Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 18
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR18 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, ÚTSÖLUMARKAÐUR GK REYKJAVÍK LAUGAVEGI 66 2. HÆÐ ER HAFINN Fyrirspurn svarað Fyrir tæpum tveimur vikum óskaði Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, skriflegra svara um kaup Eglu hf. á Búnaðarbankanum. Hann spurði hvort viðskiptaráðherra gæti upplýst, meðal annars á grund- velli upplýsinga frá Fjármálaeftirlitinu og sambærilegri stofnun í Þýska- landi, hvort þýski bankinn Hauck & Aufhauser hefði raunverulega verið meðal kaupenda og síðan eigenda Búnaðarbankans, sem hluti af Eglu. Ögmundur segir sjálfur að við sölu Búnaðarbankans hafi verið lagt til grundvallar að erlendur banki ætti hlut að kaupunum og á þeim grund- velli yrði gengið frá sölunni. Afleiðingarnar gætu því orðið víðtækar hafi Hauck & Aufhauser-bankinn reynst vera leppur og viðskiptin hálfgerður blekkingarvefur. Um þessa fyrirspurn má segja, að ekki einasta Ögmundur, heldur hálf þjóðin veit fyrirfram, að svör viðskiptaráðherra verði á þá leið, að ekkert gruggugt hafi verið við sölu Búnaðar- bankans eins og leitt hafi verið rækilega í ljós, meðal annars af ríkisendurskoðanda. Verða Kínverjar órólegir? Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði á orði í Silfri Egils fyrir viku, að hann þyrfti ævinlega að hugsa sig tvisvar um áður en hann þæði boðsferðir eða önnur fríðindi sem þingmaður. Fyrir kæmi að hann afþakkaði góð boð. Þetta á líkast til við um ferð sem honum bauðst að fara í dag alla leið til Taívans. Eftir því sem best er vitað situr hann heima. Heimildir herma að þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir séu aftur á móti á leiðinni þangað ásamt mökum sínum og fleira málsmetandi fólki. Alþjóðasvið Alþingis kannast ekki við að hafa skipulagt förina þannig að hún hlýtur að vera farin í boði þarlendra stjórnvalda. Sem leiðir hugann að því, að heimsóknir þing- manna eru alltíðar til Taívans. Fyrir réttu ári fór Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og tveir varaforsetar þingsins til Taívans og uppskáru hávær mótmæli Kínverja úr sendiráði þeirra hér á landi. Tan Sun Chen, utanríkisráðherra Taívans, kom til landsins frá Noregi á miðju sumri, þó ekki í opinberri heimsókn. 1998 fóru meðal annarra Tómas Ingi Olrich og Össur Skarphéðinsson þangað, en árið áður hafði Lien Chen, varaforseti Taívans, heimsótt Ísland. Nú er beðið átekta eftir viðbrögðum Kínverja en sem kunnugt er hefur um langt skeið andað köldu milli þjóðanna. Úr bakherberginu... „Það þýðir ekki að koma hér skipti eftir skipti og segja að við eigum að gera eitthvað annað. Þá verður háttvirtur þingmaður að koma hingað einhvern tíma og skýra frá því hvað það er.“ Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um Ögmund Jónasson í stóriðjuumræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. „Iðnaðarráðherra hefur ekki farið fyrir okkur til útlanda til að undirrita viljayfirlýsingu við álframleiðanda.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um niður- stöðu Alcoa-fundar í New York. Ákveðin tegund hentistefnu gegnsýrir íslensku þjóðina. Hún færir sér í nyt það sem gagnlegt reynist. Rætur þessa einkennis eru í lífsbaráttu sjálfsþurftarbúskapar fyrri tíma og veiðimennsku. Pólitísk stefnufesta, grundvallarreglur eða hugmyndafræði er ekki látin þvælast fyrir þegar leysa þarf aðsteðjandi vanda. Þetta á einnig við um stjórnmálaþátttöku. Menn ganga í stjórnmálaflokk frem- ur af nytsemis- en hugsjónaástæðum. Einstaklings- hyggja, eigin hagsmunir, hagur fjölskyldunnar, ættar- innar eða fyrirtækisins ræður ferðinni. Þetta má kalla hneigð fremur en algilt lögmál. Það er helst að í sam- tímanum gæti hugsjónaelds í umræðum og átökum um umhverfismál. Einkenni þessi hafa sterklega komið fram í þjóð- málaumræðu að undanförnu um opinbera stjórnsýslu og regluverk íslenska velferðarkerfisins. Umbætur, sem gerðar hafa verið á því undanfarna áratugi, eru fólgnar í ofnotkun plástra. Það sem eitt sinn átti að vera skýrt, ein- falt, réttlátt og gagnsætt er nú óskýrt, flókið og ranglátt og mismunar fólki. Gjaldafrumskógurinn í heilbrigðis- og tryggingakerfinu er dæmi um þetta. Vera má að hann hafi átt rætur í skýrri hugmyndafræði nýfrjálshyggjunn- ar fyrir 20 árum um að láta þegnana greiða sjálfa fyrir heilbrigðisþjónustuna innan ákveðinna marka og draga samtímis úr ríkisútgjöldum. Jafnaðarmenn hafa valda- lausir og með veikum mætti reynt að breyta regluverk- inu þannig að það miðaði að jafnari tekjudreifingu eða auknu félagslegu réttlæti. En niðurstaðan er í rauninni bágborin efnahagsstjórn hentistefnunnar, óljós byggða- stefna, flókið og ranglátt heilbrigðiskerfi, veikar eftirlits- stofnanir og svo mætti lengi telja. Sársaukaminnst er að rífa plástrana af með snöggu átaki og gera einfaldleikann að hugmyndafræði sinni. VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Plástrastefnan Viðskiptaráðherra hefur lagt til margvíslegar breyt- ingar á lögum um fjármála- eftirlit, fjármálafyrirtæki, verðbréfaviðskipti, starf- semi kauphalla, verðbréf og vátryggingastarfsemi. Tilgangur þess er að styrkja Fjármálaeftirlitið og heim- ildir þess til gagnaöflunar. Átök um eignarhald á Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa komið inn á borð Fjármálaeftirlitsins. Brigsl- yrði ganga á víxl og einstaklingar sem sóst hafa eftir auknum hlut í sparisjóðnum hafa verið sakaðir um bolabrögð og jafnvel lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður segir í Morgun- blaðsgrein í gær að Fjármálaeftir- litið hafi frá upphafi tekið illa tíðindum um að í undirbúningi væri framboð gegn sitjandi stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Sigurð- ur, sem vinnur fyrir gagnframboð- ið í sparisjóðnum, bendir á að orkað geti tvímælis að veita Fjár- málaeftirlitinu auknar valdheim- ildir til gagnaöflunar. Skilja má á Sigurði að nauðsynlegt sé að verja trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings hans gegn slíku valdi rétt eins og nauðsynlegt sé að verja trúnað blaðamanns og heimildarmanns hans. Sigurður heldur áfram og segir: „Fjármálaeftirlitið tók tíðindum af þessu framboði strax illa og boðaði í bréfi þann 19. apríl 2005 athugun á því hvort til væri orðinn virkur eignarhluti í sparisjóðnum.“ Hann rekur síðan að Fjármálaeftirlitið hafi kært hluta stofnfjáreigenda til embættis ríkislögreglustjóra og beðið viðskiptaráðherra um auknar valdheimildir. Styrkara eftirlit Breytingarnar sem Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra leggur til í áðurgreindu frumvarpi eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagt til að tekin verði af tvímæli um að opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi taki ekki aðeins til eftirlitsskyldra aðila eins og banka, verðbréfafyr- irtækja og tryggingafélaga, held- ur einnig til eftirlits sem fjallað er um í öðrum lögum. Í öðru lagi er með frumvarpinu leitast við að taka af allan vafa um að Fjármálaeftirlitið geti beitt þvingunum eins og dagsektum gagnvart einstaklingum og fyrir- tækjum ef þau láta eftirlitinu ekki í té nauðsynlegar upplýsingar vegna rannsóknar eða ef þau fara ekki að kröfum um úrbætur. Þær viðbárur heyrast um þetta atriði, að ekki sé hægt að veita Fjármálaeftirliti sambærilegar vald- og eftirlitsheimildir og skattayfirvöld hafa til eftirlits. Ágreiningur beint til dómstóla Í máli Sparisjóðs Hafnarfjarðar kom upp sú staða að einstaklingar neituðu að svara erindi Fjármála- eftirlitsins. Það brást við með því að beita viðkomandi dagsektum. Sú ákvörðun var kærð til kæru- nefndar sem ógilti ákvörðun Fjár- málaeftirlitsins. Ógilding ákvörðunarinnar hefur orðið til þess að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sett verði ákvæði um að heimilt verði að skjóta ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins til dómstóla. Þetta merkir nánar til tekið að kærunefndin eða hlutverk hennar gagnvart Fjármálaeftirlit- inu verður afnumið. Vísað er til rit- gerðar Friðgeirs Björnssonar um úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni, en þar er reifaður sá möguleiki að láta allar stærri stjórnsýsludeilur fara fyrir dómstóla án þess að fara fyrst til úrskurðarnefnda. Farið er orðum um það að Fjármálaeftirlit sé mikilvægt fyrir traustan og heil- brigðan fjármálamarkað og því verði að teljast eðlilegt að ágrein- ingsmál vegna starfa þess komi til meðferðar dómstóla. Með þessum rökum er síðan lagt til í frumvarpinu að ágrein- ingsmál vegna ákvarðana Fjár- málaeftirlitsins komi beint til með- ferðar dómstóla. Fjárlagaskrifstofa fjármála- ráðuneytisins gefur umsögn um frumvarpið og telur að verði frum- varpið óbreytt að lögum hafi það ekki í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Því er einnig lýst að tilgangur frumvarpsins sé að skýra og styrkja eftirlitsákvæði og eyða óvissu. johannh@frettabladid.is Völd Fjármála- eftirlitsins VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR VIÐSKIPTA- RÁÐHERRA Frumvarp Valgerðar færir Fjár- málaeftirlitinu aukin völd til eftirlits. Einnig er gert ráð fyrir að ágreiningsmál um störf þess fari beint til dómstóla. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON HÆSTARÉTTAR- LÖGMAÐUR Sigurður telur það orka tvímælis að auka valdheimildir Fjármála- eftirlitsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.