,80 -0,39% ... Dagsbrún 6,70 +2,60% ... FL Group 26,10 +0,39% ... Flaga 3,85 +0,00% ... Íslandsbanki 20,20 +0,50% ... KB banki 928,00 +0,76% ... Kögun 66,50 +0,00% ... Landsbankinn 28,50 +1,79% ... Marel 68,30 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,70 +3,51% ... Straum- ur-Burðarás 19,10 +0,53% ... Össur 111,50 +0,91% MESTA HÆKKUN Mosaic +3,51% Dagsbrún +2,60% Grandi +2,51% MESTA LÆKKUN Icelandic Group -7,50% Atlantic Petroleum -2,99% Bakkavör -0,39% Íslandsbanki hefur keypt ríflega helmingshlut Union Group sem er leiðandi fyrirtæki í sölu, ráðgjöf og samsetningu viðskipta með atvinnuhúsnæði í Noregi. Tekjur Uninon í fyrra námu 160 milljónum norskra króna eða tæplega 1,6 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins var tæpar 900 milljónir íslenskra króna. Starfsmenn eru 25 en kaupverðið er trúnaðarmál. Bankinn stefnir að því að eignast félagið að fullu á næstu þremur árum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir þessi kaup styrkja starfsemi Íslandsbanka í fyrirtækjaráðgjöf og fasteigna- viðskiptum. Íslandsbanki keypti fyrir ári síðan BN bank sem er sterkur á lánamarkaði húsnæðis. Bjarni segir tækifærin með kaupunum liggja í að komast fyrr í ferlið í fasteignaviðskiptum. Samlegðartækifæri séu við þær stoðir sem bankinn hafi fyrir á norska markaðnum. „Dreifikerfi Norse kemur okkur til góða, aukin viðskipti við BN bankann og nýting á efnahagsreikningi Ís- landsbanka við brúarfjármögnun og fleira.“ Bjarni segir að með þessum kaupum tryggi bankinn sér markaðsaðgang og sérfræði- þekkingu í fasteignaviðskiptum annars staðar en í fjármögnun, þar sem BN bankinn er sterkur. „Nálægðin við markaðinn eykst verulega með þessum kaupum.“ Bjarni segir að mörg tækifæri liggi á norskum fasteignamarkaði. Með kaupunum hafi bankanum tekist að búa til góða heild. Noregur er ásamt Íslandi skilgreindur sem heimamarkaður Íslandsbanka, en Bjarni segir það liggja fyrir að bankinn hyggist sækja fram á fleiri mörkuðum og horfi þar til Norðurlandanna og Bretlands. - hh Styrkir sig á norskum markaði Nói Síríus hefur gengið frá kaup- um á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgæt- isfyrirtæki og sérhæfir sig í fram- leiðslu og sölu á súkkulaðivör- um af ýmsu tagi. Saga fyr- irtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakk- aðar súkkulaðiskífur með myntu- bragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Eliza- beth Shaw er með svipaða árs- veltu og Nói-Síríus eða sem svarar um 1.400 milljónum króna. Nói-Síríus í enskt nammi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðar- áss, horfði um öxl á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær og taldi að bernskuárum hins frjálsa fjármálamarkaðar, sem hófust með einkavæðingu bankanna, væri trúlega lokið. Í máli hans kom fram að tæki- færum til umbreytingarverkefna og uppstokkunar á Íslandi hefði fækkað og því sé ljóst að bankinn þurfi að leita fanga víðar til að tryggja arðsemi og auka land- fræðileg umsvif sín, einkum í Norður-Evrópu. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 6.679 milljónir króna í arð til hluthafa fyrir árið 2005. Þetta samsvarar 65 prósenta arði. Arð- greiðslan er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún er í þrenns konar formi, mestmegnis í hlutabréfum í Avion Group fyrir fimm milljarða að markaðsvirði. Einnig verður arðurinn greiddur í hlutabréfum í Icelandic Group að markaðsvirði 350 milljónir króna og peningum að upphæð 1.329 milljónir króna. Greiningardeild KB banka vekur athygli á því að hlutabréfin í Ice- landic Group muni skiptast á marg- ar hendur, enda eru hluthafar í Straumi yfir 23 þúsund talsins. - eþa Tækifærum fækkað Þeir sem mest eiga í félög- um skráðum í Kauphöll Íslands eru flestir á aldrin- um 51 til 70 ára gamlir. Í nýjasta eintaki Kauphallar- tíðinda kemur fram að 547 einstaklingar, 411 karlar og 136 konur, eigi yfir 50 millj- ónir króna hver í félögum skráðum í Kauphöllina. Í þessum tölum er ekki horft til mögulegs eignar- hlutar gegnum eignarhalds- félög eða verðbréfasjóði. 27 eiga svo yfir 500 milljónir króna og 18, 15 karlar og þrjár konur, eiga yfir millj- arð króna. Karlar eru litlu fleiri en konur í hópi 52.470 hluta- fjáreigenda, 53 prósent á móti 47. Eignarhlutur þeirra er hins vegar töluvert meiri. Tæplega 70 prósent fjárins eru skráð á karlana. Yfir 88 prósent hluthaf- anna, 46.410 manns, eiga undir fimm milljónum króna. Þeir sem eiga yfir 50 milljónir eru hins vegar ekki nema um eitt prósent. Samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar nemur meðaleign þeirra sem eiga yfir milljarð króna 1,7 millj- örðum, en meðaleign þeirra sem eiga undir milljón um 300 þúsund krónum. Um áramót nam heildareign ein- staklinga rúmum 223 millj- örðum króna og telur Kaup- höllin líklegt, miðað við þróun markaðarins, að sú eign standi nú líklega í um 267 milljörðum króna. - óká Átján eiga yfir milljarð FRÁ AÐALFUNDI STRAUMS BJARNI ÁRMANNSSON Forstjóri Íslands- banka segir kaup á Union Group færa bankann nær norskum fasteignamarkaði og markaði í fyrirtækjaráðgjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Þórður er forstjóri Kauphallar Íslands og gleðst væntanlega yfir góðu gengi einstaklinga sem eiga í fyrirtækj- um þar skráðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.